Morgunblaðið - 25.11.2000, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 25.11.2000, Blaðsíða 58
MINNINGAR •458 LAUGARDAGUR 25. NÓVEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ NJÁLL BENEDIKTSSON + Njáll Benedikts- son var fæddur í Garði 16. júlí 1912 og lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur í Foss- vogi 19. nóvember sl. Foreldrar hans voru hjónin Benedikt Sæ- mundsson sjómaður og Hansína M. Sents- ius, húsmóðir í Garði. Njáll átti 4 alsystkin og 3 hálfsystkin, sem öll eru látin. Njáll kvæntist eft- irlifandi eiginkonu sinni, Málfríði Bald- vinsdóttur frá Súluholtshjáleigu í Flóa, þann 24.12.1937 oghafaþau alla tíð búið í Garðinum. Þau hjón- in eignuðust 3 börn, 2 syni og 1 dóttur. Yngri sonur þeirra, Bald- vin, lést í september sl. en Karl og Þóra Sigríður lifa fóður sinn og búa í Garðinum. Afkomendur þeirra hjóna eru orðnir 33. Njáll vann áður fyrr við akstur vöru- bfla og var í vega- vinnu í mörg sumur, mest á Þingvöllum og þar í kring. Um 1950 stofnaði hann útgerð og fisk- vinnslu sem hann rak þar til hann seldi árið 1972. Næstu ár- in vann hann við saltfiskmat þar til hann settist í helgan stein upp úr árinu 1975. Seinustu árin hafði hann mikla ánægju af grúski í gömlum sögn- um um fólk og mannlíf í Garði og Leiru. Hann sat í hreppsnefnd Gerðahrepps í eitt kjörtímabil og einnig í sóknarnefnd Utskála- kirkju um árabil. Útför Njáls verður gerð frá Út- skálakirkju í dag og hefst athöfn- in klukkan 14. Það greip mig strax sterk saknað- artilfinning þegar Karl Njálsson hringdi í mig að kvöldi 20. nóv. sl. og tjáði mér að faðir hans væri látinn. Eg settist niður á eftir og hugsaði lengi um Njál frænda minn og lífs- hlaup hans. Skyldleiki okkar var þannig að Hansína móðir hans var hálfsystir Hjartar afa míns. Það má auðvitað segja að þegar menn eru komnir undir nírætt sé falls von af fornu tré og þegar ég heimsótti Njál og Málfríði konu hans í sumar suður í Garð ásamt konu minni og syni, duldist mér ekki að gamli maðurinn var orðinn nokkuð ellimæddur. En söknuðurinn er sterkur fyrir því. Eg hafði áður sótt þau hjónin heim sumarið 1987 með sama fylgdarliði og síðan höfðum við frændi skrifast á af og til og haldið sambandinu. Svo í sumar var heimsóknin endurtekin og það var afar gaman að koma aftur að Bergþórshvoli og spjalla við þau sæmdarhjónin, Njál og Málfríði. Njáll fór svo með okkur feðgunum í skoðunarferð um nágrennið og ég tók mynd af honum standandi á fæð- ingarstað sínum, þar sem Bensahús stóð forðum. Það snerti mig djúpt að vera með honum þarna. Það stafaði gleði og sálartign frá þessum skarp- leita öldungi, þar sem hann stóð þarna á upphafsreit h'fs síns og y studdist við stafinn sinn. Það var eins og hann liti yfir haf hinna 88 ára, allt til þeirrar stundar er hann sá í fyrsta sinn dagsins ljós á þessum stað. Ég mun geyma þá mynd í hug- skoti mínu meðan ég lifi. En skjótt breytist svið hins mann- lega lífs og við erum stöðugt minnt á hverfulleika þess. Nú er skyndilega bundinn endir á mikla og atburða- ríka eljusögu. Njáll Benediktsson var maður sem ekki var mulið undir í neinu en dreif sig áfram af dugnaði og kjarki til stórra sigra. Hann var aðeins tæpra tveggja ára gamall þegar fað- ir hans lést á besta aldri, af völdum lungnabólgu, austur á Stöðvarfirði, en þar var