Morgunblaðið - 25.11.2000, Blaðsíða 67
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 25. NÓVEMBER 2000 0^
UMRÆÐAN
Frjálsíþrótta-
kynning fyrir
börn og unglinga
GLÆSILEGUR ár-
angur íslenskra frjáls-
íþróttamanna á undan-
fömum misserum hefur
vakið mikla athygli. Öll
þjóðin hreifst með er
Vala Flosadóttir vann
til verðlauna á Ólympíu-
leikunum í Sydney.
Aðrar öjálsíþrótta-
stjörnur eru einnig í
miklum metum, ekki
síst hjá ungu kynslóð-
inni, og flest böm og
unglingar vita við hvem
er átt þegar nefnd eiu
nöfnin Jón Amar, Þór-
ey Edda og Einar Karl.
Þennan áhuga á
frjálsíþróttastjömunum þarf að
virkja og beina ungmennum inn á
frjálsíþróttabrautirnar. Frjálsar
íþróttir
*
Eg vil hvetja fjölskyldur
til að leggja leið sína í
Laugardalshöllina í dag,
segir Stefán Hall-
dórsson, og taka þátt í
skemmtilegum viðburði.
íþróttir eru fjölbreytt og holl tóm-
stundaiðja þar sem hver og einn tekst
á við verkefni í samræmi við þroska og
fæmi. Forvamaráhrif íþróttaiðkunar
hafa komið fram í niðurstöðum rann-
sókna: Ungmennin leiðast síður út í
notkun ávana- og fíkniefna og námsár-
angur þeirra er að jafnaði betri en
hinna sem ekki stunda íþróttir.
I bæklingi sem Frjálsíþróttadeild
IR mun dreifa til ungmenna á næst-
unni er fjallað um kosti frjálsra
íþrótta:
• Frjálsar íþróttir eru fjölbreyttar.
Þær em grannur flestra annarra
íþróttagreina.
• Stelpur og strákar æfa saman.
• Afar ólíklegt er að iðkendur frjáls-
íþrótta í yngri flokkum verði útilokað-
ir eða látnir sitja hjá vegna ónógrar
getu.
• Iðkendur eiga jafna möguleika á að
keppa við sjálfa sig sem aðra. Frjáls-
ar íþróttir laða ekki fram neikvætt
viðhorf til keppinautanna.
• Fijálsar íþróttir þróa og þjálfa
hæfileikann til að treysta á sjálfan sig.
Flestar greinar frjálsíþrótta er hægt
að æfa einn og án þess að safna þurfi í
lið.
• Frjálsar íþróttir era fjöldi ólíkra
íþróttagreina sem allar innihalda að
einhveiju leyti eitthvað af þessu
þrennu: Hlaup, stökk
eða kast. Þó að frjáls-
íþróttagreinamar geri
mismunandi kröfur til
líkamans eiga greinam-
ar margt sameiginlegt.
Þær krefjast allar
tæknilegrar fæmi, lík-
amlegrar þjálfunar, sál-
rænnar einbeitingar og
dugnaðar til að árangur
náist í samræmi við þá
hæfileika sem hver og
einn hefur yfír að ráða.
Flestir foreldrar sjá
vafalaust í þessari lýs-
ingu ýmis atriði sem
þeir vilja að böm þeirra
tileinki sér. Fijálsar
íþróttir era ákjósanleg leið til að efla
fæmiogþroska.
Fijálsíþróttadeild ÍR gengst í dag,
laugardag, fyrir kynningu fyrir böm
og unglinga í Laugardalshöllinni kl.
14-16. Kynntar verða ýmsar greinar
fijálsíþrótta og leiðbeinendur verða
úr röðum fremsta frjálsíþróttafólks
landsins. Vala Flosadóttir kemur frá
Svíþjóð sérstaklega af þessu tilefni.
Auk hennar verða ólympíufaramir
Þórey Elísdóttir, Jón Amar Magnús-
son og Magnús Aron Hallgrímsson
meðal leiðbeinenda, svo og þau Vigdís
Guðjónsdóttir og Einar Kai-1 Hjartar-
son sem vora nærri því að ná ólymp-
íulágmarkinu, og aðrir landsliðsmenn
ÍR og þjálfarar. Kynningin verður á
mörgum stöðum í sal Laugardalshall-
arinnar og er þátttakendum skipt í
hópa sem færa sig á milli stöðva með
reglulegu millibili. Þátttaka í kynn-
ingunni er ókeypis og opin öllum
börnum og unglingum. Foreldrar era
hvattir til að fylgjast með bömum sín-
um á kynningunni.
Kynningin er felld inn í Haustleika
ÍR - frjálsíþróttamót fyrir 14 ára og
yngri. Fyrri hluti mótsins fer fram kl.
10-14, en þá tekur kynningin við og
stendur í tvo tíma. Síðari hluti móts-
ins verður kl. 16-18 og þá er þeim sem
sækja kynninguna gefinn kostur á að
taka þátt í keppninni.
Búnaðarbankinn í Mjódd hefur
stutt dyggilega við bakið á fijáls-
íþróttadeild IR til að þessi kynning
mætti verða að veraleika, svo og
Vátryggingafélag íslands og Frjálsi
fjárfestingarbankinn, og era þeim
færðar þakkir íyrir.
Eg vil í lokin hvetja fjölskyldur til
að leggja leið sína í Laugardalshöllina
í dag og taka þátt í skemmtilegum
viðburði. Böm og unglingar ættu að
taka með sér léttan íþróttafatnað og
strigaskó til þess að geta nýtt sér
þetta góða tækifæri sem best.
Höfundur er formaður
frjálsíþrðttadeildar ÍR.
Stefán
Halldórsson
enmi hdrnsófi
(SLENSKUR SÓFI FÁANLEGUR
í MÖRGUM STÆROUM, GERÐUM
1 7 & . □ □ □ ,
□ G LITUM, JAFNT STAKUR SEM
HDRNBÓFI. MARGAR GERÐIR
ÁKLÆÐA í BODI.
TM - HÚSGÖGN
Síðumúla 30 - Sími 568 6822
- asvintýri líhust
*
Náttúrulegt þýskt gólfefni
með sterku plastyfirborði!
Aðeins
VIVALDi plastparketið er unn
og er með sterka glæra plast
fyrir heimilið. Aflaðu þér nána
þessa hagkvæma og fallega <
VIVALDI - steinliggur
á gólfinu þínu
fyrirjól!
Glær plastvörn
Wðarmynstraöur pappfr
HDF plata úr viðartrefjum
Stöndugt undirlag
Umboðsmenn um land allt
im-
Fax 5813152 • gotfefni@golfefni.is
Teppaland
GÓLFEFNI ehf.
Fákafeni 9 • 108 Reykjavík • Símar 588 1717 og 581 3577 ^
ð úrpressuðum viðartreff
örn. VIVALDI er góður h
ri upplýsinga um eiginfeikí
ólfefnis.