Morgunblaðið - 07.12.2000, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 07.12.2000, Blaðsíða 36
36 FIMMTUDAGUR 7. DESEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR NÝJASTA skáldsaga Einars Más Guðtnundssonar, Draumar á jörðu, er sjálfstætt framhald siðustu skáldsögu hans, Fótspora á himn- um, sem kom út fyrir þremur árum. í Draumum á jörðu heldur sögu- maður áfram að fjalla um fjölskyldu sína, einkum föðursystkini sfn tíu og beinir sjónum nú að yngra fólk- inu í þeim stóra systkinahópi. Einar Már segir meginviðfangsefnið í Draumum á jörðu vera þær tilfinn- ingar sem búa að baki þeim örlög- um að vera utangarðs í samfélaginu og lenda í hlutverki niðursetnings- ins, ómagans. „Að auki á þessi saga sér sitt eigpð rannsóknarefni, sem er berklaveikin á Islandi," segir Einar Már. „Ég vissi að föðursystir mín dó úr berklum og kynnti mér sögu berkl- anna. Það má segja að ég hafi geng- ið sem sagnfræðingur að verki fyrir þessar bækur en með fijálsræði skáldskaparins í farangrinum. Þegar ég hóf þessa vinnu kom það mér nokkuð á óvart að þessi sjúkdómur skyldi ekki vera fyrir- ferðarmeiri í bókmenntunum en raun ber vitni. Vissulega var skrif- að um berklana, en oftast voru þeir í bakgrunni sögusviðsins, svona eins og veðrið. Undantekning er auðvitað skáldsaga Kristmanns Guðmundssonar, Ármann og Vildís. Elsta kynslóðin þekkir vel þá tíma þegar berklarnir voru raun- veruleg ógn við heilsu fólks og kann því frá mörgu að segja. Engu að síð- ur voru berklamir talsvert feimnis- mál á sínum tíma, eins og sést af því hvemig viðbrögð fólks gátu orðið þegar sjúkdómurinn gerði vart við sig til sveita. Það var trú manna að berklarnir væru þéttbýlissjúkdómur og hinar heilnæmu sveitir ættu því ekki að fóstra slíka óvæm. Af þessu mætti ráða að fólk vildi helst ekki tala um viðkvæm mál eins og þetta, en ann- að kom þó á daginn þegar ég fór að tala við eldra fólk um þennan tíma. Ég hef nefnilega oft orðið var við að fólk hefur meiri vilja til að tjá sig en maður heldur. Manni hættir til að trúa því að fólk vilji ekki tala um hluti sem það vill þvert á móti tala um. Ef við tökum dæmi af Englum al- heimsins og hinu viðkvæma umfjöll- unarefni þeirrar bókar, þá þurfti ég að setja mig inn í sögu geðsjúkdóma á íslandi og tala við fólk sem þekkti til geðsjúkdóma. Þá komst ég að því að fólk vildi raunverulega fá að tala um hlutina og veit að bókin hvatti marga til viðbótar til að tala um sín mál og er að sjálfsögðu mjög þakk- látur fyrir þau viðbrögð." - Hvers konar fortíð íslendinga lýsa Draumar á jörðu, nöturlcgri og Mikil saga býr í hjörtum eldri kynslóðarinnar hráslagalegri fortíð? „Ekki eingöngu. Þjóð- félagið er að bylta sér eftir langvarandi stöðnun og það eru miklar breytingar á næsta leiti. Mér fannst mjög áhugavert hvað það er í raun stutt í fortíðina og hvað kynslóðirnar eiga sér ólíka sögu, það er engu líkara en foreldrar okkar hafi lifað á öðru söguskeiði en við. Það býr mikil saga í hjörtum eldri kynslóðarinnar, mað- ur ólst upp við að heyra margar sögur og af einhverj- um ástæðum tók ég það að mér að miðla þeim áfram. í þeim nöturleika sem oft blasir við í sögunum finn ég samt sterkt fyrir manngildinu og finnst fólk oft halda ákveðinni reisn þrátt fyrir erfið skilyrði." - Hvernig er þín frásagnarað- ferð? „Ég hef lent meðvitað eða ómeð- vitað í samræðum við hina íslensku sagna- hefð og sæki því dálitið í hana. Ekki þó svo að skilja að ég vilji skrifa eins og Islendingasög- urnar voru skrifaðar, heldur vil ég taka mér þær til fyrirmyndar með því að koma mér beint að efninu og segja frá hlutunum í eins fáum orðum og hægt er. Þessari frásagnar- aðferð beitti ég líka í Fótsporum á himnum, svo Draumar á jörðu greina sig ekki frá henni að því leytinu. Hins vegar eru Fótspor á himnum áþreifanlegri í tíma og því ny ög auðveldlega hægt að sjá að sögutími þeirrar sögu nær frá 1870 til 1940. Þessu er öðruvísi farið með Drauma á jörðu, þar sem frásagnaraðferðin er huglægari. Þótt lesandinn hafi ákveðna tilfinn- ingu fyrir sögutímanum í bókinni skiptir hann minna máli en í Fót- sporum á himnum.