Morgunblaðið - 07.12.2000, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 07.12.2000, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 7. DESEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Skiptinemar AFS fara fram á tafarlausan brottflutning frá „verkfallshrjáðu“ landi Vilja ekki vera og langar burt LANGVINNT verkfall fram- haldsskólakennara teygir anga sína víða og jafnvel inn á alþjóðaskrif- stofu skiptinemasamtakanna AFS. 37 skiptinemar á aldrinum 16 til 18 ára frá 15 þjóðlöndum dvelja á fs- landi á vegum samtakanna við það sem átti að vera nám en reynist vera langt verkfall. Krakkarnir voru orðnir leiðir á þófínu og sendu al- þjóðaskrifstofunni bréf þar sem þeir kröfðust tafarlauss flutnings frá þessu verkfallshrjáða landi en reglur AFS segja að skiptinemi sé ekki fluttur á milli ianda nema í ýtr- ustu neyð og hann sé í verulegri hættu vegna stríðsátaka eða nátt- úruhamfara. Petrína Ásgeirsdóttir, framkvæmdastjóri AFS á íslandi, kallaði skiptinemana til fundar í gær þar sem bréfið til alþjóðaskrif- stofunnar var rætt sem og líðan nemendanna í verkfallinu sem nú er komið á fimmtu viku. Petrína segir krakkana vera leiða og þeir séu hræddir um að þegar skólahald hefjist að nýju verði áherslan lögð á hraða yfirferð og þeir verði þá skild- ir eftir í kapphlaupinu við tímann. „Varðandi nám er verkfallið nyög slæmt fyrir þá krakka sem ætluðu að fá skólavistina hér metna heima fyrir en mun alvarlegri áhrif verk- fallsins eru þau félagslegu þar sem skólinn er svo gríðarlega mikilvæg- ur,“ segir Petrína og minnir á að í skólanum eignist skiptinemarnir fé- laga og fái tækifæri til að læra og tala fslensku. Petrína segir nemend- urna reyndar fá mikinn styrk frá fósturfjölskyldum sínum en skólinn hafi verið fastur punktur í tilver- unni sem nú sé horfinn og ekkert ljóst um hveraig framhaldið verði. Til þess að ijúfa félagslega ein- angrun krakkanna og minnka álag á fjölskyldurnar fór AFS í samstarf við leikskóla úti um allt land og vinna skipt inemarair nú tvo morgna í viku í sjálfboðavinnu á leikskólun- um og kunna þeirri tilbreytni vel. Spurð hvaða viðbrögð hún hafi fengið frá samstarfsaðlinum sínum erlendis vegna verkfallsins segir hún AFS-skrifstofur í Evrópu og í Bandaríkjunum fylgjast náið með framvindu mála og þeim „þykir furðu sæta, að þær aðstæður geti komið upp í vestrænu ríki, að allt skólahald lamist f framhaldsskólum landsins svo vikum skipti vegna kjaramála kennara.“ Txema Urratia Aldama, átján ára Baski, er nemi við Menntaskólann í Kópavogi, og Iréne Brun, sextán ára Svisslendingur, og Andrés Riera Zecchini, átján ára frá Venesúela, eru í Flensborgarskólanum í Hafn- arfirði. Þremenningarair komu til landsins í ágúst og segjast rétt hafa Morgunblaðið/Ásdís Nokkrir þeirra erlendu skiptinema sem dveljast hér á landi og kunna verkfalli kennara illa. verið farin að kynnast samnemend- um og læra tungumálið þegar verk- fallið skall á. „í byijun var ég alveg hæst- ánægður með verkfallið, gamall draumur um að þurfa ekki að fara f skólann rættist og það var fint að fá að sofa út. Eftir eina viku fór svo glansinn af þessu og manni fór að leiðast," segir Txema og hin taka undir. „Mamma hefur miklar áhyggjur afþví að slaki ég um of á í náminu verði ég eim vitlausari," segir Andrés og krakkarnir veltast um af hlátri og segjast hafa fengið svipað viðmót hjá foreldrum sínum sem hafa nokkrar áhyggjur af böra- um sínum í ókunnugu landi. Þegar krakkarair eru spurðir hvemig þeir eyði dögunum segjast þeir mæla göturaar og vita til dæmis upp á hár hvað sé í hveijum einasta búðar- glugga við Laugaveginn, þeim leið- ist. „Við erum búin að vera að leita að risastóru púsluspili til að