Morgunblaðið - 25.11.2000, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 25.11.2000, Blaðsíða 68
&8 LAUGARDAGUR 25. NÓVEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ SKOÐUN OPIÐ BRÉF TIL LANDLÆKNIS í FRÉTTUM Rík- isútvarpsins 28. októ- ber sl. var sagt frá því að „tölvunefnd hefur úrskurðað að fram- ^jíværnd rannsóknar á erfðum alzheimer- sjúkdóms sem nefndin veitti leyfi fyrir í apríl 1998 hafi í mörgum atriðum verið and- stæð lögum og leyfinu sem rannsóknin grundvallaðist á“. Daginn eftir sagði formaður tölvunefnd- ar, Páll Hreinsson, í viðtali við Ríkisút- varpið að „rannsóknin hafi aldrei verið stöðvuð og tekið hafi verið á vandamálunum jafnóð- um og þau komu upp“. Næsta dag sagði Jón Snædal, aðalábyrgðar- jpaður alzheimer-rannsóknarinnar, einnig í Ríkisútvarpinu, að „strax og í Ijós hafi komið að reglur voru brotnar í rannsókninni hafi við- komandi læknir verið látinn hætta þátttöku í henni“. í kjölfar þessara þriggja frétta í Ríkisútvarpinu hefur orðið nokkur umfjöllun um málið í tveimur öðrum fjöl- miðlum, Skjá 1 og þó einkum í Morgunblað- inu, sem ekki hefur brugðizt skyldu sinni sem ábyrgur frétta- miðill í þessu um- deilda máli. Hið sama verður ekki sagt um ríkissjónvarpið svo ekki sé minnzt á ósköpin sem Stöð 2 hefur boðið upp á síð- astliðin ár. I viðtali við Morg- unblaðið 1. nóvember sl. sagði Sigurður Guðmundsson land- læknir að „það hefði verið sín ákvörðun að hann (ónefndur lækn- ir) hætti þátttöku í rannsókninni og í því fælist áfellisdómur um störf hans. Að öðru leyti hefði embættið ekki brugðist við þeirri gagnýni sem hefði beinst að störf- um hans. Sigurður sagði mikilvægt að rannsóknin hefði haldið áfram þrátt fyrir þá hnökra sem orðið hefðu á framkvæmd hennar. Um væri að ræða rannsókn sem vænta mætti að skilaði merkum niður- stöðum." Maður trúir vart eigin augum þegar maður les þetta og er þó ýmsu vanur. Morgunblaðið segir í leiðara 3. nóvember „það ætlar sér ekki að setja sig í dómarasæti um það, hvor aðilinn hefur rétt fyrir sér, tölvunefnd eða læknarnir." Síðar í leiðaranum segir blaðið: „Hins vegar er eðlilegt að að líta á þá hnökra, sem fram kunna að koma á vinnubrögðum vísindamanna og athugasemdir af þeim sökum, sem eins konar fæðingarhríðir nýrrar atvinnugreinar sem er að ná fót- festu.“ I Það verður að segjast að við- brögð við fréttum Ríkisútvarpsins hafa verið í litlu samræmi við al- varleik málsins. Margt vekur furðu í þessu máli, t.d. leiðari Morgunblaðsins 3. nóvember sl. Ljóst er að blaðið hefur ekki kynnt sér umrætt mál nægilega vel né önnur sem orðið hafa tilefni gagn- rýni á deCode, svokallaða sam- starfslækna og tölvunefnd. Tölvu- nefnd verður seint sökuð um Jóhann Tómasson ISLENSKT MAL Út við grænan Austurvöll sem angar lengi á vorin, stendur væn og vegleg höll, vonin mænir þangað öll. (stikluvik, vikframsneidd; leturbr. hér). Þetta er úr Alþingisrímunum svokölluðu sem kveðnar voru snemma á 20. öld. Bragarhátturinn er stikluvik, þríhend. Höfundar Alþingisrímnanna eru löngum taldir Guðmundur Guðmunds- son skólaskáld (1874-1919) og dfc Valdimar Ásmundsson (1852- 1902). Guðmundi var afar létt um