Morgunblaðið - 07.12.2000, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 07.12.2000, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. DESEMBER 2000 15 HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Foreldrar segja bæjaryfírvöld hafa skilið eftir slysagildru við Lækjargötu Sá bfl aka á son sinn þar sem yfir- völd höfðu verið vöruð við hættu Morgunblaðið/Jón Svavarsson Birkir Sigurjónsson og Viktor Leifsson eru búnir að jafna sig eftir ákeyrsluna við gangbrautina sem þeir fara yfir í skólann. MÓÐIR í Hafnarfirði varð í síðustu viku vitni að því þegar ekið var á níu ára son hennar á gangbraut við Lækjarskóla. Slysið varð á þeim kafla Lækjargötu þar sem móðirin og fjölskylda hennar hafa undanfarna mánuði sent bæj- aryfirvöldum fjölmörg erindi til að vekja athygli á slysa- hættu og krefjast úrbóta. Pau telja hættuna stafa af því að bifreiðastæði við götuna voru fjarlægð og gatan var breikk- uð en samt ekki lokið við að setja upp umferðareyjar og gönguljós. Þau segja bæjaryf- irvöld bera fyrir sig fjárskort. Steinunn Anna Gunnlaugs- dóttir var á leið eftir Lækjar- götunni í bíl sínum síðastlið- inn fimmtudag þegar hún sá hvar Viktor Leifsson, 9 ára sonur hennar, kom að gang- brautinni við Öldugötu, ásamt Birki Sigurjónssyni, vini sín- um og jafnaldra. Þeir voru á leið yfir að Lækjarskóla þar sem skólabíll beið til að flytja þá í skólasund. Steinunn nam staðar við gangbrautina og það sama gerði næsti bfll á eftir. „Ég kallaði til Viktors þrjár setningar, spurði hvort hann væri ekki með lykla og vettlinga. Bíllinn fyrir aftan mig stoppaði en bíll þar fyrir aftan fór fram úr bflnum sem var fyrir aftan mig og mínum bíl og keyrði á strákana þar sem þeir voru á leið yfir göt- una,“ sagði Steinunn. „Ég sá son minn kastast í loftið og lyppast svo í götuna. Það er mikil mildi að hann er alveg heill. Bfllinn fór yfir fótinn á vini hans.“ Hræðslan situr eftir Það þarf ekki að fjölyrða um að Steinunni var brugðið við að verða vitni að þessu og hún segist ekki enn búin að jafna sig. „Þetta var gífurlegt sjokk sem við erum að reyna að koma okkur út úr en hræðslan situr eftir og maður getur verið langan tíma að vinna úr henni. Manni finnst maður vera svo vanmáttugur þegar maður getur ekki verndað börnin sín.“ Hún segist þó hafa gert það sem í hennar valdi stóð til að koma í veg fyrir að slys af þessu tagi yrði á þessum stað þar sem sonur hennar og fjöl- mörg önnur börn þurfa að fara daglega yfir vegna skóla- göngu sinnar. Nýbúin að kvarta yfir hraðakstri „Maður gerir það sem mað- ur getur, og er búinn að benda yfirvöldum á hættuna en maður getur ekki leitt bömin yfir götuna alla daga,“ segir Steinunn. I ágústmánuði síðastliðnum sneru hún og eiginmaður BÆJARSTJÓRN Hafnar- fjarðar hefur samþykkt áætlun um samruna Rafveitu Hafnarfjarðar og Hitaveitu Suðurnesja. Aætlunin felur i sér að raforkugjöld Hafn- firðinga lækka um 10% frá næstu ármótum og lækka á ný í upphafi ársins 2002. Magnús Gunnarsson, bæj- arstjóri í Hafnarfirði, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að samkvæmt samruna- hennar sér til bæjaryfirvalda í Hafnai-firði og lýstu áhyggj- um sínum af því að breytt deiliskipulag við götuna hefði leitt til mun meiri hraða- ksturs um Lækjargötu og hefði í för með sér mikla hættu fyrir þau börn sem þurfa að sækja daglega yfir götuna. Nýa deiliskipulagið fól í sér að felld voru á brott bflastæði við Lækjargötu og gatan breikkuð sem því nemur. „Við fórum á fund bæjar- stjóra og töluðum um þetta mál. Hann sagði að þetta væri umferðargata og við vitum að þarna er mikil umferð en hún hefði ekki þurft að vera eins hröð og hún er eftir að þeir breikkuðu götuna. Áður fór fólk yfirleitt rólega því það var erfitt að mætast í þröngri götunni,“ sagði Steinunn og fannst bæjarstjóri ekki hafa sýnt málinu skilning. Engar eyjar vegna fjárskorts I framhaldinu sendu hjónin formlegt erindi til bæjarins sem fékk umfjöllun skipulags- yfirvalda. Að sögn Steinunnar barst þeim hjónum svarbréf frá skipulagsyfirvöldum þar sem fram kom að fé til fram- kvæmdanna væri