Morgunblaðið - 25.11.2000, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 25.11.2000, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. NÓVEMBER 2000 58 UMRÆÐAN Upplýsingar um byggingu Náttúrufræðahússins AÐ undanfömu hafa orðið nokkrar umræð- ur og blaðaskrif vegna byggingar Náttúni- fræðahúss Háskóla ís- lands í Vatnsmýrinni. í þeim hefur gætt mis- skilnings og rangra fullyrðinga sem hér verða leiðréttar. I Kostnaður við bygginguna í fyrsta lagi hefur verið staðhæft að kostnaður við bygg- inguna hafi farið langt fram úr áætlun. Stað- reyndirnar eru þessar: Fyrsta skóflustunga var tekin í janúar 1996. í framhaldi af því fóru jarðvegsskipti fram. Kostnaðaráætl- un þessa fyrsta áfanga var 52,9 m.kr. Fjórtán tilboð bárust í verkið. Samið Húsið á að hýsa kennslu og rannsóknir í líffræði og jarðfræði, segir Páll Skúlason, og er nærtækt að bera það saman við sjúkrahús. Kostnaður er áætlaður 200 þús. kr. á m2, en við byggingu Barnaspítal- ans 220 þús. kr. á m2. var við lægstbjóðanda, en tilboð hans hljóðaði upp á 34,4 m.kr. og stóðst það fyllilega. Næsti áfangi fólst í að steypa hús- ið upp og ganga frá því að utan. í áfanganum fólst einnig að útveggir væru einangraðir. Að innan skyldu veggir vera tilbúnir til málningar. Þá fólst í þessum áfanga að norður- gluggi væri frágenginn með lýsingu í miðrými. Kostnaðaráætlun var 530,4 m.kr. Útboð fór fram fyrri hluta árs 1997 og vom tilboð opn- uð 10. júlí. Fimm tilboð bárust, en lægsta til- boðið var 537 m.kr. og var gengið að því. Greiðslur vegna þessa verkáfanga eru sem hér segir í lok október 2000: Af verksamningi 461 m.kr., verðbætur 20,3 m.kr. og umsamin aukaverk 47,5 m.kr. Samtals 528,8 m.kr. Til viðbótar hefur verktak- inn lagt fram kröfur um aukaverk að upphæð 25 m.kr., sem ekki hefur enn verið tekin afstaða til. Eins og fram hefur komið vai- tilboð verk- taka 537 m.kr. en greiddar hafa ver- ið 461 m.kr. Því eru ógreiddar 76 m.kr. ásamt verðbótum. Þessi áfangi verksins fór fram úr áætlun sem nemur aukaverkunum eða um 9 tO 13%. Þá er kostnaður vegna hönnunar 65,5 m.kr. og við eftirlit 52,6 og ráð- gjöf 19,2 m.kr. I kostnaði við hönnun eru greiðslur sem tengjast verk- áfanga sem eftir á að bjóða út. Kostnaður við eftirlit og ráðgjöf er óvenjulega hár sem sýnir að mikið eftirht hafi þurft að hafa með fram- kvæmdinni. II Endurskoðun áætlunar fyrir bygginguna í heild í öðru lagi hefur verið fullyrt að endurskoðun heildarkostnaðar við bygginguna feli í sér óeðlilega mikla hækkun. Byggingin er 8.000 fer- metrar að stærð og á árinu 1997 var áætlun um heildarkostnað um 1.200 m.kr. (þ.e. 150 þús. kr. á m2), en hún er núna um 1.600 m.kr. (þ.e. 200 þús. kr. á m2) og er þá tekið mið af verð- hækkunum sem átt hafa sér stað í þjóðfélaginu á síðustu fjórum árum. Til dæmis má benda á að verð hús- næðis í Reykjavík frá árinu 1997 hef- ur að jafnaði hækkað um 48%. Eftir á að taka ákvarðanir um ýmsar hönnunarforsendur vegna útboðs á lokaáfanga verksins og gera endan- lega kostnaðaráætlun. A þessu stigi er því ekki hægt að segja með vissu hver hún verður. III Samanburður við annars konar byggingar í þriðja lagi skal á það bent að ekki er raunhæft að bera bygging- una saman við einfalt kennsluhús- næði þar sem kostnaður á fermetra er miklu lægii en í því hátæknihúsi sem Náttúrufræðahúsið á að verða. Húsið á að hýsa kennslu og rann- sóknir í líffræði og jarðfræði og er nærtækt að bera það saman við