Morgunblaðið - 07.12.2000, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 07.12.2000, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. DESEMBER 2000 33 LISTIR Sinfóníuhljómsveit fslands frumflytur verk eftir Hjálmar H. Ragnarsson á tónleikum í kvöld „Islandsforleikur á árþú sundaskiptum “ / ✓ Atónleikum Sinfóníuhljómsveitar Islands í kvöld verður frumflutt nýtt verk eftir Hjálmar H. Ragnarsson, auk þess sem leik- in verða verk eftir jafnólík tónskáld og Nebojsa Jovan Zivkovic, Frank Zappa og Antonio Vivaldi. Margrét Sveinbjörnsdóttir fékk Hjálmar til að segja sér frá nýja verk- inu, sem hlotið hefur titilinn I svarthvítu. Morgunblaðið/Arni Sæberg Tónskáldið Hjálmar H. Ragnarsson og hljómsveitarstjórinn Jerzy Mak- ymiuk bera saman bækur sínar á æfingu Sinfóníuhljómsveitarinnar. HJÁLMAR skrifaði verkið fyrir SLnfóníuhljómsveitina að beiðni og frumkvæði stjórnar Reykjavíkur - menningarborgar Evrópu árið 2000. Flutningur á verkinu er síðasta sam- starfsverkefni hljómsveitarinnar og menningarborgarinnar á menning- arárinu sem senn rennur sitt skeið. Um tilurð verksins segir Hjálmar að i upphafi hafi hann vitanlega ein- hverjar fyrirframhugmyndir en svo fari verkið fljótlega að stjórna sér svolítið sjálft. „I þessu tilfelli leyfði ég mér að leggja mér mjög strangar leikreglur. Eg setti mér þröngar skorður í tónsmíðinni sjálfri, skil- greindi hvaða möguleika ég hefði og reyndi að vinna innan þessa ramma og nýta möguleikana til hins ýtrasta. Þegar um hljómsveitarverk er að ræða er hættan nefnilega sú, þar sem möguleikarnir virðast vera mjög miklir og margir, að menn fari í eitt allsherjar litabað og úr verði hrærigrautur eða sósa. I aðra rönd- ina er þetta svona andófsverk gagn- vart þeirri fágun og fimleika sem einkennir nútímatónsmíðina. Við sjáum þetta t.d. mjög mikið í bók- menntunum, þessa fágun sem leiðir yfirleitt til botnlausra leiðinda. Ég reyni að einblína á innri gerð verks- ins og vonandi fær verkið þaðan kraftinn, úr uppröðun tónanna og ryþma, þessum einföldu grunn- stærðum, þannig að ytri áferð er frekar afleiðing af því en fyrirfram sett markmið,“ segir Hjálmar. í gamni og alvöru segist hann stund- um hugsa verkið sem einhvers kon- ar Islandsforleik, þótt það hafi ekki verið upphaflega markmiðið. „Þá er ég að vísa til þess að Jón Leifs samdi á sínum tíma frægan Islandsforleik - kannski má í aðra röndina segja að þetta sé íslandsforleikur á árþús- undaskiptum." Hijúft og vetrarlegt en örlar á angurbh'ðu Hann segir verkið, a.m.k. hið ytra, ákaflega hrjúft og kannski svolítið vetrarlegt á að hlýða. „En inni á milli örlar á angurblíðu sem fyrir mér verður miklu mikilvægari þegar umhverfið er hrjúft,“ bætir hann við. „Nú er þetta verk ekki hugsað myndrænt í sjálfu sér, nema kannski eins og einhvers konar hljóðskúlpt- úrar en vilji menn hugsa það mynd- rænt, þá held ég að því mætti lýsa sem einhvers konar vetrar- mynd með skýrum línum. Það er enginn ofsi, heldur meira eins og fjúk, ímynda ég mér - þessi íslenski vetur sem við þekkjum svo vel þegar við göngum út í skammdegisrökkrið. Svo er ynd- islegt að koma aftur inn í hlýj- una,“ segir tónskáldið, sem hefur nú þegar hafist handa við annað verk sem tengist því sem nú verður frumflutt. „Þar sný ég þessu alveg við. Þar erum við inni' í hlýjunni og þráum kuldann - það eru eiginlega alger umskipti því þar er opnað fyrir þær skorður sem ég setti mér í þessu verki en lokað á annað,“ segir Hjálmar. Vísar til eigin upphafs í tónsmíð „Ég er algjörlega þeirrar trúar að þetta ofhlæði listanna sem við höfum séð síðustu 15-20 árin tilheyri í raun fortíðinni. Það sem gefur mest með skírskotun til for- tíðar eru hreinar línur og ein- hvers konar nýr mód- ernismi sem byggist á mjög hreinni og klass- ískri hugsun. í þessu tilfelli sé ég að- allega fyrh’ mér myndlist, eins og rússnesku fúnksjónalistana sem voru með þessi skýru form og skörpu línur, líka allra fyrstu mód- ernistana, og síðan alveg yfir í Mozart, klassíkina. Að tína til og hlaða saman og hræra í því - sem ég gerði líka sjálfur og hef verið hluti af - leið það í mínum augum undir lok fyrir átta níu árum, og í þessu verki er ég svolítið að uppskera af þeim pælingum. Þannig að fyrir mér er þetta að sumu leyti tímamótaverk - það kemur svo í ljós hvort öðrum finnst það sama,“ segir hann og upp; lýsir jafnframt að með titlinum í svarthvítu sé hann óbeint að vísa til síns eigin upphafs í tónsmíð en eitt fyrsta tónverkið hans heitir einmitt því sama nafni. „Kannski er ég að taka upp þráðinn aftur - ég veit það ekki.