Morgunblaðið - 25.11.2000, Blaðsíða 65

Morgunblaðið - 25.11.2000, Blaðsíða 65
MORGUNBLAÐIÐ _________________________LAUGARDAGUR 25. NÓVEMBER 2000 UMRÆÐAN Vitundar- Hvað hefði Jón vakning í Sigurðsson sagt? sjónmáli 8. MARS árið 1999 stóð UNIFEM fyrir alþjóðlegri mynd- bandaráðstefnu í aðal- stöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York um ofbeldi á konum. Þar var samþykkt að skora á aðildarríki Sameinuðu þjóðanna að helga einn dag á ári baráttunni gegn of- beldi á konum. Dagur- inn var valinn 25. nóv- ember. í dag safnast því konur og menn um allan heim saman til þess að vekja athygli á því að á hverri mínútu, einmitt núna þegar þú lest þessi orð, eru í hverju einasta landi heimsins konur af öllum trúar- Baráttudagur í dag er full ástæða til þess að gleðjast, segir Sigríður Margrét Guðmundsdóttir, yfír þeim árangri sem menn og konur um allan heim hafa náð í baráttunni gegn ofbeldi. brögðum, stéttum og stigum þjóðfé- lagsins, ungar og gamlar, fórnar- lömb ofbeldis. í fjölmörgum sam- félögum heims er ofbeldi á konum talinn eðlilegur hluti af daglegu lífi kvenna, sem jafnvel konurnar sjálf- ar viðurkenna. Skemmst er að minnast fréttar sem nýlega birtist hér á landi af niðurstöðum viðhorfa indverskra kvenna til ofbeldis. Stór hluti þeirra taldi að eiginmaður hefði fullan rétt á að berja konu sína ef hún t.d. eldaði ekki góðan mat, sinnti ekki börn- um sínum eða færi út í leyfisleysi. Þetta við- horf er vonandi úrelt hér á landi en ofbeldið viðgengst ennþá. A síð- asta ári leituðu 298 konur til Kvennaat- hvarfsins til dvalar eða viðtala og athvarfinu bárust alls 1794 neyð- arsímtöi. Á hverju ári leggur ofbeldi líf millj- óna kvenna og stúlkna í rúst um allan heim og kemur í veg fyrir eðli- lega þróun í átt að heilbrigðu samfé- lagi. UNIFEM hefur um nokkurra ára skeið unnið markvisst að þvi að af- nema ofbeldi gegn konum. Félagið hefur komið á fót öflugum sjóði sem hefur þetta eitt að markmiði. Fyrir atbeina þessa sjóðs hefur fjölmörg- um átaksverkefnum verið ýtt úr vör sem beinast að því að fá ráðamenn, stjórnmálamenn, trúarleiðtoga, dómara, kennara og æsku viðkom- andi landa til þess að taka virkan þátt í að breyta gildandi viðhorfum og lagasetningum um málefni kvenna. Auk þessa er kerfisbundið unnið að því að efla meðvitund kvenna og sjálfsmynd þannig að þær hafni því að vera beittar of- beldi. Baráttan er hafin - fjöldi fé- lagasamtaka um allan heim tekur þátt í henni - og hún verður ekki stöðvuð. í dag er því full ástæða til þess að gleðjast - gleðjast yfir þeim árangri sem menn og konur um allan heim hafa náð í baráttunni gegn ofbeldi. Sífellt fleiri hafa vaknað til vit- undar um það ofbeldi sem konur eru beittar. Vitundarvakning er hafin. Höfundur er formaður UNIFEM á íslandi. Sigríður Margrét Guðmundsdóttir MARGIR láta sér detta í hug nú um stundir að við íslend- ingar eigum að ganga í Evrópusambandið okk- ur til framdráttar á ýmsum sviðum, einkum því efnahagslega. Vest- firðingurinn og þjóð- skörungurinn Jón Sig- urðsson er meira að segja hafður með í ráð- um þegar menn plan- leggja þetta. I þessu sambandi er gagn og gaman að rifja upp hér í Mbl. að hinn 17. júní í vor er leið, flutti Ágústa Guð- mundsdóttir, sem íyrst kvenna varð prófessor við Raunvísindadeild Há- skóla Islands, hátíðarræðu á Hrafns- eyrarhátíð. Ræðu sína flutti prófess- orinn af djörfung og skörungsskap sem eftir var tekið. Efni ræðunnar snerist m. a. um að ástundun vísinda muni skipta sköpum um það hvernig okkur Islendingum muni famast í framtíðinni. Þekking- una sem aflað er með