Morgunblaðið - 25.11.2000, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ
VIKIÍ
LAUGARDAGUR 25. NÓVEMBER 2000 45
m
verslunarmannahelgi í stað „úti-
skemmtunar" og luku báðar lofsorði
á sína útiskemmtun í faðmi fjallsins.
Suðvesturhlíð Blikdals er Lág-
Esja, fjallshlíðin sem blasir við upp
af Kjalamesi og Hofsvík. Þar hækk-
ar fjallið jafnt og þétt inn að Kambs-
homi og Kerhólakambi þar sem
hringferð okkar hófst. Fjallshlíðin
vestanverð er mjög skriðurannin og
hömram girt þegar ofar dregur.
Auðvelt er þó að ganga hér upp úr
mynni Blikdals. Uppi á fjallinu era
tveir hnjúkar, nær samvaxnir og
heita Smáþúfur. Upp af bænum
Esjubergi á Kjalarnesi verður fjallið
allt reisulegra. Era þar miklir hamr-
ar og gljúfur. Vestan bæjarins rís
Laugargnípa og ofan hennar
Kambshom.
Að lokinni þessari hringferð býst
ég við að áhugasömum lesanda sé
ljóst að gönguleiðir um þetta mikla
fjalllendi era margar og margvísleg-
ar og engan veginn búið að kynnast
fjallinu þótt genginn hafi verið stíg-
urinn góði upp á Þverfellshom. Eg
ætla að lýsa nokkrum algengum
gönguleiðum á og um fjallið og
benda á fleiri möguleika.
1. Ferðafélagsleiðin
Svo hefur gjarnan verið nefnd
leiðin á Kerhólakamb frá Esjubergi
á Kjalarnesi. FÍ hefur lengi staðið
fyrir gönguferðum þessa leið á sum-
ar- og vetrarsólhvörfum. Að sumrinu
er farið að kvöldi til hinn 21. júní og
stillt til að vera á háfjallinu sem næst
á miðnætti. Vetrarsólhvarfagangan
er hins vegar farin síðasta sunnudag
í aðventu og er kærkomið hlé á
amstri því og hamagangi sem nú-
tímafólk telur best hæfa til að fagna
fæðingu frelsarans.
Leiðin liggur milli tveggja gljúfra
eða gilja í fjallinu og heitir það
nyrðra Bolagil en hitt klofnar fljót-
lega í Hestagil og Sauðagil. Ferðin
hefst því í anda bændasamfélagsins
og er þægilegast að byrja á bæjar-
hlaðinu á Esjubergi. Sjálfsagt er að
láta vita af sér á bænum. Einnig er
hægt að ganga sunnan við bæinn og
er þá haldið spölkorn inn syðra gilið
og farið upp úr því þar sem það
klofnar. Sé hins vegar farið frá bæn-
um liggur leiðin upp klett beint upp
af bæjarhúsum og liggur greinileg
gata upp klettinn. Þetta era einu
klettarnir á þessarri leið. Fjallgang-
an er öll jafnt á fótinn, „brött og
stutt" lýsir henni prýðisvel. Hlíðin er
hins vegar töluvert gróin og því
þægileg undir fót. Gaman er að
ganga eftir brún Bolagils og skoða
gilið, svona í leiðinni. Nokkra ofan
við miðja hlíð er hóll einn, sem ég hef
ekki heyrt nafn á en kalla Kafílhól,
því þar er jafnan áð og nestis neytt,
sé það með í för. Upp á kambsbrún-
ina liggur brött brekka, en þegar
upp hana er komið er þægilegur 5-
10 mínútna gangur inn á fjallið þar
til komið er að vörðu og háhæðinni
náð. Þessi leið liggur á brúnum
Hrútadals, sem er stuttur afdalur
suður úr botni Blikdals og sér héðan
vel um botn Blikdalsins. Oftast er
gengið niður sömu leið, en ekkert
mælir gegn því að ganga t.d. niður í
Blikdal um Hrútadal og fram dalinn,
eða þá eftir Lág-Esjunni niður í
mynni dalsins. Að sjálfsögðu er líka
greið leið austur fjallið og niður
Þverfellshorn.
