Morgunblaðið - 07.12.2000, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 07.12.2000, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FIMMTUDAGUR 7. DESEMBER 2000 53 ug og ekkert nema klukknatif er leyfilegt. Við læddumst að borði hvor annars og grettum okkur af eins miklum sálarkröftum og mögu- legt var þar til allt fór í háaloft. Þær grettur voru engar viðvaningsgrett- ur eða grettur sem óvanur hefði get- að náð. Þær voru útpældar ekki síð- ur en næsti leikur á skákborðinu og það varð að velja þær rétt eftir stemmningunni sem ríkti í salnum. Þær völdust samt mest eftir hvernig andstæðingurinn var sem teflt var við. Þetta gat verið áhættusamt því farið var fyrir aftan andstæðinginn óg grettan var oft skopstæling, það gátu verið vitni af þessu. Eitt sinn var Bensi að drekka appelsín og með fullan munn af prins polo og and- stæðingur hans var þrekinn gáfuleg- ur maður með grátt úfið hár. Svo- leiðis tækifæri gáfust ekki oft en fyrir guðs mildi valdi ég rétta grettu á háréttri stundu og Bensi sprakk úr hlátri og frussaði hálfu prins pok) í hárið á þessum gáfulega manni. Eg þarf ekki að lýsa því fyrir neinum vinum Bensa hversu rauður í fram- an hann varð eftir þetta. En karlinn varð skelkaður, reyndi samt að bera sig vel og fór fram að þrífa sig. En prins polo flygsurnar hurfu ekki svo glatt úr hári mannsins og Bensa varð starsýnt á þetta með fjögurra mínútna millibili og skellti þá upp úr. Það gerði manninn reiðari og hann krafðist þess að Bensi stillti sig en Bensi krafðist á móti skellihlægj- andi og eldrauður í framan að karl- inn tæki flygsurna úr hárinu en karlinn var ekki á því að láta svoleið- is hégóma trufla skákina en hann missti svo stjórn á sér sjálfur og skellihló, ábyggilega yfir því hvers konar drengfifl þetta væri. En dóm- arinn kom og skammaði báða og þeir hlógu svo mikið að hætta varð við skákina. Þótt við værum að stúd- era skák þá áttum við aðrar hliðar. A unglingsárum og í ansi harðskeytt- um unglingshóp var gott að eiga Bensa sem vin. Hann var mér af- skaplega mikill vinur og gætti mín mikið. Ég var lítil horrengla og hann stór og þrekinn og líkamleg hreysti mikil og verður lengi í minnum höfð. Ég mun aldrei gleyma hvað ég dáð- ist að Bensa þegar við gengum út af klippóteki á Hafnargötunni og Bensi var með grænan hanakamp. Það var heilög stund! Hann var einu ári eldri en ég og afmælisdagar okkar með fjögurra daga bili. Gunnar, bróðir Bensa, reyndist okkur vel. Við lædd- um okkur oft inn í herbergi Gunna, þá var maður kominn inn á heimili Bruce Lee. Við skoðuðum plakötin og bækur sem Gunni gaf okkur til að fara með á Núp í Dýrafirði og kom okkur inn í Bergás. Fyrsta fyllerí mitt og það síðasta var með Bensa. Við vorum samferða alla tíð í leið okkar að betra lífi. Við vorum ekki nema 12 og 13 þegar við vorum farn- ir að heimsækja fárveika drykkju- sjúklinga sem bjuggu í bænum, stukkum út í búð fyrir þá að ná í kardimommudropa. Við vorum snemma forvitnir um þess konar menn og höfðum ríka samkennd með þeim. A aðfangadag jóla heim- sóttum við einu sinni drykkjumann sem svaf í beitningarskúr og gáfum honum að borða. Báðir, eins og margir vinir okkar, hættum við síðar að drekka. Bensi tókst á við sitt líf með miklum stæl og var mikill sig- urvegari í baráttu við sjálfan sig. Nóbelsskáldið segir á einum stað í Sjálfstæðu fólki eitthvað á þá leið að glaður er enginn sem nýkominn er úr stríði þótt hann hafi sigrað. Það er vissulega rétt að enginn verður hamingjusamur á augabragði eftir