Morgunblaðið - 25.11.2000, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 25.11.2000, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ VIKU m LAUGARDAGUR 25. NÓVEMBER 2000 41 Lengd tíðarhrings: 0,8-------------------------------------------------- Fáir öruggir dagar í hverj- um tíðahring HINGAÐ til hefur verið talið að allar konui’ hafi egglos nákvæmlega 14 dögum áður en þær hafa á klæðum og að þær, sem hafa reglulegan tíða- hring, geti reiknað með að geta orðið þungaðar á tímabilinu þegar 10 til 17 dagar eru frá því blæðingarnar á undan hófust. Samkvæmt nýrri rannsókn sem birt er í The Britísh Medical Journai nú í mánuðinum eiga þessar hugmyndir ekki við rök að styðjast heldur eru konur eins misjafnar að þessu leyti og þær eru margar. Rannsóknin var gerð vestur í Bandaríkjunum og í henni tók þátt 221 heilbrigð kona, sem allar ætluðu sér að verða barnshafandi. Þær skráðu nákvæmlega niður hvenær blæðingar hófust, hvenær þær nutu ásta með maka sínum og þær tóku þvagsýni hvern einasta morgun á meðan á rannsókninni stóð svo vís- indamennirnir gætu mælt magn ákveðinna niðurbrotsefna östrógens og prógesteróns. Samtals var fylgst með 696 tíðahringjum. Að rannsókn- inni lokinni höfðu 136 konur fætt lif- andi börn. Langflestar voru fijóar á 12. og 13. degi Tilgangur rannsóknarinnar var að meta hvenær í tíðahringnum líkurn- ar á þungun væru mestar. Þetta hef- ur þýðingu bæði fyrir þau pör sem langar að eignast barn sem og pör sem ekki vilja eða geta notað getnað- ai’varnir. Tíðahringur kvennanna reyndist mjög mislangur. Sumar höfðu 19 daga hring en hjá öðrum liðu allt upp í 60 dagar á milli tíða. Flestar höfðu þó 28 daga tíðahring. Samkvæmt niðurstöðum vísinda- mannanna voru 2% kvennanna frjóar á 4. degi frá því blæðingar hóf- ust, 17% á 7. degi og langflestar eða 54% á 12. og 13. degi. Við upphaf rannsóknarinnar sögðust 16% kvennanna hafa óreglulegan tíða- hring. Þessar konur höfðu tilhneig- ingu til að hafa egglos seinna og á breytilegri tíma en hinar konurnar. Rannsakendur segja til gamans frá því í grein sinni að á tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar hafí þýskur læknir skýrt frá því að 25 böm hafi orðið til eftir að móðir þeirra og her- maðurinn, faðir þeirra, höfðu ein- ungis haft einar samfarir. Konurnar voru allt frá því að vera á öðrum degi í tíðahringnum til þess þrítugasta. Rannsakendur segjast ekki hafa ný- legri vangaveltur á þessum nótum í fórum sínum en að samkvæmt sum- um heimildum sé það afar sjaldgæft að kona, sem hefur egglos fyrir 13. dag tíðahringsins, sé fijó þann hringinn. Niðurstöður þeirra voru á aðra lund og komust þeir raunar að hinu gagnstæða þegar kona, sem tók þátt í rannsókninni, varð bamshaf- andi á 8. degi eftir að tíðir hófust. Niðurstaða vísindamannanna er sú að einungis lítill hluti kvenna hafi egglos nákvæmlega 14 dögum áður en blæðingar hefjast og gildir þá einu hvort konan hefur að jafnaði 28 daga tíðahring. Þeir segja að meira en 70% kvenna séu frjóar annað hvort fyrir 10. dag frá því síðustu blæðingar hófust eða eftir þann 17. Tíminn sem líður frá egglosi til blæð- inga getur samkvæmt þeirra bókum verið frá 7 dögum upp í 19 og það er mun erfiðara að meta hvenær kona með óreglulegan tíðahring er frjó