dunda okk- ur við,“ segir Txema. Sjónvarpsgláp og tölvuleikjahangs er ofarlega á verkefnalistanum og þau sakna skólans. „í skólanum Iærum við ís- lensku og eignumst vini. Nú hefur verið klippt á þetta og við ein- angrumst og þá fær maður svolitla heimþrá," segir Iréne. Spurð hvort þau hafi áður lent i kennaraverkfaili svara þau samhljóma neitandi. Strákamir ganga í einkaskóla heima fyrir „og þar fá kennaramir góð laun,“ segir Andrés en man þó óljóst eftir verkföllum í almenna skólakerfi Venesúela en þær deUur hafi allar verið leystar á nokkrum dögum. Krakkarair segjast fá frétt- ir af framvindu kjaradeilunnar með því að stauta sig fram úr fyrirsögn- um dagblaða auk þess að leita mikið tU fósturforeldranna. „Okkur finnst umræðan vera neikvæð og höfum á tilfinningunni að verkfallið verði enn lengra - okkur er sagt að það geti varað fram á nýtt ár,“ segir Txema. Þremenningarnir hafa nú fylgt í fótspor íslenskra samnem- enda sinna og farið á vinnumarkað- inn í verkfaUinu. Txema er bakari á pitsastað, Andrés vinnur á kaffihúsi en Iréne er að leita sér að vinnu. Og nú velta þau skattamálum íslend- inga fyrir sér - hvað skyldu þau þurfa að borga mikið? Foreldrar framhaldsskólanema hafa vaxandi áhyggjur af áhrifum verkfallsins Foreldrar sýna áhuga á stofnun félags Foreldrar 19 þúsund framhaldsskólanema, sem verkfallið bitnar mest á, hafa vaxandi áhyggjur af stöðu mála. Þeir eru ekki bjartsýnir á að deilan leysist fljótlega. SAMTÖKIN Heimili og skóli, sem til þessa hafa staðið vörð um hagsmuni nemenda í leik- og grunnskólum, áforma stofnun félags foreldra fram- haldsskólanemenda undir 18 ára aldri. Samtökin auglýstu nýlega eftir foreldrum til að taka þátt í starfi sameiginlegs félags og hafa fjölmar- gar fyrirspurnir borist skrifstofu þeirra. A aðalfundi Heimilis og skóla næstkomandi laugardag verða þessi mál á dagskrá ásamt öðrum. Halldór Leví Bjömsson, sem býr í Reykjanesbæ, á sæti í framkvæmda- ráði Heimilis og skóla og á dóttur sem nemur við Verslunarskóla ís- lands. Hann sagði verkfallið hafa meðal annars orðið tilefni þess að Heimili og skóli auglýstu eftir for- eldrum sem hefðu áhuga á að stofna foreldrastarf í framhaldsskólum. Tímabært hefði verið að foreldrar stofnuðu með sér sameiginlegan vettvang, ekki síst þar sem sjálfræð- isaldur hefði verið hækkaður í 18 ár. 1 Þar með væri um helmingur fram- haldsskólanema ósjálfráða sam- kvæmt lögum. „Við höfum orðið vör við mikinn áhuga og ég á von á því að þetta for- eldrastarf komist á innan framhalds- skóla. Óbeint skapar þetta einnig öðruvísi flöt á starfi framhaldsskóla- kennara en verið hefur," sagði Hall- dór Leví. Hann sagði verkfallið hafa slæm áhrif, sér í lagi þegar það drægist þetta mikið á langinn. Ákveðin óvissa skapaðist sem væri óþægileg. Mikið rót væri komið á krakkana og finnst honum það verst við verkfallið. Um kröfur kennara sagðist Halldór Leví hafa skilning á öllum launakröfum en en það væri aldrei öðrum aðilanum að kenna þegar tveir deildu. „Menn verða að finna einhvern umræðuflöt. Það er vonlaust að kennarastéttin þurfi alltaf að vera í verkfalli með reglulegu millibili," sagði Halldór. Haukur Lárus Hauksson á son á sautjánda ári sem byrjaði nám í Menntaskólann við Sund í haust. Er þetta í annað sinn sem sonur hans lendir í verkfalli, áður var það í grunnskóla fyrir fáum árum. „Okkur þykir miður hvaða áhrif þetta hefur á hans skólagöngu. Hann er á fullu við að undirbúa sig fyrir lífið og það er vont þegar svona hlutir trufla. Við sáum strax að hætta væri á rótleysi, þegar daglegt líf yrði truflað með verkfalli og freistingamar margar. Við hefðum aldrei látið það viðgang- ast að hann hefði snúið sólarhringn- um við með