Morgunblaðið - 07.12.2000, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 07.12.2000, Blaðsíða 44
14 FIMMTUDAGUR 7. DESEMBER 2000 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Undirtónninn úr Laxdælu gerður að meginstefi ÞÓREY Friðbjörnsdóttir fléttar saman þremur þráðum í tíma og rúmi í nýrri skáldsögu sinni, Speg- ilsónötu, þar sem aðalpersónurnar heita Guðrdn og Kjart- an - og Bolli og Hrefna koma einnig við sögu. Hún segist hafa tekið undirtóninn úr Laxdæla sögu og gert hann að meginstefi bókarinnar - jafnvel þó að sagan gerist al- farið f nútimanum. „Þegar Guðrún Ósvífursdóttir er orðin gömul kona spyr sonur hennar hverjum hún hafi unnað mest um ævina og þá segir hún þessa fleygu setningu: „Þeim var ég verst er ég unni mest.“ Flestum ber saman um að þar eigi hún við Kjartan. Mér fannst þetta svo hríf- andi; að vera búin að lifa alla ævina á enda og finnast eitthvað mjög dýrmætt hafa farið til spillis. Þetta er meginstefið í spegilsónötunni - að velta því upp á ævikvöldi hvern- ig hlutimir hefðu getað farið öðm vísi ef það hefði verið brugðist öðm vísi við og spilað öðm vísi úr að- stæðurn," segir Þórey. Skapið og stoltið urðu ör- lagavaldar beggja Allt frá því að hún las Laxdælu fyrst segist hún hafa upplifað sterkt söknuð Guðrúnar Ósvífurs- dóttur og eftirsjá eftir því sem hefði getað orðið. „Aftur á móti eru fornsögurnar alltaf bara með yfir- borðið og segja sjaldnast hvað býr að baki og hvað viðkomandi hugs- ar. Þetta var spurning um að krylja sögu Guðrúnar til mergjar, vegna þess að mér fannst þetta grimm ör- lög sem hún f raun og vem hlaut. Þó að hún eigi nú alls ekki samúð allra, því hún var miskunnarlaus kona. En það voru skapið og stoltið sem urðu örlagavaldar þeirra beggja, Guðrúnar og Kjartans,“ segir Þórey. Hún leggur áherslu á að þó að Laxdæla sé eins konar bakþema í bókinni sé hún langt frá því að vera Laxdæla færð til nútím- ans. Hins vegar sé hún að velta því upp sem aldrei var sagt í Laxdælu. Þrír þræðir Sagan fléttast eins og áður sagði saman af þremur þráðum. „í fyrsta lagi er eintal konunnar við sjálfa sig þar sem hún skoðar lifssónötu sína fyrir framan spegilinn - þaðan kemur nafn bókarinnar. Þar er not- aður svolftið lýrískur stíll til að ná fram dýptinni sem mér fannst þurfa þar. f öðru lagi er þráður endurlitsins, þar sem rifjuð em upp ákveðin atriði úr lffinu sem em sterk í minningunni og valda hvörf- um. Þriðji þráðurinn er svo núið og þar kemur áhorfandinn inn í sög- una og sér þessa konu utan frá,“ segir Þórey. Þessi þriðji þráður spannar einungis rétt rúmlega þann tíma sem ein kistulagning tekur en þar er verið að kistuleggja mann- inn, Kjartan, sem að- alpersónan, Guðrún, elskaði alla sína tíð en alltaf í fjarlægð og í fylgsnum. Hún situr á aftasta bekk og fylgist með kistulagningunni og enginn viðstaddra virðist taka eftir henni nema kirkju- vörðurinn. Höfund- urinn kveðst vilja láta lesandanum það eftir að fylgja þráðunum þremur og átta sig á samhengi þeirra. „Mér finnst æskilegt að verk geri kröfur til Iesandans,“ segir Þórey. Spegilsónata er fjórða skáldsaga höfundarins og sú fyrsta fyrir full- orðna en áður hefur Þórey sent frá sér tvær unglingabækur og eina barnabók, Eplasnepla, en fyrir hana hlaut hún íslensku barna- bókaverðlaunin árið 1995. Sumu verður aldrei breytt. Því það er óbreytanlegt í hinum