baráttu en Bensi var löngu búinn að vinna stærstu sigrana. Hugur og hjarta orðin samstillt og farinn að lifa innihaldsríku lífi, því var gleði hans bæði djúp og rík sem geislaði af honum. Hann átti ástríka foreldra og bróður sem við töluðum oft um að hefðu nú mátt þola ýmislegt en voru alltaf tilbúin til að gera allt fyrir mann. Honum þótti mjög vænt um fjölskylduna og elskaði dóttur sína út af lífinu. Menn dáðust að hvað hann var duglegur að vera með hana því margir standa sig ekki vel í því. Verðmætamatið var á réttum stað og við töluðum um í byrjun bata frá Bakkusi hvað við ætluðum okkur að gera við líf okkar. Við vorum sam- huga í þvi að það væri háleitasta hugsjónin að reyna bara að verða að manni. Byrja á réttum enda og þá myndi allt hitt koma af sjálfu sér, sem var rétt. Lífið er ekki annað en samskipti og stefna á innilegri sam- skipti við þá sem maður elskar. Og ég er ríkur af að hafa átt svo góðan vin sem Bensi var, eins og allir þeir sem kynntust Bensa. Síðast þegar ég hitti Bensa var þegar hann og Gaui komu til mín upp í vinnu. Það átti bara að stoppa yfir einum kaffi- bolla en teygðist upp í rúma tvo tíma vegna hláturs og frásagnargleðinn- ar. Það var alltaf skemmtilegt að vera með Bensa. Bensi var hamingjusamur og það er yndislegt að hann eigi stúlku sem lifir. Ég votta öllum ástvinum hans- innilega samúð. Ó, þitt orðið þunga ómar dauðum frá. Hress þitt hjartað unga, hrellda þerrðu brá. Trúðuátvenntíheimi tign sem hæsta ber, Guð í alheims geimi, Guð í sjálfum þér. Þannig ber að þreyja, þessu stefnt er að: Elska, iðjá og deyja, allterfullkomnað. (Steingrímur Thorsteinsson.) Siguringi Sigurjónsson. Rosalega var það sárt þegar ég heyrði að þú, Bensi, hafir lent í þessu hræðilega slysi. Ég trúði því ekki og hringdi strax í þig. Það hringdi út. Rosalega getur lífið verið ósanngjarnt. Ég þekki fáa sem lifa lifinu jafn lifandi og þú varst farinn að gera. Þú varst svo bjartsýnn, lífsglaður og ánægður með þá stefnu sem líf þitt hafði tekið. Mér finnst svo ósann- gjarnt að þú skulir vera farinn frá okkur. Það eru rúmir tveir mánuðir síðan ég kom úr meðferð og þú ert búinn að standa eins og steinn við hliðina á mér í gegnum það. Þú viss- ir þegar mér leið illa og gafst ekki upp fyrr en þú varst búinn að fá mig til að ræða hlutina við þig. Þú varst búinn að ganga í gegnum þetta og vissir hvernig mér leið. Það var rosalega gott að tala við þig. Við vor- um mikið saman áður en þú fórst út í flugvirkjanámið, æfðum saman og unnum saman í dyravörslu, við erum búnir að eiga góða tíma saman. Eins síðan þú komst heim núna í vetur, við eium búnir að vera í sambandi daglega og eyða miklum tíma saman og verð ég Guði ævinlega þakklátur fyrir að hafa varið þessum seinustu vikum svona vel með þér, Bensi. Það var alltaf gaman að vera í þínum fé- lagsskap, þú varst svo hress og skemmtilegur. Þú varst góður vinur og skilur stórt og mikið skarð eftir þig, sem verður aldrei fyllt. Ég veit að þú ert á góðum stað núna og ert sjálfsagt farinn að láta til þín taka þar sem þú ert. Minningin um þig mun lifa með mér um ókomin ár og veita mér mikinn styrk. Ég votta fjölskyldu þinni og að- standendum mína dýpstu samúð og Guð gefi þeim styrk til þess að kom- ast í gegnum sorgina. • Sigurður B. Magnússon. Hvað er að gerast? Af hverju? Þegar við heyrðum í lögreglubíln- um, Guð það hefur orðið slys á Reykjanesbrautinni! Synir mínir hringja heim af því að þeir vissu að ég fór til Reykjavíkur að ná í pabba þeirra, sonur minn á Spáni, sem var