Morgunblaðið - 25.11.2000, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 25.11.2000, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. NÓVEMBER 2000 35 LISTIR Stuttsýning í Galleríi Reykjavík STUTTSÝNING Kristínar Þorkelsdóttur verður opnuð í Galleríi Reykjavík, Skólavörðu- stíg 16, í dag kl. 15. Þetta er 11. einkasýning Kristínar, sem hún kallar Horf- ur, á þeim undanförnum sextán ánim, sem Kristín hefur helgað sig myndlistinni. Kristín sýnir smámyndir frá Snæfellsnesi, Þingvöllum, Reykjanesi og Lakagígum ásamt myndröðinni „Dægur í lífi okkar Herðu- breiðar“. Verkin eni öll ný og eiga það sameiginlegt að vera máluð undir berum himni, sem Krist- ín telur ómissandi þátt í sköp- unarferli þessara mynda. Smámyndirnar frá Þingvöll- um eru málaðar um jólaleytið í fyrra og má sjá í þeim túlkun listakonunnar á friðsæld jól- anna. Sömuleiðis eru Reykja- nesmyndirnar málaðar þar að vetrarlagi, en myndirnar frá Snæfellsnesi eru málaðar á göngu milli Hellna og Arnar- stapa í ágúst 1999. Kristín hefur haldið fjölda einkasýninga og er ein af stofn- endum Akvarell Island-sýning- arhópsins, sem samanstendur af nokkrum af okkar bestu vatnslitamálurum. Verk Kristínar eru í eigu helstu listasafna hér á landi og opinberra aðila. Sýningin er opin virka daga kl. 13-18, laugardaga kl. 11-17 og sunnudaga kl. 14-17. Sýningin stendur til 3. des- ember. Aðgangur er ókeypis. Jólaleikrit Möguleikhússins MOGULEIKHUSIÐ býður upp á tvær leiksýningar fyrir yngstu áhorfendurna á aðventunni. Jónas týnir jólunum segir frá Jónasi sem situr við tölvuna sína. Hann er svo upptekinn að hann má ekki vera að því að halda jól. Himinþöll jóla- engill er send af stað frá jóla- stjörnunni í sína fyrstu jólaeftir- litsferð til að kanna hvort nokkur sé að gleyma að halda jólin. Höfundur er Pétur Eggerz og leikstjóri Bjarni Ingvarsson. Þá sýnir Möguleikhúsið leikritið Hvar er Stekkjarstaur? sem segir frá því þegar jólasveinarnir voru nærri hættir við að halda til byggða á réttum tíma. Leikstjóri er Pétur Eggerz og leikarar Bjarni Ingvarsson og Aino Freyja Járvela. „Naktar konuru SÝNING á verkum Hreins Stein- grímssonar „Naktar konur“ verður opnuð á Tapas-barnum, Vesturgötu 3b, í dag, laugai-dag, kl. 16. Hreinn hefði orðið sjötugur, 27. nóvember nk., hefði honum enst ald- ur. Hreinn Steingrímsson var mennt- aður tónlistarmaður og fékkst lengst af við rannsóknir á rímnakveðskap og gamalli íslenskri tónlist almennt. Hann fékkst einnig við kennslu, þýð- ingar og myndlist. Hann hélt aðeins eina myndlistarsýningu í lifanda lífi, í Hafnarborg vorið 1992. Þá er nýútkomin bók Hreins, Kvæðaskapur - Icelandic Epic Song, sem fjallar um tónlist ís- lenski-a rímna og fylgir henni geisla- plata. Sýningin verður opin virka daga kl. 11.30-23.30 og kl. 16-2 um helgar og stendur til 10. desember. ---------------- „Hófadynur“ í hestamiðstöð BJARNI Þór opnar myndlistarsýn- ingu sína „Hófadynur" í Hestamið- stöð íslands, Sörlaskeiði 26 v/Kald- árselsveg í Hafnafirði, í dag laugardag, kl. 16. A sýningunni eru olíumálverk og vatnslitamyndir, sem eru málaðar á þessu ári. Myndir Bjarna einkennast af hinum mikla krafti og léttleika, sem eru aðalsmerki íslenska hests- ins, segir í kynningu. Bjarni Þór býr á Akranesi, hann stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla Islands og Myndlistaskóla Reykjavíkur. Bjarni hefur haldið 10 einkasýningar og 6 samsýningar. Sýningin er opin alla daga kl. 8-17 til jóla. Verk Guðnýjar á sýningunni. Nytjahlutir í glugga GUÐNY Hafsteinsdóttir sýnir nú í glugga Meistara Jakobs. Verkin eru nytjahlutir úr postulíni, gúmmí og plexígleri. Guðný lauk kennaraprófi frá KHÍ 1981 og námi frá leirlistardeild MHÍ 1995. Hún var við nám í Danmörku einn vetur. Einnig var hún gesta- nemandi við Listiðnaðarháskólann í Helsinki og á alþjóðlegum leirlistar- vinnustofum í Ungverjalandi. Sýningin stendur tii 1. desember. ---------*-+-*----- Málað á Kvíabryg-gju PÉTUR Þór Gunnarsson opnar í dag málverkasýningu í Hári og list, Hafnarfirði, kl. 15 og aðra klukku- stund síðar í Listamiðstöðinni Straumi fyrir sunnan álverið. Sýningin heitir „Málað á Kvía- bryggju” og segir í fréttatilkynn- ingu, að