“ Pabbi var ekki nema fimm ára þegar hann kvaddi kjallaraholuna við Sjó- mannastíginn og hossaðist í hestvagni yfir Hellisheiðina á leið til vandalausra. Þá vildi svo til að eng- inn bíll var tiltækur og því var notast við hestvagn í eigu borgarinnar. Hestvagn þessi hafði verið notað- ur við líkflutninga í spönsku veikinni, en nú var tæpur áratugur frá því hún gekk um garða og stráfelldi íbúa höf- uðstaðarins. Það rigndi daginn sem pabbi fór. Skýin tættust um himininn. Regnið buldi á veginum. Það var vor og hláka, snjórinn á förum, en annars voru engir á ferli nema svipir framliðinna og hrafnar sem krunkuðu í innviðum þokunnar. Amma var með pabba. Hún hélt í hönd drengsins síns og horfði út í loftið, áhyggjufull einsog heimurinn, og sá fyrir sér fjarlægar bergsyllur. Einhver grámi umlukti allt og minnti á sorgmædd augu fá- tækrafulltrúans. Svona var landið. Amma þekkti engin önnm- lönd nema af frásögnum, en þær voru svo ótrúlegar að þær gátu ekki verið sannar, einsog sögurnar sem afi sagði henni og gerðust flestar í Grimsby. Pabbi sat með lítinn fatapakka í fanginu og var í tvennum leistum. Skórnir hans voru af Finni, bróðm- hans, sem var tveimur árum eldri. Ekillinn hét Jónas og var á vegum hins opinbera. Hann var sjálfur hálf- gerður bónbjargamaður með fullt hús af börnum. Þunnt hár hans lagð- ist yfir blautt ennið. I kringum augun voru þreytulegar hrukkur og stór- skorið andlitið var rjótt. í huga hans ómuðu dapurleg ljóð, órímuð einsog veruleikinn. Það var sagt að fátækt fólk liði einsog ský yfir landið og skildi hvergi eftir sig skugga. Jónas spurði einskis en talaði um tíðina og regnið. „Hann rignir,“ sagði hann. „Mér finnst einsog það rigni í öll- um heiminum," sagði amma. „Nema í eyðimörkunum," sagði Jónas og amma horfði út í þokuna og sá fyrir sér hirðingja úr Biblíunni. Hún hélt í höndina á drengnum, rjóð af kulda og bleytu. Hann var níunda barnið á leiðinni burt. Sítt svart hár hennar féll niður kinnamar og lagðist blautt yfir axlimar, en pabbi horfði út í regnið og þokuna. Þar var ekkert að sjá. Enginn mosi, ekkert hraun. Ekkert framundan nema óvissan. úr Draumum á jörðu Dauðinn á elliheimilinu ERLEIVDAR BÆKUR Spennusaga „Stiff News“ Eftir Catherine Aird. Pan Books 2000.227 síður. CATHERINE Aird heitir breskur sakamálahöfundur sem skrifar mjög í anda Agöthu Christie án þess að ná með tæmar þar sem drottning glæpasagananna hafði hælana ef eitt- hvað er að marka bókina „Stiff News“. Aird hefur skrifað næstum því tuttugu glæpasögur en söguhetja hennar er rannsóknarlögreglumað- urinn Christopher Dennis Sloan. Um hann fjallar „Stiff News“ en bókin kom út fyrir skemmstu í vasabroti hjá Pan-útgáfunni og hún segir frá því þegar gömul kona deyr á elli- heimili undir kringumstæðum sem sonur hennar telur að séu dularfullar. Aird er í miklum metum í Bret- landi ef marka má umsagnir sem vitnað er til á bókarkápu en hún hef- ur unnið til verðlauna fyrir glæpasög- ur sínar. Hún var áður formaður fé- lags glæpasagnahöfunda í Bretlandi og sendir með „Stiff News“ frá sér mjög