alltaf besti vinur hans Bensa frá því að þeir voru smá pollar, hringir í mig og spyr mig; var það ungur maður? En ég veit ekkert. Svo koma fréttirnar aðeins rúmum klukkutíma seinna, þrír höfðu dáið, þá var búið að láta foreldrana vita að sonur þeirra væri slasaður og voru á leið til Reykjavíkur þegar þau heyra í út- varpinu að þrír hefðu dáið. Getið þið ímyndað ykkur angistina? Það ligg- ur við að maður kvíði fyrir skamm- deginu því það er alltaf sem fólk í okkar ætt fari á þeim tíma, þrír bræður mínir, maður systur minnar, sem er amma þessa pilts sem ég er að minnast, móðir mín, barnabarn mitt sem fór á þessu ári og nú elsku Bensi okkar sem maður er búinn að þekkja frá fæðingu að segja. Ég passaði pabba hans lítinn ásamt tveimur yngstu bræðrum mínum, amma hans var fermd þegar ég var skírð og hún kenndi mér svo mikið þegar ég var unglingur heima á Isa- firði svo að fjölskyldurnar eru búnar að vera samtvinnaðar í margar kynslóðir. Gunnar sonur minn og Benedikt voru vinir, voru á sjónum, skemmtu sér og voru miklir fyrir sér í nokkur ár en svo fundu þeir að þetta gekk ekki, þeir þroskuðust og hættu að vera prakkarar. Fóru í skóla, hann fór til Bandaríkjanna að læra flugvirkjun, trúlofaðist ungri stúlku og eignaðist barn en þau slitu síðan sambandinu en litla stúlkan, augasteinninn hans, var alltaf hjá honum þegar hann kom til landsins, en hann vann fyrir Atlanta mikið er- lendis. Bensi var afar virkur í AA samtökunum, alltaf að hjálpa fólki, ekki bara á Islandi heldur þar sem hann var staddur hverju sinni er- lendis, mjög vel metinn í sinni vinnu og góður félagi allra sem unnu með honum. Við skiljum ekki af hverju ungir menn deyja, það hlýtur að vera einhver tilgangur. Hann var að sækja litlu stúlkuna sína til að vera með hana dagana áður en hann færi aftur út að vinna 10. desember. Guð minn góður, viltu styrkja okkur í þessari miklu sorg. Elsku hjartans Ossi minn, Ema, Gunnar einkabróðh- hans, Kristín, Sesselja Erna, dóttirin litla sem er á batavegi eftir slysið, og allir ástvinir hans, þetta er svo stórt skarð sem aldrei verður fyllt en við erum viss um að lífið heldur áfram hinum meg- in og hann er með ykkur og okkur öllum áfram. Þess vegna segi ég, hann er ekki farinn þótt hann sé far- inn! Guð styrki ykkur, elskurnar mínar, og vemdi hann Bensa minn á himnum hjá Guði. Erna og Orlygur. Elsku frændi, það er svo skrýtið að skilja að þú sért farinn frá okkur. En sem betur fer fengum við að kynnast þér. Þú varst svo stór og sterkur og skemmtilegur frændi. Við skulum hjálpa Sessu, þvi að okk- ur þykir svo vænt um hana. Margar spurningar vakna í litlum sálum sem em að leita svara, en það era engin svör. En minningin um góðan frænda lifir og við vitum að þú verður góður engill. Astarfaðir himinhæða, heyr þú barna þinna kvak, enn í dag og alla daga í þinn náðarfaðm mig tak. Náð þín sólin er mér eina, orð þín döggin himni frá, ermighressir.elurnærir, eins og foldarblómin smá. Einn þú hefur allt í höndum, öll þér kunn er þörfin mín, ó, svo veit í alnægð þinni einnig mér af Ijósi þín. Anda þinn lát æ mér stjóma, auðsveipan gjör huga minn, og á þinnar elsku vegum inn mig leið í himin þinn. (Þýð. Stgr. Thorst) Oddur og Eva Sif. Jæja karlinn minn, þá er komið að kveðjustund, töluvert fyi-r en maður hafði ætlað. En maður fær víst engu ráðið þegar kemur að þessum hlut- um. Þú fórst í skyndi en þannig varstu líka, þú varst einn hvellur. Yfirferðin á þér var þvílík að það var erfitt að reikna út hvar þú værir hverju sinni. Þú