Morgunblaðið - 25.11.2000, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 25.11.2000, Blaðsíða 38
38 LAUGARDAGUR 25. NÓVEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ Taugar úr móður græddar í ungabarn Nýjar upplýsingar um tíðahringinn Draga algeng lyf úr Alzheimer-hættu? Apar stjórna búnaði með „hugarorku" Taugar úr móður grædd- ar í átta mánaða dreng Houston. AP, Reuters. Hinn átta mánaða gamli Rodrigo Cervantes ásamt móður sinni og lækni. Associated Press ATTA mánaða gamall drengur frá Mexíkó var á batavegi á sjúkrahúsi í Houston í Bandaríkjunum í vikunni eftir að hópur lækna græddi taugar úr fótleggjum móður hans í máttlaus- an vinstri handlegg hans. Segja læknar að drengurinn ætti að fá aftur mátt í handlegginn, úlnliðinn og höndina innan árs. Var aðgerðin ein sú fyrsta sinnar tegundar, þar sem taugar eru fluttar úr lifandi gjafa, sagði læknirinn sem stjómaði aðgerðinni, dr. Scott Grub- er, á fréttamannafundi á Memorial Hermann bamaspítalanum, þar sem aðgerðin var gerð. Taugaígræðsla hefur áður verið framkvæmd í Bandaríkjunum, en í flestum tilvikum vom taugamar teknar úr látnum ein- staklingum, sagði dr. Gmber. í fyrra var framkvæmd á öðmm bamaspít- ala í Houston svipuð aðgerð og sú sem fór fram í síðustu viku. Taugarnar í vinstri öxl og hand- legg drengsins, Rodrigos Cervantes Coronas, rifnuðu í fæðingu, og gat hann ekki hreyft handlegginn og hafði enga tilfinningu í honum. Igræðsluaðgerðin tók tólf klukku- stundir. Líkur vora á að Rodrigo fengi að fara af sjúkrahúsinu nokkmm dögum eftir aðgerðina, en hann yrði áfram í Houston í nokkrar vikur til eftirlits og frekari umönnunar, áður en hann fengi að halda til síns heima í Morelia íMexíkó. „Svona meiðsl verða í einum eða tveim af hverjum þúsund fæðingum," sagði Gmber. „í flestum tilvikum rifna taugarnar ekki heldur merjast einungis.“ Heilbrigðar taugar í hægri hluta líkama drengsins munu smám saman vaxa í gegnum ígræddu taug- amar, úr móður hans, vinstra megin. „Taugarnar [úr móður hans] veita enga virkni. Þær era slóð sem taugar barnsins sjálfs fara eftir og gróa á ný,“ sagði Graber. Tæpur metri af taugum var fjar- lægður úr aftari hluti fótleggja móð- ur drengsins, Patrieiu Corona Mont- ez. Mun hún þar af leiðandi verða lítillega dofin til frambúðar sitt hvor- um megin á fótunum. Hún sagðist hafa fundið lítillega til, „en það skiptir engu máli“. Varað við Viagra og tilteknum hjartalyfjum New York. Reuters. STAÐFEST hefur verið með til- raunum á dýrum að hættulegt get- ur verið að nota getuleysislyfið Viagra með tilteknum hjartalyfj- um. Varað er við slíkum milliverkunum í þeim leiðbeining- um sem fylgja lyfínu er það er selt hér á landi en í Bandaríkjunum segja menn að hvorki læknar né almenningur séu nægilega vel upp- lýstir um þá hættu sem kunni að fylgja notkun lyfsins. Algengt er að fólk sem þjáist af hjartaöng (angina pectoris), verk sem skapast vegna æðaþrengsla í hjarta, noti lyf sem nefnd eru nítr- öt. Notkun þeirra slær á verkinn og greiðir fyrir eðlilegu blóð- streymi í hjarta. Vitað er að ein af aukaverkunum Viagra er sú að hún getur aukið áhrif nítrata og þannig orsakað blóðþrýstingsfall. Fyrirtækið Pfizer sem framleiðir lyfið hefur birt