sjúkrahús. Samkvæmt áætlun er kostnaður við byggingu Náttúru- fræðahússins 200 þús. kr. á m2. Áætlaður kostnaður við byggingu grunnskóla er um 150 þús. kr. á m2. Aætlaður kostnaður á fermetra við byggingu Bamaspítalans á Land- spítalalóð er 220 þús. kr. IV Ákvarðanir og ábyrgð í fjórða lagi er rétt að taka fram að háskólinn tekur ekki einn ákvarð- anir er snerta byggingu hússins, heldur gilda um framkvæmdir hans sömu lög og um aðrar ríkisstofnanir. Háskóli íslands ákveður í hvaða framkvæmdir hann vill ráðast á hverjum tíma og aflar fjár til þeirra með framlagi af ágóða Happdrættis Háskólans. Samstarfsnefnd um op- inberar framkvæmdir heimilar að ráðist sé í byggingu á vegum háskól- ans eftir að menntamálaráðuneytið hefur gefið samþykki sitt. í sam- starfsnefnd um opinberar fram- kvæmdir sitja formaður fjárlaga- nefndar Alþingis, ráðuneytisstjóri fjármálaráðuneytis og forstjóri Framkvæmdasýslu ríkisins. Fram- kvæmdasýsla ríkisins býður verkið út, ákveður hver fær það og hefur síðan eftirlit með framkvæmdum. Háskólinn greiðir Framkvæmda- sýslunni fyrir þessa þjónustu af sjálfsaflafé sínu. Höfundur er háskólarektor. Páll Skúlason Launhelgi lyganna - einstæð bók ÚT er komin bókin Launhelgi lyganna sem skrifuð er af ungri konu undir dul- nefninu Baugalín. Þessi bók er einstæð. Þetta er ekki skáld- saga heldur sársauka- full lýsing konu á bernsku sinni og ungl- ingsárum, mótunarár- um sem einkennast af ofbeldi, kynferðislegu, líkamlegu og andlegu og afleiðingum þess á tilfinningalíf hennar og sjálfsmynd. Þetta er uppgjör við fortíð- ina og lesandi fær að fylgjast með hvernig hún glímir við eigin tilfinningar, sem einkennast af skömm, sekt, örvæntingu og þrá Bókmenntir Þetta er í fyrsta skipti, segir Guðrún Jónsdóttir, sem íslensk kona skrifar bók um eigin reynslu af því að alast upp í fjölskyldu þar sem hún sætir kynferðisofbeldi. eftir ást og viðurkenningu og hvernig henni tekst að lokum að leysa þessi innri átök, sættast við sjálfa sig og lifa af sem sigurveg- ari. Þetta er skelfileg og harmræn saga um svik þeirra sem standa henni næst. Svik fósturföður, sem beitir hana kynferðisofbeldi, svik kúgaðrar móður, sem fórnar börn- um sínum fyrir ofbeldismanninn, svik fjölskyldunnar allrar, sem kýs þögnina og tekur þar með afstöðu með ofbeldismanninum. En það er ekki aðeins fjölskyldan sem svíkur, það gera einnig þeir fulltrúar samfélags- ins, sem unglingurinn leitaði til, þegar lífið innan fjölskyldunnar er orðið óbærilegt. Þetta er líka saga fjölskyldu þar sem þeir fullorðnu eru fastir í ógnum eigin fortíðar, þar sem allt samskiptamynstur ep stórlega brenglað. Utan frá séð er þetta jafnframt ósköp venjuleg íslensk fjöl- skylda, duglegir vinnuþjarkar sem standa sig vel í lífs- gæðakapphlaupinu, linna ekki fyrr en þau hafa náð því að flytja úr kjallaraíbúðinni í blokkina og það- an í einbýlishúsið og sannar þar með fyi’ir sjálfri sér og öðrum að ailt sé í lagi með þau. Þetta er í fyrsta skipti, sem ís- lensk kona skrifar bók um eigin reynslu af því að alast upp í fjöl- skyldu þar sem hún sætir kynferð- isofbeldi. Hún lýsir í bókinni hvernig kynferðisofbeldið þróast, hvernig ofbeldismaðurinn gerir hana samseka sér með peninga- gjöfum og ógnunum um afleiðing- arnar fyrir fjölskylduna segi hún frá því sem hann gerir. Hún gefur lesanda einnig innsýn í viðbrögð sín við ofbeldinu, valdaleysinu, ótt- anum og skömminni á sjálfri sér og hvernig ofbeldið smám