mikla breytileika og enginn og ekkert fær því haggað. Aðeins í skjóli nætur, aðeins úr fjarska. En einmitt þá þróaðist nándin, því náttúru sálar fær heldur enginn breytt. Það er lögmál á móti lögmáli. Um óravíddir varð til taug úr engu sem tengdi tvíburastjömur fram hjá alheimslögmálinu. Sú rammasta taug sem aldrei skyldi rofna. En rofnaði samt. Rofnaði svo rifnaði ofan af und- inni. Og mér blæðir og blæðir blóð- inu hennar svo mjög að vel gæti blætt út ef hún streittist ekki á móti. Og einhvers staðar blæðir einnig þér í himintómi. Úr sömu und. Ef aðeins við hefðum teflt öðru- vísi, ef aðeins við hefðum stigið ann- an dans. Ef við hefðum aðeins látið vera að höggva í undina þar til hún gat ekki lengur gróið. Ef aðeins lundin okkar líka hefði átt annað eðli hin afdrifaríku ár, verið fremur ljúf en logandi, fremur staðföst en stæri- lát, fremur hljóð en hæðin úr hófi. Ef aðeins. Og víst hef ég iðrast. Ég hef iðrast lífíð á enda rétt eins og þú en öll heimsins iðrun fær ekki hnikað lög- málunum. Það varð aldrei aftur snúið. Eggið okkar er brotið og verður aldrei heilt aftur. Ég virði fyrir mér ellinnar þján- ingu og þversku og spyr út í myrka óravíddina þaðan sem engra svara er að vænta: Hvað verður um tunglið þegar jörðin ferst? Úr bókinni Spegilsónata. Þórey Friðbjömsdóttir éftlf Mlehele Lowe Edda Björgvinsdóttir Ólafia Hrönn jónsdóttir Rósa Guöný Þðrsdóttlr Lelkstjóri: Mária SlgurðardótHr Sýnt íIðnó Ljúffengur jólamatseöill og stórskemmtileg leiksýning. Boröhald hefst kl. 19:00 Sýning hefst kl. 21:00 fðstudaginn 8. desember UPPSELT laugardaginn 9. desember föstudaglnn 15. desember laugardaginn 16. desember Bókanir í síma 5 30 30 30 og 562 9700 Tilvaliö fyrir fyrirtæki og hópa. midasala@leik.is Morgunblaðið/Bragi Ásgeirsson Uppkast að frímerki 1966, Pétur Friðrik Sigurðsson. JOLAMERKI THORVALDSEN S- FÉLAGSINS MYNDLIST Lisl og hiinnun HINN 27 nóvember lauk í Ráð- húsi Reykjavíkur merkilegri sýn- ingu á jólamerkjum sem Thorvald- sensfélagið hefur gefið út í 88 ár. Verðskuldaði sannarlega að við sem rýnum í myndlist hér í blaðið fjölluð- um eitthvað um hana, helst ítarlega, en illu heilli fór hún hjá án þess að það væri gert. Sýningin var haldin í tilefni 125 ára afmælis Thorvaldsensfélagsins, og var valin á dagskrá Reykjavíkur - menningarborgar Evrópu árið 2000. Um að ræða eina umfangsmestu og mikilvægustu framkvæmd sem sett hefur verið upp í sýningaþró hússins, er greindi einnig margt af sögu hins stórmerka félags frá uphafi. Og þótt sýningunni sé lokið er saga jóla- merkjaútgáfunnar á fullu og tilefni til að víkja að henni nokkrum orðum, ekki síst vegna þess að nú líður enn einu sinni að hinni miklu hátíð vetr- arsólhvarfanna og kristninnar. Vil í upphafi koma hér að því áliti mínu, að sýningin hefði verðskuldað að vera sett upp í einhverju safnanna okkar og ekki fyrir það eitt að full- þröngt var um hana á staðnum. Ekki einungis að jólamerkjaútgáfan sé merkilegt menningarfyrirbæri held- ur hafa gömlu ljósmyndirnar mikið heimildar- og listgildi, of margar þeirra hafði ég aldrei augum litið sem varð mér til umhugsunar. Dvaldist mun lengur á sýningunni en ég hugði og tíminn leyfði, hefði helst viljað melta hana vel og koma aftur, sýningin hafsjór fróðleiks um ýmsa mikilsverða þætti úr sögu borgar- innar. Alltaf eitthvað að koma upp sem segir að myndlistarmenn