gamaldags, breska glæpasögu sem er ákaflega fáguð að allri gerð en daufleg og nokkum veginn alveg laus við allt sem heitir spenna. Maður hef- ur á tilfinningunni að höfundurinn sé eingöngu að skrifa fyrir eldra fólk og telur það greinilega ekki þola of öran hjartslátt. Samlíkingin við Christie er ekki út í hött. „Stiff News“ gerist í mjög lok- uðu umhverfi í enskri sveit þar sem framið hefur verið morð á elliheimili en nokkrir eru grunaðir og það eru hinn íðilsnjalli Sloan og aðstoðarmað- ur hans, Crosby, sem ekki er eins djúpvitur, sem reyna að komast að því hver er morðinginn. Leitin sú byggist á endalausum viðtölum við þá sem á elliheimilinu dvelja og það kemur í ijós að fléttan er furðu fyrir- sjáanleg. Sloan þessi er varla litríkur kara- kter þótt Aird sýni burði til þess að lýsa honum og því sem hann hugsar með léttkómískum hætti. Hann er þvert á móti svo sviplaus að maður tekur varla eftir honum í sögunni. Þannig er að roskin kona, Geir- þrúður Powell, lætur lífið á Alm- stone-elliheimilinu þar sem hún hefur dvalið um nokkurt skeið. Það virðist ekkert óeðlilegt við það, hún var tek- in mjög að eldast og hafði ekki liðið vel að undanförnu. En svo gerist það morguninn sem á að jarðsfetja Geir- þrúði gömlu að sonur hennar, Lionel, fær bréf frá henni í pósti þar sem kemur fram að einhver sitji um líf hennar. A elliheimilinu eru gamlir herfor- ingjar sem þjónuðu í síðari heims- styrjöldinni og nokkur hópur þeirra var saman í Norður-Afríku eða Egyptalandi í stríðinu og býr að sam- eiginlegri reynslu þaðan. Vel má vera að leyndarmál úr fortíðinni eigi sök á því hvernig fór fyrir gömlu konunni og Sloan vinnur eftir þeirri kenningu á milli þess sem hann reynir að láta aðstoðarmann sinn ekki fara í taug- amar á sér og yfirmanninn ekki lesa sér pistilinn of oft. „Það eru smáatrið- in sem morðinginn þarf að huga að,“ segir hann við Crosby, „og góður rannsóknarlögreglumaður lætur þau j ekki heldur framhjá sér fara.“ Mikið er vitnað í Shakespeare í j bókinni og heimsveldisskáldið Kipl- * ing, enda gamlir höfðingjar veldisins á ferð, og framvindan silast áfram án þess að í raun neitt markvert gerist fyrr en lausin er fundin. Þannig er „Stiff News“ ósköp hugguleg saga í sjálfu sér en blóðlaus með öllu. Arnaldur Indriðason Skáldin koma! á Stjörnu- hátíð menningarborgar Tempruð „SKÁLDIN koma!“ er heiti dagskrár á morgun, föstudaginn 8. desember, sem er hluti af Stjörnuhátíð menning- arborgarinnar Reykjavíkur. Þennan dag munu skáld og rithöfundar gera víðreist, heimsækja vinnustaði, stofn- anir, skóla - og ekki síst gera strand- högg á stöðum þar sem raddir skálda hljóma sjaldan. Dagskráin hefst formlega í íslandi í bítið á Stöð 2 með upplestri Vigdísar Grímsdóttur úr skáldsögunni Þögnin. Kiukkan 8.30 verður upplestur í Kaffivagninum, Grandagarði, þar sem Guðrún Helgadóttir les úr skáld- sögunni Oddaflug, Guðbergur Bergs- son úr smásagnasafninu Vorhænan og aðrar sögur, og Pétur Gunnarsson úr skáldsögunni Myndin af heimin- um. A sama tíma byijar Sigurður Skúlason að lesa íyrir nemendur Melaskóla, sem eru á sjöunda hundr- að. Hann mun annars vegar lesa úr bók Þorvaldar Þorsteinssonar, Ert þú Blíðfinnur? Ég er með mikilvæg skilaboð, og hins vegar úr þriðju bók J.K. Rowling um Harry Potter. Klukkan 9.30 verða starfsmenn ál- versins í Straumsvík heimsóttir. Þangað mæta Dagur B. Eggertsson og Steingrímur Hermannsson með þriðja bindi endurminninga Stein- gríms, Forsætisráðherrann, og Sig- urjón Magnússon les úr skáldsögunni Hér hlustar aldrei neinn. Klukkan 10, í upphafi ríkisstjómar- fundar, mun