Morgunblaðið - 25.11.2000, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 25.11.2000, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 25. NÓVEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Þungt var yfír nemendum á málþingi Félags framhaldsskólanema. Málþing Félags framhaldsskólanema N emendur vopn kennara Ekki orðið vart við minni fast- eignaviðskipti hjá fbúðalánasjóði Lánsumsóknum hefur fj ölgað FÉLAG framhaldsskólaneina (FF) stóð fyrir málþingi í vikunni þar sem urnfjöllunarefni voru þau hags- munamál sem eru efst á baugi hjá nemendum þessar vikurnar þ.e. yf- irstandandi verkfall framhalds- skólakennara og fyrirhugaðar breytingar á skólaballahaldi. Steinunn Vala Sigfúsdóttir for- maður FF sagði markmið þingsins hafa verið að gefa nemendafélög- unum og hinum almcnna nemanda tækifœri til að láta skoðanir sínar á þessum málefnum í ljós, vekja um- ræður, fá mismunandi sjónarmið ólíkra aðila sem og að gefa nem- endum kost á að fá svör við spurn- ingum sinum. Þingið sóttu um 90 nemendur og skiptust þeir að sögn Steinunnar Völu í tvo hópa, þá scm vildu lýsa yfir algjörum stuðningi við kennara og þá sem vildu ekki taka neina pólitíska afstöðu heldur einbeita sér að hagsmunum nem- endanna sjálfra. „Við erum náttúrulega fórnar- lömb íþessari kjarabaráttu enda eru alltaf einhvetjir sem verða und- ir þegar stéttir stríða. Nemendur er bæði fórnarlömbin í þessu verkfalli en um leið vopn kennara því að því lengri og alvarlegri barátta sem þetta verður þeim mun sterkara vopn verðum við. Það sem gerir þetta verkfall líka sérstaklega erf- itt er að maður hefur á tilfínning- unni að hugsunarhátturinn hjá kennurum sé „nú eða aldrei“ og kjarabaráttan sé n.k. prófsteinn á framtíðina." Steinunn Vala segist fá margar fyrirspurnir frá nemendum um stöðu mála og um hvort önnin sé ónýt. „Það er næga vinnu að fá og fólk hugar að því hvort það sé ekki bara vænlegra að fría sig undan þessum áhyggjum, hætta þessari önn og taka þá næstu bara með stæl. Ég veit reyndar líka um hópa sem stunda námið samviskusamlega en það eru aðallega lengra komnir nemendur og þeir sem ættu að vera að útskrifast nú um jólin.“ Fulltrúar frá fjármálaráðuneyti og menntamálaráðuneyti höfðu verið boðaðir á málþingið en kusu heldur að bjóða forsprökkum FF til fundar í ráðuneytunum í næstu viku. „Þeir sögðust frekar gefa út yfir- lýsingar við samningaborðið en ekki svona á opnum fundi og við virðum þá ákvörðun alveg.“ Á málþinginu voru einnig rædd- ar fyrirhugaðar breytingar á reglum um skólaskemmtanir og dansleikjahald nemenda. „Það er hópur skipaður aðilum úr Lögreglunni í Reykjavík, Áfeng- is- og vímuvarnaráði, Islandi án eit- urlyQa og fleiri deildum sem vilja stuðla að betra líferni unglinga og bættum áfengisvenjum. Lögreglan hefur m.a. látið útbúa drög að hert- um lögum um skemmtanahald framhaldsskólanna, þ.e. herða reglur um skólaböll. Okkur fannst nauðsynlegt, að nemendur fengju að hafa sitt aðsegja og koma með til- lögur um hvernig að málinu verði staðið. Taka átti ákvörðun um þetta í byijun desember en við vildum tryggja að engar ákvarðanir yrðu teknar fyrr en skólahald hefst að nýju. Við erum að horfa fram á miklar breytingar i þessum efnum og ætlum því að ræða þetta á lands- þingi framhaldsskólanema í byrjun næsta árs.“ STARFSMENN íbúðalánasjóðs hafa ekki orðið þess varir að sam- dráttur hafi orðið að neinu marki í fasteignaviðskiptum að undanförnu skv. upplýsingum Gunnhildar Gunn- arsdóttur, aðstoðarframkvæmda- stjóra íbúðalánasjóðs. Fram kom í máli formanns Félags fasteignasala í frétt Morgunblaðsins í gær að það væri mat fasteignasala að fasteigna- viðskipti hefðu dregist saman og væru nú 35-40% minni en á sama tíma í fyrra. „Við sjáum alls ekki þessa 35 til 40% minnkun. Okkur fannst í lok sumars og byrjun hausts að það væri eitthvað að draga úr þenslunni og það komu heldur færri umsóknir þá, en svo virðist þetta hafa aukist aftur. Umsóknir eru heldur færri en í fyrra en ekki svo neinu nemur,“ sagði hún. 5,3% færri umsóknir á fyrstu 10 mánuðum ársins Samkvæmt yfirliti yfir afgreiðslur