Morgunblaðið - 25.11.2000, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 25.11.2000, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 25. NÓVEMBER 2000 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Rólegan æsing, titturinn þinn. Ég var nú endurkosinn. Hvernig var að búa í bragga? Braggarnir settu sterkan svip á Reykjavík um þrjátíu ára skeið. Fólksflutningar á mölina voru miklir og húsnæðisekla hrakti þúsundir Reykvíkinga í bráðabirgðahúsnæði sem nú þætti tæpast mönnum bjóðandi. I braggahverfunum myndaðist sérstakt samfélag sem Eggert Þór Bernharðsson sagnfræðingur hefur kynnt sér rækilega. Hann fjallar hér um sögu bragganna, fólkið sem bjó í þeim, lífsskilyrði og viðhorf annarra til braggabúanna. Bókin er prýdd fjölda Ijósmynda sem fæstar hafa áður komið fyrir sjónir almennings. JPV FORLAG Ók undir áhrifum áfengis og án ökuskírteinis Sviptur ökurétti í eitt ár frá 2003 RÚMLEGA tvítugur maður hefur verið sviptur ökuréttindum í eitt ár frá 2. nóvember árið 2003 fyrir ölvunarakstur á bifreið sem hann tók ófrjálsri hendi. Ástæðan fyiir því að ökuleyfíssviptingin tekur gildi eftir tæp þrjú ár er að í byrj- un þessa mánaðar gekkst maður- inn undir viðurlagaákvörðun, 120.000 króna sekt fyrir ölvunar- akstur og var sviptur ökurétti í þrjú ár frá 2. nóvember sl. Refs- ingin nú er því ákveðin sem hegn- ingarauki við þá ákvörðun. Dómur- inn var kveðinn upp af Erlingi Sigtryggssyni, dómara við Héraðs- dóm Vestfjarða. Neitaði í upphafi sakargiftum Ákærði, sem er tuttugu og þriggja ára, tók bifreið ófrjálsri hendi í Hnífsdal aðfaranótt 1. maí í fyrra og ók henni um götur Hnífs- dals undir áhrifum áfengis og án ökuskírteinis þar til hann ók bif- reiðinni fram af vegarenda. Mað- urinn var auk ökuleyfissviptingar dæmdur til að borga 50.000 króna sekt til ríkissjóðs innan fjögurra vikna en sæta ella tíu daga fang- elsi og jafnframt til að borga allan sakarkostnað, þ.m.t. þóknun skip- aðs verjanda síns, 50.000 krónur. Áfengi í blóði var l,87%o Ákærði neitaði í upphafí öllum sakargiftum, en er aðalmeðferð málsins var hafin breytti hann framburði sínum og viðurkenndi að hafa ekið bifreiðinni undir áhrifum áfengis og án ökuskírtein- is eins og segir í ákærunni. Samkvæmt niðurstöðu Rann- sóknarstofu í lyfjafræði mældist áfengi í blóði ákærða l,87%c sam- kvæmt meðaltali tveggja mælinga. Bretland mikilvægasta viðskiptalandið ATVEGGJA ára fresti veitir breska utanríkis-, við- skipta og iðnaðarráðu- neytið verðlaun til við- skiptafulltrúa í breskum sendiráðum um allan heim. Veitt eru sex gullverðlaun, auk tvennra aukaverð- launa sem eru veitt tveim- ur af þeim sex einstakling- um sem hljóta gullverð- launin. Verðlaunin bera heitið D Group Awards og eru æðstu verðlaun sem veitt eru af breska utan- ríkisráðuneytinu. Meðal þeirra sem hlutu verðlaunin í ár er Örn Valdimarsson, viðskipta- fulltrúi í breska sendiráð- inu, sem segir að heiti verðlaunanna, D Group, séu í höfuðið á Derek Fatchett, fyn'verandi við- skiptaráðherra sem lést í fyrra, en hann var einn af stofn- endum þessarar medalíu sem nú er veitt í þriðja sinn. Öm hefur verið viðskiptafull- trúi í breska sendiráðinu síðastlið- in ellefu ár en þar áður rak hann matvælapökkunarfyrirtækið