fortíð- ar hafa naumast haldi vöku sinni sem skyldi varðandi myndefni í næsta ná- grenni og eru Þvottalaugarnar hér skýrt dæmi. En sum myndefni þóttu ófínni en önnur, ekki inni í hitanum, „in“, og gerist raunar enn. Thorvaldsensfélagið hefur látið fjölmargt gott og nytsamt af sér leiða og eitt fyrsta og frábærasta dæmið var er þær stóðu fyrir því að reistur var skáli, laugarhús, við Þvottalaugarnar 1887. Gerðist eftir að ráðamenn borgarinnar höfðu vik- ist undan því með þeim röksemdum að ekki væri um gildar frúr að ræða sem leituðu þangað, einungis vinnu- og undirmáiskonur! Félagið gaf svo Reykjavíkurborg laugarhúsið með þeirri kvöð að konurnar bæru ekki þvottinn á bakinu (!) og var hann því eftirleiðis fluttur á hestvögnum sem borgin átti. Þá ber einnig að geta þess að 1877 var Handavinnuskóli Thorvaldsensfélagsins stofnaður og þar kenndu félagskonur stúlkum á aldrinum 7-14 ára að sauma og prjóna og var hann rekinn allt til árs- ins 1904 er farið var að kenna þessar greinar í barnaskólum. Og þótt bók- vitið þætti naumast í askana látið á þeim tímum ráku félagskonur í tvö ár skóla á sunnudögum ætlaðan eldri stúlkum og voru þar kenndar bók- legar greinar. Þetta voru þannig kvenréttindakonur í hinni víðustu merkingu og þó engar rauðsokkur. Frímerkjaútgáfa almennt er merkilegt fyrirbæri, sem skarar ekki einungis hönnun heldur einnig hreina myndlist meður því að lista- menn eru stundum virkjaðir beint við gerð þeirra. Einnig má nefna Uppkast að frímerki 1931, Jón Þorleifsson. TwuTl £tt rntiuf'/tPidiíijóéuir Túat *> t i*nx Frímerki 1918, Þórarinn B. Þorláksson. fjölþætta útgáfu hátíðarmerkja um víða veröld með lykilmyndum eftir nafnkunna myndlistai-menn. Þegar ég á tímabili vék að frímerkjaútgáfu í nokkrum pistlum fyrir margt löngu greindi ég frá því að algengt væri er- lendis að hönnuðir leituðu til lista- manna og þætti sú samvinna skiia gagnvirkustum og fegurstum ár- angri. Blaðið réð svo ágæta fagmenn til að fjalla reglulega um frímerki og frímerkjasýningar á síðum sínum og var þá öllu minni ástæða fyrir mig til að rýna í þann hliðargeira hönnunar. Hlutur starfandi listamanna hefur líka verið minni en skyldi í íslenzkri frímerkjaútgáfu, þrátt fyrir útgáfu svonefndra listaverkafrímerkja sem er allt annár handleggur. Erum hér aftarlega á merinni á Norðurlöndum hvað varðar samvinnu myndlistar- manna og grafískra hönnuða sem og á fleiri sviðum. Þær Thoivaldsenskonur hafa frá fyrstu tíð leitað til listamanna um myndir á jólamerkin, tóku um leið ósjálfrátt þátt í skráningu íslenzkrar listasögu. Engir auglýsingateiknar- ar eða grafískir hönnuðir komnir til sögunnar og því bestu listamenn þjóðarinnar helst tiltækir. Er mikil gæfa að róðurnar, sem einmitt voru gildar frúr, skyldu hafa hugrekki til að banka upp hjá nafnkenndum Málverk Hjördísar Frímann í Nönnukoti H JÖRDIS Frímann sýnir nokkur ný málverk í reyklausa kaffihúsinu Nönnukoti, sem í vetur er opið um helgar kl. 14-19, en lokað virka daga. Myndirnar eru málaðar með akrýl og olíu og eru allar unnar á þessu ári. Opið hús í Listiðjuverinu KRISTBERGUR Ó. Pétursson myndlistarmaður verður með sýn- ingu og opið hús 8., 9. og 10. desem- ber í vinnustofu sinni í Listiðjuver- inu, Vesturgötu 9-13 á jarðhæð, gengið inn götumegin. Opið kl. 11-19 alla dagana.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.