nýttir hverja ein- ustu mínútu til hins ýtrasta, það var eins og þú værir allan tímann með- vitaður um hvað það skipti miklu máli að nýta vel tímann sem þú fékkst. Þú lifðir hratt og áorkaðir al- veg gríðarlega miklu. Þú sóttir í spennu og af því einkenndist vin- skapur okkar að miklu leyti. Þegar ég kynntist þér fyrst var það í prakkarastriki, ég var tólf ára, Silli þrettán og þú fjórtán. Við voram búnir að finna það út hvaða stelpa í skólanum væri með stærstu brjóstin og fóram á stjá að sjá þessi frægu brjóst. Það gekk ekki betur en það að pabbi hennar sá okkur og við átt- um fótum okkar fjör að launa. Upp frá þeim degi varð ekki aftur snúið, við voram bestu vinir allar götur síð- an. Við tilheyrðum ákveðnu gengi sem samanstóð af stóram félags- skap hér í Keflavík og var mikil sam- heldni hjá þessum hópi öll unglings- árin, það var gríðarlega margt brallað. En þú komst víða við og eignaðist marga góða vini og félaga sem allir munu sakna þín sárt. Það geislaði af þér lífsgleðin og kraftur- inn sem dreif alla með. Líf þitt var tröppugangur, þú lifðii* tímana tvenna allt þar til þú ákvaðst að snúa við blaðinu, og það gerðirðu svo um munaði. Þvílík breyting sem átti sér stað! Þú hættir að drekka og fórst í nám og settir þér markmið sem maður hélt oft að væra ofar raun- veraleikanum en þú náðir þeim öll- um. Þú bjóst yfir mesta viljastyrk sem ég hef séð; ef þú ætlaðir þér eitthvað gerðirðu það og lést engan segja þér annað. Enda var líf þitt orðið pottþétt, þú áttir yndislega dóttur, hana Sesselju Ernu, sem þú lifðir fyrii- og þú sagðir margoft að líf þitt snerist eingöngu um hana. Þú varst alveg gríðarlega góður íþrótta- maður, því fékk ég að kynnast þegar við byrjuðum í boxinu saman fyrir tíu áram. Það var aldrei til í þínum huga að tapa, slíkt var keppnisskap- ið, og ef sú staða kom upp þá æfð- irðu þig þangað til þú varst viss um að þú myndir sigra. Þú varst sannur sigurvegari með mikið kepnisskap, bæði í íþróttum og úti í lífinu, þar vora sigrar þínir ekki minni en í íþróttunum. Ég á eftir að sakna þess virkilega að fá ekki að hafa þig með mér í boxinu, við áttum okkar drauma um framtíðina þar. Ég man hvað þú varst ánægður þegar þú fannst þér boxklúbb til að æfa í úti £ Bandaríkjunum þegar þú varst í náminu, þú hringdir í mig og sagðir mér að þú værir kominn í klúbb og gætir ekki beðið með að koma heim og sýna mér nýju æfingarnar sem þú værir búinn að læra. Þess á milli hringdirðu heim og spurðir frétta af boxinu og hvattir mann áfram og sagðir að góðir hlutir gerðust hægt, þau orð ætla ég að muna. En eitt er víst að draumar okkar standa enn, það verður hins vegar mitt hlutverk að framkvæma þá hér á jörðu niðri en þitt að ofan. Þín á eftir að verða sárt saknað af okkur sem stöndum eftir í baráttunni en um leið vel minnst. Ég hugsa mikið um það þeg- ar við, fyrir tveimur vikum, fórum niður í köfunarskóla til Tomma Knúts og lentum í innilegum sam- ræðum um skyndidauða og slys og sorgina sem fylgir í kjölfarið. Þarna stóðum við og hlýddum á reynslu- sögu Tomma um þessa hluti og ég man hvað við voram slegnir á eftir, okkur fannst þetta hræðilegt. Ég man líka að þú sagðir að þegar slys af þessu tagi yrðu mættu eftirlifend- ur ekki missa móðinn heldur halda áfram. Ekki hefði mig granað að viku seinna ætti ég eftir að standa í þeim sporum og það með þig. Ekki veit ég hvaða ástæða var fyrir því að við fórum þarna inn og ræddum þessa hluti, ekki var áhugi okkar mikill á köfun, en kannski var verið að búa mann undir