Morgunblaðið - 25.11.2000, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 25.11.2000, Blaðsíða 40
40 LAUGARDAGUR 25. NÓVEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ Bólgueyðandi lyf gegn Alzheimer? Hvað er Alzheimer? New York. Reuters. ALGENG bólgueyðandi lyf kunna að vinna gegn því að eldra fólk taki Alz- heimer-sjúkdóminn. Þessi er alltjent niðurstaða vísindamanna í Ástralíu. Sífellt fleiri vísbendingar koma nú fram um að lyf á borð við Aspirin geti dregið úr líkunum á því að Alzheim- er-sjúkdómurinn taki að hrjá eldra fólk. Hins vegar hefur ekki legið fyrir í hvaða skömmtum taka ætti slík lyf í von um þessa virkni. Nú liggja fyrir niðurstöður rannsókna, sem rúmlega 600 karlar og konur, 75 ára og eldri, tóku þátt í, og gefa þær til kynna að litlir skammtar kunni að duga í þessu viðfangi. Rannsókn þessari stýrði dr. G. Anthony Broe, sem starfar við Há- skólann í Sydney í Ástralíu, en gerð er grein fyrir niðurstöðunum í nóv- emberhefti tímaritsins Archives of Neurology. Þótt hér ræði um algeng lyf á borð við Aspirin hafa menn löngum haft áhuga á hvaða skammtastærð mæla beri með í þeirri von að notkun lyfj- anna geti hamlað gegn alzheimer. Um lyf eins og Aspirin og fleiri gildir að þau getur verið hættulegt að nota í stórum skömmtum þar eð þau geta þá valdið magablæðingum og lifrar- skemmdum. Litlir skammtar duga í tilfelli Ástralanna kom í ljós að flestir þeir, sem þátt tóku í rannsókn- inni, notuðu lyfin aðeins í litlum skömmtum eða þeim sem mælt er með til að draga úr líkunum á blóð- tappa. Könnunin leiddi hins vegar í ljós að lyfin virðast einungis duga gegn Alzheimer en ekki öðrum birt- ingarmyndum vitglapa. Ekki er vitað hvers vegna Aspirin og skyld lyf kunna að draga úr líkum á því að fólk taki Azheimer-sjúkdóm- inn. Þótt við kunni að blasa sú skýr- ing að þau dragi úr bólgum í heila hafa rannsóknir ekki leitt þá virkni í ljós, að sögn Anthony Broe og félaga hans. Telja þeir líklegra að skýring- anna sé að leita í þeim áhrifum sem lyfin hafa á hjarta þeirra sem þau nota. Aspirin og viðlíka lyf bæta blóð- streymið til hjartans með því að draga úr „viðloðun" blóðflagna, frumna, sem ýta undir að blóð hlaupi í kekki og tappi myndist. Broe og fé- Associated Press Alzheimer-sjúkdómurinn lýsir sér m.a. í minnisleysis sem ágerist og lyktar með því að sjúklingurinn er í litl- um sem engum tengslum við umhverfi sitt. lagar hans telja einnig hugsanlegt að lyfin auki virkni frumna í æðaveggj- um. Algenglyf Aspirin inniheldur virka efnið acetýlsalicýlsýru. Algeng lyf á ís- landi á borð við Magnýl innihalda einnig þetta efni. Þá leiddi rannsókn- in í Ástrah'u einnig í Ijós að lyf, sem innihalda virka efnið ibuprofen, virt- ust hafa sömu áhrif hvað hættuna á Alzheimer varðar. í íslensku lyfja- ALZHEIMER-sjúkdómur leiðir til hrörnunar heilans og vitglapa (dementia). Einkenni sjúkdóms- ins koma fyrst og fremst fram í lélegu minni og þverrandi hæfni til að takast á við lífið og tilver- una. Sjúklingurinn missir raun- veruleikatengsl. Sjúkdómurinn þróast hægt á nokkrum mánuð- um allt upp í hálft ár. í byi-jun getur verið erfitt að átta sig á hvort um er að ræða sjúkdóm, það kemur þó fljótlega í ljós þegar einkennin fara að segja til sín. Sjúkdómurinn er einkum al- gengur hjá rosknu fólki en til eru dæmi um að hann herji á ungt fólk. Sjúkdómurinn þróast hægt en bítandi og leiðir til dauða eftir 7 til 10 ár. Alzheimer-sjúkdómur er al- gengasta orsök andlegrar hnign- unar, vitglapa. Á íslandi hafa u.