kveðskap og kom frá sér miklu verki og góðu á skammri ævi. Valdimar var sjálfmenntaður, mjög góður íslenskumaður og frægur af blaði sínu Fjallkonunni og eig- inkonu sinni Bríeti Bjarnhéð- insdóttur. Austurvöllur mun hafa verið grænn og illþefj- andi af húsdýraáburði og kannski manna. Fyrst langar mig til að fara nokkrum orðum um lýsingar- orðið grænn. Við skulum bregða okkur langt aftur í tímann. Við vitum að grænn er skylt sögninni að gróa, og af því ályktum við að lýsingar- orðið hafi löngu fyrir íslands byggð verið *grðniR. Stjarnan framan við þýðir að orðmynd- in sé endurgerð eftir líkum, en stóra R-ið í endanum táknar að err-hljóðið hafi verið radd- að, eins og í vera. Hvað svo? I-hljóðið dregur ö-ið í áttina til sín og breytir því í æ. Það kalla lærðir menn i-hljóðvarp. < 4þAð þessu afreksverki loknu, er i-hljóðið orðið þreytt, svo þreytt, að það dettur út. Þá sjáum við fyrir okkur myndina *grænR. Endingarerrið hefur misst viðspyrnuna, og n-ið gengur á lagið og breytir því í sjálft sig: nR> nn. Þetta köll- *um við samlögun eða tillík- Umsjónarmaður Gísli Jónsson 1085. þáttur ingu, en útlendingar assimil- ation. Og viti menn: eftir stendur lýsingarorðið grænn, pattaralegt eins og grenitré. En hér er ekkert tófugren(i) á ferðinni, heldur tré sem stundum er kallað grön. Stephan G. Stephansson kvað: Þar sem öllum öðrum tijám of lágt þótti að gröa undir skuggaholtum hám, hneppt við sortaflóa, sprastu, háa, gilda grön, grænust allra skóga. (Leturbreytingar hér). Grön þýðir líka skegg, og sagt var um unga karlmenn, að þeim væri ekki sprottin grön, ef þeir voru enn skegg- lausir eða í hæsta lagi með hálfvitaskegg. Naumast þarf að taka það fram að gras (lat. gramen) er í ætt við grænn. Ég er gras. Og ég græ yfir spor ykkar, þýddi Steinn eftir Carli Sandburg. ★ Áslákur austan kvað: Mælti Lína: „Mín ævi er löng, og lífið mig spennti í töng, en ég átti gítar sem gaf mér hann Bítar, svo ég gekk upp á húsþak og söng.“ ★ Miklar voru málalenging- arnar um orðið grænn, en mig langar til að fjalla svolítið um orðið völlur, lat. vallis, sem reyndar merkir dalur, sbr. ensku valley. Völlur er u-stofn og beygist því völlur- völl-velli-vallar og í flt. vellir- velli (áður völlu) -völlum- valla. Nákvæmlega eins beygjast böllur, börkur, gölt- ur, höttur, knörr, knöttur, lögur, mögur, mölur, þröstur, vöndur, vörður, vöxtur og örn. Og á mjög líkan hátt: háttur, spónn, þáttur, ás (í merkingunni guð) og enn: fjörður, hjörtur, kjölur, mjöð- ur og Njörður, og er hér ekki allt upp talið. Þolfall fleirtölu hefur illa haldist í fornu fari. Þó gætum við kannski séð eða heyrt „að leggja fé á vöxtu“, en í Völu- spá var ekkert sjálfsagðara en segja: knáttu vanir vígspá vðllu sporna, en það er svo að skilja, að vanir, sem voru eins konar hálfguðir, gátu sótt fram um vígvöllinn með bardagasöng, og erum við nú komin helsti langt frá vellinum. Það orð er talið hafa frummerkinguna skógur, sbr. þýsku Wald. Orðið von var áður ván; breytinguna kallar próf. Hall- dór framvirkt hljóðvarp, en af ván kemur með áðumefndu i-hljóðvarpi lýsingarorðið vænn. Það er skylt þýska orð- inu Wunsch = ósk og