Morgunblaðið - 07.12.2000, Blaðsíða 70

Morgunblaðið - 07.12.2000, Blaðsíða 70
MORGUNBLAÐIÐ #70 FIMMTUDAGUR 7. DESEMBER 2000 UMRÆÐAN Mánaðarlaun framhalds- skólakennara í dagvinnu í þremur löndum MEÐAL þess sem var skoðað í ferð samninganefnda kennara og ríkisins til Noregs og Danmerk- ur í febrúar 1997 voru laun framhaldsskóla- kennara. Síðan hefur mikið v_atn runnið til sjávar. I meðfylgjandi töflum sést hins vegar rennslið í launatöflum kennara frá 1997 til haustsins 2000. Beinn samanburður á laun- um verður ekki gerður í skjótri svipan en hægt er að gefa vís- bendingar með innbyrðis saman- burði til að sjá launabreytingar í hverju landi á tímabilinu. Hinn dæmigerði kennari sem hér er skoðaður er háskólamenntaður í fagi (fjögur námsár/aðjunkt) að viðbættri kennslufræðimenntun. Norskir kennarar fá yfirleitt launahækkanir sínar í krónutölu, ekki prósentum. Nýútskrifaður kennari hækkar í launum um NKR 23.600 frá 30. apríl sl. til næstu áramóta eða um fimm launaflokka. Tveir flokkar eru hluti af aðalkjarasamningi opinberra starfs- manna, tveir flokkar vegna skólasamnings og síðan einn flokkur um næstu áramót sem helgast af lengingu or- lofs flestra norskra launþega. Vinnufram- lag hvers kennara er ákveðið í upphafi hvers skólaárs og það sem er umfram vinnuskyldu er greitt sem yflrvinna. Flóknara er að gera samanburð innbyrðis á milli danskra fram- haldsskólakennara en þeir breyttu um launakerfi nýlega. Þeir semja um laun sín að hluta til í miðlægum samningi en u.þ.b. 6% af launum sínum semja þeir um við skólann þar sem þeir starfa. Aður var sam- Samanburður Kennarar bera saman laun sín og félaga sinna erlendis. Ingibergur Elíasson ber hér saman laun íslenskra kennara við laun danskra og norskra. ið um öll laun miðlægt. Danskir kennarar sem hefja störf eftir breytinguna ná hámarkslaunum eftir 5 ára starf í kennslu en áður tók 13 ár að ná hámarkinu. Kenn- arar fá viðbótargreiðslu eftir 18 ár, svonefnt „17-árstillæg: DKR 1018,56“ og hærra „pedagogikum tillæg“ (sem allir kennarar fá) eftir 21 ár í kennslu en mismunurinn er DKR 857,28. í töflu 1 er „pedagog; ikum tillæg" reiknað inn í launin. I töflu 2 eru tilsvarandi laun ís- lenskra framhaldsskólakennara. Við umreikning má nota gengis- skráningu, t.d. frá 26. október sl. en þá voru ÍKR 100=NKR 9,17 og ÍKR 100=DKR 9,77 Tölurnar í töflunum eru námund- aðar í næstu heilu tölu þannig að þær eru ekki af fyllstu nákvæmni enda er markmiðið með þessum samanburði aðeins að gefa yfirlits- mynd af mánaðarlaunum samsvar- andi kennarahóga í þremur lönd- um; Danmörku, íslandi og Noregi. Höfundur er kcnnari. Tafla 1 NKR NKR IKR IKR Noregur 1997 2000 % 1997 2000 Byijandi 15700 20258 29 143969 185766 Hæst eftir 28 ár 21025 25725 22 192799 235898 Danmörk DKR DKR IKR IKR Byrjandi 19930 23797 27 194716 232497 Byrjandi + 6% 25225 246448 Hæst eftir 13 ár 27545 269115 Hæst eftir 5 ár 28749 280878 Eftir 5 ár + 6% 30473 297721 Tafla2 ÍKR ÍKR Island 1997 2000 % Byrjandi 101367 115756 14 Hæst e.18 ár 118585 135419 14 Ingibergur Eh'asson Kjarasamningar og skipting