Morgunblaðið - 25.11.2000, Blaðsíða 72

Morgunblaðið - 25.11.2000, Blaðsíða 72
MORGUNBLAÐIÐ -E LAUGARDAGUR 25. NÓVEMBER 2000 FRÉTTIR MESSUR Á MORGUN Giskað á fjölda kókflaskna ELECTRIC - Raftækja- verslun HEKLU, Vífil- fell og Nýkaup í Kringlunni bregða á léttan getraunaieik fyr- ir jdlin. Leikurinn snýst um það, að búið er að koma fyrir tvöföldum amerískum kæli/ frystiskáp frá General Electric af gerðinni TPG21 fyrir framan Nýkaup í Kringlunni. Skápurinn er fullur af Coka Cola-fiöskum og stendur opinn í gler- búri. Leikurinn gengur útá það, að fðlk á að reyna á hæfni sína, með þvf að geta sér til um hve margar Coke- flöskur rúmast innan í einum GE-skáp. Svarseðlar eru fyrir framan skápinn og er þeim skilað í til þess gerðan kassa á staðn- um. Vinningshafar verða dregnir út í beinni útsendingu á FM 95,7 í þætti Einars Ágústs milli klukkan 14 og 16 mánudaginn 18. desember. 1. vinningur er skápurinn sjálfur að verðmæti 199.000 kr. og allar Coke-flöskurn- ar sem í honum eru. Jafnframt eru nokkrir aukavinningar frá Vífil- felli. Námskeið um einkenni streitu og álags ÁKVEÐIÐ hefur verið að bjóða upp á sérstök vikunámskeið fyrir þá, sem vilja takast á við einkenni streitu og álags í Heilsustofnun NLFÍ í Hvera- gerði. Fyrstu námskeiðin verða haldin 7. og 21. janúar nk. og munu sérfræð- ingar stofnunarinnar aðstoða þátt- takendur við að ná tökum á streitu- ástandi og kenna nýjan lífsstíl. I boði er fræðsla og umræður, gönguferðir, æfingar í tækjasal, slökun, morgun- .þugleiðsla, vatnsleikfimi, sjúkra- nudd, leirböð o.fl. Innifalið í verði er námskeið, gisting í 7 nætur og fullt fæði, en námskeiðið kostar 49.000 kr. Bókun í síma og á netpósti beidni@hnlfi.is Félagsfundur hjá MS-félaginu MS-FÉLAG íslands heldur félags- fund á morgun, sunnudaginn 26. nóvember, í MS-heimilinu, Sléttu- vegi 5 kl. 14. Olöf Bjamadóttir endurhæfingar- læknir segir frá athyglisverðri rann- sókn varðandi endurhæfingu sem Stendur fyrir dyrum ef næg þátttaka fæst. John Benedikz læknir verður einnig á staðnum og svarar spum- ingum um leiðrétta skammtastærð á Beta interferon. Mætum öll. Kaffi og með því. Handverks- markaður á Garðatorgi HALDINN verður handverksmark- aður á Garðatorgi í Garðabæ hvem fáugardag fram að jólum og er mark- aðurinn opinn frá 10-18. Þar er handverksfólk með sína muni til sýnis og sölu. Þar ber að líta góðar og ódýrar jólaagjafir, t.d. húf- ur á börn, merkt handklæði, mynd- ir-, trévömr, postulín, prjónavörur, leirmuni, skartgripi og glervörur ^samt ýmsu öðm, segir í fréttatil- kynningu. Harmoniku- tonlist í Ráðhúsinu HARMONIKUFÉLAG Reykjavík- ur heldur létta tónleika í Ráðhúsi Reykjavíkur sunnudaginn 26. nóv- ember kl. 15 undir heitinu Dagur harmonikunnar. Flytjendur em á öllum aldri. Leikin verður létt tónlist úr ýmsum áttum. Fram koma m.a.: Rut Berg Guðmundsdóttir, Oddný Björgvins- dóttir og Sólberg Bjarki Valdimars- son, öll frá Akranesi, ásamt kenn- ara sínum, Rússanum Yuri Fjodorov, Hekla og Ása Eiríksdæt- ur og Matthías Kormáksson, sem lengst af hafa verið nemendur Karls Jónatanssonar, og tvær stærstu hljómsveitir félagsins, Stormurinn undir stjóm Arnar Falkner og Léttsveitin undir stjóm Jóhanns Gunnarssonar og Bjöms Ólafs Hallgrímssonar. Aðgangur ókeypis og allir