Morgunblaðið - 25.11.2000, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 25.11.2000, Blaðsíða 28
28 LAUGARDAGUR 25. NÓVEMBER 2000 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ URVERINU Rækiuverksmiðja NASCO í Bolungarvík til sölu Trúverðugleiki sölu- fyrirtækisins í húfi AÐ UNDANFÖRNU hafa staðið yfir viðræður um að selja rækju- verksmiðju NASCO í Bolungarvík. Egill Guðni Jónsson, stjórnarfor- maður NASCO, segir að helsta ástæðan sé sú að ekki fari saman að reka rækjutogara og rækjuverk- smiðju með trúverðugleika fyrir- tækisins sem sölufyrirtækis í huga. Egill Guðni segir að fyrirtækið selji meiri rækju en nemi íslenska kvótanum og ekki sé heppilegt að selja rækju eigin verksmiðju. Auk þess hafi umhverfið í rækjunni ekki verið einfalt á árinu. Olíuverðhækk- anir hafi verið gífurlegar og afurða- verð á skipunum hafi fallið um 20 til 30%, „en vissulega vegur það þungt að trúverðugleiki NASCO sem hrá- efnisdreifanda er náttúrulega meii'i ef fyrirtækið er algerlega óháð öll- um verksmiðjum". Varðandi aðrar hugsanlegar breytingar í rekstri fyrirtækisins segir Egill Guðni að þær verði að koma í ljós. Hann segir að um 90 manns sinni um 65 til 70 störfum í rækjuverksmiðjunni í Bolungarvík og segist ekki sjá neinar forsendur fyrir því að það breytist þótt verksmiðjan verði seld því að hún hafi verið í mikilli framleiðslu, en hún getur unnið úr um 10.000 tonn- um af rækju á ári. Hins vegar sé ekki sjálfgefið að NASCO selji áfram rækju til verksmiðjunnar. „Það er hinn frjálsi markaðsheimur sem ræður ferðinni þar,“ segir hann. Jón Vídalín ÁR fékk tvær stórlúður í nýliðnum karfatúr og segir Sverrir Gunnlaugsson verið tveggja manna tak en hér er Guðjón Sveinsson háseti við löndunina í fyrradag. Dapurt á karfanum „ÞAÐ hefur verið frekar dapurt á karfanum í haust,“ segir Sverrir Gunnlaugsson, skipstjóri á Jóni Vídalín ÁR, en hann kom með 140 kör, um 60 tonn, til Vinnslu- stöðvarinnar hf. í Vestmannaeyjum á fimmtudag eftir að hafa verið úti síðan á laugardagskvöld. „Við reynum að kíkja eftir karfa sem hægt er að flytja út til Þýskalands," segir Sverrir og áréttar að veiðin hafi verið töluvert daprari í haust en undanfarin haust, en hann hefur verið á svæðinu frá Eyjum vestur undir Reykjanesgrunn. „Ætli ástandið í sjónum hafi ekki eitthvað með þetta að gera, en þótt maður vildi ná í smærri karfa er hann ekki fyrir hendi heldur." Harðar deilur í Bretlandi um sameiginlegar hersveitir ESB Andstæðingar „Evrópuhers“ gagnrýndir DEILURNAR í Bret- landi um fyrirhugaða þátttöku í sameiginleg- um hersveitum Evrópu- sambandsins mögnuðust enn í gæi', þegar Chris Patten, sem fer með ut- anríkismál í fram- kvæmdastjóm ESB, réðst harkalega á íhalds- flokkinn fyrir andstöðu hans við hernaðarsam- vinnuna. Patten, sem hefur gegnt ráðherraembætti fyrir íhaldsflokkinn, sagði í viðtali við breska ríkisútvarpið, BBC, að leiðtogi flokksins, Willi- am Hague, hefði gert „stór mistök í þessu máli“. Patten beindi einnig spjótum sínum að breskum fjölmiðl- um. Sagði hann að fréttir flestra dag- blaðanna um hina fyrirhuguðu hernaðarsamvinnu hefðu annaðhvort verið „uppspuni eða heimskulegar". Hörð viðbrögð Blairs Forsætisráðherrann Tony Blair hafði á fimmtudag lýst vanþóknun sinni á grein í dagblaðinu Daily Mail, þar sem því var haldið fram að yfir- maður breska heraflans, Sir Charles Guthrie, hefði „setið aðgerðalaus hjá“ á meðan ríkisstjóm Verkamanna- flokksins skuldbatt sig til þátttöku í hemaðarsamstarfinu. Fullyrti blaðið að komið hefði í ljós að Guthrie væri einn af „skósveinum" Blairs. Forsæt- isráðherrann sagði þetta vera ómak- lega árás á Guthrie, sem hefði sýnt „fullkomna fagmennsku". Aðspurður hvers vegna Blair hefði bragðist svona harkalega við einni blaðagrein, svaraði talsmaður hans að forsætis- ráðherrann vildi ekki að umræðan um sameiginlega heraflann „snerist upp í skrípaleik". Á leiðtogafundi ESB í desember í fyrra var ákveðið að stofna til sameig- inlegra hersveita sem bragðist gætu skjótt við neyðarástandi, en málið komst aftur í hámæli eftir að vamar- málaráðherrar aðildarríkjanna sam- þykktu á fundi sínum á mánudag að leggja sveitunum til meira en 100.000 hermenn, um 400 herflugvélar og 100 skip. Þar af hafa Bretar skuldbundið sig til að leggja til 12.500 hermenn, auk flugvéla og skipa. Breskir íhaldsmenn, þar á meðal Margrét Thatcher, fyrrverandi for- sætisráðherra, hafa lýst áformunum stríð á hendur, og telja að með þeim sé verið að koma á fót evrópskum alríkis- her og grafa undan Atlantshafsbandalaginu (NATO), sem þeir full- yrða að sé mun betur fallið til að tryggja ör- yggi í Evrópu. Ýmsir hafa jafnframt látið í ljós ugg um að hinn svokall- aði „Evrópuher“ væri skref í átt að myndun evrópsks sambandsrík- is. Ihaldsmenn hafa látið að því liggja að ákveðin framganga Blairs í málinu helgist af því að honum sé í mun að sanna tryggð sína við Evrópusamrunann gagnvart öðram leiðtogum ESB- ríkja, eftir að hafa gengið illa að sann- færa bresku þjóðina um ágæti aðildar að myntbandalagi Evrópu (EMU). Ljóst þykir að Ihaldsflokkurinn muni halda þessu máli á lofti fyrir kosning- arnar, sem búist er við að haldnar verði á næsta ári. Blair hefur hins vegar vísað því á bug að fyrirhugað sé að koma upp „Evrópuher" og segir fráleitt að áformin grafi undan NATO. Hann segir málflutning Ihaldsmanna vera helberan „hræðsluáróður" og hefur lagt áherslu á að Bretar myndu hafa fullt neitunarvald varðandi allar að- gerðir og að breskir hermenn yrðu aldrei sendir á vettvang án samþykk- is breskra stjómvalda. Weinberger varar við að NATO veikist Caspar Weinberger, fyrrverandi vamarmálaráðherra Bandaríkjanna, blandaði sér í umræðuna á fimmtu- dag, þegar hann ritaði grein í breska dagblaðið The Daily Telegraph. Hann fullyrðir að þó ýmsir hafi haldið öðra fram sé deginum ljósara að það komi til með að veikja NATO ef hersveitir aðildarríkja bandalagsins muni jafn- framt taka þátt í hinu nýja hemaðar- samstarfi ESB, og bendir á að stjórn- málamenn hafi lýst því yfir að heildarfjöldi hermanna verði ekki ; aukinn. Weinberger varar einnig við | því að áhugi Bandaríkjamanna á NATO muni óhjákvæmilega minnka eftir að hinum nýju hraðsveitum ESB hafi verið komið á fót. Chris Patten Sjávarafurðir á heimsmarkaði Afar og’ ömmur í fæðingarorlof London. Morgunblaðið. Norðmenn svindla NOKKRIR útgerðarmenn og fisk- verkendur í Norður-Noregi hafa verið kærðir fyrir að falsa löndun- arskýrslur, landa afla framhjá vigt og fyrir brottkast á smáfiski, eink- um ýsu og ufsa. Norskir fjölmiðlar hafa undanfarna daga dregið áreiðanleika norsks sjávarútvegs mjög í efa og hafa samtök sjó- manna og fiskverkenda krafist að- gerða til að koma höndum yfir lög- brjóta. Hinvegar þurfi að gera greinarmun á