það sem koma skyldi? Þá er gott að geta munað þessi orð þín. Þú sem varst búinn að sá svo vel undanfarin ár og rétt að byrja að uppskera. En eitt er víst að ekki gastu skilið við betra bú. Þú varst í góðum málum alls staðar og áttir ekki sökótt við neinn og skilur bara eftir þig bjartar minningar. Þú varst líkamlega hraustasti maður sem ég hef kynnst, með gott hjarta og mikinn vilja. Þú raddir brautir sem við hinir getum reynt að feta í. Ég sakna þín alveg ofboðslega og á eftir að sakna þín alla ævi. Þú átt ekki eftir að koma heim og skemmta mér og Ásdísi og Kamillu Birtu en við eigum eftir að muna eftir þér og mun ég sjá til þess að dóttir mín fái að heyra sögurnar af karlinum sem gat látið hana hlæja eins og hann væri með húmor á heimsmælik- varða. Þú varst svo mikill sprellikarl og sífellt að fíflast. Elsku vinur, ég ætla að þakka þér fyrir þau sextán ár sem við eigum að baki sem vinir, á þessum sextán áram eignaðist ég fullkomna fyrirmynd sem ég get haft að leiðarljósi það sem eftir er. Elsku Sesselja Erna mín, megi Guð geyma þig, þú hefur eignast- besta verndarengil sem til er og ég veit að þú ert í góðum höndum. Elsku Oddur og Ema, Guð veri með ykkur. Gunni, Kristín og fjölskylda, Guð geymi ykkur líka. Þið áttuð einstak- an dreng. Guðjón Vilhelm. Takk fyrir tímann sem með þér við áttum, tímann sem veitti birtu og frið. Ljós þitt mun loga og leiðbeina áfram og lýsa upp veg okkar fram á við. Gefið Guð og góðar vættir góða tíð eftir kveðjum hér. Þinn orðstír mun lifa um ókomna daga indælar minningar hjarta okkar ber. Blessuð sé minning þín, elsku Bensi minn. Þín frænka, Kolbrún. Það var hörmuleg frétt sem ég fékk kvöldið 30. nóvember að kær vinur og félagi, Bensi, væri dáinn. Að þurfa að kyngja því að hvíti vík- ingurinn væri farinn. Hvernig gat það verið, hann sem átti yndislegt líf fyrir höndum. Hann átti þetta ekki skilið. Hann sem var búinn að vinna hörðum höndum fyrir því lífi sem hann átti. En ég reyni að trúa því að æðri máttur hafi þurft á honum að halda, því að krafturinn og andlegi styrkurinn sem hann hafði var ótrú- legur. Ég var svo lánsamur að þurfa á hjálp hans að halda síðustu dagana áður en hann fór og það fór ekki framhjá neinum sem þekktu Bensa að hann var á toppnum. Þetta voru yndislegir dagar sem ég átti með þér, kæri vinur, og ég vil þakka þér af öllu mínu hjarta fyrir þann styrk sem.þú veittir mér. Elsku Sesselja, Erna Oddur, Gunnar, Kristín og Hulda, ykkur sem og öðrum aðstandendum votta ég mína dýpstu samúð og megi Guð veita ykkur styrk í sorginni. En ég vil kveðja þig, kæri vinur, með bæninni sem þú lifðir eftir. Guðgefiméræðruleysi tflað sættamigviðþað semégfæekkibreytt, kjarktilaðbreytaþvi sem ég fæ breytt og vit til að greina þar á milli. Sé þig seinna, kæri vinur. Hafsteinn Gíslason. Það ríkir sorg hjá okkur, starfs- mönnum Atlanta £ Jeddah. Félagi okkar og samstarfsmaður hefur kvatt. Eftir skilur hann minningar sem við deilum hvert með öðra og reynum á þann hátt að styrkja hvert annað og minnast látins vinar. Kalbð er komið, kominernústundin, Vinaskilnaðurviðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, Er sefur hér hinn síðasta blund. (V. Briem.) Aðstandendum Benedikts send- um við samúðarkveðjur og biðjum góðan guð að vaka yfir dóttur hans. Guðlaug, Hjördis, Selma, Sigríður Sandhoit, Katrín, Thorhildur, Ragnhildur Sara og Lísa. H H H H H H H H H H Erfisdrykkjur H H H H t P E R L A N Sími 562 0200 Animiiiii im^
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.