Morgunblaðið - 25.11.2000, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 25. NÓVEMBER 2000
FRETTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Rólegan æsing, titturinn þinn. Ég var nú endurkosinn.
Hvernig var að
búa í bragga?
Braggarnir settu sterkan svip
á Reykjavík um þrjátíu ára
skeið. Fólksflutningar á mölina
voru miklir og húsnæðisekla
hrakti þúsundir Reykvíkinga í
bráðabirgðahúsnæði sem nú
þætti tæpast mönnum
bjóðandi.
I braggahverfunum myndaðist
sérstakt samfélag sem Eggert
Þór Bernharðsson
sagnfræðingur hefur kynnt sér
rækilega. Hann fjallar hér um
sögu bragganna, fólkið sem
bjó í þeim, lífsskilyrði og
viðhorf annarra til
braggabúanna.
Bókin er prýdd fjölda Ijósmynda
sem fæstar hafa áður komið
fyrir sjónir almennings.
JPV FORLAG
Ók undir áhrifum
áfengis og án
ökuskírteinis
Sviptur
ökurétti
í eitt ár
frá 2003
RÚMLEGA tvítugur maður hefur
verið sviptur ökuréttindum í eitt
ár frá 2. nóvember árið 2003 fyrir
ölvunarakstur á bifreið sem hann
tók ófrjálsri hendi. Ástæðan fyiir
því að ökuleyfíssviptingin tekur
gildi eftir tæp þrjú ár er að í byrj-
un þessa mánaðar gekkst maður-
inn undir viðurlagaákvörðun,
120.000 króna sekt fyrir ölvunar-
akstur og var sviptur ökurétti í
þrjú ár frá 2. nóvember sl. Refs-
ingin nú er því ákveðin sem hegn-
ingarauki við þá ákvörðun. Dómur-
inn var kveðinn upp af Erlingi
Sigtryggssyni, dómara við Héraðs-
dóm Vestfjarða.
Neitaði í upphafi
sakargiftum
Ákærði, sem er tuttugu og
þriggja ára, tók bifreið ófrjálsri
hendi í Hnífsdal aðfaranótt 1. maí í
fyrra og ók henni um götur Hnífs-
dals undir áhrifum áfengis og án
ökuskírteinis þar til hann ók bif-
reiðinni fram af vegarenda. Mað-
urinn var auk ökuleyfissviptingar
dæmdur til að borga 50.000 króna
sekt til ríkissjóðs innan fjögurra
vikna en sæta ella tíu daga fang-
elsi og jafnframt til að borga allan
sakarkostnað, þ.m.t. þóknun skip-
aðs verjanda síns, 50.000 krónur.
Áfengi í blóði var l,87%o
Ákærði neitaði í upphafí öllum
sakargiftum, en er aðalmeðferð
málsins var hafin breytti hann
framburði sínum og viðurkenndi
að hafa ekið bifreiðinni undir
áhrifum áfengis og án ökuskírtein-
is eins og segir í ákærunni.
Samkvæmt niðurstöðu Rann-
sóknarstofu í lyfjafræði mældist
áfengi í blóði ákærða l,87%c sam-
kvæmt meðaltali tveggja mælinga.
Bretland
mikilvægasta
viðskiptalandið
ATVEGGJA ára
fresti veitir breska
utanríkis-, við-
skipta og iðnaðarráðu-
neytið verðlaun til við-
skiptafulltrúa í breskum
sendiráðum um allan heim.
Veitt eru sex gullverðlaun,
auk tvennra aukaverð-
launa sem eru veitt tveim-
ur af þeim sex einstakling-
um sem hljóta gullverð-
launin. Verðlaunin bera
heitið D Group Awards og
eru æðstu verðlaun sem
veitt eru af breska utan-
ríkisráðuneytinu.
Meðal þeirra sem hlutu
verðlaunin í ár er Örn
Valdimarsson, viðskipta-
fulltrúi í breska sendiráð-
inu, sem segir að heiti
verðlaunanna, D Group,
séu í höfuðið á Derek
Fatchett, fyn'verandi við-
skiptaráðherra sem lést í
fyrra, en hann var einn af stofn-
endum þessarar medalíu sem nú
er veitt í þriðja sinn.
