Morgunblaðið - 25.11.2000, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 25.11.2000, Blaðsíða 26
26 LAUGARDAGUR 25. NÓVEMBER 2000 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ Eimskip með afkomuviðvörun vegna gengistaps á síðari hluta ársins Gengistapið milljarður „AEKOMA Eimskips er lakari á síð- ari hluta ársins en áætlanir félagsins gerðu ráð fyrir. Þyngst vegur um- talsvert gengistap sem verður, að öllu óbreyttu, á síðari hluta ársins vegna veikingar íslensku krónunnar en í óendurskoðuðu uppgjöri félags- ins fyrir fyrstu tíu mánuði ársins var gengistap félagsins orðið um 1.000 milljónir króna í samanburði við um 300 milljónir króna um mitt ár,“ seg- ir í fréttatilkynningu frá Eimskip. „Veiking íslensku krónunnar hefur á móti almennt jákvæð áhrif á tekju- myndun félagsins, en þess þáttar hefur ekki gætt að sama marki á þessu ári m.a. vegna mikillar sam- keppni á flutningamarkaðinum. Af- koma af flutningastarfsemi félagsins hefur ekki batnað að neinu marki á síðari hluta ársins, eins og gert var ráð fyrir þegar sex mánaða uppgjör félagsins var kynnt, einkum vegna aukins olíukostnaðar og annarra kostnaðarhækkana umfram áætlanir félagsins. Talsverð óvissa er með af- komu félagins í heild á árinu vegna þróunar á gengi íslensku krónunnar ogverðlags." Þarf vart að koma á óvart Ingimundur Sigurpálsson, for- stjóri, Eimskips, segir að það kæmi sér á óvart ef afkomuviðvörunin nú kæmi mönnum á óvart. Þeir sem hafi skoðað milliuppgjör Eimskips frá því í sumar sjái auðvitað að gengisþróun hafi veruleg áhrif á afkomuna. Við það bætist svo verðlagshækkanir og neikvæð þróun á hlutabréfamarkaði. Fjárfestingarstarfsemi sé drjúgur hluti af rekstri Eimskips og niður- sveifla á markaðinum hafi því bein áhrif á afkomuna. Aðspurður segir Ingimundur að á þessu stigi liggi ekki fyrir neinar ákvarðanir um hækkun á farmgjöldum. Menn séu búnir að vera að undirbúa ýmis mál, kaupin á nýju skipunum og breyting á siglingakerfi sé hagræðingaratriði sem vonandi skili árangri strax á næsta ári. Þá megi líka nefna að ákvörðun hafi verið tekin um það að standa að rekstri tölvuþjónustufyrir- tækis með Tölvumyndum og Flug- leiðum en það sé einnig gert í hag- ræðingarskyni. Fyrir utan þessi atriði séu stjórnendur Eimskips vita- skuld að leita leiða til þess að lækka kostnað og auka tekjur. Sitthvað sé þess vegna í bígerð auk þeirra að- gerða sem þegar hafi verið gripið til. Ingimundur segir að Eimskip sé með drjúgan hluta af tekjum bundinn í evrum en aftur á móti séu ýmsir samningar bundnir í Bandaríkjadali, s.s. leiga á skipum þannig að mis- vægið þarna á milli hafi áhrif á af- komuna. Gengislækkun hafi mjög þung áhrif strax en gengisþátturinn sé lengur að tikka tekjumegin og að því leyti sé mun óheppilegra gagn- vart ársreikningi að fá gengisfall í lok árs en á fyrri hluta ársins. í markaðsyfirliti Landsbanka ís- lands í gær segir að fjallað hafi verið um erfið rekstrarskilyrði samgöngu- fyrirtækja í síðustu mánaðarskýrslu og því komi þessi lækkun á gengi Eimskipafélagsins ekki á óvart í ljósi áframhaldandi erfiðra umhverfis- þátta. Lokagengi bréfa Eimskips var 7,30 á fimmtudag en lækkaði um 4% eða í 7,0 í gær en viðskipti með bréf félagsins námu liðlega 170 milljónum króna á Verðbréfaþingi Islands í gær. í afkomuviðvörun sem Eimskip sendi frá sér i gær kemur fram að gengistap félagsins nemi einum milljarði fyrstu tíu mánuði ársins. Fjárfestingarkostir leyn- ast á Norðurlöndunum ÁHUGAVERÐIR fjárfestingarkostir leynast á Norðurlandamörkuðunum, að mati skýrsluhöfunda Landsbanka Islands. í nýlegri Mánaðarskýrslu bankans er greint frá því að FTSE Norex 30 hlutabréfavísitalan hafí skilað mun betri ársávöxtun að meðaltali síðustu fimm ár en bæði S&P 500 og FTSE 100 hlutabréfavísitölumar í London. FTSE Norex 30 hefur að meðal- tali skilað 34% ársávöxtun síðastliðin fimm