Að fenginni reynslu er ég orðin af-
ar varfærin í tímaáætlunum á
gönguferðum. Sumfr hlaupa upp og
niður fjöll og finnst það bara þægi-
legt, aðrir vilja hafa góðan tíma, og í
5-10 manna hóp munar auðveldlega
allt að helmingi á því sem menn telja
hæfilegan gönguhraða. Að þessu
sögðu má setja það fram að 3—1 klst.
sé ekki ósennilegur tími til að ganga
áðurnefnda leið á Kerhólakamb. í
stóram hóp tekur gangan þó jafnan
um 5 klst.
2. Þverfellshorn
Þessi leið hefur oft verið kennd við
Mógilsá, liggur enda upp með ánni
svo langt sem hún nær. Þetta er orð-
in svo langalgengasta leið á Esju að
margir telja hana einu leiðina. Ber
þar margt til, líklega fyrst og fremst
það að auðvelt er að hefja gönguna
beint úr bíl við þjóðveginn. Nú hin
seinni ár hefur líka margt verið gert
til að laða fólk hér að, stórt og gott
bílastæði er komið, stígurinn á fjallið
var veralega endurbættur fyrir fá-
um áram og leiðinni jafnframt breytt
til auðveldara horfs. A brún er varða
með gestabók, svo göngumenn geta
skráð afrek sitt.
Þetta er raunar mjög skemmtileg
leið. Stígurinn liggur upj> með ánni
um fallegt, gróið land. Aður fyrr lá
hann allur vestan ár, en hefur nú
verið lagður austur yfir hana
skammt neðan við Kögunarhól, ligg-
ur síðan aftur vestur yfir ána rétt
neðan við upptök hennar, er hún þar
grann og auðstikluð. Með þessu móti
er sneitt framhjá bröttum skriðum
þar sem gamli stígurinn er víða tæp-
ur, og ekki síður mýrlendi nokkuð
víðáttumiklu neðan við brekkurnar
upp að sjálfu horninu, en það var allt
orðið úttraðkað af fótum göngufólks
sem reyndi að finna þurrar leiðir.
Mýrlendi þetta heitir Einarsmýri, og
fylgir sú sögn að bóndi frá Mógilsá
hafi eitt sinn heyjað þama í miklu
heyleysisári - og má það víst heita
torsóttur heyskapur! Ofan Einars-
mýrar tekur við brött brekka upp að
klettabelti Þverfellshorns, en nýi
stígurinn skásker þessa brekku
mjög þægilega. Um sjálft klettabelt-
ið má víða fara, en þægilegast mun
vera að fara upp að vestanverðu, þ.e.
halda sig alltaf sem lengst til vinstri.
Á brún er komið í um 780 m. Útsýni
er hér allgott til suðurs og vesturs,
yfir Sundin blá, höfuðborgina,
Reykjanes og Bláfjöll allt til Heng-
ils. Margir, og líklega flestir, láta sér
þetta duga, en gaman er að ganga
lengra inn á fjallið áður en niður er
haldið, t.d. yfir að brúnum Blikdals,
en þangað er um 20 mínútna gangur.
Frá Þverfellshorni inn á Hábungu er
hins vegar fyllilega klukkustundar
gangur, aðeins á fótinn en býsna
grýtt.
Á allra seinustu árum hefur kom-
ist í tísku að þreyta kapphlaup upp á
Þverfellshorn. Síðast þegar ég vissi
til var metið 28 mínútur, en síðan eru
nokkur ár og má vel vera búið að
hnekkja því! Hins vegar tel ég mjög
eðlilegt að ætla sér svipaðan tíma í
þessa göngu og á Kerhólakamb, þótt
hann sé um 80 metram hærri. -
Nokkur hópur manna stundar
heilsubótargöngur á Þverfellshorn,
þeir fara þangað 2-3svar í viku og
ganga rösklega upp og niður, era
þetta 2 tíma í ferðinni, og er það
þeirra líkamsrækt. Til þess arna er
leiðin vel fallin, en yfir veturinn er
auðvitað þörf einhvers konar göngu-
járna efst í fjallinu.
3. Gunnlaugsskarð - Hábunga
Þessi leið liggur upp með Kolla-
fjarðará vestan við Kistufell. Lagt er
upp frá bænum Kollafirði og látið
vita af sér á bænum að góðum sið.
Ágætt er að ganga upp með ánni
vestanvert allt upp fyrir Geithól,
sem er nokkra ofan við miðjar hlíðar
framhlaupsins. Stikla þarf ána, og
má gera það nánast hvar sem er. Áin
er lítil, en straumhörð og getur
reynst erfið þeim sem era hræddir
við að stikla ár. Þeim skal bent á að
fara yfir hana í upphafi göngu, rétt
neðan við bæinn. Gönguleiðin austan
megin er þó heldur örðugri.
