Morgunblaðið - 07.12.2000, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 07.12.2000, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. DESEMBER 2000 2£ ERLENT Hjákonur Estrada forseta verða kannski yfirheyrðar Manila.AP. RÉTTARHÖLD yfir Joseph Estr- ada, forseta Filipsseyja, hefjast í dag og er um fátt meira rætt á eyjunum. Lögfræðingar deildu í gær um mál sem hefur vakið mikla athygli, hvort einhverjar af hjákonum Estrada verði kallaðar til að bera vitni í mál- inu. Estrada er sakaður um að hafa þegið mútur, spillingu, að hafa með gjörðum sínum brotið gegn stjórnar- skránni og að hafa brugðist trausti almennings. Ef hann verður fundinn sekur um eitt af ákæruatriðunum verður honum vikið úr embætti. Tvo þriðju öldungardeildarinnar þarf hins vegar til að dæma hann sekan. Estrada hefur hafnað öllum sök- um sem á hann eru bornar. Stjóm- málaskýrendur eru á því að réttar- höldin geti farið á hvorn veginn sem er. Ákærendur vilja láta rannsaka glæsibyggingar þær sem sagt er að Estrada hafi útvegað sumum hjá- kvenna sinna og því gæti reynst nauðsynlegt að láta þær bera vitni en hermt er að Estrada eigi sjö börn ut- an hjónabands með fimm konum. Forsetaritarinn, Ronaldo Zamora, hefur gagnrýnt að hjákonum forset- ans sé blandað í málið og sagt húsin ekkert hafa með ákærur á hendur forsetanum að gera. Zamora sagði einnig að byggingarnar sem öld- ungadeildin vill fá vitnisburð um hefðu verið fengnar að láni eða leigð- ar. Gagnrýnendur forsetans segja glæsihýsin hafa verið greidd með óútskýrðum auðæfum og því eðlilegt að yfirheyra hjákonurnar. Á sjöunda tug manns verður yfirheyrður Embættismenn tilkynntu að lokn- um fundi í gær að réttarhöldin myndu a.m.k. vara fram í miðjan jan- úar og verða um 54 og 66 manns yfir- heyrðir og þar af um helmingur þeirra kallaður til að bera vitni fyrir rétti. Skorað hefur verið á Estrada að segja af sér en meðal þeirra sem hafa hvatt hann til þess eru Corazon Reuters Joseph Eslrada, hinn umdeildi forseti Filippseyja. Aquino og Fidel Ramos, fyrrverandi forsetar og hinn áhrifamikli erki- biskup í Manila, kardinálinn Jaime Sin. Estrada nýtur hins vegar víð- tæks stuðnings á meðal fátækra auk þess sem Imelda Marcos, ekkja ein- ræðisherrans látna Ferdinands Marcos og nokkrir öldungadeildar- þingmenn styðja hann. Andstæðar fylkingar lögðu í gær á ráðin um skipulagningu mótmæla í dag og eru yfirvöld því viðbúin að til átaka komi og hafa aukið viðbúnað sinn. Sjónvarpað beint frá réttarhöldum Réttarhöldin vekja gífurlega at- hygli á Filippseyjum og hyggjast stærstu sjónvarpsstöðvarnar á eyj- unum sýna beint frá þeim. Það er í þágu almannahagsmuna, segja tals- menn þeirra og hafa bent á að þeir verði af miklum auglýsingatekjum fyrir vikið enda jólin í nánd. Aðrir hafa þó haldið fram að stöðvarnar muni finna leið til að bæta sér tapið upp. „Þær munu finna einhverja leið til að græða pening [á réttarhöldun- um],“ spáir ritstjóri einnar af netút- gáfum Filippseyja. 20 ára dómur fyrir njósnir Moskvu. Reuters. RÚSSNESKUR dómstóll dæmdi í gær Bandaríkjamanninn Edmond Pope í 20 ára fangelsi fyrir njósnir. Er hann fyrsti Vesturlandamaður- inn sem dæmdur er fyrir þær sakir í Rússlandi frá lokum kalda stríðsins. Hefur þetta mál spillt mjög sam- skiptum Rússa og Bandaríkjamanna að undanförnu. „Sekur, 20 ár,“ sagði dómarinn eftir rúmlega tveggja tíma réttar- hald en málið hefur tekið mjög skamman tíma, aðeins nokkra mán- uði. Hefur málsmeðferðin, sem fór fram fyrir luktum dyrum, verið harðlega gagnrýnd en Pope var gefið að sök að hafa reynt að komast yfir leynilegar upplýsingar um tundur- skeyti. Segist hann alsaklaus af því en hins vegar hafi hann beðið um upplýsingar um tundurskeyti sem áður var búið að opinbera. Pope, sem er 54 ára kaupsýslu- maður og starfaði fyrrum í leyni- þjónustu bandaríska sjóhersins, er með beinkrabba og fjölskylda hans segir, að hann muni ekki þola vistina í rússneskum fangelsum. OPELVECTRA **!SSlSS5, KANAR* SONY brelÖSrp fróAeo (um l,u uu —.—' PLAYSTATION 1 leikiatöNur frá Skffunm --- lyiaferðirfynr" únall-ÚtíÝn (um l5°' Samtals 190 þúsund vinningar að verðmæti á annað hundrað milljónir króna! Hver miði verður að mörgum trjám Fyrir hverja póstkröfu sem þú leysir út fást um 40 trjáplöntur og ef allir sækja vinninginn sinn á pósthúsið dugar ágóðinn til gróðursetningar á um 1000 ha svæði. Til samanburðar þá er stærsti skógur landsins, Hallormsstaðarskógur, um 700 ha að stærð. Ert þú búin(n) að sækja vinninginn þinn? ÍSLANDSBANKHWl PÓSTURINN íslandssfmi SKÓGARSJÓÐURINN Upplýsingasími 581 1770
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.