þ.b. 1.500 einstaklingar greinst með Alzheimer-sjúkdóm miðað við tölur frá nágrannalöndum. Orsakir Alzheimer Alzheimer-sjúkdóm- ur veldur því að sjálf- ar taugafrumurnar (í mörgum hlutum heil- ans) eyðileggjast hægt og sígandi, sennilega vegna ójafnvægis í boð- efnaskiptum í heilanum. Sjúkdómurinn sem slíkur er ekki arfgeng- ur en hins vegar virðist hættan auk- ast ef foreldr- ar hafa þjáðst af honum. Einkenni Á byrjun- arstigi Al- zheimer-sjúkdóms er sjúklingur- inn meðvitaður um að minnið byrjar að bresta. Þegar á líður minnkar þessi meðvitund. Tímabilið fram að þessu getur valdið óþægindum. Tilfinningar eins og hræðsla, ringulreið og vonleysi geta verið áberandi. Þessar óþægilegu til- finningar hverfa hjá sjúklingn- um þegar sjúkdómurinn ágerist. Hins vegar eykst vandi aðstan- denda. Batahorfur Án meðhöndlunar verður Alz- heimer-sjúkdómur kominn á það stig innan árs að sjúklingurinn þarf að leggjast inn á stofnun, sjúkrahús eða elliheimili. Vit- glöpin versna stöðugt á næstu 7 til 10 árum og leiða loks til dauða. Sjálfshjálp Ef einkenna verður vart skal hafa samband við lækni til að ganga úr skugga um orsakirnar og byrja hugsanlega meðferð. Sem aðstandandi skal forðast aðstæður þar sem margt er um manninn, mikill hávaði sem og staði sem eru sjúklingnum ókunnugir. Slíkar aðstæður vekja óöryggi hjá sjúklingnum. Meðferð og lyf Hægt er að hægja á sjúk- dómnum með lyfinu donepezil (Ariceptá ) en ekki lækna hann. Meðferðin á sér þá stað á tauga- sjúkdómadeild eftir nákvæma greiningu á sjúkdómnum. Auk lyfjameðferðar er nauð- synlegt að leita félagslegrar að- stoðar því í fæstum tilvikum er hægt að annast sjúklinginn heima. TENGLAR Nánar á Netinu: www.netdoktor.is. TENGLAR Archives of Neurology: http://archneur.ama- assn.org/. Aspirín kom á markað 1899 en virka efnið í því er nefnist acetýlsalicýlsýra uppgötvaði maður að nafni Felix Hoffmann 10. ágúst 1897. Myndin sýnir umbúðir frá því um síðustu aldamót. Hvað ernauðgun mikið áfall? Gylfi Asmundsson sálfræðingur svarar spurningum lesenda Spurning: Hvað er vitað um langvarandi sálræn áhrif nauðg- unar á fórnarlambið? Eru mörg dæmi þess að konur, sem er nauðgað, jafni sig aldrei eftir at- burðinn? Svar: Flestum rannsóknum ber saman um að nauðgun sé eitt- hvert alvarlegasta áfall sem fólk verður fyrir, en langoftast verða konur fyrir því. Þetta er al- gengari glæpur en flestir gera sér grein fyrir, þar eð aðeins lít- ið hlutfall þeirra sem verða fyrir nauðgun kæra atburðinn. Tölum um fjölda fórnarlamba ber því illa saman. Lægstu áætlanir samkvæmt erlendum rannsókn- um gera ráð fyrir að um 5% kvenna verði einhvern tíma fyrir nauðgun, en hæstu tölur eru 22%, þannig að fleiri en fimmta hver kona verði einhvern tíma fyrir nauðgun. I Bandaríkjunum er talið að um 12 milljónum full- tíða kvenna hafi verið nauðgað og 40% þeirra oftar en einu sinni. Ekki eru til tölur um áætl- aðan fjölda nauðgana hér á landi. Þau áföll sem fólk getur orðið fyrir á lífsleiðinni eru margvís- leg, en flest leiða þau til sál- rænna einkenna sem sam- kvæmt skilgreiningu geta falið í sér áfallaröskun. Helstu ein- kenni slíkrar röskunar eru sár- ar og ásæknar endurminningar um atburðinn, sem bæði koma fram í