ár. RAFRÆN SKRÁNING HLUTABRÉFA STEINULLARVERKSMIÐJUNNAR HF. Mánudaginn 22. janúar 2001 verða hlutabréf Steinullarverk- smiðjunnar hf. tekin til rafrænnar skráningar hjá Verðbréfa- skráningu íslands hf. Frá þeim tíma ógildast hlutabréf félags- ins sem eru útgefin á pappírsformi í samræmi við heimild í ákvæði til bráðabirgða nr. II í lögum nr. 131/1997, um rafræna eignarskráningu verðbréfa, sbr. 6. gr. laga nr. 32/2000, um breytingar á ýmsum lögum vegna tilkomu rafrænnar eignar- skráningar á verðbréfum, og reglugerð nr. 397/2000, um raf- ræna eignarskráningu verðbréfa í verðbréfamiðstöð. Skorað er á eigendur ofangreindra hlutabréfa, sem telja nokkurn vafa leika á því að eignarhald þeirra sé réttilega fært í hlutaskrá Steinullarverksmiðjunnar hf., að staðreyna skrán- inguna með fyrirspurn til skrifstofu Steinullarverksmiðjunnar hf., Skarðseyri 5, Sauðárkróki, fyrir nefndan dag. Ennfremur er skorað á þá sem eiga takmörkuð réttindi til ofangreindra hlutabréfa, s.s. veðréttindi, að koma þeim á framfæri við full- gilda reikningsstofnun (viðskiptabanka, sparisjóð eða verð- bréfafyrirtæki). Að lokinni rafrænni skráningu geta hluthafar falið reiknings- stofnun, sem hefur gert aðildarsamning við Verðbréfaskráningu (slands hf., að hafa umsjón með eignarhlut sínum í félaginu. Hluthöfum félagsins verður nánar kynnt þetta bréfleiðis. Stjórn Steinullarverksmiðjunnar hf. Á sama tíma hækkaði S&P um 21% á ári að meðaltali og FTSE 100 skilaði aðeins 16% ársávöxtun að meðaltali. Ekki var tekið tillit til gj aldmiðlaáhættu. Hátt olíuverð kemur norska markaðnum vel í Mánaðarskýrslunni er gefið stutt yfirlit yfir markaðina í Dan- mörku, Noregi og Svíþjóð. Norski hlutabréfamarkaðurinn hefur kom- ið betur út á þessu ári en margir aðrir hlutabréfamarkaðir, að því er fram kemur í skýrslunni. Þetta skýrist helst af því að hækkandi ol- íuverð hefur styrkt gengi margra stórra félaga í Kauphöllinni í Ósló. Hlutabréf í Ósló hækkuðu á sama tíma og Dow Jones og FTSE vísi- tölurnar lækkuðu. Hlutabréf eins félags, Frontline, hafa hækkað meira en annarra, eða um 255% frá áramótum. Frontline stundar olíu- flutninga á milli heimsálfa. Norsk Hydro ASA er verðmæt- asta hlutafélagið í Kauphöllinni í Ósló en markaðsvirði fyrirtækisins er nú um 102 milljarðar norskra króna eða um 960 milljarðar ís- lenskra króna. Frá áramótum hef- ur gengi bréfa Norsk Hydro hækk- að um tæp 12% en ársávöxtun hefur verið um 15% að meðaltali síðustu 15 ár. Gengi hlutabréfa úrvalsvísltölufyrirtækja Greint er frá því að viðskipti með 0 cl www.microtouch.com SNERTISKJÁIR IÐNAÐARTÆKNI ehf. Þverholtl 15A, sími 562 7127 hlutabréf á danska markaðnum náðu nýju hámarki í október þegar verslað var með hlutabréf fyrir 85,3 milljarða danskra króna eða um 850 milljarða íslenskra króna. KFX hlutabréfavísitalan náði einn- ig nýju hámarki. í síðasta mánuði voru kynntar niðurstöður danskrar rannsóknar á þá leið að mánuðinn áður en félag verður hluti af KFX úrvalsvísitölunni hækkar það um 10% meira en markaðurinn í heild. Á sama hátt lækkar félag sem tek- ið er út úr vísitölunni um 14-15% á síðustu sex mánuðum fyrir úrfell- inguna. Þessi niðurstaða er í sam- ræmi við rannsóknir á S&P 500 vísitölunni, að því er fram kemur í skýrslunni. Mikil lækkun hlutabréfa Tele Danmark miðað við önnur félög vekur einnig athygli skýrsluhöf- unda. Hagnaður fyrirtækisins minnkaði á milli ára og gengi hlutabréfanna lækkaði verulega í kjölfar birtingar síðasta ársfjórð- ungsuppgjörs. Frá áramótum hefur gengi Tele Danmark lækkað um 25% en KFX vísitalan hefur hækk- að um tæp 35%. í skýrslunni er greint frá því að um 60% erlendra sérfræðinga hafa mælt með kaup- um á hlutabréfum Tele Danmark sl. tólf mánuði með þeim rökum að vöxtur og afkoma séu nokkuð stöð- ug. Góð afkoma Skandla I Mánaðarskýrslunni er fjallað um Ericsson og Skandia af sænsku fyrirtækjunum