vel- komnir. Hvítur hrafn í bíésal MÍR RÚSSNESKA kvikmyndin Hvítur hrafn verður sýnd í bíósal MÍR, Vatnsstíg 10, sunnudaginn 26. nóv- ember kl. 15. Mynd þessi var gerð um 1980, leikstjóri Valerí Lonskoi og aðalleikendur Vladimír Gostjúkhin, írina Dymtsenko, írina Akulova og Alexander Mikhailov. í myndinni er sagt frá ungum námsmanni sem dreymir um ham- ingjusama framtíð. A heilsuhæli við Svartahaf hittir hann unga konu og þau laðast hvort að öðru. Hún snýr heim af heilsuhælinu á undan honum en skömmu síðar birtist hann óvænt heima hjá henni þegar hún er að undirbúa veislu í tilefni afmælis eig- inmanns síns. Konunni líkar þessi framkoma námumannsins ekki í fyrstu en smám saman breytist við- horf hennar til hans og hún fer að treysta honum og unna. Henni finnst hún þó ekki geta tekið nýja stefnu í lífi sínu með því að yfirgefa mann sinn og son þeirra hjóna. Skyldu- ræknin segir til sín. Enskur texti er með myndinni. Aðgangur ókeypis og öllum heimill. Guðspjall dagsins: Dýrð Krists. (Matt 17.) ÁSKIRKJA: Barnaguösþjónusta kl. 11. Guösþjónusta kl. 14. Kaffi eftir messu. Árni Bergur Sigurbjörnsson. BÚSTAÐAKIRKJA: Barna og fjöl- skyldumessa kl. 11 í safnaöarheim- ilinu. Foreldrar, ömmur og afar eru hvött til þátttöku meö börnunum. Ungmennahljómsveit undir stjórn Pálma J. Sigurhjartarsonar. Almenn messa kl. 14 fellur niður vegna end- urbóta á kirkjunni. DÓMKIRKJAN: Prestsvígsla kl. 11. Biskup íslands, Karl Sigurbjörns- son, vígir Magnús Magnússon, cand. theol., til Skagastrandar- prestakalls í Húnavatnsprófasts- dæmi. Vígsluvottar: Séra Guðni Þór Ólafsson, prófastur í Húnavatns- prófastsdæmi, sem lýsir vígslu, séra Iris Kristjánsdóttir, sóknar- presturí Hjallaprestakalli, séra Guö- mundur Karl Brynjarsson, prestur í Hjallaprestakalli, séra Jón Dalbú Hróbjartsson, prófastur og séra Hjalti Guömundsson, sóknarprestur í Dómkirkjunni, sem þjónar fýrir alt- ari ásamt biskupi. Organisti Kjartan Sigurjónsson. Meögöngumessa kl. 21. Sr. Jóna Hrönn Bolladóttir. ELLIHEIMILIÐ GRUND: Guósþjón usta kl. 10.15. Prestur sr. Magnús Björnsson. Organisti Kjartan Ólafs- son. GRENSÁSKIRKJA: Barnastarf kl. 11. Guósþjónusta kl. 11. Barnakór Grensáskirkju syngur undir stjórn Margrétar J. Pálmadóttur. Kirkjukór Grensáskirkju syngur. Organisti Árni Arinbjarnarson. Sr. Ólafur Jóhanns- son. HALLGRÍMSKIRKJA: Fræóslu- morgunn kl. 10. Trú og vísindi á nýrri öld af sjónarhóli raunvísindamanns: Dr. Vilhjálmur Lúóvíksson. Messa og barnastarf kl. 11. Umsjón barna- starfs Magnea Sverrisdóttir. Kvennakór Reykjavíkur syngur undir stjórn Sigrúnar Þorgeirsdóttur. Org- anisti Pavel Manasek. Sr. Siguröur Pálsson. LANDSPÍTALINN: Messa kl. 10. Sr. Guölaug Helga Ásgeirsdóttir. HÁTEIGSKIRKJA: Barnaguösþjón- usta kl. 11. Sr. Carlos Ferrer. Pétur Björgvin Þorsteinsson, Sólveig Halla Kristjánsdóttir og Guörún Helga Haröardóttir. Messa kl. 14. Organ- isti Douglas A. Brotchie. Sr. Carlos Ferrer. Kórtónleikar kl. 20.30. Kór Háteigskirkju ásamt kammersveit. Einsöngvarar: Erla B. Einarsdóttir, Gréta Jónsdóttir, Hrönn Haf- lióadóttir, Skarphéöinn Þ. Hjartar- son og Siguröur Haukur Gíslason. Stjórnandi Douglas A. Brotchie. Efn- isskrá: Franz Schubert, Messa í G- dúr. Antonio Vivaldi, Gloria. LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja Guó brands biskups. Messa kl. 11, Prestur sr. Jón Helgi Þórarinsson. Organisti Lára Bryndís Eggertsdótt- ir. Dóra Steinunn Ármannsdóttir syngur einsöng. Auöur Agla Óladótt- ir leikur á fiölu. Félagar úr Kór Lang- holtskirkju leiöa almennan söng. Barnastarfiö í safnaöarheimilinu kl. 11. Umsjón Lena Rós Matthíasdótt- ir. Eftir messuna veröur farlð í heim- sókn í Þjóömenningarhúsiö viö Hverfisgötu. Fariö verður á einkabfl- um. Leiösögn urrvsýningar hússins og kaffisopi þar á eftir. LAUGARNESKIRKJA: Messa og sunnudagaskóli kl. 11. Kór Laugar- neskirkju syngur. Gunnar Gunnars- son leikur á orgel. Sunnudagaskól- inn er f höndum Hrundar Þór- arinsdóttur djákna og hennar fólks. Sr. Bjarni Karlsson. Messa kl. 13 í dagvistarsalnum, Hátúni 12. Þor- valdur Halldórsson leiöir söng. Guö- rún K. Þórsdóttir djákni, Margrét Scheving sálgæsluþjónn og Bjarni Karlsson prestur þjóna ásamt hópi sjálfboöalióa. NESKIRKJA: Guösþjónusta ki. 11. Prestur sr. Frank M. Halldórsson. Organisti Reynir Jónasson. Sunnu- dagaskólinn og 8-9 ára starfiö á sama tíma. Kirkjubfllinn ekur um hverfið á undan og eftir eins og venjulega. Safnaðarheimiliö er opiö frá kl. 10. Kaffisopi eftir messu. SELTJARNARNESKIRKJA: Taizé- messa kl. 11. Kammerkór Sel- tjarnarneskirkju mun leiöa stundina Neskirkja í Ijúfum Taizétónum undir stjórn Vieru Manasek organista. Taizé- söngurinn er nefndur eftir bænum Taizé í Frakklandi, þar sem þessi fagri söngur á sér langa hefö. Hér eru trúartextar íhugaöir í fögrum líö- andi tónum, þar sem textinn fær að njóta sín. Sunnudagaskólinn í sama tíma. Veriö öll hjartanlega velkomin. Sr. Sigurður Grétar Helgason. ÓHÁÐI SÖFNUÐURINN: Þjóölaga messa kl. 14. Barnastarf á sama tíma. Maul eftir messu. FRÍKIRKJAN í Reykjavík: Barna- og fjölskyldusamvera kl. 11. Barnakór Bústaðakirkju kemur f heimsókn. Stjórnandi Jóhanna Þórhallsdóttir. Gideon-kynning. Ávarp flytur Jogvan Purkhús, framkvæmdastjóri. Organ- isti: Kári Þormar. Eftir samveruna förum viö öll saman og gefum önd- unum brauö. Allir velkomnir. Safnaðarstarf Fríkirkjunnar í Reykja- vík. ÁRBÆJARKIRKJA: Guösþjónusta kl. 11 árdegis á síöasta sunnudegi kirkjuársins. Altarisganga. Organ- leikari: Pavel Smid. Barnaguðsþjón- usta kl. 13. Bænir-fræðsla-söng- ur -sögur. Skemmtilegt, lifandi starf. Foreldrar, afar og ömmur eru boöin velkomin með börnunum. Prestarnir. BREIÐHOLTSKIRKJA: Barnaguös- þjónusta kl. 11. Útvarpsguösþjón- usta á sama tíma. Erla Berglind Ein- arsdóttir syngur stólvers. Organisti: Sigrún Þórsteinsdóttir. Tómasar- messa kl. 20 f samvinnu viö félag guöfræóinema og kristilegu skóla- hreyfinguna. Fyrirbænir, máltfö Drottins og fjölbreytt tónlist. Gísli Jónasson. DIGRANESKIRKJA: Messa kl. 11. Prestur sr. Sigurjón Árni Eyjólfsson. Organisti: Magnús Ragnarsson. Kór Digraneskirkju, A-hópur. Sunnu- dagaskóli á sama tfma. Umsjón: Þórunn Arnardóttir. Léttur málsverð- uraö lokinni messu. FELLA- ÓG HÓLAKIRKJA: Gúösþjón- usta ki. 11. Prestur sr. Guömundur Karl Ágústsson. Organisti: Lenka Mátéová., Barnaguðsþjónusta á sama tírúa í safnaóarheimilinu í um- sjón Margrétar 0. Magnúsdóttur. Prestamir. GRAFARVOGSKIRKJA: Guðsþjón- usta kl. 11. Sr. Anna Sigrfóur Páls- dóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Grafarvogskirkju