þjóðarkökunnar 1 GÓÐIR íslending- ar! Nú verðum við að fara að gera upp við okkur á hvernig ís- landi við viljum búa. Er það ósk okkar að þjóðarbúið skili stöð- ugt meiri arði með því m.a. að auka mengun- ina og arðurinn af því renni svo allur í vasa örfárra manna? Er það ósk þjóðarinnar að almennt launafólk, sem lagði grunninn að stöðugleika í efna- hagslífinu með þjóð- arsamningunum, njóti ekki arðsins? Þrátt fyrir það að í þjóðfélaginu hafi ekki verið hljómgrunnur fyrir þeim kauphækkunum sem kjara- dómur færði æðstu stjórnendum þessa lands á silfurfati strax í lok síðustu alþingiskosninga tóku þeir við þeim og réttlættu þær. Kenn- arar eru hógværir í sinni kröfu- gerð miðað við launahækkun fjár- málaráðherra sem tók við 121.000 króna launahækkun umræddan kosningadag og lagði þannig lín- urnar fyrir kauphækkanir kjör- tímabilsins því að eftir höfðinu •S dansa limimir. Rökin sem ráða- menn notuðu til að verja kaup- hækkun sína voru m.a. að greiða yrði góð laun fyrir þessi störf þannig að í þau veldist hæft fólk. Ef lagt er saman þetta viðhorf og viðbrögð samninganefndar ríkisins við sanngjörnum kröfum fram- haldsskólakennara get ég ekki fengið aðra útkomu en að ráða- mönnum þyki ekki ástæða til að hæft fólk sinni þessum störfum. Það skiptir e.t.v. ekki máli fyrir þá sem stjórna íslensku sam- félagi hvort menntaðir kennarar fást til starfa í skólum lands- ins. Þeir eru sjálfsagt búnir að koma börn- um sínum til mennta eða hafa efni á að kaupa dýra einka- kennslu fyrir þau. En viljum við hin þessa framtíðarsýn? Viljum við sjá misréttið auk- ast stig af stigi? Er það framtíðarsýnin að sjá fátækra- hverfi myndast eða er fátæktin Kennarar Er það framtíðarsýnin að sjá fátækrahverfi myndast, spyr Eiín Erna Steinarsdóttir, eða er fátæktin í lagi ef hún er falin inn á milli þeirra sem betri efni hafa? kannski allt í lagi ef hún er falin inn á milli þeirra sem betri efni hafa? Ég geri mér grein fyrir því að ekki er endalaust hægt að auka þensluna og á bakvið launin verður að vera framleiðni en það er ekki hægt að láta almennt launafólk bera alla ábyrgðina. Það er búið að leggja sitt af mörkum til að við- halda stöðugleikanum sem þeir ríku hafa nýtt sér til að raka arð- inum í eigin vasa. Síðasti kjara- samningur ASI er ekki í neinu samræmi við þær hækkanir sem embættismenn, stjórnendur fyrir- tækja og ýmsir menntamenn sem hafa sterka markaðsstöðu fá. Fyr- ir honum var ekki heldur hljóm- grunnur í þjóðfélaginu því fólki fannst sanngjarnt að þetta fólk fengi launabætur, hann heldur ekki einu sinni í við verðbólguna. Launafólk ætti ekki lengur að láta þetta óréttlæti yfir sig ganga. Við getum lagt okkar af mörkum ef ríkisstjórnin tryggir meira réttlæti í samfélaginu. Það er ekki seinna vænna að styrkja það stéttlausa þjóðfélag sem við íslendingar höf- um verið svo hreyknir af til þessa. Munum að engin keðja er sterkari en veikasti hlekkur hennar. Við kennarar förum fram á að ráða- menn þjóðarinnar komi niður úr skýjaborgum sínum og líti á okkur niðri á jörðinni, því staðreyndin er sú að