hann við sjóróðra. Hans- ína móðir hans stóð þá ein uppi með fjögur börn og ófrísk að því fimmta. Framhaldið var eins og þótti við hæfi á þeim tímum. Heimilinu var sundrað og bömunum komið fyrir hér og þar í Gerðahreppi. Þá virtist jafnvel ekki mjór vera mikils vísir. En Njáll átti eftir að marka sín spor í Garðinum um langa framtíð og munu aðrir geta fjallað um þá af- rekasögu betur en ég. Hinsvegar segir kannski eftirfarandi visukorn sitt um ævistarf Njáls Benedikts- sonar: Þó ég lofsins lestri sleppi, ljós er ölium hetjuraunin. Glöggt má sjá að Gerðahreppi goldin voru fósturlaunin. Ég kveð Njál frænda minn með hugheilli þökk og mikilli virðingu. + Þökkum innilega auðsýnda samúð og vináttu vegna andláts okkar ástkæru, SERÍNU STEFÁNSDÓTTUR, Nesgötu 20, Neskaupstað. Anna Karen Billy, Arthur F. Billy, Lúðvík S. Sigurðsson, Brenda I. Sigurðsson, Ingibjörg Sigurðardóttir, Bertha S. Sigurðardóttir, Hermann Guðjónsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir sendum við öllum sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför ástkærrar eiginkonu minnar, móður og tengda- móður, SIGRÚNAR STEFÁNSDÓTTUR, Tunguseli 4, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks Arnarholts fyrir mjög góða umönnun. Guðjón Ingimundarson, Steinunn Guðjónsdóttir, Birgir Aðalsteinsson, Stefán í. Guðjónsson, Deborah Guðjónsson. Slíkur maður gleymist ekki þeim sem fengu að kynnast honum og því trausta manngildi sem var aðal hans. Ég sendi Málfríði konu hans og öðr- um ástvinum hans mínar innilegustu samúðarkveðjur. Rúnar Kristjánsson. Sunnudaginn 19. nóvember sl. barst sú frétt um Garðinn að sóma- maðurinn Njáll Benediktsson á Bergþórshvoli væri fallinn frá. Þar með hafði Njáll lokið löngu og merkilegu ævistarfi. Njáll var einn af þessum mönnum sem settu mik- inn svip á samfélagið í Garðinum. Hann var lengi vel athafnamaður í atvinnulífinu og átt sinn stóra þátt í að byggja upp kröftuga fiskvinnslu í sveitarfélaginu. Njáll var einnig mikill þátttakandi í félagslífi Garð- manna og tók virkan þátt í sveitar- stjórnarmálum m.a. með setu í hreppsnefnd Gerðahrepps. Njáll var mikill fróðleiksmaður og fáir þekktu söguna eins vel og hann. Áhugi hans á málefnum og hags- munum Garðmanna var einstakur. Þau eru ófá skiptin sem Njáll hafði frumkvæði að því að hafa samband við okkur til að benda okkur á eitt- hvað sem hann hafði verið að grúska í. Hann hafði ákveðnar skoðanir á því hvemig málin væru vaxin og hvernig réttast væri að leysa þau. Alltaf fundum við í gegnum tíðina að athuganir Njáls og áhugi var til þess fallinn að hagur Garðsins yrði sem mestur og bestur. Velferð og vænt- umþykja hans til Garðmanna var í fyrirrúmi og starfsorkan fór að miklu í að geta uppfyllt sem best þessa þætti. Þótt Njáll væri orðinn aldraður maður dvínaði áhugi hans ekki á málefnum sveitarfélagsins. Aðeins fyi-ir um hálfum mánuði mætti Njáll á fund með okkur til að ræða um sveitarstjórnarmálin og lét þá í sér heyra til að tjá skoðanir sínar um menn og málefni. A þessari stundu viljum við færa Njáli okkar bestu þakkir fyrir allt það merkilega og óeigingjarna starf sem hann hefur lagt af mörkum fyrir Garðinn. Málfríði og fjölskyldunni sendum við okkar innilegustu samúðarkveðj- ur. Sigurður Ingvarsson, oddviti, Sigurður Jónsson, sveitarstjóri. Elsku