syngur. Organ- isti: Ester Ólafsdóttir. Barnaguös- þjónusta kl. 11 á neóri hæö. Prestur sr. Sigurður Arnarson. Umsjón Helga Sturlaugsdóttir. Barnaguös- þjónusta í Engjaskóla kl. 13. Prest- ur sr. Siguröur Arnarson. Umsjón Helga Sturlaugsdóttir. Prestarnir. HJALLAKIRKJA: Guósþjónusta kl. 11. Sr. Kjartan Jónsson þjónar. Fé- lagar úr kór kirkjunnar syngja og leiöa safnaðarsöng. Organisti: Jón Ólafur Sigurósson. Barnaguösþjón- usta f Lindaskóla kl. 11 og í kirkjunni kl. 13. Viö minnum á bæna- og kyrröarstund á þriðjudag kl. 18. Prestarnir. KÓPAVOGSKIRKJA: Barnastarf í safnaðarheimilinu Borgum kl. 11. Messa kl. 11. Ólafur Sverrisson flyt- ur kynningu á starfi Gídeonfélagsins og Gídeonfélagar lesa ritningar- lestra. Kór Kópavogskirkju syngur. Organisti Julian Hewlett. Séra Ægir Fr. Sigurgeirsson. SELJAKIRKJA: Barnaguösþjónusta kl. 11. Mikill söngur og lífleg fræösla. Guösþjónusta kl. 14. Sr. Ágúst Einarsson prédikar. Altar- isganga. Amanda Grace syngur einsöng. Organisti er Gróa Hreins- dóttir. ÍSLENSKA KRISTSKIRKJAN: Morg- unguöþjónusta kl. 11. Fræðsla fyrir börn og fullorðna. Samkoma kl. 20. Mikil lofgjörö og fyrirbænir. Kjartan Jónsson kristniboöi predikar. Allir velkomnir. FRÍKIRKJAN VEGURINN: Fjölskyldu- samkoma kl. 11. Samkoma kl. 20. Högni Valsson predikar. Allir vel- komnir. Mánudag er fjölskyldu- bænastund kl. 18.30 og súpa og brauö kl. 19, sfðan er kennsla um lofgjörö kl. 20. KEFAS, Dalvegi 24: Samkoma kl. 14. Ræöumaóur Helga R. Ár- mannsdóttir. Lofgjörö, söngur ogfyr- irbæn. BOÐUNARKIRKJAN: Samkoma kl. 11. í dag sér dr. Steinþór Þóröarson um predikun og Bjarni Sigurösson um Biblíufræðslu. Á laugardögum starfa barna- og unglingadeildir, Súpa og brauö eftir samkomuna. Allir velkomnir. KLETTURINN: Samkoma kl. 11. Predikun Orðsins og mikil lofgjörö ogtilbeiösla. Allirvelkomnir FILADELFÍA: Almenn samkoma kl. 16.30, ræðumaöur Erling Magnús- son. Lofgjöróarhópurinn syngur. Allir velkomnir. HJÁLPRÆÐISHERINN: Kl. 13 Laug- ardagsskóli. Sunnudaginn 26. nóv- ember: kl. 19.30 bænastund, kl. 20 Hjálpræöissamkoma á Herkast- alanum í Kirkjustræti 2 í umsjón majórs Elsabetar Daníelsdóttur. All- ir velkomnir. Mánudaginn 27. nóv- ember kl. 15 heimilasamband. Allar konur velkomnar. Þriöjudaginn 28. nóvember kl. 20 bænastund í um- sjón Aslaugar Haugland. Allir vel- komnir. KFUM og KFUK v/Holtaveg: Sam- koma kl. 17. Yfirskrift: „Þetta sem þér dýrkiö og þekkiö ekki, þaö boöa ég yöur." Upphafsoró Guörún B. Gísladóttir. Leikskóli KFUM og KFUK 25. ára: María Sighvatsdóttir, Abigal Snook leikur einleik á fiölu, Ræöa: Haraldur Jóhannsson. Heitur matur eftir samkomuna á vægu veröi. Vaka fellur inn f Tómasarmessu f Breiðholtskirkju kl. 20. KAÞÓLSKA KIRKJAN Reykjavík - Dómkirkja Krists kon- ungs: Sunnudag: Hámessa kl. 10.30. Messa kl. 14. Kl. 18 messa á ensku. Alla virka daga og laugardaga: Messur kl. 18. Mánud., þriöjud. og föstud.: Messa kl. 8. Laugardaga kl. 14: Barnamessa, Reykjavík - Maríukirkja vió Raufar- sel: Sunnudag: Messa kl. 11. Virka daga: Messa kl. 18.30. Riftún, Ölfusi: Sunnudag: Messa kl. 17. Hafnarfjördur - Jósefskirkja: Sunnudag: Messa kl. 11. Miövikud.: Messa kl. 18.30. Karmelklaustur: Sunnudag: Messa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.