Ibúðalánasjóðs fyrstu tíu mánuði ársins bárust lítið eitt færri um- sóknir um húsbréfalán á tímabilinu frá áramótum til 31. október borið saman við sama tímabil í fyrra, og nemur samdrátturinn 5,3%. Mikil aukning varð á umsóknum í janúar og febrúar en á tímabilinu mars- ágúst voni umsóknirnar nokkru færri en í sömu mánuðum á árinu 1999. í september og október bárust íbúðalánasjóði hins vegar heldur fleiri umsóknir um húsbréfalán en í sömu mánuðum í fyrra. Þannig bár- ust alls 757 umsóknir í september (719 í september 1999) og 873 um- sóknir í október (868 í október 1999). Til samanburðar bárust sjóðnum 549 umsóknir í janúar síð- ast liðnum og 857 í febrúar. Eiga þessar umsóknir rætur sín- ar að rekja til þess að fleiri umsókn- ir bárust í ár vegna nýbygginga en í fyrra, skv. upplýsingum sjóðsins. Umsóknir í október vegna notaðra íbúða voru 32 færri en í fyrra, vegna nýbygginga einstaklinga voru þær hins vegar 32 fleiri en í fyrra, vegna byggingaraðila voru þær 11 fleiri en í fyrra og vegna endurbóta 6 færri en í fyrra. Minni uppgreiðslur lána Heildarfjárhæðir samþykktra lána íbúðalánasjóðs hafa verið tölu- vert minni á síðari hluta þessa árs samanborið við sama tímabil í fyrra eða um 24,5 milljarðar kr. saman- borið við 26,2 milijarða á fyrstu tíu mánuðum síðasta árs. Gunnhildur bendir á að megin- skýringin á þessum samdrætti sé sú að uppgreiðslur lána í húsbréfakerf- inu hafa farið minnkandi það sem af er árinu samanborið við seinasta ár og eru nú um 27% minni miðað við fyrstu tíu mánuði ársins. Hún bend- ir á að í fyrra bar mikið á því að kaupendur tækju fremur ný lán en að þeir yfirtækju eldri áhvílandi lán, sérstaklega á því tímabili þegar yf- irverð á húsbréfum var hvað mest. Þegar afföllin jukust dró hins vegar verulega úr uppgreiðslu eldri lána. Fasteignasalar verða fyrr varir við samdrátt Gunnhildur benti á að fasteigna- salar yrðu yfirleitt fyrr varir við samdrátt í fasteignaviðskiptum en Ibúðalánasjóður þar sem oft liði nokkur tími fi’á því að fasteignasal- ar afgreiddu frá sér mál þar til þau kæmu til kasta sjóðsins því kaup- endur ættu stundum eftir að fara í greiðslumat og afla einhverra gagna. „En þeir hafa verið að tala um þennan 35-40% samdrátt í á annan mánuð en við höfum ekki fundið fyr- ir honum,“ segir hún. Telja ráðherra ekki hafa virt varúðarreglu GÍSLI Már Gíslason, stjórnarfor- maður Náttúrurannsóknarstöðv- arinnar við Mývatn, ogÁrni Finns- son framkvæmdastjóri Náttúru- vemdarsamtaka Islands, taka báðir undir þá gagnrýni Aðalheið- ar Jóhannsdóttur lögfræðings, að í nýlegum úrskurði umhverfisráð- herra um mat á umhverfisáhrifum kísilgúrvinnslu úr Mývatni hafi ekki verið fylgt svokallaðri varúð- arreglu. Telja þeir báðir að í úr- skurðinum hafi varúðarreglan ver- ið fyrir borð borin. í stað þess að láta náttúruna njóta vafans um áhrif framkvæmdanna á umhverf- ið hafi framkvæmdaraðilinn fengið að njótavafans. Ámi og Gísli Már benda á að fagaðilar sem um þessi mál hafi fjallað hafi bent á að ástæða sé til þess að gæta fyllstu varúðar við Mývatn og vilja af þeim sökum ekki fallast á kísilgúrvinnslu úr vatninu. Ámi bendir m.a. á álit Náttúrurannsóknarsöðvar Mý- vatns og álit Náttúrverndar ríkis- ins en báðar þessar stofnanir hafi iagst gegn frekari námuvinnslu í Mývatni. Sömu sögu megi segja um álit fleiri fagaðila í þessu máli. „Helstu ráðgefandi aðilar og fag- stofnanir sem um þessi mál hafa fjallað leggjast allir gegn námu- vinnslu og það á mjög faglegum forsendum.“ Segir hann því ríka ástæðu til þess að gæta fyllstu var- úðar og heimila ekki námuvinnsl- una. „Sönnunarbyrðinni hefur hins vegar í úrskurði ráðherra verið varpað á þá sem vilja vemda nátt- úrana þrátt fyrir að það sé ekki inntakið í varúðarreglunni. Inn- takið í henni er að þeir sem vilja nýta eða vinna úr náttúranni eigi að sýna fram á að það muni ekki skaða umhverfið.