en kona sem hefur blæðingar reglulega. Aðalhöfundur greinarinnar, Allen J. Wilcox, segir að meginboðskapur rannsóknarinnar sé sá að egglos geti orðið á svo mismunandi tíma hjá einni og sömu konunni að hún geti aldrei verið ömgg um hvenær hún er frjóust og líkumar á þungun mestar. Þess vegna ráðleggja höfundarnir pömm, sem hyggja á bameignir, að njóta ásta tvisvar til þrisvar í hverri viku og benda þeim, sem ekki em á þeim buxunum, á að í hverjum tíða- hring séu fáir dagar þar sem líkur á þungun eru ekki einhverjar. Kona getur jafnvel orðið barnshafandi á þeim degi sem hún á von á að blæð- ingar hefjist. London. Reuters. Verja Zyban FYRIRTÆKIÐ Glaxo Wellcome Plc hefur lýst yfir því að engin sönnun- argögn liggi fyrir í þá vem að reyk- ingalyfið Zyban geti valdið heila- blóðfalli. Lyfið Zyban er nýtt á markaði en það getur létt þeim lífið sem ákveðið hafa að hætta að reykja. Lyfjaeftirlit Bretlands (Medicines Control Agency) hefur nú skráð um 1.300 tilfelli aukaverkana sem komið hafa fram í tengslum við notkun lyfs- ins. í sjö tilfellum er um að ræða að viðkomandi fengu heilablóðfall. Zyb- an kom á markað í Bretlandi í júní- mánuði í ár. í tilkynningu frá Glaxo Wellcome Plc, sem framleiðir lyfið, segir að vel kunni að vera að heilablóðfalls- tilfellin tengist reykingum. „Talið er að um 15 milljónir manna hafi fram til þessa tekið inn bupropion (en svo nefnist virka efnið í Zyban) um heim allan og engin gögn liggja fyrir um að aukin hætta á heilablóðfalli teng- ist notkun þessa lyfs,“ sagði í yfir- lýsingu fyrirtækisins. „Hins vegar er vel þekkt að reykingamenn eru í meiri hættu en aðrir þegar heila- blóðfall er annars vegar,“ sagði þar og- Presslink Kona ein, sem ttík þátt í rannstíkninni í Bandaríkjunum, varð þunguð á áttunda degi tíðahrings. TÓfÚ minnkar blýmagn The New York Times. HAFI menn áhyggjur af því að þeir séu með of mikið blý í blóðinu ættu þeir að reyna tófú, hlaup sem er unnið úr sojabaunum. Rannsókn á 1.000 íbúum kín- versku borgarinnar Shenyang leiddi í ljós að blýmagnið var 12% minna í blóði þeirra sem borðuðu a.m.k. 740 grömm af tófú á viku, en þeirra sem borðuðu minna en 250 grömm. „Tófú er kalsínrík fæða og við teljum að kalsín hafi á einhvem hátt áhrif á upptöku blýs í blóðið,“ sagði Xiping Xu aðstoðarprófessor við Harvard-háskóla. „Þetta er athyglisverð hugmynd," sagði Herbert Needlemanprófessor við Pittsburgh-háskóla og sérfræð- ingur í skaðlegum áhrifum blý- mengunar á börn. Hann kvaðst einnig vera þeirrar skoðunar að kalsín keppti við blý um upptöku í blóðið. „Jurtaprótín á að hægja á blýupptökunni,“ bætti hann við. Xu og fleiri vísindamenn voru að rannsaka tengsl mengunar og fóst- urláta og lítillar fæðingarþyngdar bama þegar þeir komust að þessum áhrifum sojabaunahlaupsins sem er unnið með svipaðri aðferð og ostur. Þeir höfðu valið Shenyang vegna mikillar mengunar, einkum af völd- um málmbræðslu í miðri borginni. Þeir spurðu rúmlega 500 konur um mataræði þeirra og í ljós kom að því meiri sem tófúneysla þeirra var, þeim mun minna blý var í blóði þeirra. Vísindamennimir spurðu síðan um 500 karla um tófúneyslu þeirra og niðurstaðan var sú sama. - betra í baksturinn OSTAOG SMIÖRSALANSE
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.