afi minn, þá er þessari jarð- vist þinni lokið, langri og farsælli jarðvist, í faðmi yndislegrar eigin- konu þinnar, hennar ömmu minnar, sem nú syrgir þig. Það fyrsta sem mér datt í hug þegar ég vissi að þú varst farin var „getur hún amma mín andað rétt, þegar hana vantar taktinn sinn, sem segir mér að þið voruð eitt, alltaf saman, svo yndislegt að koma í heimsókn til ykkar, svo mikil hlýja, væntumþykja og ástríki á heimilinu. Elsku afi minn, þau minningar- brot úr æsku minni um þolinmæði þína í garð okkar barnabarnanna, þegar við vorum að biðja um línu- belgina til að skoppa á, sumarbú- staðaferðirnar, lækjarsullið í okkur og jólaboðin ætla ég að geyma í hjarta mínu, og segja börnunum mínum og barnabörnunum. En tvennt er það þó sem ég verð ævinlega þakklát fyrir, að ég, fyrsta barnabarnið ykkar ömmu, skuli hafa fæðst uppi á lofti í þá nýbyggðu stóra fallega húsinu ykkar, og að þú skulir hafa verið með okkur og leikið á als oddi í skírnarveislunni hjá fyrsta barnabarninu mínu síðustu helgina sem þú varst hérna hjá okk- ur. Ég trúi því, afi minn, að nú sértu kominn á fallegan stað þar sem þér líður betur, búinn að hitta Badda frænda alsæll. Afi minn, passið þið Baddi hvor annan og hafið ekki áhyggjur af henni ömmu, við skulum passa hana voða vel fyrir þig. Ég kveð þig að sinni, yndislegi afi minn. Elsku amma mín, pabbi, Þóra, Sigga og fjölskyldan öll, þetta eru þung spor, mikil sorg fyrir svona litla fjölskyldu að kveðja feðgana með aðeins 2ja mánaða millibili, en við fórum þetta á trúnni, fallegum minningum og lífsgleðinni. Anna Sigrún Karlsdóttir. RAGNAR SIGFINNSSON + Ragnar Sigfinns- son var f. 25. nóv. 1912, yngstur fjög- urra systkina. Foreldrar: Sigfinn- ur Jósafat Sigurjóns- son bóndi og kona hans Þórunn Guð- mundsdóttir, Gríms- stöðum við Mývatn. Systkini Ragnars voru: Jóhannes, bóndi og málari, Grímsstöðum, f. 1896. Kjartan f. 1900, hann Iést á unga aldri. Krisljana, f. 1903, húsfreyja á Grímsstöðum. Ragnar vann að búskap á Gríms- stöðum og allnokkuð við bygging- arvinnu utan heimilis á yngri ár- um, en um langan tíma nú seinni ár, sem starfsmaður Kísiliðjunnar við Mý- vatn. Árið 1961 kvæntist Ragnar eft- irlifandi konu sinni, Guðrúnu Benedikts- dóttur frá Bimings- stöðum í Laxárdal og reistu þau sér íbúðarhús á Gríms- stöðum. Börn þeirra eru þrjú. 1) Erlingur búsettur í Reykjavík, f. 1964. 2) Þórunn búsett í Reykjavík, f. 1972. 3) Sigríður Lilja búsett á Akur- eyri, f. 1973. Ragnar lést á Sjúkrahúsi Húsa- víkur 6. nóv. sl. eftir stutta legu. Hann var jarðsunginn frá Reykja- hlíðarkirkju þ. 11. nóv. sl. Lítiil fugl á laufgum teigi losar blund af mosasæng. Heilsar glaður heiðum degi hristir silfurdögg af væng. (Sigfús Halldórsson.) Þessar fallegu ljóðlínur svifu um hugann og sveipuðu minningar ár- anna um Ragnar á Grímsstöðum þegar við fréttum andlát hans 6. nóv. sl. Margs er að minnst og margt að þakka þegar við stöndum á vega- mótum og leiðir skarast, það gerum við nú og með örfáum orðum langar að minnast þessa mæta manns. Ragnar var mikið náttúrubarn í huga og hjarta og um hvaðeina sem spurt var er laut að náttúrufræði var auðvelt að fá svör við hjá Ragn- ari. Spyrði maður um fuglana, fisk- ana, skordýrin eða plönturnar og allt það sem að því laut á einhvern hátt var því líkast að hann væri að segja