lögbrotum og mis- tökum sem rekja megi til flókinna reglna. Þannig sagði Odd Lorentzen, fiskverkandi í Norður-Noregi, í viðtali við norska útvarpið að sök- um þess hve algengt svindl væri í greininni yrði sífellt erfiðara fyrir þá sem reka heiðarlega starfsemi að fá físk til vinnslunnar. Samtök sjómanna halda því hinsvegar fram að séu sjómenn sekir um óheiðar- lega viðskiptahætti, hljóti fisk- kaupendur að vera það einnig. SJÁVARAFURÐIR á heimsmark- aði er yfirskrift námskeiðs á vegum Endurmenntunarstofnunar Háskóla ísiands sem haldið verður þriðju- daginn 28. nóvember nk. Á nám- skeiðinu mun dr. Aida Möller mat- vælafræðingur aðallega fjalla um framboð botnfiskafurða og rækju á heimsmarkaði út frá þróun í afla og ráðstöfun hans hjá öllum helstu veiðiþjóðum. Ennfremur mun Alda fjalla sérstaklega um þróun fiskeld- is í heiminum, sem og þróun helstu eldistegunda. Upplýsingarnar eru nýlega komnar fram hjá sérfræð- ingum í sjávarútvegi víða um heim og leitast er við að spá fyrir um þró- unina í nánustu framtíð. Aida segir að merkja megi ákveðna strauma í þróun sjávarafurðamarkaðarins, sem margir hafi ekki áttað sig nógu vel á. „Hagsmunir Islendinga era háðir þessari þróun. Annars vegar mótar hún samkeppnisstöðu ís- lenskra fiskafurða í alþjóðlegum viðskiptum og hins vegar hefur hún áhrif á stöðu sjávarafurða í heild gagnvart öðrum matvælum, það er í keppninni um hylli neytenda á al- þjóðlegum matvælamörkuðum." Alda hefur á undanförnum áram unnið með fyrirtækjum og opinber- um aðilum að öflun og miðlun upp- lýsinga um sjávarútvegsmái. Nám- skeiðið er ætlað starfsmönnum framleiðslu- og markaðsfyrirtækja í sjávarútvegi, sérfræðingum rann- sóknastofnana og opinberra aðila, fólki í greiningardeildum fjármála- fyrirtækja og öðram hagsmunaað- ilum. „Það er mikill áhugi á íslandi á upplýsingum af þessu tagi en fram til þessa hefur ekki verið sér- stakur vettvangur til þess að koma uppiýsingunum á framfæri," segir Aida. EINN stærsti vinnuveitandi Bretlands, stórmarkaðakeðjan Asda, hyggst bjóða öfum og ömmum að sækja um allt að einn- ar viku fæðingarorlof vegna fæð- ingar barnabarns síns. Starfsfólkið getur einnig tekið allt að þriggja mánaða launalaust leyfi til þess að aðstoða við um- önnun barnabarna. Talsmenn stórmarkaðakeðj- unnar sögðust vilja bæta starfs- skilyrði launþega sinna og hluti af því væri að sýna skilning á því að starfsfólk hefði skyldum að gegna gagnvart fjölskyldu sinni. Þrátt fyrir að um 14.000 starfs- manna Ásda séu yfir fimmtugu, segist fyrirtækið ekki hafa nokkra hugmynd um hve margir þeirra séu afar eða ömmur en nokkrar nýbakaðar ömmur og af- ar höfðu kvartað yfir því við yfir- menn fyrirtækisins að þurfa að taka tíma af sumarleyfi sínu til að rétta hjálparhönd við fæðingu bamabams. Samkvæmt skoðanakönnun sem Asda lét gera sögðust níu af hverjum tíu foreldram ekki treysta neinum öðram en foreldr- um eða tengdaforeldrum sínum til þess að líta eftir börnum sín- um og fjórir af hverjum tíu sögðu að þeir myndu ekki getað stund- að vinnu sína ef þeir nytu ekki aðstoðar þeirra. Fyrirtækið neitar því að um umtalsverðan kostnað verði að ræða vegna þessa nýja fyrir- komulags, heldur muni hagur fyrirtækisins þvert á móti vænk- • ast með faskkandi fjarvistar- dögum starfsmanna og minni mannaskiptum innan fyrirtækis- ins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.