á þrotum og því yrði ekki unnt að ljúka við gerð umferðareyjunnar og/ eða Ijósanna fyrr en vonandi á næsta ári. „Þeir hættu við hálfklárað verk; opnuðu slysagildru, sem hefur verið þarna síðan en í staðinn fyrir að klára verkið skilja þeir þetta eftir án þess að setja upp breiðar umferðareyjar eða jafnvel ljós eins og ákveð- ið hafði verið að gera. Þeir áætluninni eignaðist Hafnar- fjarðarbær 16,67% í Hita- veitu Suðurnesja. Ríkis- sjóður á sama hlutfall í fyrirtækinu en aðrir hluthaf- ar eru Vatnsleysustrandar- hreppur, Grindavík, Gerða- hreppur og Reykjanesbær, hefðu átt að sleppa því að breikka götuna fyrr en þeir hefðu efni á að ljúka verkinu," segir Steinunn. Hún segir að við núverandi ástand séu börn í mikilli hættu á leið yfir göttma, bæði á þessum stað og við göngu- Ijós, neðar í götunni. í síðustu viku hafi 7 ára dóttir hennar einnig lent í því að bfll fór þar yfir á rauðu þegar hún var að stíga út af gangstéttinni og út á götuna. Hún segir að reynsla af því tagi hafi mikil áhrif á börnin. Steinunn segir að bæði hún sjálf og nágrann- ar sínir hafi margoft horft upp á framúrakstur við gang- brautina undanfarna mánuði og að farið hafi verið yfir á rauðu ljósi við gönguljósin. Allt megi rekja þetta til þess að gatan sé breiðari og bjóði upp á meiri hraðakstur en áð- ur. Hún segist spyrja sig hvort bæjaryfirvöld ætli einu sinni enn að bíða eftir hörmulegu slysi áður en nauðsynlegar úrbætur verða gerðar í um- ferðarmálum bæjarins. Mikil umferð sé við Lækjargötuna vegna gegnumaksturs en hús- in standi nálægt götunni eins og bæjaryfirvöld leggi áherslu á. Þau stefni að því að það sé íbúðabyggð við götuna en vilji samt lítið sem ekkert gera til að hlúa að henni með nauðsynlegum öryggisatrið- um. Hún segir það kaldhæðnis- legt að á sama tíma og verið var að breikka götuna hafi verið sett upp skilti i bænum með áletruninni: Bannað að bruna, börn í nánd. Nýlega hafi verið haldin umferðai-- vika til að leita eftir sjónar- sem er stærsti hluthafinn með um 42% hlut, eftir sam- runann. Sveitarstjórnir Reykjanesbæjar, Grindavík- ur og Gerðahrepps hafa þeg- ar samþykkt samrunann, sveitarstjórn Sandgerðis- bæjar fjallaði um málið í miðum barna í umferðarör- yggismálum. „Þegar gangbrautimar eru ekki öruggar lengur, hvert á maður þá að beina börnunum sínum?“ spyr hún. „Verst er þegar skildar eru eftir slysagildrur af hálfu bæjaryfirvalda sem bömin verða fyrir barðinu á. Það verður að hugsa málin í heild, það er ekki hægt að breikka götu og sleppa því að hugsa um öryggismálin af því að maður hafi ekki efni á því.“ Sigurjón Elíasson, ná- granni Steinunnar og faðir Bjarka, sem ekið var á um leið og Viktor, son Steinunnar, sagði í samtali við Morgun- blaðið að ekið hefði verið yfir tæmar á syni sínum en hann hefði sloppið við önnur meiðsl en svarta tánögl. Yfir götu í tónlistarskóla, Ieiksvæði og heilsdagsvist Sigurjón tók undir með Steinunni að ófremdarástand væri í umferðaröryggismál- um þeirra barna sem þyrftu að fara daglega yfir Lækjar- götu. Bæði færi nokkur fjöldi norðuryfir götuna til að sækja Lækjarskóla og ekki minni fjöldi þyrfti að sækja tónlist- arskóla bæjarins suður yfir Lækjargötu. Þá þurfi allir nemendur sem sækja heils- dagsathvarf Lækjarskóla að fara yfir Lækjargötu, auk þess sem vinsælasta leik- svæði hverfisins sé í grennd við skólann. „Það má í raun rekja þetta óhapp til þess að það var ekki búið að ljúka við framkvæmd- ir vegna þessa breytta deili- skipulags en vegna þess að bflastæðin voru tekin hefur gærkvöldi en i Vatnsleysu- strandarhreppi verður málið tekið til afgreiðslu á föstu- dag. Gjaldskrá Hitaveitu Suð- urnesja fyrir raforku er nú um 20% lægri en gjaldskrá Rafveitu Hafnarfjarðar. hraðinn aukist til muna á göt- unni. Steinunn vai- nýbúin að mótmæla því hvemig staðið var að þessum framkvæmd- um þegar keyrt er á drengina okkar. Þessar eyjar sem þeir höfðu frestað að koma upp hefðu klárlega komið í veg fyrir þann íramúrakstur sem olli þessu slysi,“ segir Sigur- jón. „Við hittumst sjö foreldrar á fundi um daginn og öll höfð- um við lent í því þegar við bið- um við gönguljósin neðar í götunni að bflar stoppuðu ekki þegar við voram að ganga yfir á grænu Ijósi. Bfl- stjórar veita þessum göngu- ljósum ekki eftirtekt.