tilkynningu þess efnis að notkun Viagra og nítrata geti verið lifshættuleg. Nítröt ,eru fáanleg í ýmsum myndum, í formi nítróglys- eríntaflna, plástra og úða. Greint er frá tilraun með hunda í Circulation, tímariti Bandarísku hjartasamtakanna, 14. nóvember. Hjartaæðar þeirra höfðu verið þrengdar og var þeim síðan gefið Viagra. Blóðþrýstingurinn snar- lækkaði og hélst lágur með til- heyrandi hægu blóðrennsli. Telja vísindamennirnir hugsanlegt að gagnvirkni þrýstings og minna blóðrennslis framkalli eins konar „vítahring", sem skili ónógu blóði til hjartans og skapi þannig skil- yrði fyrir hjartaáfalli. Að sögn dr. Bijoy Khandheria, sem starfar við Mayo-stofnunina í Rochester í Bandaríkjunum getur reynst erfitt að tryggja að menn noti ekki samtímis nítröt og Viagra. Algengt er að hjartveikir menn þjáist einnig af getuleysi, sem aftur eykur líkur á að þeir noti Viagra. Að auki er það svo að menn sem nota slík hjartalyf taka þau á 8 til .12 klukkustunda fresti ViAt Associated Press Karlar víða um heim hafa tekið getuleysislyfinu Viagra fagnandi. Lyfið má þd ekki nota með tilteknum tegundum hjartalyfja. þannig að efnið er jafnan í blóðinu. „Mikilvægt er að sjúklingum sé ljóst að þessi tvö lyf megi þeir ekki nota saman,“ segir dr. Khandheria. í máli hans kemur enn fremur fram að hjartasjúkl- ingar geti notað Viagra og önnur hjartalyf samtímis t.a.m. vissa kalsíum- og beta-blokkara. í leiðbeiningum þeim sem. fylgja Viagra hér á landi er skýrlega var- að við þessari hættu. Þar segir: „Lyfið eykur lágþrýstingsvaldandi áhrif nítrata og því má ekki nota það samtímis þeim.“ TENGLAR Tímaritið Circulation: http://intl-circ.ahajournals.org/ Reyking- ar kunna að valda kvíða Chicago. AP. NIÐURSTÖÐUR rannsóknar benda til þess að unglingum sem reykja sé hætt við kvíða þegar þeir eldist og renna þessar niðurstöður frekari stoðum undir kenningar um að sígarettureykingar séu orsök fremur en afleiðing taugaóstyrks. Rannsóknin beindist að hátt í 700 unglingum, sem fylgst var með fram á fyrstu fullorðinsár, og kom í ljós að algengur kvíði, ofsahræðsluköst og víðáttufælni, var mun tíðari með- al þeirra sem höfðu reykt mikið á unglingsáram. Unglingar sem reyktu 20 sígar- ettur á dag, eða meira, vora meira en 15 sinnum líklegi'i til þess að þjást af kvíða á fullorðinsáram, hátt í sjö sinnum líklegri til víðáttufælni og yfir fimm sinnum líklegri til að þjást af ýmiskonar kvíða en þeir unglingar sem reyktu minna eða alls ekkert. Niðurstöður þessar vora birtar í Journal of the American Medical Association (JAMA) 8. nóvember. í októberhefti læknaritsins Pediatrics vora birtar niðurstöður rannsóknar sem benda til að reykingar kunni að vera orsök þunglyndis hjá ungling- um. Höfundar beggja rannsókna setja fram þá kenningu að nikótín komi miðtaugakerfinu í uppnám. Þá kunni það að hafa áhrif að reyking- ar dragi úr getu líkamans til að nýta súrefni, að sögn höfunda rannsókn- arinnar sem birt var í JAMA, en Jeffrey Johnson, við Columbia-há- skóla í Bandaríkjunum, stýrði henni. TENGLAR JAMA: jama.ama-assn.org Pediatrics: www.aap.org Reuters Viðteknar hugmyndir um ástæður þess að menn reykja virðast ekki vera tæmandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.