þrátt fyrir mikla eftirspurn eftir kennurum er launum þeirra haldið niðri með handafli. Við vilj- um benda á að nú er hægt að leið- rétta launin því kjarasamningar eru lausir. Höfundur er leikskólastjóri og leik■ skólasérkennari að mennt. Elín Erna Steinarsdóttir Samningar óskast HVERS vegna eru framhaldsskólakennar- ar í verkfalli? Hvað eru þeir að gera? Hvernig líður þeim? Hvernig kemur þetta niður á fjölskyldum þeirra? Hvað með allar skuld- bindingar fjölskyld- unnar? Hvað eru nem- endur að gera og hvernig líður þeim? Hvað með framtíðar- áform þeirra? Á hve mörgum bitnar þetta verkfall beint og hver eru margfeldisáhrifin? Hvað verður um nýja námskrá og skólaþró- un? Hvaða áhrif hefur þetta á ís- lenskt þjóðfélag þegar til lengri tíma er litið? Já, hvers vegna er hin svo- kallaða kennaradeila í hnút og hvað er til ráða? Ég verð að segja alveg eins og er að mér líður bölvanlega í þessu verk- falli, ekki síst með tilliti til nemenda minna og afkomu fjölskyldunnar svo og þjóðarhags. Þetta er í fyrsta sinn sem ég fer í verkfall og ég var svo barnalegur að halda að til þessa óyndisúrræðis myndi aldrei koma. Eg skynjaði andrúmsloftið þannig að það væri nánast þjóðarsátt um það að leiðrétta kjör kennara. Mér var sagt að forystumenn framhalds- skólakennara hefðu mánuðum sam- an leitað eftir viðræðum um endur- skoðun á kjarasamningi þeim er rann út 1. nóvember sl. og ég taldi að hótun um verkfall, eina vopn stéttar- innar, myndi nægja til þess að um leiðréttingu yrði samið. Síst af öllu bjóst ég við löngu og harðvítugu verkfalli á stórpólitískum nótum. Eru kennarar stjórnar- andstæðingar? Mér virðist sem svo að krafa kenn- ara um launaleiðréttingu og kaup- hækkun sé komin niður (eða upp) á pólitískt plan. Landslagið sem við blasir er hin hefðbundna tvískipting, stjórn gegn stjórnarandstöðu, hægri gegn vinstri eða hvað þetta svart- hvíta umhverfi kallast. Kennarar eru flokkaðir með stjórnarandstæðing- um, einu talsmenn þeirra á Alþingi eru úr röðum stjómarandstöðu- flokkanna. Stjórnarliðar verjast af krafti og skjóta á andstæðinga sína á þingi og kennara í sömu andrá. Vissulega er ég þakklátur fyrir allan stuðning og það er sama hvaðan gott kemur en ég verð samt enn að opin- bera fávisku mína og bamaskap. Ég bjóst nefnilega við faglegri umræðu um kjör framhaldsskólakennara og framtíð skólans með vísun í þróun þjóðfélagsins, burtséð frá flokkspóli- tík. Ekki skiptir máli hvaða flokki ég greiði atkvæði mitt hverju sinni í kosningum. Ég h't svo á að ríkisstjórn á hverj- um tíma endurspegli vilja meirihluta þjóðarinnar og því finnst mér það í hæsta máta lýðræðislegt að hvetja sitjandi stjórn til dáða, meta það sem hún gerir vel og gagnrýna það sem miður fer. Ég verð ekki sjálfkrafa stjómarandstæðingur þótt aðrir en þeir sem fá atkvæði mitt myndi stjórn. Það er rangt að stimpla kennarastéttina stjómarandstæð- inga. Ég tel það hlutverk almennings og fjölmiðla að veita stjórnvöldum aðhald, hvorki að fylgja né fordæma í blindri flokkshollustu. Leiðrétting mikilvæg Ríkisstjórn íslands hefur reynst