sem hafa bréf sín skráð í Kauphöllinni í Stokkhólmi. Afkoma Ericsson hefur ekki verið í samræmi við væntingar og standa breytingar á starfseminni yfir. Skandia er alþjóðlegt tryggingafyr- irtæki með starfsemi í tuttugu löndum. Bent er á að afkoma fyrir- tækisins hafi verið með ágætum undanfarið og að Skandia hafi skil- að samfleyttri veltuaukningu síð- astliðna 22 ársfjórðunga. STUTTFRÉTTIR Skuldabréfa- útgáfa stækk- uð um 105 milljónir evra • ÍSLANDSBANKI-FBA hefur stækk- aö útgáfu skuldabréfa á alþjóölegum markaöi um 105 milljónirevra, oger skuldabréfaútgáfa bankans þá oröin samtais 355 milljónirevra. Þessi skuldabréfaútgáfa er sú stærsta sem íslenskur útgefandi hefur staöið fyrir á alþjóölegum markaði til þessa aö því er fram kemur í fréttatilkynningu frá bankanum. Umsjón meö út- gáfunni höföu Barclays Capital og . Bayerische Hypovereinsbank, en auk þeirra stóöu átta aörir erlendir bankar að útgáfunni. í fréttatilkynningu bankans segir aö meö stækkun skuldabréfaútgáfunnar sé komið til móts viö mikla eftirspurn evrópskra fagfjárfesta. Ennfremur geri stækkunin útgáfuna og bréfin sterkari á alþjóðlegum markaði þegar til lengri tíma sé litiö, og aö þessi fyrsta stóra opinbera skuldabréfaút- gáfa Íslandsbanka-FBA eftir samein- ingu undirstriki velgengni fyrirtækis- ins á alþjóðlegum fjármagnsmarkaöi og styrki bankann sem útgefanda í samanburði viö sambærilega banka í Evrópu. Íslandsbanki-FBA undirbýr nú alþjóðlega víxlaútgáfu tyrst íslenskra fyrirtækja, og mun útgáfan aö mati bankans styrkja frekarfjármögnunar- grunn bankans. Netverk og Tal gera þróunarsamn- ing vegna GPRS • NETVERK og Tal hafa gert samning um þróunarsamstarfvegnaGPRS- tæknibúnaðarins. Netverktekuraö sér prófanir á búnaðinum auk þess sem samstarfið felst í aö auka áreiö- anleika netþjónustu yfir GPRS, fullnýt- ingu á bandbreidd og aö auka sam- skiptahraöann. Tal varö fyrst íslenskra fjarskiptafyr- irtækja til að taka í notkun GPRS- þjónustu í síöustu viku, oggeturfyrir- tækiö nú boöió vióskiþtavinum sínum hraövirk þráölaus samskipti viö Net- iö, að því erfram kemurífréttatilkynn- ingu. „Markmiö þessa samstarfs er aö gera sem mest úr þeirri tæknilegu forystu sem bæöi fyrirtækin hafa náð á þessu sviöi ogtryggja aö fyrirtækin veröi áfram í forystu," segir Guðjón Reynisson, sölustjóri hjáTali hf. Netverk er fyrsta og eina fyrirtækiö sem býöur upp á lausnir sem draga úrtöfum á sendingum um þráðlaus kerfi, GSM, GPRS, 3G oggervihnetti. Lausnir Netverks stytta sendingatíma meö betri nýtingu á bandbreiddinni auk þess sem áreiöanleiki gagna- sendinga eykst, þar sem gagnaflutn- ingur heldur áfram þar sem frá var horfiö ef sending hefur rofnaö. Konum eignuð fleiri stjórnarsæti Ósld. Morgunblaðið. • Á NÝJU ári veröur lagt fram frum- varp á norska Stórþinginu, þess efn- is aö 40% stjórnarsæta í norskum fyr- irtækjum skuli eignuö konum. Aö því er fram kemur í Dagens Næringsliv eru konur nú 12% af stjórnarmönnum í 25 stærstu fyrirtækjum í Noregi. Norskijafnréttismálaráöherrann, Karita Bekkemellem Orheim, hefur samþykki nýafstaöins landsfundar Verkamannaflokksins sértil halds og trausts og segir Ijóst aö kynja- kvótafrumvarpiö sé nauösynlegt eftir öll þau hneykslismál sem gengiö hafa yfir norskt atvinnulíf undanfarna mánuöi. Andstæöingar kynjakvóta óttast að vanhæfar konur veröi vald- arístjórnirfyrirtækja en Orheim segir að vanhæfnin sé þegartil staðarog nýtt blóö þurfi í atvinnulífiö. Fyrst um sinn muni reglurnargilda um fyrirtæki sem hafa hlutabréf sín skráð á mark- aöi, en stór ríkisfyrirtæki eins og Statoil fái þó ekki undanþágu. Orheim vonasttil þess aö þegar fleiri konur sitji I stjórnum norskra fyr- irtækja veröi þaö til þess aö fleiri verði ráönar í æöstu stjórnunarstöö- ur. Um þessar mundir stýra konur níu af 500 stærstu fyrirtækjum Noregs.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.