Morgunblaðið - 07.12.2000, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 07.12.2000, Blaðsíða 24
24 FIMMTUDAGUR 7. DESEMBER 2000 UR VERINU MORGUNBLAÐIÐ Vectra vel búinn og fallegur Búnaður Loftpúði fyrir ökumann Tveir hliðarloftpúðar Rafeindastýrt ABS hemlakerfi Loftpúði fyrir framsætisfarþega Fimm höfúðpúðar Fimm þriggja punkta bílbelti Forstrekkjarar á bílbeltum .; Hreyfiltengd þjófavörn styrktarbitar í hurðum Hemlaljós í afturrúðu Margspegla aðalljós Varahjól í fullri stærð Hæðarstilling á bílbeltum Dagljósabúnaður Snúningshraðamælir Rafstýrð hæðarstilling á framljósum Aflögunarsvið að framan óg aftan Verð kr. 1.705.000,- ESB fliugar hámarksinnihald dfoxíns í fískimjöli og lýsi Gæti nánast rústað fískimj ölsiðnaðinn VÆNTANLEG ákvörðun Evrópu- sambandsins um hómarksmagn af díoxíni í fiskimjöli og lýsi getur orðið til þess að notkun fiskimjöls í aUt dýrafóður verði bönnuð innan sam- bandsins. Slík myndi nánast leggja íslenzkan fiskimjölsiðnað í rúst, þar sem mestur hluti þessara afurða er seldur til ESB. Ákvörðun af þessu tagi myndi jafnframt rústa fiski- mjölsiðnaðinn í Evrópusambandinu. Þetta kann að virðast nokkuð ein- kennUegt í ljósi þess að nær öll díoxínmengin á norðurhveli jarðar er komin frá iðnríkjunum, mest frá Evrópu. Óstaðfestar fregnir herma að árlega losi aðildarlönd ESB um 38 kfló af díoxíni út í andrúmloftið, en í því fiskimjöU sem flutt sé inn til sam- bandsins, mælist magn díoxíns í milligrömmum. Getur valdið krabbameini Díoxín er þrávirkt eiturefni, sem getur valdið ýmsum slæmum kvill- um meðal annars krabbameini. Það verður til við bruna við lágt hitastig, sérstaklega þar sem klórefni koma við sögu, svo sem pappírsgerð. Það myndast við bruna á úrgangi og við skógarelda svo dæmi séu tekin. Díoxínið myndast því fyrst og fremst við mengun, einkum frá iðnaðarlönd- unum. Líklega myndast mest díoxín í andrúmslofti hér á gamlárskvöld. Eiturefnið berst síðan út í and- rúmsloftið en endar loks í sjónum eins og flest annað. Þaðan berst það í fiska og fleiri sjávardýr, sest í fitu þeirra og safnast upp. Mest er af efn- inu í dýrum ofarlega í fæðukeðjunni, feitum fiski og fiski sem bæði er feit- ur og verður gamall, en dýrin geta ekki losað sig við eitrið. Mun meiri díoxínmengun er á norðurhveli en suðurhveli vegna meiri mengunar frá iðnaðarríkjunum og til dæmis finnst mjög lítið af því í fiski og fiski- mjöli og lýsi frá Chile og Perú. Þess- ar afurðir frá þeim myndu því að öll- um líkindum standast kröfiir um lágt díoxíninnihald. Mælingar á innihaldi díoxíns eru erfiðar og mjög kostnaðarsamar enda er um afar lítið magn efnisins að ræða hverju sinni. í Evrópu eru aðeins nokkrar rannsóknastofur, engin á íslandi, sem gera slíkar mæl- ingar og kostar hver um 100.000 krónur. Fyrir vikið hefur innihald díoxíns í raun ekki verið mikið mælt. Ekki yfír „þolanlegum“ mörkum Til þessa hefur ekki verið talið að innihald díoxíns í fiski eða fiskafurð- um eins og mjöli og lýsi hafi verið yf- ir þeim mörkum að það sé mann- skepnunni hættuleg. Viðmiðanir Alþjóða heilbrigðisstofnunarinnar WHO um „þolanlegt" innihald í mat- vælum er 1 til 4 píkagrömm á hvert kíló líkamsþunga daglega. Píka- gramm er afar smá mælieining eða einn milljónmilljónasti úr grammi. Fyrir nokkrum mán- uðum kom upp