Pétur sýni um 50 málverk, sem hann málaði á Kvíabryggju meðan hann sat af sér dóm fyrir að selja fölsuð málverk. Einnig sýnir hann verk máluð á vinnustofu í Straumi á síðustu vikum. Pétur Þór er fæddur 1958. Hann hefur haldið nokkrar sýningar hér á landi og í Danmörku. Sýningin í Hári og list er opin á af- greiðslutíma og sýningin í Straumi er opin laugardaga og sunnudaga frá kl. 14-18. Þeim lýkur 10. desember. Orgeltónleikar í Dómkirkjunni ORGELTÓNLEIKAR þar sem Jörg E. Sondermann flytur verkið Jobsbók fyrir lesara og orgel eftir Petr Eben verða í Dómkirkjunni á morgun, sunnudag, kl. 17. Lesari á tónleikunum verður séra Kristján Valur Ingólfsson. „Petr Eben er í hópi merkustu núlifandi tónskálda. Hann nam tón- list í Prag og hefur kennt tónvísindi við Karlsháskóla í Prag frá 1955. Frá 1991 hefur hann verið prófessor í orgelleik við Tónlistarakademíuna í Prag. Orgelverk hans endurspegla skapandi styrk höfundarins, hug- myndaauðgi í formum og laglínum og fullkomnar útsetningar fyrii' hljóðfærið. Frjósemi hugans kemur einnig fram í notkun takta og hljóma, en fyrst og fremst í ríku innihaldi og dýpt verkanna," segir í kynningu. Jörg E. Sondermann er fæddur í Þýskalandi. Hann stundaði kirkju- tónlistarnám í Herford og Dortmund og lauk þaðan A-prófi (lokaprófi) 1980. Eftir það fór hann til Ham- borgar og lauk þaðan einleikaraprófi Kórtónleikar í Fella- og Hólakirkju SAMKÓR Vopnafjarðar heldur tón- leika í Fella- og Hólakirkju í dag, laugardag, kl. 16. Kórinn hefur haldið tónleika víðs- vegar á Norður- og Austurlandi, en þetta er í fyrsta skipti sem hann syngur á höfuðborgarsvæðinu. Á efnisskránni eru lög og ljóð þekktra og óþekktra höfunda, þar á meðal eftir Vopnfirðinga. Má þar nefna Þorstein Valdimarsson, Georg Jósefsson, Kristján Magnússon og stjórnanda kórsins, Zbigniew Zuchowicz, en hann er jafnframt skólastjóri tónlistarskólans á Vopna- firði. Undirleikari er Teresa Zuchowicz. á orgel 1982. Árin 1979-1997 starfaði hann sem organisti og kórstjóri í Westfalen og frá árinu 1985 stóð hann fyrir tónlistarhátíð er nefnist „westfálische Bach-Tage“. í efnisvali sínu hefur hann lagt mesta áherslu á verk J.S. Bach og jafnframt Max Regers og samtímamanna hans auk verka núlifandi tónskálda. Jörg Sondermann flutti til Islands haustið 1997 og hefur síðan starfað sem org- anisti í Hveragerðis- og Kotstrand- arsóknum. Hann kennir einnig kór- stjórn og orgelleik við Tónskóla Þjóðkirkjunnar. Séra Kristján Valur Ingólfsson er fæddur á Grenivík. Hann lauk guð- fræðiprófi frá HÍ 1974 og hefur starfað sem sóknarprestur á Raufar- höfn, Grenjaðarstað og ísafirði og verið rektor Skálholtsskóla frá 1992. Árin 1977-1985 stundaði hann dokt- orsnám í kennimannlegri guðfræði í Heidelberg í Þýskalandi og hefur starfað að margskonar fræðslu- og menningarmálum innan Þjóðkirkj- unnar. Djassað í Gerðarsafni YFIRLITSSÝNINGU Búnað- arbankans á verkum Tryggva Ólafssonar lýkur á morgun, sunnudag. Af því tilefni hafa vinir hans sett saman djassstjörnusveit sem mun halda tónleika í Gerð- arsafni á morgun, sunnudag, kl. 15. Hljómsveitina skipa margir af fremstu djassleikurum okk- ar íslendinga: Rúnar Georgs- son, Árni Sceving, Tómas R. Einarsson og Guðmundur Steingrímsson. Kynnir verður Vernharður Linnet. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis. Margnota kæli- og hitagelpokar Draga úr verkjum og minnka bólgu Kæli- og hitagelpokarnir frá ísgeli eru hitaðir í örbylgjuofhi eða vatni eða kældir í ísskáp og halda hitanum/kuldanum lengi í sér. Pokana má því nota jafnt sem heita og v kalda bakstra. Hitabakstur eykur blóðflæði til vöðva, mýkir þreytta og stirða vöðva, dregur úr lið- og vöðvabólgum og tíðaverkjum. Kuldabakstur dregur úr bólgumyndun, minnkar blæðingu og dregur úr verkjum eftir áverka. LO v- - Sölustaðir: Lyfja, Lyf og heilsa, Borgarapótek, Grafarvogsapótek og flestar lyfjaverslanir á landsbyggðinni. Pokarnir fást einnig hjá KÁ Selfossi, KS Sauðárkróki og Samkaupum á Seyðisfirði og ísafirði. ------------------------------------------------------i---------------------------------i----------------------- —
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.