Rekord í tvö ár eftir að hafa verið um skeið sölumaður og síðan sölu- stjóri hjá heildversluninni Sund. Hann segist hafa sótt um starf- ið í breska sendiráðinu fyrir ellefu árum eftir að hann ákvað að selja fyrirtæki sitt. „Ég fékk tilboð í fyrirtæki mitt sem var of gott til þess að ég gæti hafnað því. Það er lýjandi starf að reka smáfyrir- tæki, þannig að mér leist vel á að fá mér vinnu frá níu til fimm. Mér fannst þetta líka spennandi starf og sá fyrir mér mikil sam- skipti við Bretland, auk þess sem það snýst um milliríkjaviðskipti sem ég hafði mikinn áhuga á.“ í hverju felst starfið? „Það felst í því að hjálpa bresk- um fyrirtækjum að finna markað hér á íslandi og koma þeim í sam- band við íslensk fyrirtæki. í því felst skipulagning á heimsóknum viðskiptasendinefnda hingað til íslands og heimsóknum íslenskra viðskiptasendinefnda til Bret- lands. Það er aðalstarfið. Þar fyrir utan eru ýmis viðskiptamál og heimsóknir hingað til lands, til dæmis heimsóknir breskra ráð- herra eða annarra sem eru að koma í opinbera heimsókn. Stór hluti starfsins felst þó kannski í því að fylgjast vel með viðskiptalífinu hér og átta sig á þeim tækifærum sem opnast fyrir bresk fyrirtæki eða samstarf breskra og íslenskra fyrirtækja." Fyrir hvað hlýtur þú verðlaun- in? „Ég fæ gullmedal- íuna fyrir „outstanding achievement," eða framúrskarandi árang- ur á sviði útflutnings og aukaverðlaunin fékk ég fyrir „successfully as- sisting inecperienced exporters," eða fyrir að hafa náð árangri í að aðstoða reynslulitla útflytjendur. Það er mjög rík hefð í Bretlandi fyrir því að veita verðlaun og við- urkenningar á öllum mögulegum sviðum - en aftur á móti lítið stundað hér á landi.“ Hvers konar fyrirtækjum hefur þú verið að vinna með? „Alls konar fyrirtækjum, bæði í fatnaði, matvælum, iðnaðarvöru og hugbúnaði. Núna síðast feng- Orn Valdimarsson ► Öm Valdimarsson er við- skiptafulltrúi í breska sendiráð- inu. Hann útskrifaðist frá Sam- vinnuskólanum 1981 ognam siðan markaðs- og út flutnings- fræði hjá Endurmenntunarstofn- un Háskóla Isiands. Hann er núna 1 fjarnámi við háskólann í Nottingham í markaðs- og út- flutningsmálum. Örn starfaði áð- ur sem sölumaður og síðar sölu- stjóri hjá heildversluninni Sund, áður en hann stofnaði eigið fyrir- tæki, Rekord, sem hann rak í tvö ár. Eiginkona hans er Guðbjörg Maria Jónsdóttir og eiga þau tvö börn. Gullmedalía fyrir fram- úrskarandi árangur á sviði útflutnings- mála Morgunblaðið/Ami Sæberg um við sendinefnd frá Stoke og þar var á ferð fólk sem er í leir- munagerð, bæði í hönnun og í list- _________ sköpun.“ Hversu mikil við- skipti höfum við ís- iendingar við Bret- land? „Þau eru mikil. Við flytjum inn nánast alla vöruflokka frá Bretlandi. Þeir eru með um 10% af mark- aðinum hér og kaupa um 20% af öllu því sem við flytjum út. Þar af leiðandi er Bretland mikilvægasta viðskiptaland okkar.“ Örn tók við verðlaununum 16. nóvember síðastliðinn. Það var ekkja Fatchetts sem afhenti hon- um gullmedalíuna en viðurkenn- ingaskjalið fékk hann úr höndum Johns Battle sem er ráðherra utanríkis- og sambandslýðvelda- málefna. Verðlaun frá breska utanríkisráðuneytinu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.