Þverfellið austanvert endar í
glæsilegum hömram og litfögra
gljúfri og leiðin liggur um austur-
vegg gljúfursins, upp dásnotran
klett og liggur orðið greinilegur stíg-
ur upp klettinn. Þá er komið upp í
Gunnlaugsskarð, sem eins og að
framan segir er e.t.v. ekki það sem
upphaflega bar það nafn. Héðan er
stutt á Hábungu, nokkuð á fótinn en
allt hið þægilegasta. Á bungunni er
varða, að vísu er önnur nokkra neð-
ar, en ekki má láta hana blekkja sig.
Þegar á bunguna er komið opnast
mikið útsýni, þó byrgt til norðurs af
Skarðsheiði og Botnssúlum í norð-
austri. En í vestri sést til Snæfells-
jökuls og til austursins yfir Suður-
landsundirlendið til Heklu,
Tindfjalla og Eyjafjallajökuls.
Þessi ganga er e.t.v. nokkuð erfið-
ari og seinfarnari en þær fyrrtöldu,
ekki munar þar þó miklu. Hér er
mun fáfamara og því lítið um slóðir,
en að mestu rekur leiðin sig sjálf í
björtu veðri, en enginn skyldi velja
sér þessa leið á eða af Esju við önnur
skilyrði. 4-5 klst. era þægilegur tími
fyiir ferðina, en að sjálfsögðu má
velja sér aðra niðurleið af Hábungu
og ætla sér þá lengri tíma sem því
svarar.
4. Hátindur
Á Hátind liggur beinast við að
ganga af Þverárkotshálsi. Leiðin
upp hálsinn er þægileg, grónar afh'ð-
andi brekkur þar til komið er að
bröttu klettabelti. Þar þarf að velja
leið eftir auganu. Egill Stardal segir
góða leið upp aðeins austan til í klett-
unum, en oft vill svo verða við slíkar
aðstæður að það sem einn sér glöggt
er öðram hulið, og mér er enn í
fersku minni þegar ég var í fyrsta
sinn stödd neðan við þessa kletta og
leitaði leiðarinnar sem Egill lýsir
sem fremur hægri í sinni ágætu
grein. Ég sá enga leið annarri betri
og lagði því í klettana þar sem ég var
stödd, og þeir reyndust auðveldari
en sýndist neðan að. Af þessu dró ég
þá ályktun að best væri að skoða
kletta sem allra minnst neðan frá,
þeir virðast oftast verri en við nánari
kynni. Þessi speki hefur reynst mér
vel og fleytt mér yfir ýmislegt sem
eðlislægt kjarkleysi hefði annars
hindrað! - Þegar klettamir era að
baki er leiðin á tindinn greið eftir
hálsi sem er mjög mátulega brattur
og fastur undir fæti. Útsýnið uppi er
hið sama og á Hábungu, en sjálfur
tindurinn mun glæstari. Norður af
Hátindi er bratt niður í dálítið skarð
milli hans og háfjallsins norður af.
Þarna var staddur hópur á vegum FI
í dýrðlegu veðri vorið 1997 og skírði
skarðið Suðurskarð og brattann upp
frá því að tindinum Hilary Step,
svona rétt til að þykjast líka dáhtlar
fjallahetjur, en sem kunnugt er
höfðu íslendingar þá nýverið átt sína
fyrstu fulltrúa á tindi Everest.
Af Hátindi er tilvalið að ganga
norður í Kjós, um Esjuhorn og Sand-
fjall. í fyrrnefndri ferð vorið 1997 var
gengið norðan að, og er það vissu-
lega auðveldari uppganga og hefur
þann kost að ganga móti sólu. Slíka
ferð er hins vegar snúið að skipu-
leggja á eigin vegum nema að láta
flytja sig, en þetta og svipaðar ferðir
„yfir Esju“ era tilvalið verkefni fé-
lags á borð við FÍ. Slík ganga tekur
6-8 klst., a.m.k. fyrir hóp. Sé hins
vegar farin sama leið niður af Há-
tindi er hæfilegt að ætla sér 4-5 klst.
