Morgunblaðið - 25.11.2000, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 25.11.2000, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ NEYTENDUR LAUGARDAGUR 25. NÓVEMBER 2000 33 Morgunblaðið/Asdís framkvæmdastjóri 10-11-verslananna, í njrju sólar- hringsversluninni. Hollustuvernd rfkisins Ekki gripið til aðgerða vegna Crayola-vaxlita MIÐAÐ við fyrirliggjandi upplýs- ingar þykir Hollustuvernd ríkisins ekki ástæða til sérstakra aðgerða vegna frétta um að leifar af asbésti hafi fundist í Crayola-vaxlitum að því er fram kom í samtali við Sig- urbjörgu Gísladóttur, forstöðu- mann eiturefnasviðs. Sigurbjörg sagðist ekki hafa fengið staðfestingu á því að Crayola-vaxlitir hefðu verið bann- aðir í Danmörku og Noregi eins og haft var eftir breskum fjölmiðlum á Neytendasíðum Morgunblaðsins á fímmtudag. „Framleiðendurnir virðast sjálfir, á grundvelli niður- staðna ákveðinna rannsókna, hafa ákveðið að taka Crayola-vaxlitina af markaði í Danmörku. A hinn bóginn hef ég enga staðfestingu fengið á því að vaxlitirnir hafi verið teknir af markaði í Noregi,“ sagði hún. Hún sagði einnig að grunur væri um að ætlaðar leifar af asbesti í ákveðnum sýnum gætu verið önnur trefjaefni en asbest og það væri verið að kanna nánar. „Rétt er að asbest er krabbameinsvaldandi efni og þess vegna voru innflutn- ingur og notkun þess bönnuð nema í undantekningartilvikum hér á landi árið 1983. Engu síður er vert að hafa í huga að hættan tengist fyrst og fremst innöndun og hefur áhrif á lungun. Ef efnið er bundið í vaxlitum eru afar litlar líkur á að það losni út í andrúmsloftið. Borði barn slíka liti eru yfirgnæfandi lík- ur á því að liturinn fari alla leið í gegn og er því ekki talin ástæða til að hafa af því sérstakar áhyggjur,“ sagði hún og tók fram að miðað við fyrirliggjandi upplýsingar þætti ekki ástæða til aðgerða. „Við höld- um áfram að afla upplýsinga og ef ástæða þykir verður að sjálfsögðu gripið til aðgerða. Hollustuvernd ríkisins viðhefur alltaf sérstaka varúð þegar um áhættu varðandi börn er að ræða.“ Onnur sólarhrings verslunin Hans Petersen Þjónusta vegna staf rænna myndavéla VERSLUNARKEÐJAN 10-11 opnaði aðra sólarhringsverslun sína í gær. Verslunin er í Setbergi í Hafnarfirði og verður opin alla daga nema lögbundna frídaga. Þórður Þórisson, framkvæmda- sljóri 10-11, segir að viðtökumar við fyrstu sólarhringsverslun 10- 11 í Lágmúla hafi farið fram úr björtustu vonum. Með nýju versi- Ný antik- verslun NÝ verslun undir heitinu Antik og list var opnuð við Engjateig 17 (List- húsinu í Laugardal) fyrir skömmu. í fréttatilkynningu segir að áhersla sé lögð á vönduð frönsk borðstofuhúsgögn frá tímabilinu 1880-1920. í versluninni fást einnig yfir 100 ára gamlir rússneskir íkonar ásamt lömpum, dúkum, myndum og klukkum í gömlum stíl. Eigandi verslunarinnar er Aðal- heiður Karlsdóttir. Verslunin er opin frá kl. 14.00 til 18.00 alla virka daga og 14.00 til 17.00 á laugardögum. Morgunblaðið/Ásdís Aðalheiður í nýju versluninni. Nýtt Jólalistar komnir B. MAGNÚSSON hf. við Austur- brún 3 hefur sent frá sér Kays- og Argos-jólalista. Fram kemur í upplýsingum