saman brýtur niður sjálfsmynd hennar. Öll er þessi frásögn hennar sann- færandi og trúverðug. Baugalín er augsýnilega hug- rökk og sterk kona og bókin henn- ar er til þess fallin að auka skilning á stöðu barna, sem búa við kyn- ferðisofbeldi og annað ofbeldi. Hún er þess vegna þörf áminning til allra þeirra sem vinna með börn- um. Bókin er líka áskorun á okkur öll að bregðast ekki börnum. Þessi einstæða bók á erindi við alla. Höfundur er félagsráðgjafi og fyrrum starfskona á Stígamótum. Guðrún Jónsdóttir NATO að veikjast LEIÐTOGAFUNDUR ríkja Atlantshafsbandalagsins samþykkti í apríl 1999 í Washington að herlið undir stjórn Evrópusambandinu (ESB) væri heimilt að nota búnað NATO á hættutímum. Það skilyrði fylgdi þó að NATO-ríkin í Evrópu utan Evrópusambandsins yrðu ekki verr sett eftir þessar breytingar en áður en eins og segir í fréttatilkynn- ingu leiðtoganna 9. lið d „leggjum við gríðarlega áherslu á að evrópsk bandalagsríki, sem standa utan ESB, taki þátt í aðgerðum vegna hættuástands undir forystu ESB og verði þar byggt á gildandi ráðstöf- unum innan VES“. Með samþykkt Evrópusambandsins í Köln skömmu síðar kom þó í ljós að ekki var ætl- unin að hafa mikið samráð við Evrópuríkin í NATO utan ESB. ESB hefur ráðið fyrrverandi framkvæmdastjóra NATO, Anvar Solana, til að stjórna utanríkis- og varnarmálum ESB og uppbyggingu bandalagsins á þessu sviði. Hann var jafnframt skipaður sem fram- kvæmdastjóri Vestur-Evrópusam- bandsins (VES), Evrópustoðar NATO eins og þessi 52 ára gömlu samtök hafa verið kölluð. I fram- haldi af þessari ráðningu ákvað ESB að settur yrði á laggirnar 60.000 manna her sem væri til taks og undir stjórn ESB. Ekki hefur orðið samstaða um það að byggja hið nýja kerfi varnar- og öryggismála ESB á stofnana- kerfi VES eins og margir vonuðu og gert beinlínis ráð fyrir af hálfu leið- togafundarins í Washington eins og segir í 41. lið fréttatilkynningarinn- ar um hlutverk stofnana bandalags- ríkjanna. Þar hefur ýmislegt komið til m.a. telja ýmsir að tenging þess við NATO og Bandaríkin sé of sterk svo Frakkar geti sætt sig við VES í þessu hlutverki. Fleira kom einnig til eins og að innan VES eru ríki sem ekki eru aðilar að ESB eins og Tyrkir. Þessi staðreynd tniflaði meira en sú að innan ESB eru mörg ríki sem ekki eiga aðild að NATO en geta öll verið fullgildir aðilar innan VES. Stofnanahluti VES ESB hefur tekið þá ákvörðun að sundurlima VES og mun stofnana- hluti þess heyra undir ESB. Það þýðir að stofnanir eins og gervi- hnattastöð, rannsóknarstofnun, svo- nefnd Peterburg-verkefni þ.e. frið- argæsla, þjálfunarmál lögreglu, jai-ðsprengjuleit o.fl., flyst til ESB. Utanríkisráðuneytið og fastafull- trúi íslands í VES og NATO hafa stýrt störfum þessara stofnana með setu á fundum í fastanefndinni ásamt með öðrum Evrópuríkjum NATO og því mikil tengsl og sam- ráð um þessu málefni skapast milli NATO-ríkjanna í Evrópu og NATO- ríkjanna í heild á undanfömum ár- um. Þetta samráð hefur verið mjög mikið og á hæstu stigum stjórnkerf- isins. Ekki hefur náðst samkomulag um hvernig NATO- ríkin 6 utan ESB tengist nýju fyrirkomulagi ESB-ríkjanna 15. Nýjasta tillagan er að fundir 15+15 þ.e. að ESB- ríkin og umsóknarríkin 9 í ESB ásamt NATO ríkjunum 6 (sem sum eru einnig að bíða eftir aðild að Varnir Flutningur stofnana- kerfís VES til ESB, segir Kristján Pálsson, mun draga verulega úr samvinnu við Evrópuríkin í varnar- og öryggismálum. ESB) hittist