því að horfa á vídeó, leika sér í tölvuleikjum og sofa á daginn. Við höfum sagt við hann að enginn sefur heilu dagana á meðan þjóðfé- lagið er á fullum snúningi. Lífið gengur út á aðra hluti,“ sagði Hauk- ur. Hann sagði að það hefði verið lán í óláni að stærðfræðikennarinn væri stundakennari og því ekki í verkfalli. Sonur Hauks hefur sótt reglulega stærðfræðitíma og hefur lokið haust- annarprófi í greininni. Þetta gerði það að verkum að verkefni voru til að vinna heima fyrir. Nú þegar stærðfræðiprófi er lokið hefur sonur Hauks leitað eftir vinnu og fengið við uppvask í veitingahúsi og við afgreiðslu frá kjötborði í mat- vöruverslun. Svipaða sögu er að segja af félögum hans, enda sagði Haukur útgjöldin töluverð á tímum farsíma og almennrar bílaeignar meðal framhaldsskólanema. Pyngj- an væri að tæmast eftir sumarvinn- una. Spurður um kröfur kennara og deiluna við ríkið sagðist Haukur Lár- us sýna kröfum kennara skilning. Burt séð frá deiluefninu þá væru það ákveðin skilaboð til unglinga að ekk- ert gengi í viðræðum eftir mánaðar- verkfall. „Þetta eru skilaboð um að ungl- ingarnir séu ekki meira virði og það finnst okkur mjög neikvætt. Ungl- ingarnir skynja þetta, þeir fylgjast með fréttum af gangi viðræðna þar sem ekkert er að gerast. Hvað sem líður kurteisislegum ummælum kennara og ráðherra um hvað þeim finnist leitt hvernig farið er með unglinga þá eru það verkin sem tala, ogþau eru nákvæmlega engin. Ungl- ingarnir sjá í gegnum þetta. í engum öðrum greinum myndi svona langt verkfall líðast. í raun er þessi fram- koma beggja aðila til skammar gagn- vart hinum stóra hópi unglinga sem eru að fara út í lífið. Þessir aðilar verða að fara að leysa deiluna. Við þurfum líka að horfa til fram- tíðar. Við erum með stelpu sem er fimm árum yngri og ef þetta er það sem bíður hennar þá verða menn bara að flytja til útlanda, enda miklu betra skólakerfi þar víðast hvar,“ sagði Haukur Lárus. Andstæð öfl að tala saman Bryndís Kristjánsdóttir á strák á fyrsta ári í Menntaskólanum í Hamrahh'ð. Hún sagðist í samtali við Morgunblaðið hafa vaxandi áhyggj- ur af sínu bami. Verkfallið væri erf- iðast fyrir þá nemendur sem væru að byija og þá sem væru að útskrifast. „Þeir sem eru að byrja eru rétt að fóta sig í framhaldsskóla og kynnast því að leggja þarf talsvert meira á sig en í grunnskólanum og beita t.d. ann- arri námstækni,“ sagði Bryndís og hafði af því áhyggjur að sonur henn- ar ætti erfitt í prófum, yrði þeim skellt á strax eftir áramót eftir nokk- uraa daga kennslu ef deilan leysist skömmu fyrir jól. Hann hefði ekki til að bera þá námstækni ennþá sern þyrfti við slíkar aðstæður. Varðandi deiluna sjálfa, milli framhaldsskólakennara og ríkisins, sagði Bryndís hana virka á sig líkt og að algjörlega andstæð öfl væru að tala saman. Kennararnir kæmu út líkt og óvinir ríkisins, en hún sagðist sýna kröfum þeirra mikinn skilning. „Kennarar eru hluti af þjóðfélag- inu og við viljum ekki vera í þjóðfé- lagi þar sem ekki er boðið upp á góða kennslu á öllum stigum. Sem þegn í þessu þjóðfélagi finnst mér bráð- nauðsynlegt að þeir sem kenna, á hvaða skólastigi sem er, séu þannig launaðir að þeir tolli í starfi og séu ánægðir. Þetta finnst mér frum- skylda í landinu og eitt af því sem mínir skattpeningar eiga að fara í,“ sagði Bryndís. Hún sagðist ekki vera bjartsýn á að deilan leystist. Svo virt- ist sem tónninn væri þannig að deilu- aðilar töluðu ekki sama tungumál. lÁkENDlÐ Rnk vikunnar WX& 7.-14. desember HÁLENDIÐ í nátKúru ístands Stórvirki Guðmundar Páls Ólafssonar sem birtir þér nýja sýn yfir náttúruperlur á hálendi íslands. 11.920 kr. Verð áður 14.900 kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.