umræða um að setja hámark díoxíns innan ESB í fiskimjöli og lýsi, sem notað er í dýrafóður. Lægstu mörk, sem rætt var um voru 2.000 píka- grömm í kílói, en það hefði leitt til þess að notkun þessara afurða héðan hefði verið bönnuð. Talið er að sé miðað við 10.000 píkagrömm í hverju kílói af lýsi og 6.000 í hverju kflói af mjöli, verði í lagi með þessar afurðir héðan. Fjrrir Evrópusambandinu liggja nú tvær skýrslur um díoxín- og pcb- mengun og hvernig bregðast skuli við til að koma í veg fyrir eða draga úr því að hún berist í fólk. Ganga skýrslurnar mislangt, en það er nefnd um dýrafóður, Standing Committee on Animal Nutrition, sem leggur tillögur sínar fyrir fram- Nánast öll díoxínmeng- un á norðurhveli jarðar er komin frá iðnríkjun- um. Eiturefnið lendir að lokum í sjó og sest í fítuvefí físka og berst þaðan í mannskepnuna. Hjörtur Gíslason kynnti sér stöðu þessa máls í Ijósi þess að ESB hyggst nú setja mörk um hámarksinnihald þessara efna í fískimjöli og lýsi. kvæmdastjóm Evrópusambandsins, sem síðan tekur ákvörðun um há- marksinnihald þessara eiturefna í dýrafóðri. Nefndin kemur saman einu sinni í mánuði, um miðjan mán- uðinn, er óvíst er hvort einhverjar tillögur verða samþykktar á næsta fundi hennar. í skýrslu hennar er miðað við lægstu mörkin frá Alþjóða heilbrigðisstofnuninni eða 1 píka- gramm á hvert kfló líkamsþunga daglega hjá fólki. Minnkandi mengun Ljóst er að díoxínmengun hefur farið minnkandi í löndum Evrópu- sambandsins um allt að 50% og er hættan af þessu eitur- efni því dvínandi. Einnig er ljóst að í langflestum tilfellum er innihald díoxíns inn- an þolanlegra marka, sem Aiþjóða heilbrigðisstofnunin WHO hefur sett og miðað er við í Bandaríkjunum. Það á til dæmis við um fiskimjöl og lýsi héðan frá íslandi. Enn liggur ekkert fyrir um það hver ákvörðun ESB kann að verða en ljóst er að mikill þrýsingur er á hana um að setja mörkin afar lágt. í ljósi þess vaknar sú spurning hvernig verði tekið á fiski almennt, því í heilum fiski getur hlutfall díoxíns verið jafn- mikið eða hærra en í mjöli og lýsi. Það er ljóst að íslendingar þurfa að heyja aðra baráttu fyrir tilvist fiski- mjölsiðnaðarins á Islandi á næstu dögum ogvikum. Þolum ekki mjög lág mörk „Það er í raun ekki verið að banna fiskimjöl eða lýsi sem slíkt í dýrafóð- ur. Heldur er um að ræða hvort inni- hald díoxíns er undir þeim mörkum, sem sett verða. Það er svo spuming- in hvort við þolum þau mörk,“ segir Jón Reynir Magnússon, formaður Félags fiskmjölsframleiðenda, í sam- tali við Verið. „Það er hægt að hreinsa lýsi af díoxíni, en það er mjög dýrt. Miðað við verð á lýsi um þessar mundir er enginn gmndvöllur fyrir því. Það eru því miklir erfiðleikar framundan, verði þessi mörk sett mjög lág. Við þolum sennilega mörk við 10.000 píkagrömm í lýsi og 6.000 í mjöli. Díoxíninnihald er minna í mjöli en lýsi af því það fylgir fitunni, en þó eru um það bil 10% af mjölinu fita. Það skiptir þó máli hvort miðað er við 6.000 píkagrömm í hverju kílói af mjöli eða í hverju kílói af fitu í mjöl- inu. Sé miðað við kfló af fitu skiptir ekki máli hve mikil fita er í mjölinu og það virðist mér vera út í hött. Það er svo annað, sem kemur fram í þessum skýrslum, að þar er líka fjallað um pcb-eiturefnin, sem voru framleidd á sínum tíma og til