mörgum vel og á Alþingi hafa ýmis þjóðþrifamál fengið sanngjama af- greiðslu. Það sem ég hef séð til menntamálaráðherra hefur iðulega endurspeglað metnað og framsýni og enginn efast um dugnað Bjöms Bjamasonar. Sólveig Pétursdóttir dómsmálaráðherra hefúr verið fylg- in sér og krafist fjármagns til að efla löggæslu og forvamir gegn fíkniefn- um svo dæmi séu tekin. Hugsanlega mætti Bjöm taka hana sér til fyrirmyndar, fylgja sannfæringu sinni bet- ur eftir og berjast fyrir meira fjármagni til menntamála. Ég hef það á tilfinn- ingunni að Björn vilji að kjör kennara verði leiðrétt og að hann sé ósáttur við það hvað framhaldsskólakennar- ar hafa dregist langt aftur úr öðram há- skólamenntuðum ríkis- starfsmönnum. Og ég held því statt og stöð- ugt fram að það sé meirihlutavilji fyrir því að leiðrétta kjör kennara þannig að dagvinnulaun þeirra verði sambærileg við meðaldagvinnulaun raunhæfra samanburðarhópa. Málið er einfalt í mínum augum. Það á að vera hægt að semja um þessa leið- réttingu án þess að kollvarpa efna- Kennarar Það á að vera hægt að semja um þessa leiðrétt- ingu, segir Stefán Þór Sæmundsson, án þess að kollvarpa efnahagsstefnu ríkisstj órnarinnar. hagsstefnu ríkisstjórnarinnar eða efnahag þjóðarinnar. I annan stað verður síðan að ganga til samninga um kauphækkanir til næstu tveggja eða þriggja ára eins og á hinum svokallaða almenna vinnumarkaði. Ósanngjarn áróður Það er rangt og ósanngjarnt að hamra á því að kennarar heimti yfir 70% kauphækkun og að þeir neiti að snúa aftur til vinnu fái þeir ekki þessa hækkun. Þetta er a.m.k. ekki minn skilningur á málinu. Ég lít svo á að mistök hafi verið gerð í kjara- samningunum 1997 og það sé beggja hagur og raunar allra hagur að þau mistök verði leiðrétt. Með vilja og skynsemi að leiðarljósi á að vera hægt að finna þessari leiðréttingu farveg. Síðan verður að semja um eðlilegar kauphækkanir og þar hljóta menn að mætast á miðri leið að venju. Engum hður vel í þessu verkfalli og það er ákaflega brýnt að leysa deiluna áður en menn fara að ganga lengra í pólitísku skítkasti og óhemjugangi. Gífuryrðin veita aðeins sár sem gróa seint og illa. Ég vona að stjóm- völd og talsmenn þeirra hætti að básúna áðumefnda prósentutölu sem elur aðeins á tortryggni og andúð í garð kennara og vekur gremju í kennarahópnum. Sá áróður að kennarar hafi ekki lengur samúð almennings byggist á þessari mis- túlkun. Að mínu mati snýst málið ekki um frekju eða óraunhæfar launakröfur heldur sanngjarna kröfu um leiðrétt- ingu. Deilan verður ekki leyst í áróðursstríði. Málið verður aðeins til lykta leitt við samningaborðið en þá verður samninganefnd ríkisins að hafa vilja til að semja og umfram allt umboð til að ganga til samninga um leiðrétt- ingu og eðlilegar kauphækkanir. Það væri óskandi að við gætum farið að vinna saman í stað þess að leggjast í skotgrafirnar eða vega úr launsátri. Samningar óskast og það strax. Höfundur er íslenskukennari og for- vamafulltrúi f Menntaskólanum á Akureyri. Stefán Þór Sæ- mundsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.