reyndar líka sjálfu orðinu ósk. Þá eru þar í hópi unaður, yndi og kvenheitið Una, og sögnin sem hljómar eins. Mun nú mál að gefa öðrum orðið: ★ Guðmundur Karlsson frá Laxárvirkjun, nú í Reykjavík, hringdi í mig og fræddi mig um snæljós. Hann hafði einu sinni séð það, og sagði að lýs- ing Sigríðar Oddsdóttur, sjá næstsíðasta þátt, væri í einu og öllu hárrétt. Hann var þá ungur hjá föður sínum á Vals- hamri í Geiradal. Hann spurði föður sinn hvað þetta væri, og hann nefndi það snæ(jós og hélt helst að það væri einhvers konar rafmagn í loftinu. Umsjónarmaður þakkar Guðmundi þessa frásögn. Auk þess fær Telma Tómas- son stig fyrir „að standa i stykkinu". Of margir skjóta sig inn í þetta. Þeir standa sig ekki. harðýðgi gagnvart deCode og í alzheimer-málinu fer hún silki- hönzkum um fyrirtækið og sam- starfslækna þess. Orðanotkunin „fæðingarhríðir" er fráleit og rétt að benda Morgunblaðinu og land- lækni á að orðið „hnökrar", sem notað er hvað eftir annað, er feng- ið úr afsökunarbréfi ábyrgðar- manna rannnsóknarinnar til tölvu- nefndar 9. febrúar 2000, en er hvergi notað af tölvunefnd. Hins vegar er það mjög ofmælt hjá Páli Hreinssyni, formanni tölvunefndar „að tekið hafi verið á vandamálunum jafnóðum og þau komu upp“. Ekki geta þrettán til fjórtán mánuðir talizt boðlegur af- greiðslutími. Margoft, og m.a. í þessu máli, hafa deCode og sam- Langalvarlegasti þáttur þessa máls, segir Jóhann Tómasson, snýr að söfnun „alzheimersjúklinga“ úti á landsbyggðinni. starfslæknar leyft sér þá ósvifni að bíða ekki svara frá tölvunefnd og hefjast handa án þess að samþykki lægi fyrir. Slíkt er auðvitað lög- brot. Þegar alzheimer-málið er skoðað vekur tilvitnaður málflutn- ingur Páls Hreinssonar áhyggjur, ekki sízt í ljósi þess að tölvunefnd er eina stofnunin í landinu sem hefur eftirlit með deCode og gríð- arlegri blóð- og gagnasöfnun fyrir- tækisins. Til þess hefur hún einn (sic) tilsjónarmann, sem raunar vann með deCode í gagnagrunns- málinu! Rétt er að vekja athygli á að alzheimer-málið sýnir það, sem margoft hefur verið bent á, að svokallaðir samstarfslæknar bera alla ábyrgð á rannsóknunum, með- ferð gagna og blóðsýna og varð- veizlu þeirra. Ábyrgð þeirra er því gríðarleg. Hið útlenda fyrirtæki sýnist litla ábyrgð bera, ef nokkra. Síðast en ekki sízt vekja um- mæli landlæknis í samtali við Morgunblaðið furðu, svo vægt sé til orða tekið. Hvað meinar hann eiginlega? Að vísindin séu hafin yf- ir lög? Hverjar eru annars starfs- skyldur landlæknis? Eru það ekki fyrst og fremst eftirlitsskyldur? Er honum ætlað sérstakt leiðtoga- hlutverk í vísindastarfsemi? Hvaða skyldur hefur hann við hið útlenda fyrirtæki deCode? II Langalvarlegasti þáttur þessa máls snýr að söfnun „alzheimer- sjúklinga“ úti á landsbyggðinni, en hún hófst snemma árs 1999. Til hennar réðu aðstandendur rann- sóknarinnar í heimildarleysi tiltek- inn ónefndan lækni sem ferðaðist um landið og safnaði meintum alz- heimer-sjúklingum. „Ekki þótti fært að einskorða rannsóknina við greininguna Alzheimersjúkdómur eingöngu því sú greining hefur sjaldnast verið gerð utan höfuð- borgarsvæðins,“ eins og Jón Snædal segir