dæmis notuð á straumbreyta, en við fram- leiðslu þess varð díoxín til. Þess vegna eru ákveðin tengsl þar á milli og í skýrslunni eru þau fundin út með því að margfalda það díoxín sem finnst með 5 til að fá út mengun af díoxíni og díoxínskyldu pcb. Þannig fengu þeir út fimmfalt meiri meng- un, en líklega ætti þetta að vera ná- lægt þremur en ekki fimm, auk þess sem hætt er að framleiða pcb og mengun af þeim völdum því minni,“ segir Jón Reynir. Fólk deyr frekar úr elli Hann segist vera á þeirri skoðun að þessi mengun sé ekki meiri en svo, að fólk verði dáið úr elli áður en komi að _því að eitrið fari að hafa áhrif. „Eg hef því ekki miklar áhyggjur af áhrifum dfoxíns, en það er hægt að æsa fólk upp í svona mál- um og fólk er orðið mjög hrætt við mengun í matvælum, sérstaklega eftir að kúafárið kom upp í Evrópu. Því er hætt við að gengið verði lengra en nauðsynlegt er. Mér finnst full ástæða til að óttast framhaldið, því Evrópusambandið hlýtur að ganga lengra og setja mörk um díoxíninnihald í fiski. Fyrst ekki má nota mjölið í dýrafóður, þar sem það er afskaplega lítill efnisþáttur, 2 til 6% í svína- og fuglafóðri, hlýtur að koma að fiskinum næst, fyrst verið er að vernda mannskepnuna fyrir þessu eitri á annað borð. Þama skiptir annars vegar máli aldur fisksins og hins vegar eru sum haf- svæði meira mengandi en önnur. Þá skiptir fitumagnið í fiskinum máli, því sé tekið dæmi af loðnunni er minna hlutfall af eiturefnum í lýsinu, þegar hún er feitust. Þegar hún horast eykst hlutfallið hins vegar, því loðnan nýt- ir fituna sér til gagns. Þannig er hlutfall díoxíns í lýsi úr sumarloðnu mun minna en úr loðnu úr sama árgangi um veturinn," segir Jón Reynir. Uppsprettan ekki í físki Hann segir að mikilvægt sé að gera sér grein fyrir því hvaðan þessi mengun komi, en svo virðist sem í skýrslu nefndarinnar um dýrafóður sé gert ráð fyrir því að uppsprettan sé í fiski. Hann segir að mengunin komi fyrst og fremst frá iðnaðarríkj- unum og kannski sé eðlilegast að vera ekkert að fárast yfir þessum mörkum, heldur ráðast að rót vand- ans. Það sé Ijóst að Svíar hafi þar náð góðum og mælanlegum árangri og sömu sögu sé að segja af öðrum þjóð- in innan ESB. Því skipti það mestu máli að minnka framleiðslu díoxíns með enn frekari ráðum. Þá væri ver- ið að vinna til frambúðar í stað þess að ráðast á einn þátt eins og fiskinn eins og hann sé einhver uppspretta að þessu. Vilja ekki að fiskur sé veiddur í mjöl og lýsi „Þetta virðist allt komið frá Græn- ingjunum og þar eru ekki öll kurl komin tl grafar. Þjóðverjar settu lög fyrir helgina um bann við notkun kjöt- og beinamjöls og fiskimjöls í dýrafóður. Bannið við notkun fiski- mjöls var runnið undan rifjum Græningja, en fram á síðustu stundu stóð til að undanskilja það banninu. Mér sýnist að þeir séu farnir að vinna meira á þessum vettvangi en áður í stað þess að stunda áberandi mótmæli. Eg er þvi hræddur um að þeir komi að þessu díoxínmáli líka. Græningjarnh vilja einfaldlega ekki að fiskur sé veiddur í mjöl og lýsi og vilja láta hvalina og selina hafa nóg að éta. Þeir beita því öllum aðferðum til að stöðva þessar veiðar. Þetta er ein leiðin,“ segir Jón Reynir Magn- ússon. Mengun frá iðnríkjunum Komið frá Græningjum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.