“ Má skilja tónskáldið sem svo að það hafi fengið nóg af póstmódern- isma? „Ég var á ísafirði veturinn 1993-94 og horfði bara á fjöllin, him- ininn og sjóinn og þá kláraðist þetta póstmódemíska dæmi hjá mér,“ svarar Hjálmar. UTIJAKKAR Herrau outlet UR ULL KR. 12.900 SlUI SGS 9512 SUÐ UKLANDSBRAUT 5« 8LAU HÚSIN VIÐ HLIDINA Á TOPPSKÓR Einvaldar bók- menntaverðlaunanna STJÓRN íslensku bókmennta- verðlaunanna kynnti í gær þá tvo einstaklinga sem velja úr til- nefndum bókum til verðlaun- anna. Veitt eru verðlaun í tveimur flokkum, flokki fagurbókmennta og flokki fræðibóka og er það Svanhildur Óskarsdóttir bók- menntafræðingur sem velur úr flokki fagurbókmennta og Vil- hjálmur Lúðvíksson fram- kvæmdastjóri Rannsóknaráðs íslands sem velur úr fræðiritun- um. í kvöld verður tilkynnt við hátíðlega athöfn í Þjóðleikhús- kjallaranum hvaða fimm bækur eru tilnefndar í hvorum flokki Vilhjálmur Lúðvíksson Svanhildur Óskarsdóttir en endanlegt val um hvaða tvær bækur hljóta verðlaunin verður tilkynnt í janúar. Athöfnin í Þjóðleikhúslq'allaranum hefst klukkan 19.15 og verður henni sjónvarpað beint. Með ofur- tök á slag- verkinu STJÓRNANDI á tónleikunum í kvöld er pólski hljómsveitarstjór- inn Jerzy Maksymiuk. Þetta er í fimmta sinn sem hann kemur hing- að til lands til að stjórna Sinfón- íuhljómsveitinni, svo hann er ís- lenskum tónleikagestum ekki með öllu ókunnur. Maksymiuk stofnaði Pólsku kammersveitina, sem nú heitir Sinfonia Varsovia, og hefur sljórn- að henni frá upphafi. Þá hefur hann verið aðalstjórnandi skosku BBC-hljómsveitarinnar í tæpa tvo áratugi. Maksymiuk er mjög eftir- sóttur hljómsveitarsljóri og hefur hann verið gestastjórnandi margra af þekktustu hljómsveitum heims. Á efnisskrá tónleikanna eru verk eftir hvorki fleiri né færri en Qögur tónskáld. Tónleikarnir hefj- ast á frumflutninginum á verki BOSS HUQO BOSS eterna Benvenuto. gardeur strellson BERTONI LACOSTE | BELUNI | 50-70% AfSLÁTTUR Af MERKJAVÖRU FRÁBÆRIR Slagverksleikarinn heimsfrægi Evelyn Glennie leikur nú með Sinfón- íúhljómsveit íslands í þriðja sinn. Hjálmars H. Ragnarssonar, í svarthvítu. Evelyn Glennie leikur einleik í tveimur verkum Þá er Konsert nr. 2 fyrir mar- imbu og hljómsveit eftir serbneska tónskáldið Nebojsa Jovan Zivkovic en þar er einn frægasti slagverks- leikari heims, Evelyn Glennie, ein- leikari með hljómsveitinni. Eftir hlé heiðrar Sinfóníuhljóm- sveitin minningu Franks Zappa, sem hefði orðið sextugur 21. des- ember nk. hefði honum enst aldur, með því að flytja eftir hann tvö stutt verk; Envelopes og G-Spot Tornado. Tónleikunum lýkur á Konsert í C-dúr RV 443 eftir Antonio Viv- aldi, þar sem Evelyn Glennie leik- ur einleik, en hún hefur umritað piccoloflauturödd konsertsins fyrir víbrafón. Þetta mun vera í þriðja sinn sem Evelyn Glennie leikur með Sinfón- íuhljómsveit íslands, fyrst lék hún með hljómsveitinni vorið 1995, þá í mars 1997 og svo nú. Síðast var reyndar hljómsveitarstjórinn sá sami og nú; Jerzy Maksymiuk. í kynningu frá Sinfóníuhljómsveit- inni segir að það sé ráðgáta hvern- ig Evelyn Glennie hafi náð slíkum ofurtökum á slagverkshljóðfærum sinum þrátt fyrir að búa við heyrn- arleysi en hún hefur verið nánast heyrnarlaus frá tólf ára aldri. „Eftir að námi lauk hefur Glenn- ie ferðast heimshorna á milli og komið fram með mörgum helstu hljómsveitum veraldar. Meðal samverkamanna hennar á því sviði má nefna hljómsveitarstjórana Seji Ozawa, Mstislav Rostropocich, Leonard Slatkin og Esa Pekka Sal- onen. Evelyn Glennie leikur ekki bara með sinfónískum sveitum, hún leggur sig fram um að tengja þjóð- lega tónlist af ýmsu tagi við klass- ísku hefðina, hefur leikið með gamelan-hljómsveitum í Indónesíu, samba-sveitum brasilískum, jafnt sem indverskum tónlistarmönnum. Þá má nefna samstarf hennar við Björk, með henni hefur Glennie spilað og þær hafa samið lög í sameiningu. Sjálf hefur Glennie samið allnokkur verk, þar á meðal tónlist fyrir kvikmyndir og sjón- varpsþætti," skrifar Hanna G. Sig- urðardóttir í efnisskrá tónleik- anna. Tónleikarnir eru í blárri áskrift- arröð og hefjast kl. 19.30.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.