“ Árni bendir á að í umræddu tilviki sé um að ræða einstakt lífríki sem varla eigi sér nokkra samsvörun annars staðar í heiminum og þess vegna eigi ís- lendingar að fara mjög varlega fram í þessum efnum. Efasemdir fram- kvæmdaraðila í vil Gísli Már bendir eins og Árni á niðurstöðu fagaðila í þessum efn- um og segir að Skipulagsstjóri rík- isins og umhverfisráðherra séu þeir einu sem telji að draga megi úr umhverfisáhrifum með því að setja framkvæmdunum ákveðin skilyrði um mótvægisaðgerðir. „En með því að setja skilyrði er í reynd verið að viðurkenna að framkvæmdimar hafi áhrif á um- hverfið. Efasemdir um það hvort hægt sé að takmarka slík umhverf- isáhrif með skilyrðum era hins vegar framkvæmdaraðilanum í hag,“ segir hann. „Þannig er var- úðarreglan túlkuð framkvæmdar- aðila í vil,“ bætir hann við. Algengast að leita hjá- lækna vegna bakverks EMBÆTTI landlæknis hefur gefið út rit um hjá- lækningar og hefð- bundnar lækningar á íslandi eftir Robert Anderson, lækni og mannfræðing, en hann er prófessor í deild fé- lagsvísinda og mann- fræði við Mills College í Oakland í Kalifomíu. Hann kemst meðal ann- ars að þeirri niðurstöðu að hjálækningar og venjulegar lækningar séu nánast ótengdar hér á landi, gagnstætt því sem gerist víða annars staðar. Með hjálækningum er til dæmis átt við nálarstungur, þá sem veita hnykkmeðferð og ýmiss konar and- lega meðferð, þ.e. aðra en þá sem veita hefðbundna læknismeðferð. Robert Anderson dvaldist hér á landi árið 1998 í hálft ár á vegum Fulbright-stofnunarinnar og kenndi við Háskóla íslands. Jafnframt rannsakaði hann umfang hjálækn- inga, sérstaklega þær sem lutu að meðferð við bakverkjum en það var Ólafur Ólafsson, fyrrverandi land- læknir, sem hafði forgöngu um rann- sóknina. Kristín Erla Harðardóttir, hjá Mannfræðistofnun, veitti marg- háttaða aðstoð. í samtali við Morgunblaðið segir Robert Anderson að í könnun Rún- ars Vilhjálmssonar félagsfræðings hafi komið fram að um fjórðungur full- orðinna hafi leitað hjálækninga, og nauð- synlegt sé að kanna hvað þar liggi að baki. Hann segir fólk leita hjálækninga vegna vandamála sem hefð- bundin læknisfræði ráði ekki við. í rann- sókn sinni skoðaði Anderson einkum þá sem veita meðferð við bakverkjum sem hann segir að sé al- gengasta orsök þess að menn leiti hjálækn- inga. Kannaði hann þá aðila sem stunda slíka meðferð, bæði lækna og óhefðbundna meðferð, á Landspít- ala, Reykjalundi, í Stykkishólmi og Hveragerði, og ræddi við heimilis- lækna og kírópraktora eða hnykkja. Robertson segir einn vandann þann að annar hópurinn viti ekki hvað hinn fæst við. Læknar sem til dæmis stunda meðferð vegna bak- verkja gætu haft gagn af að þekkja til starfs annarra aðila sem slíka meðferð veita og vita hvort og hvaða árangri þeir ná. Telur hann að efla þurfi samskipti þessara hópa, til dæmis með ráðstefnum, til að þeir sjái hvemig þeir geti hugsanlega bætt hvor annan upp. Þá kemur fram í riti Andersons að umburðar- lyndi yfirvalda hér sé mikið gagn- vart óhefðbundnum lækningum. Þau séu treg til að banna nokkra slíka starfsemi nema hún sé beinlínis hættuleg. Undir það tekur Sigurður Guð- mundsson landlæknir og segir að lít- ið hafi verið ritað um hjálækningar hérlendis. Þó sé til dæmis vitað að um og yfir 90% krabbameinssjúkl- inga leiti einnig hjálpar í óhefð- bundnum lækningum og mikil breidd sé fyrir hendi hérlendis á þessu sviði. Hann telur ekki hægt að amast við hjálækningum meðan þær valdi ekki skaða, ekki sé lofað ein- hverju sem ekki sé hægt að standa við og fólk sé ekki féflett. Hjálækn- ingar geti stundum bætt upp hefð- bundnar lækningar meðal annars með því veita fólki góðan tíma. Styrkur að geta mælt árangur Hann segir meginmuninn á þess- um tveimur aðferðum einkum þann að í hefðbundnum lækningum sé árangur mælanlegur en naumast á hinu sviðinu. Þó sé unnt að meta árangur í hnykklækningum enda teljist þær varla hjálækningar þar sem þær hafi öðlast viðurkenningu yfirvalda. Sigurður segir lækna hafa skipst nokkuð í tvo hópa í afstöðu sinni til hjálækninga. Sumir telji þær ekki eiga uppá pallborðið en aðrir styðji þær og telji þær geta verið viðbót. Landlæknir segir hjálækningum vera styrkur að því að geta sýnt fram á árangur. Robert Anderson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.