“ Sigurjón segir að þótt bfla- stæðin, sem vora fjarlægð, hafi orsakað þrengsl í götunni hafi þau á hinn bóginn stuðlað að því að halda hraða niðri. Afgangnr hjá bæjarsjóði Hann segir að nú í kjölfar þess að þetta óhapp varð þrátt fyrir að foreldrar hefðu bent á hættuna og grátbeðið um úrbætur væra þeir að kanna stöðu sína. „Við höld- um þeim möguleika opnum að fara í skaðabótamál," sagði Sigurjón. Hann sagði að þótt hætt hefði verið við hálfkláraðar framkvæmdir vegna fjár- skorts væra nú komnar fram fréttir um að búist væri við smávægilegum tekjuafgangi af rekstri Hafnarfjarðar á þessu ári. „Væntanlega era þess vegna einhverjir mögu- leikar á tilfærslu milli liða þannig að hægt sé að klára þessar framkvæmdir,“ sagði hann. Magnús Gunnarsson sagði að í áætluninni væri gert ráð fyrir 10% raforkulækkun til Hafnfirðinga strax 1. janúar 2001 og síðan verði gjald- skrárnar endanlega sam- ræmdar í upphafi árs 2002, sem hefur í för með sér um 10% lækkun til viðbótar mið- að við óbreytta gjaldskrá HS. Eftir sameininguna er eig- ið fé Hitaveitu Suðurnesja um 10 milljarðar króna, að sögn Magnúsar. Vísuðu Miðbæj- arskóla frá Miðborg BORGARRÁÐ Reykjavíkur vísaði á þriðjudag frá tillögu sjálfstæðismanna um að hús- næði Miðbæjarskóla verði á ný nýtt fyrir grannskóla. Tillaga sjálfstæðismanna gerði ráð fyrir að borgarráð setti á laggirnar þriggja manna starfshóp sem hefði það verkefni að kanna nýt- ingarmöguleika húsnæðis Miðbæjarskóla, þar sem Fræðslumiðstöð Reykjavíkur er nú til húsa, og jafnframt að skoða valkosti við rekstur væntanlegs skóla þar. Enn- fremur yrði hópnum falið það verkefni að fara yfir rekstur Fræðslumiðstöðvar og kanna hvaða verkefni stofnunarinn- ar megi fela grannskólum borgarinnar og gera tillögur um umfang skrifstofurekstr- arins og rýmisþörf. Tillagan ótímabær og illa ígrunduð Borgarráðsfulltrúar Reykjavíkurlistans lögðu fram frávísunartillögu þar sem segir að tillaga sjálf- stæðismanna sé bæði ótíma- bær og illa ígranduð. „Engar spár liggja fyrir um fjölgun grannskólabarna á miðborg- arsvæðinu á næstu áram eða þörf fyrir aukið skólarými. Meðan svo er ekki er ekki tímabært að taka ákvarðanir um nýtt skólahúsnæði á svæðinu né nýtingu Miðbæj- arskólans gamla í því sam- hengi. Þá ber að hafa í huga að Miðbæjarskólinn, sem nú hýsir Fræðslumiðstöð Reykjavíkur, er barn síns tíma og uppfyllir húsnæðið og umhverfi þess ekki þær kröfur sem gerðar era til skóla í dag. Nægir í því sam- bandi að benda á að engin lóð er við húsið sem stendur við eina aðalumferðaræð borgar- innar, Lækjargötuna. Meng- un sem af því hlýst og þetta aldargamla húsnæði er ekki varið gegn bæði hljóð- og loftmengun, er yfir þeim mörkum sem boðleg era í nýjum barnaskólum," segir þar. Því var lagt til að borgar- ráð vísaði tillögunni frá en samþykkti jafnframt að fela Fræðslumiðstöð í samvinnu við Borgarskipulag að áætla hver áhrif bygging nýrra íbúða á Eimskipafélagsreit og í Skuggahverfi kunni að hafa með tilliti til íjölgunar skólabarna og hvernig mæta megi fjölgun þeirra á mið- borgarsvæðinu. „Þá samþykkir borgarráð að vísa frá þeim hluta tillögu D-lista er snýr að breyttri starfsemi Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur þar eð skipulag hennar hefur nýverið verið endurskoðað," segir í tillög- unni. „Fræðsluráð hefur ný- lega fjallað um breytingar á starfsemi Fræðslumiðstöðv- arinnar og þá höfðu fulltrúar Sjálfstæðisflokks alla mögu- leika á að koma hugmyndum sínum á framfæri. Það skýtur skökku við að tillaga um breytingar á skipulagi Fræðslumiðstöðvar komi fram hér í borgarráði nú þeg- ar aðeins rúmur mánuður er síðan borgarráð samþykkti nýtt skipurit án athugasemda af hálfu D-listans.“ Frávísunartillagan var samþykkt með atkvæðum meirihlutans en gegn at- kvæðum minnihlutans. Hafnarfjörður 10% lækkun rafmagns- reikningsins um áramót
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.