Öm hefur verið viðskiptafull-
trúi í breska sendiráðinu síðastlið-
in ellefu ár en þar áður rak hann
matvælapökkunarfyrirtækið
Rekord í tvö ár eftir að hafa verið
um skeið sölumaður og síðan sölu-
stjóri hjá heildversluninni Sund.
Hann segist hafa sótt um starf-
ið í breska sendiráðinu fyrir ellefu
árum eftir að hann ákvað að selja
fyrirtæki sitt. „Ég fékk tilboð í
fyrirtæki mitt sem var of gott til
þess að ég gæti hafnað því. Það er
lýjandi starf að reka smáfyrir-
tæki, þannig að mér leist vel á að
fá mér vinnu frá níu til fimm.
Mér fannst þetta líka spennandi
starf og sá fyrir mér mikil sam-
skipti við Bretland, auk þess sem
það snýst um milliríkjaviðskipti
sem ég hafði mikinn áhuga á.“
í hverju felst starfið?
„Það felst í því að hjálpa bresk-
um fyrirtækjum að finna markað
hér á íslandi og koma þeim í sam-
band við íslensk fyrirtæki. í því
felst skipulagning á heimsóknum
viðskiptasendinefnda hingað til
íslands og heimsóknum íslenskra
viðskiptasendinefnda til Bret-
lands. Það er aðalstarfið. Þar fyrir
utan eru ýmis viðskiptamál og
heimsóknir hingað til lands, til
dæmis heimsóknir breskra ráð-
herra eða annarra sem eru að
koma í opinbera heimsókn.
Stór hluti starfsins felst þó
kannski í því að fylgjast vel með
viðskiptalífinu hér og átta sig á
þeim tækifærum sem opnast fyrir
bresk fyrirtæki eða samstarf
breskra og íslenskra fyrirtækja."
Fyrir hvað hlýtur þú verðlaun-
in?
„Ég fæ gullmedal-
íuna fyrir „outstanding
achievement," eða
framúrskarandi árang-
ur á sviði útflutnings og
aukaverðlaunin fékk ég
fyrir „successfully as-
sisting inecperienced
exporters," eða fyrir að
hafa náð árangri í að aðstoða
reynslulitla útflytjendur.
Það er mjög rík hefð í Bretlandi
fyrir því að veita verðlaun og við-
urkenningar á öllum mögulegum
sviðum - en aftur á móti lítið
stundað hér á landi.“
Hvers konar fyrirtækjum hefur
þú verið að vinna með?
„Alls konar fyrirtækjum, bæði í
fatnaði, matvælum, iðnaðarvöru
og hugbúnaði. Núna síðast feng-
Orn Valdimarsson
► Öm Valdimarsson er við-
skiptafulltrúi í breska sendiráð-
inu. Hann útskrifaðist frá Sam-
vinnuskólanum 1981 ognam
siðan markaðs- og út flutnings-
fræði hjá Endurmenntunarstofn-
un Háskóla Isiands. Hann er
núna 1 fjarnámi við háskólann í
Nottingham í markaðs- og út-
flutningsmálum. Örn starfaði áð-
ur sem sölumaður og síðar sölu-
stjóri hjá heildversluninni Sund,
áður en hann stofnaði eigið fyrir-
tæki, Rekord, sem hann rak í tvö
ár. Eiginkona hans er Guðbjörg
Maria Jónsdóttir og eiga þau tvö
börn.
Gullmedalía
fyrir fram-
úrskarandi
árangur á sviði
útflutnings-
mála
Morgunblaðið/Ami Sæberg
um við sendinefnd frá Stoke og
þar var á ferð fólk sem er í leir-
munagerð, bæði í hönnun og í list-
_________ sköpun.“
Hversu mikil við-
skipti höfum við ís-
iendingar við Bret-
land?
„Þau eru mikil. Við
flytjum inn nánast
alla vöruflokka frá
Bretlandi. Þeir eru
með um 10% af mark-
aðinum hér og kaupa um 20% af
öllu því sem við flytjum út. Þar af
leiðandi er Bretland mikilvægasta
viðskiptaland okkar.“
Örn tók við verðlaununum 16.
nóvember síðastliðinn. Það var
ekkja Fatchetts sem afhenti hon-
um gullmedalíuna en viðurkenn-
ingaskjalið fékk hann úr höndum
Johns Battle sem er ráðherra
utanríkis- og sambandslýðvelda-
málefna.
Verðlaun frá breska utanríkisráðuneytinu