5. Móskarðshnjúkar
Skemmtileg gönguleið liggur eftir
hnjúkaröðinni endilangri. Ferðar-
byrjun gæti verið við bæinn Hrafn-
hóla í Mosfellsdal, en þaðan er þó
töluverð ganga að hnjúkunum. Hins
vegar liggur vegarslóði austur með
Esju eins og fyrr var getið, Kjalar-
nesvegur innri, en austan Norður-
Grafar versnar hann ört og eru allar
ár óbrúaðar. Suður af Móskarðs-
hnjúkum er dálítil hæð og heitir því
tilkomumikla nafni Haukafjöll, og
rennur Skarðsá til vesturs milli
hennar og hnjúkanna. Vestan í hæð-
inni era nokkrir sumarbústaðir og
liggur þangað jeppaslóð og áfram
um Svínaskarð, og er brú á Skarðsá
norðan bústaðanna. Hér er hin æski-
legasta göngubyrjun, og hefur mig
lengi undrað að þetta útivistarsvæði
í jaðri höfuðborgarinnar skuli svo
óaðgengilegt almenningi. - Sé ganga
hafin frá Hrafnhólum er gengið
norður með Haukafjöllum vestan-
verðum og farið yfir Skarðsá á
brúnni. Neðan við hnúkaröðina era
tvö fell, hið austara Þverfell aðeins
til austurs frá brúnni, en hið vestara
heitir Gráhnjúkur. Sé ætlunin að
ganga röðina frá vestri til austurs er
stefnan tekin á Gráhnjúk og þaðan
sjónhending skammt austan við
Laufskörð. Líparítskriðurnar upp
hnjúkana era smágiýttar og skríða
undan fæti, en brattinn mikill, svo
engan veginn er hægt að kalla þessa
göngu létta, en furðu fljótt er brún
náð og eftir hnjúkunum liggur stígur
sem auðveldar mjög röltið upp og
niður. - Eigi hins vegar að ganga
austan frá er stefnan tekin á Þverfell
og þaðan á Bláhnjúk beint fyrfr ofan,
en frá honum er greinileg slóð á topp
hnjúksins. Líka má fylgja Svína-
skarðsvegi austur í háskarðið og
halda þaðan sjónhending á toppinn,
hæfilegt viðmið er þá dökki drangur-
inn sem rís eins og nál suðaustan í
hnjúknum. Gaman er þó að koma á
Bláhnjúk og gera þar hlé áður en
lagt er í líparítskriðurnar.
Útsýni af austasta hnjúknum er
sérstakt. Norður sér beint niður í
Eyjadal og fram dalinn í fjöllin norð-
an við Kjós, lágreist og vinaleg borin
saman við Skarðsheiði að baki þeim.
í norðaustrinu blasa Botnssúlur og
Hvalfell við og austan þeirra Skjald-
breiður, Hlöðufell og Skriðan mest
áberandi. Sjálfir era tindarnir
augnayndi hið mesta. Af austur-
hnjúknum má sem best ganga norð-
ur á Trönu og þaðan Möðruvallaháls
norður af. Einnig er auðgengt niður í
Eyjadal rétt norðan undir hnjúknum
og má þá ganga fram dalinn niður í
sveitina. Skemmtilegt væri að ganga
vestur á Hátind, en ekki er hægt að
ráðleggja neinum að leggja leið sína
um Laufskörð fyrr en þar hafa verið
gerðar úrbætur á stígnum. Meðan
svo er ekki eru Móskarðshnjúkar
skildir frá meginfjalllendi Esjunnar.
Að vísu má ganga upp úr botni Eyja-
dals til vesturs, en það er mjög sein-
legt og lengir ferð úr hófi fyrfr flesta.
6. Dýjadalshnjúkur
Dýjadalshnjúkur rís norðan Blik-
dals, vestari tindur Tindstaðafjalls
eins og fyrr er lýst. Göngu á hann má
sem best hefja rétt sunnan við Tíða-
skarð, og er gengið upp ávala gróna
hálsa upp með Blikdal norðanverð-
um um Lokufjall beint upp af skarð-
inu. Líka má hefja ferðina sunnar,
strax norðan Ártúnsár, en svo heitir
Blikdalsá þegar komið er niður á lá-
glendi. Þá liggur leiðin upp svo-
nefndar Hestsbrekkur, og er fylgt
lækjarsprænu sem Uðast þar niður
brekkurnar. Enn má fara töluvert
norðan Tíðaskarðs, meðfram Þjófa-
skarði svonefndu strax norðan
hamrabeltanna sem þarna era neðst
í fjallinu. Þama heitir Melafjall. Hér
ræður „smag og behag“, allt er þetta
auðgengið. Þegar ofar dregur heitir
Melahnjúkur neðan tindsins og verð-
ur nú allt land brattara. Upp á tind-
inn er gengið um snarbratta fjalls-
hlíð, en gróna og öragga undir fæti.