í svarbréfi til tölvu- nefndar 13. desember 1999. Strax um vorið 1999 bárust landlækni og ábyrgðarmönnum og aðstand- endum rannsóknarinnar kvartanir frá læknum úti á landi, sem töldu mjög óeðlilega að málum staðið. Þrátt fyrir það hélt umræddur læknir áfram heimildarlausri söfn- un sinni um allt land og hafði áður en yfir lauk safnað 517 - fimm hundruð og sautján - „alzheimer- sjúklingum“. Það var síðan fyrst þegar tilsjónarmaður tölvunefndar fann gögn þann 20. janúar sl., sem læknirinn hafði látið starfsfólki Þjónustumiðstöðvar rannsóknar- verkefna í Nóatúni í té, að hjól tölvunefndar tóku að snúast. Al- gerlega óheimilt er að vinna með slík gögn þar eins og starfsfólki ÞR mátti vera marg ljóst. Hinn 24. janúar sl. tilkynnti að- alábyrgðarmaður rannsóknarinn- ar, Jón Snædal, umræddum lækni að þátttöku hans í rannsókninni væri lokið. Þessi ákvörðun barst framkvæmdastjóra tölvunefndar 26. janúar í skeyti frá Jóni Snædal með tölvupósti. Athygli hefur vak- ið að umræddur læknir hefur síðan fengið stöðuhækkun í yfirlæknis- stöðu en yfirmaður hans, Pálmi Jónsson, er einn af ábyrgðarmönn- um margnefndar alzheimer-rann- sóknar. Ástæða væri til að fara ítarlega ofan í þetta alzheimer-mál en ég læt öðrum það eftir um sinn, m.a. stjórn Læknafélags íslands. Hins vegar vakna hér fjölmargar spurn- ingar sem mér finnst eðlilegt að beina til landlæknis: 1) Þú segir það hafa verið þína ákvörðun að umræddur læknir hætti þátttöku í rannsókninni. Á hvern hátt var þetta þín ákvörð- un? Á þetta ekki að vera ákvörðun ábyrgðarmanna rann- sóknarinnar? Hvers vegna dróstu þessa ákvörðun þína svona lengi eða í átta mánuði? Hefur þú eftirlit með svokölluð- um samstarfslæknum og vinnu þeirra með deCode (LaRoche) með gögn sjúkrahúsanna í land- inu? 2) Sagðir þú formanni tölvunefnd- ar strax frá þeim alvarlegu um- kvörtunum sem þér bárust þeg- ar vorið 1999? 3) Þú varst á sínum tíma, eða þar til þér var veitt landlæknis- embættið, formaður vísindasiða- nefndar, þeirrar sem Ingibjörg heilbrigðisráðherra vék frá þeg- ar henni (lesist Kára) þóttu vinnubrögð nefndarinnar orðin óþægilega fagleg, og þú hættur. Vísindasiðanefnd heilbrigðisráð- herra er þó til og þú átt í henni fulltrúa. Tilkynntir þú vísinda- siðanefnd um hinar alvarlegu kvartanir sem þér höfðu borizt frá læknum utan af landi? Bar þér ekki að gera það? 4) Tilkynntir þú yfirmanni þínum, heilbrigðisráðherra, þetta alvar- lega mál strax og þú fékkst um það vitneskju? 5) Nú liggur ljóst fyrir að saklaus- ir læknar úti á landi, undir þrýstingi, sumir reynslulitlir læknanemar og læknakandidat- ar, hafa gerzt brotlegir við lög með því að stöðva ekki aðgang umrædds læknis og gagnasöfn- un hans úr sjúkraskrám sjúkra- húsanna. Sjá m.a. viðtal við framkvæmdastjóra tölvunefndar í Morgunblaðinu 2. nóvember sl. Berðu ekki ábyrgð á þessu? Bar þér ekki að koma í veg fyrir þetta? Höfundur er læknir. Ætlar þu að sauma jólafötin?!* Komdu og skoðaðu úrvalið af fataefnum hjá okkur. VtRKA Mörkin 3 - Sími 568 7477 www.virka.is Opið Mánud.-föstud. kl. 10-18. Lau. kl. 10-16. wvmwnrtflwwaiLCDm
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.