frá fyrirtækinu að með því að styðj- ast við listana megi auðveldlega gera jólainnkaup- in heima í stofu. Úrvalið sé ótrú- legt og ætti að geta höfðað til allra. Um tvær vikur tekur að fá vöruna senda heim. uninni sé því verið að svara þörf- um og óskum neytenda. Staðsetn- ingin gæti hentað ferðalöngum á leið til eða frá Leifsstöð sérstak- lega vel. Hann sagði að eins og í öðrum 10-11-verslunum yrði vöruúrval gott, t.d. yrði alltaf ferskt græn- metisborð. „Að sjálfsögðu verður sérstaklega lagt upp úr hreinu og snyrtilegu umhverfi,“ sagði hann. „Einnig verður lögð áhersla á fjöl- breytt úrval skyndirétta, samloka og kaffibrauðs til að svara þörfum þeirra sem eru á ferli á næturlagi.“ Til stendur að sérstakur hópur fólks vinni næturvaktir í verslun- inni. Oryggisvörður verður á vakt allar nætur og þar að auki hefur verið komið upp eftirlitsmyndavél- um. I tilefni opnunarinnar verður boðið upp á margvísleg tilboð í versluninni frá 24 til 10 á sunnu- dag. MIKILL áhugi er á jólahlaðborðum meðal landsmanna, en jólahlaðborða- tími veitingahúsa er að hefjast um þessar mundir. Þau veitingahús sem bjóða upp á hlaðborð eiga samkvæmt reglum að hafa svokallað Gámes-eft- irlitskerfi sem tekur til hlaðborðsins. í lok árs 1997 samþykkti Heilbrigðis- nefnd Reykjavíkur sérstakar reglur um hlaðborð í framhaldi af könnun sem gerð var árið áður. „Gámes er aðferðafræði sem beitt er til að tryggja sem best öryggi við fram- leiðslu og dreifingu matvæla. Reglur Heilbrigðisnefndar Reykjavíkur taka mið af þessari aðferðafræði. Umrædd könnun sýndi fram á að ástandið var ekki nægilega gott,“ segir Rögnvald- ur Ingólfsson, sviðsstjóri matvæla- sviðs Heilbrigðiseftirlits Reykjavík- ur. „Það helsta sem kom í Ijós í könnuninni var að hitameðferð mat- væla var röng í mörgum tilvikum, þá sérstaklega hvað varðar kælingu meðan matvæli stóðu frammi." Skýrsla um könnunina og reglum- ar voru kynntar fyrir veitingamönn- um, viðbrögð þeirra voru góð og ástandið hefur batnað til muna eftir það, að sögn Rögnvaldar. „Hins vegar eru alltaf að koma fram ný veitingahús sem bjóða upp á jólahlaðborð þannig að mikilvægt er að eigendur þeirra hafi samband við okkur til að fá ráðleggingar." Búnaður til að halda matvælum heitum eða köldum Umræddar reglur taka til allra hlaðborða, ekki bara jólahlaðborða. „Hvað varðar hita- og kælibúnað segir í reglum að ávallt skuli miðað Á HEIMASÍÐU Hans Petersen er hægt að fá ókeypis forrit, sem eink- um er ætlað þeim sem eiga stafræn- ar myndavélar. Slóðin er www.hans- petersen.is. Elín Agnarsdóttir, rekstrarstjóri verslana fyrirtækisins, segir að staf- rænar myndavélar séu orðnar býsna algengar hér á landi og mjög margir vinni sjálfir með myndirnar í tölvum sínum. „Islendingar eru fljótir að taka við tækninýjungum og hafa gaman af að breyta myndum sínum og bæta þær í tölvum sínum. Forritið okkar, sem heitir Fotowire, tengir viðskiptavini við fullkomnustu fram- köllunarvél landsins. Það metur til dæmis hvort upplausn mynda er nógu góð og lætur vita ef svo er ekki. Viðskiptavinir geta sent okkur myndir sínar með aðstoð forritsins við að