vísindarann- sóknum þurfi svo að breiða út í allar æðar þjóðarlíkamans. Ekki hvað síst þurfi Islendingar að leita sér frama og fræðslu á erlendri grund. Og þrot- lausar ábendingar Jóns Sigurðssonar til landsmanna um að þeir þyrftu að vanda verklag sitt sem best á öllum sviðum, til að vera gjaldgengir og enn eru í fullu gildi, komu mikið við sögu í ræðunni, auk hvatninga hans um, að við verðum sífellt að freista gæfunnar úti í hinum stóra heimi. Ánægjulegt er til þess að vita að framsýni og djörfung Jóns Sigurðs- sonar skuli svífa yfir vötnum í þjóð- skóla okkar, Háskóla íslands. Á það bendir eftirtektarverð niðurstaða prófessors Ágústu í ofangreindri ræðu hennar í vor. Ályktun prófess- orsins var sú, að við eigum að vera „opin, óhrædd, jákvæð og frjáls til að eiga samstarf og samskipti við aðrar þjóðir“. Sannleikurinn er sá, að það voru einmitt slíkh' eiginleikar sem dugðu Jóni forseta á sínum tíma. Enginn var óhræddari, fijálsari af sjálfum sér og jákvæðari en hann. Þó mikið vatn sé til sjávar runnið síðan þá, má vel nefna, að þótt hann gagnrýndi dönsku stjómina hispurslaust og Danir ættu alls kost- ar við hann og gætu jafnvel kastað honum í steininn sem uppreisn- armanni, ef út í það hefði verið farið, báru þeir mikla virðingu fyr- ir honum vegna stað- festu hans, einurðar og kurteisi. Spurning dagsins er, hvort þetta veganesti Jóns Sigurðssonar geti ekki dugað okkur Is- lendingum enn um sinn í þeim sjó sem við siglum í samskiptum við aðrar þjóðir, án þess að við fómum því sem hann lagði einna mest upp úr, sjálfs- ákvörðunarréttinum. Getum við ekki átt samskipti við þessa kalla í Evrópu á okkar eigin forsendum, líkt og Jón forseti gerði við Dani og þá jafnframt haldið áfram viðskiptum við þá og aðra sem hugur okkar stendui' til og treyst böndin víðar, til dæmis í vest- urveg? Sjálfsagt telja margir sér- fræðingar að þetta sé bull og við mun- um ekld njóta jafn góðra við- skiptakjara utan sem innan hins volduga Evrópusambands. Vel má það rétt vera, en má ekki virða það til nokkurs fjár að vera sjálfs sín ráð- andi? Unga fólkið var að lesa upp úr Evrópusambandið Getur þetta veganesti Jóns Sigurðssonar, spyr Hallgrímur Sveinsson, ekki dugað okkur Is- ^ lendingum enn um sinn? verkum Jóns Sigurðssonar á Austur- velli á dögunum í sambandi við Evrópuumræðuna og er það ánægju- efni. Það mætti ganga oftar í þann sjóð. Vel gæti svo farið að það verði niðurstaðan í framtíðinni, að ráðum bestu manna, að Island óski eftir inn- göngu og gangi síðan í margnefnt Evrópusamband. En væri það ekki í anda Jóns forseta að þjóðin athugi vel sinn gang áður en það skref verður stigið til fulls? Svo vísað sé til upphafs þessara orða og menn gæfu sér það að Jón Sigurðsson mætti stíga í ræðustól AL þingis í dag og hann beðinn úrskurðar í þessu vandasama sjálfstæðismáli þjóðarinnar, er ekki ólíklegt að álykt- un hans gæti eftir atvikum hljómað eitthvað á þessa leið: „Flýtum okkur hægt. Okkur liggur ekki lífið á. Við skulum eiga viðskipti við sem flesta.“ Höfundur er staðarhaldari á Hrafnseyri. jlfrnadisþakkir Ég sendi öllum œttingjum og vinum, sem glöddu mig á áttrœðisafmœli mínu þann 15. nóvember síðastliðinn, kœrar kveðjur og þakkir fyrir heim- sóknir, gjafir, skeyti og kveðjur. Guð blessi ykkur öll. Herbert Guðbrandsson, Jökulgrunni 4, Reykjavík. Hallgrímur Sveinsson Orðsending til kvenna frá HUGO BOSS NÝR DÖMUILMUR Húsasmiðjan Skútuvogi verður opin á sunnudögum frá kl. 12-16. fram að jólum. A HÚSASMIÐJAN Sími 525 3000 • www.husa.ifL. , Opið sunnudaga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.