frá sínum persónulegu einka- vinum, líðan þeirra og högum, svo greinilega gat hann sagt frá þeim. Um lífríkið allt snerist hugur hans, verndun þess og velferð, ekki bara á heimaslóðum heldur alls staðar og var mjög umhugað um alla náttúru- vernd hverju nafni sem hún nefnd- ist. Hann var hafsjór af fróðleik um landið, náttúru þess, jarðlög og efni og gerði sér vel ljóst að hverju þurfti að hyggja og hlúa ef vel ætti að takast svo litríki og lífkeðju staf- aði ekki hætta af. Ungur hafði Ragnar kynni af náttúrufræðingum útlendum sem innlendum, sem lögðu leið sína í Mývatnssveit, því Sigfinnur faðir hans var oft fylgdar- maður þeirra í skoðunarferðum hvort sem þeir höfðu hug á fuglalífi Mývatns eða jarðfræði Islands. Og svo má segja að þeir bræður, Jó- hannes og Ragnar, drukku það í sig með móðurmjólkinni að nema allt það sem að náttúrufræði laut. Jafn- framt því að standa sjálfir fyrir rannsóknum, fuglamerkingum og talningu ásamt skrifuðum upplýs- ingum þar að lútandi, sem þeir unnu að seinna á ævinni. Ragnar las mikið og hafði mikið yndi af söng og söng lengi með karlakór Mývetninga. Jafnframt hafði hann mikinn áhuga fyrir íþróttum, og tók þátt í þeim fyrrum. Ragnar var gestrisinn og góður heim að sækja, glaður í góðra vina hópi. Hann hafði næmt auga fyrir því broslega í lífinu og sagði vel frá og hafði gott lag á að draga spaugi- legu hliðar mannlífsins fram og í léttum og hnyttnum tilsvörum hans fann maður oft sannleika þess að oft gerir maður úlfalda úr mýflugu og gleymir að sjá og njóta þess skemmtilega. En fyrst og fremst var Ragnar heill og sannur í því sem hann tók sér fyrir hendur og fékkst við, hvort sem það var „Mó- fuglinn á hreiðrinu", „Prufurnar á Labbinu" í Kísiliðj- unni, eða að handleika bækurnar sem komu til hans til andlitslyfting- ar og síðast en ekki síst börnin sem hændust að honum, hans eigin afa- börn og önnur sem urðu þess að- njótandi að mega líka kalla hann afa. Þau fundu fljótt að þessum afa var gott að treysta og koma til hans. Og hér er komið á framfæri kær- um kveðjum frá Viktoríu og Veron- iku með þakklæti til afa í sveitinni. Ástvinum hans öllum vottum við innilega samúð og biðjum guð að vera með ykkur nú og ætíð, en blessa minningu hans sem nú hefur lagt á nýja braut og biðjum þess að hann megi glaður heilsa nýjum degi ljóss og friðar. Ragnhild, Kristjana og fjöl- skylda, Páll Þór og Lilja. Birting afmælis- og minningargreina MORGUNBLAÐIÐ tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í Kringlunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Kaupvangsstræti 1, Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höfundar/sendanda fylgi. Um hvern látinn einstakling birtist formáli, ein uppistöðugrein af hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð tak- markast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Við birtingu afrnælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar grein- ar um fólk sem er 70 ára og eldra. Hins vegar eru birtar afmælisfréttir ásamt mynd í Dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprent- uninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa sem í daglegu tali eru nefndar DOS-textaskrár. Þá eru ritvinnslukerfin Word og Wordperfect einnig auðveld í úrvinnslu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.