búnaður sé til að halda heitum matvælum heitum á hlaðborðum og þá er miðað við 60 gráður á Celsíus eða meira, “ segir Rögnvaldur og bætir við að einnig skuli vera búnað- ur á hlaðborðum til að halda kældum matvælum köldum ef gestir setjast ekki allir til borðs á sama tíma eða matvælin standa lengur frammi en tvær klukkustundir. Að hans sögn verður hitastigið að vera 8 gráður á Celsíus eða lægra. „Þegar kemur að framreiðslu þarf að bera heitan mat fram nægilega heitan og það ber að hafa í huga að oftast dugar hitunarbúnaður á hlað- borði aðeins til að viðhalda hitastig- inu en ekki til að hita matinn upp.“ I reglununum kemur jafnframt fram að geyma skuli matvæli sem bera á fram kæld í kæli þar til að framreiðslu kemur. Þá verður að hafa áhöld við hvern rétt til að hindra krossmengun á milli rétta. Áfram verður fylgst með með- ferð matvæla á hlaðborðum „Ef nýta á leifar af heitum mat skal kæla þær í grunnum ílátum eða litl- um skömmtum eins hratt og kostur er og hita skal matinn upp undir suðu áður en hann er borinn fram aftur.“ Þá segir Rögnvaldur jafnframt að ef nýta eigi leifar af kældum matvæl- um skuli meta hvort hugsanlega hafi átt sér stað krossmengun frá öðrum réttum eða þær náð að hitna yfir 8 gráður á Celsíus. „Mikilvægt er að bera ekki fram meiri mat en svo á borð að leifar séu innan þeirra marka að réttlætanlegt sé að fleygja þeim. Þá ber eigendum og pantað þær prentaðar á hágæða- pappír, boli, bolla eða aðra hluti. Þeir ákveða sjálfir hvort þeir láta senda myndirnar heim til sín eða sækja þær í verslun okkar á Laugavegin- um.“ Myndirnar heim Elín segir að nú, þegar tími jóla- korta fer í hönd, geri hún ráð fyrir að margir muni notfæra sér heimsend- ingarþjónustuna. „Eg reikna með að flestir vilji spara sér sporin og forð- ast biðraðir. Þeir sem ekki eiga staf- rænar myndavélar geta skilið filmur sínar eftir í verslunum okkar og fengið myndirnar sendar heim í póstkröfu. Hjá Hans Petersen er hægt að fá eigin myndir þrykktar á ýmsa hluti, til dæmis klukkur, nær- fatnað, sokka, handklæði, kerti, að fleygja matarleifum ef einhver vafi leikur á gæðum þeÚTa.“ Að sögn Rögnvaldar hefur Heil- brigðisnefnd Reykjavíkur iylgst með meðferð matvæla á jólahlaðborðum undanfarin ár og mun hún halda því áfram. „Einnig höfum við átt ágætt samstarf við samtök ferðaþjónust- unnar við að kynna þær reglur sem tryggja öryggi matvæla á hlaðborð- Hjá Hans Petersen er hægt að láta prenta myndir á hluti eins og drykkjarmál. glasamottu, derhúfur og barmmerki. Eigendur stafrænna myndavéla geta pantað þessa hluti og aðra með því að senda myndir sínar gegnum Foto- wire-forritið og senda jafnframt tölvupóst til myndver@hanspeter- sen.is. Gullsmiðir um. Þar sem gæði og gott verð fara saman... rTilboðýik^na^90_ SkvrturaðeinsW-990_ polopevsur k3900,- Flísiakkar • 5Q0 Flispeysur HakkaIf' 5 1.490,- Opið virkadaga10-18. Laugardaga og sunnudaga 11-18. ^ssasss* 'OWýya markaðstorgið í húsi Fálkans, Suðurlandsbraut 8, sími: 533 50 90 Reglur Heilbrigðiseftirlits Reykjavfkur um hlaðborð Astandið hefur batnað
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.