Á hægri hönd er hrikalegt hamra-
flug niður í Blikdal, og ræður göngu-
maður hve nærri brún hann vill
hætta sér, en sjálf gönguleiðin er hin
öraggasta að sumri til. Af Dýjadals-
hnjúk liggur leiðin um mjóan rana
milli Blikdals og Eilífsdals, má það-
an taka stefnu til norðurs og ganga
niður í Kjós hvort heldur vill um
Skálatind og Nónbungu niður að
Hjarðarholti ellegar halda austur á
Hábungu, Esjuhorn og niður Sand-
fjall að Grjóteyri. Líka er gaman að
halda sig við norðurbrún Blikdals,
þar má komast niður í dalinn á ein-
um tveim stöðum, um svonefndan
Leynidal, skoming sem næst miðri
dalbrún og inni undir botni dalsins
rétt norðan við svonefndar Fossurð-
ir. Úr dalnum má svo fylgja ánni
fram á veg, hvoram megin sem vill,
og enda á upphafsstað göngu. Sé
hins vegar brún dalsins fylgt má
taka stefnu vestur af Kerhólakambi,
eða niður Þverfellshom - möguleik-
arnir era margir.
Gönguleiðir þær sem hér er lýst
eiga það sameiginlegt að vera eigin-
legar fjallgöngur, með hækkun yfir
700 metra og yffrleitt allnokkurn
bratta, a.m.k. hluta leiðar. Vilji menn
komast á Há-Esju án þess að fara
um mikinn bratta má benda á leiðina
um Sandfjall, en þó enn frekar að
ganga inn Blikdalinn sunnan ár og
sveigja svo upp í Hrútadal. Þaðan
liggur leið um stutta brekku og er þá
komið á Kerhólakamb. Af kambinum
er vissulega alllangt inn á meginfjall-
ið, en ætíð skal nokkra til kosta að
sigra fjöllin. Þessa leið fór ég ásamt
fleiram í blíðviðri sumarið 1985, vora
5 böm með í för á aldrinum 4ra-12
ára. Ekkert þeirra var tekið á háhest
, fyrr en eftir að komið var á kambinn
og vora ágætlega haldin. Af Ker-
hólakambi gekk hópurinn austur á
Þverfellshorn og þar niður. Þessi
ferð tók 9 klst. á göngu, en mér er
minnisstætt að þegar heim kom tók
sonur minn, 5 ára gamall, þríhjólið
sitt og fór að hjóla sér til skemmtun-
ar - svo að ekki var hann með öllu ör-
magna.
Auk þess að ganga á Esju má líka
ganga í Esju, þ.e. um hlíðar fjallsins.
T.d. er útsýni af Kögunarhól við
Mógilsá ekki svo mikið síðra en frá
vörðunni á Þverfellshorni. Gaman er
að ganga um neðanverðar hlíðai'nar,
t.d. milli Mógilsár og Kollafjarðarár,
e.t.v. leita uppi upptök lækjarins
sem fellur þar um miðja hlíð og ber
hið stolta nafn Hvítá. - Vestan í Lág-
Esju, upp af bænum Kirkjulandi á
Kjalarnesi, era hólar tveir sem nefn-
ast Kvensöðlar, og er ágætasta
skemmtun að ganga á þá og tekur
varla meira en klukkustund. Blikdal
hef ég dásamað mjög en þó engan
veginn nóg, þar má una í tjaldi svo
dögum skiptir og finna alltaf nýtt við
að vera.
Ég vona að þessi skrif mín megni
að vekja áhuga einhverra til að skoða
Esju frá fleiri hliðum, eða þá þeirra
sem aldrei hafa hætt sér upp í hlíðar
hennar að freista þess. Ekkert ís-
lenskt fjall er jafn aðgengilegt jafn
mörgum - það eitt skapar Esju al-
gera sérstöðu. Enda mætti halda
lengi áfram, en nú er mál að linni.
Væntanlegum Esjuföram óska ég
góðrar skemmtunar.
Höfundur er áhugnmaOur um
fjallaferdir og útivist.
Ljósmynd/Gerður Steinþórsdóttir
Útsýni af Þverfellshorni yfir Sundin blá. Varðan til hægri.