á ráðherraplani einu sinni á ári en 2-4 sinnum á ári verði fundir lægra settra embættis- manna. Fundir 15+6 þ.e. ESB og Evrópuríkja í NATO utan ESB verði eftir hina fundina en allar ákvarðanir verði teknar af ríkunum 15 í ESB. Á samráðsfundum með öðrum ríkjum verði einungis rætt um ákvarðanir sem ESB-ríkin 15 hafa tekið og óvíst með öllu hvað mikið verður lagt upp úr því sam- ráði né á hve háu embættismanna- plani það verður. Þingmannahluti VES Mikil átök hafa orðið um þing- mannaþátt VES og hefur Evrópu- þingið (EÞ) lagt mikla áherslu á að efla völd og áhrif EÞ með því að flytja umræðuna um varnar- og ör- yggismál á Evrópuþingsplan. Flest þjóðþing ESB líta þó svo á að varn- ar- og öryggismál séu ein af grunn- einingum að sjálfstæði þjóðanna og tilheyri sú umræða því þjóðþingun- um en ekki EÞ. Niður- staðan hefur því orðið sú að þingmannahluti VES starfai’ áfram og réttindi og skyldur ríkj- anna 30 verða óbreytt- ar. Staða íslands sem aukaðih (associated member) verður því óbreytt inna VES. Um- svif VES-þingsins byggjast fyrst og fremst á umræðu um vamar- og öryggismál í Evrópu allri og 5. og 9. gr. Brusselsamningsins. Tvö þing verða árlega eins og áður í París og fastanefndir munu starfa milli þinga. Starfslið VES- þingsins verður 30 manns auk túlka og verður skrifstofan í París en fastanefnd starfar væntanlega í Brussel. Umræða um framtíðarhlut- verk VES-þingsins verður hávær áfram þó skýrt hafi komið fram að lítill viíji sé til að hrófla við Bruss- el-samningnum sem þingið mun byggja sinn starfsgrundvöll á. Margir álíta að VES-þingið muni þróast sem umræðuvettvangur þjóðþinganna um varnar- og örygg- ismál Evrópu og enda sem önnur deild innan Evrópuþingsins. Þannig verði fyllt upp það tómarúm sem er á milli þjóðþinganna og fram- kvæmdastjórnarinnar í Brussel, en á VES-þingunum sitja aðeins þing- menn þjóðþinganna. Þess vegna hefur verið bætt við VES nafnbót- inni „The interim European Secur- ity and Defence Assembly“. NATO á tæpu vaði Að mínu áliti munu þær breyting- ar sem nú eru að þróast gjörbreyta stöðunni innan Átlantshafsbanda- lagsins. NATO-ríkin í ESB munu ekki koma jafn sterkt fram sem sjálfstæð ríki innan- NATO framvegis' heldur munu ESB- ríkin reyna að sam- ræma afstöðu sína fyrir fundi NATO. Málefni Evrópu verða ekki rædd innan NATO nema búnaður NATO verði notaður. Margii- ráðamenn ESB eru þegar famir að líta á ESB sem of- urríki og þróunin muni styrkja þá stöðu. Niðurstaða breytinganna verður því hemaðar- bandalag 6 ríkja þ.e. stórveldanna tveggja ESB og USA auk íslend- inga, Norðmanna, Tyrkja og Kanadamanna. Þær umbreytingar sem verða á starfsháttum innan NATO með þessu era þær mestu frá stofnun bandalagsins og mesta ógnun við framtíð þess frá upphafi. Undin-itaður hefur óskaði eftir því í varnarmálanefnd VES að sérstök skýrsla verði gerð um áhrif þessara breytinga á samstarfið innan NATO og framtíð þess til lengri tíma litið. Flutningur stofnanakerfis VES til ESB mun draga veralega úr sam- vinnu íslendinga við Evrópuríkin á sviði varnar- og öryggismála og yy meiri aðgerð en íslendingar gérá sér almennt grein fyrir. Alþingi get- ur að einhverju leyti bráað það bil sem óhjákvæmilega skapast við þessar breytingar með auknu sam- starfi innan VES. Undirritaður hef- ur lagt til að svo verði gert. Höfundur er formaður þingmannaf ~ samtaka fslandsdeildar VES. Kristján Pálsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.