Vilþorg Davíðsdóttir lesa f'yrir ráðherra lýðveldisins úr skáldsögu sinni, Galdur. Klukkan 10 hefst líka dagskrá á Grund. Baldvin Halldórsson les úr þriðja bindi Þjóðsagna Jóns Múla Ámasonar, Vilborg Dagbjartsdóttir les úr bókinni Mynd af konu, sem Kristín Maija Baldursdóttir skráði, fluttur verður kafli úr Nærmynd af Nóbelsskáldi, sem fjallar um Halldór Laxness, og lesið úr ljóðaúrvali skag- firskra skálda, Undir bláhimni. Klukkan 12 mæta Bima Anna Bjömsdóttir, Oddný Sturludóttir og Silja Hauksdóttir og lesa úr Dís fyrir starfsmenn Kaupþings. í hádeginu munu þeir Steingrímur og Dagur ennfremur heimsækja starfsmenn Olís og lesa úr Forsætisráðherranum. Klukkan 12.30 hefst dagskrá í húsi Blindrafélagsins í Skógarhlíð. Vigdís Grímsdóttir les úr skáldsögunni Þögnin, Guðrún Eva Mínervudóttir úr skáldsögunni Fyrirlestur um ham- ingjuna, Sigmundur Ernir Rúnars- son úr ijóðabókinni Sögur af aldri og efa og Sigurður A. Magnússon úr endurminningabókinni Undir dag- stjömu. Á sama tíma hefst dagskrá í Ráð- húsi Reykjavíkur. Þar les Sigurður Pálsson úr skáldsögunni Blár þrí- hymingur, Gerður Kristný úr ljóða- bókinni Launkofi og lesið verður úr skáldsögu Mikaels Torfasonar, Heimsins heimskasti pabbi. Kiukkan 13 verður upplestur á Landsspítalanum fyrir böm og full- orðna. Kristín Helga Gunnarsdóttir les úr Móa prakkara, Guðbergur Bergsson úr bókinni Allir með strætó, Steinar Bragi úr skáldsög- unni Tuminn og Guðrún Sigfúsdóttir les úr smásagnasafni Fríðu Á. Sig- urðardóttur, Sumarblús. Klukkan 16 verður svo upplestur á Litla-Hrauni þar sem Pétur Gunnars- son les úr Myndinni af heiminum, Auður Jónsdóttir úr skáldsögunni Annað líf og Þorsteinn Guðmundsson úr smásagnasafninu Klór. Til viðbótar má svo búast við að skáld og rithöfundar skjóti upp kollin- um hér og þar, án þess að það sé sér- staklega auglýst. BÆKUR Ljóð FAREFTIR HUGSUN eft.ir Þóru Jónsdóttur. Mýrarsel 2000 - 47 bls. Prentsmiðjan Oddi prentaði. HÉR er á ferðinni áttunda bók höfundar á rúmlega aldarfjórðungs ferli. Yfirbragð þessa verks er höf- undi sínum sterkt vitni. Ljóðagerð Þóm Jónsdóttur einkennist af sér- stökum efnistök- um og stfl. Ljóðin snúast gjarnan um heitar tilfinn- ingar og háska- samlega tilvist án hástemmdrar lýs- ingar. Temprað umfjöllunin er samt ekki kaldranaleg heldur miklu fremur vitsmunaleg. I þessari bók er mjótt bilið milli lífs og dauða, gæfu og ógæfu, ástar og ástleysis. Þetta kemur fram í Á vit miðsprungunnar og í Yfir Hólasand. Ástúðlegt atlot móður (eða sólar) fær barn (og jörð) til að dafna. En stutt er yfir í auðn. f síðara ljóðinu ógnar Hólasandur: „Sandkornið er lang- minnugt / hefur Kísilvegurinn marg- sagt.“ Myndmál og stíll ljóðanna fær lesandann til að staldra öðra hverju við. Eitt ljóðið, Að rífa gamalt hús, hefst svo: Gamlahúsiðfellur skilur eftir skarð líktogbrotinframtönn Ljóðið endar á kyrrlátri lýsingu á vexti hjartaarfans í varpanum og suði fiskiflugnanna og þversagnar- kenndri yfirlýsingu: „Þögnin á orð yfir allt“. í Ijóðum sínum fæst Þóra af íhygli við efni sem einhver kynni að telja of stórt fyrir eina ljóðabók. Hamingjan er afstæð, hún er bundin þeim sem b sér en ekki því sem horft er á: Megi jörðin aldrei farast Hún er eina himnankið sem við þekkjum þótt verið geti að hún sé víti fráæðristjömu Stundum ber við að lesanda finnist skorta frekari vinnslu hugmyndanna. Öfugt orðað: Þessi ljóðabók verður ekki sökuð fyrir orðabruðl. Far eftir , hugsun er samþjöppuð ljóðabók með | mörg áleitin umhugsunarefni. Ingi Bogi Bogason H—T.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.