vöku og draumi, einkenni eins og martraðir, spenna, svefntruflanir, depurð og til- hneiging til að forðast allt sem minnir á atburðinn og gleyma honum með misjöfnum árangri. Sorg og missir eru nokkuð sem flestir verða fyrir á lífsleiðinni og þótt það sé hluti af almennri lífsreynslu getur vanlíðan margra þeirra orðið sár og lang- varandi. Annars konar atburðir ríða stundum yfir og vekja ógn og skelfingu, eins og við þekkj- um hér á landi, náttúruhamfarir eins og eldgos, jarðskjálftar og snjóflóð. Rannsóknir hafa verið gerðar á sálrænum afleiðingum slíkra atburða fyrir þolendur þeirra og ber þeim allvel saman um að 40-50% þeirra verði fyrir Afallaröskun áfallaröskun sem varir um nokk- urra mánaða skeið, en um þriðj- ungur búi við lengri áfallarösk- un til margra ára með þeim ein- kennum sem talin voru að ofan. í niðurstöðum rannsóknar sem gerð var á íbúum í Súðavík og á Flateyri eftir snjóflóðin þar kom fram að eftir 3-4 mánuði var tæpur helmingur Flateyringa haldinn einkennum sem upp- fylltu skilyrði um áfallaröskun, og á Súðavík voru um 35% með slík einkenni rúmu ári eftir snjóflóðið þar. Gera má ráð fyrir að þetta hlutfall lækki með tím- anum, en þó sé sennilegt að um- talsverður fjöldi fólks sem lendir í slíkum áföllum búi við sálræn vandamál af þeirra völdum svo árum skiptir. Það er athyglis- vert að konur fá mun fremur einkenni um áfallaröskun en karlar. Á Flateyri voru þær 56% og í Súðavík 46%. Þessar niður- stöður eru í góðu samræmi við sambærilegar rannsóknir er- lendar. Nauðgun er talsvert annars konar áfall en missir og náttúru- hamfarir. Hún er mun pers- ónulegri reynsla sem vegur að heiðri konunnar og sjálfsvirð- ingu ofan á þá skelfingu sem oft fylgir atburðinum, stundum ótta um líf sitt. Það er því ekki að undra þótt áfallaröskun sé mun algengari undir þeim kringum- stæðum, auk þess sem áður seg- ir að konur fá fremur áfallarösk- un en karlar almennt. Bandarískar rannsóknir sýna að um 80% kvenna sem hafa orðið fyrir nauðgun fá einkenni um áfallaröskun, sem hafa truflandi áhrif á daglega aðlögun þeirra, og hafa m.a. í för með sér kyn- lífsvandamál og stöðugan ótta tengdan atburðinum. Helmingur hefur enn slík einkenni að 2-3 árum liðnum og umtalsverður fjöldi situr í sárum það sem eftir er ævinnar. Nýleg BA-ritgerð við sálfræðideild Háskóla Is- lands skýrir frá niðurstöðum frumrannsóknar á afleiðingum nauðgunar hjá 44 íslenskum konum. Þar kemur fram að um 80% þeirra eru haldnar áfallar- öskun, ef stuðst er við þau við- mið sem almennt eru notuð. Hjá sumum kvennanna eru mörg ár liðin frá atburðinum. Þessar niðurstöður eru í sam- ræmi við það sem fundist hefur við rannsóknir erlendis. Vænt- anlega munu höfundar þessarar rannsóknar kynna hana innan tíðar. Það er því ljóst af bæði er- lendum og innlendum rann- sóknum að nauðgun er bæði al- gengt og mjög alvarlegt áfall, sem veldur mörgum langvar- andi vanlíðan og röskun á eðli- legu lífi, sumum þannig að þeir bíða þess aldrei bætur • Lcsendur Morgunblaðsins gcta spurt sal- fnvðinginn uin það scm þeim liggur d l\jarta. Tekið er móti spurningum á virkum dögum milli klukkan 10 og 17 ísfma 569110 og brcfum cða símbrcfum merkt: Vikulok, Fax: 5691222. Einnig gcta lcscndur sent fyrirspumir sínar mcð tölvupósti a nctfang Gylfa Ásmundssonar: gylfias(S)li.is.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.