Morgunblaðið - 07.12.2000, Blaðsíða 38
38 FIMMTUDAGUR 7. DESEMBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Ævisaga
tónsnillings
BÆKUR
Skáldsaga
DOKTORFÁSTUS
eftir Thomas Mann. Þorsteinn
Thorarensen íslenskaði. Fjölvaút-
gáfan árið 2000 - 640 bls.
ÍSLENSKUM þýðingum á verk-
um þýska stórskáldsins Thomasar
Manns (1875-1955) fer fjölgandi og
það út af fyrir sig er gleðiefni. Smá-
saga hans Tóníó Kröger var fyrst til
að birtast í íslenskri þýðingu árið
1942. Árið 1970 komu út hjá Máli og
menningu nokkrar smásögur úr
safni hans Tristan (1901) undir heit-
inu Maríó og töframað-
urinn og fleiri sögur.
Síðasta skáldsaga
Manns, Felix Krull,
játningar glæframanns
(1954) var gefin út hjá
sama forlagi tólf árum
síðar og nú gerist það
að tvær af hans
stærstu skáldsögum,
Buddenbrooks (1901)
og Doktor Fástus
(1947) koma út með árs
millibili hjá Fjölvaút-
gáfunni. Ekki nóg með
það, þýðandinn getur
þess í athugasemdum
sínum að væntanleg sé Þorsteinn
útgáfa á Dauðanum í Thorarensen
Feneyjum. Og þá er
bara að bíða eftir Hans Castorp og
Töfrafjallinu.
Thomas Mann fæddist í borginni
Lubeck, inn í velmegandi kaup-
mannsfjölskyldu, næstelstur fimm
systkina. Auk kaupsýslunnar gegndi
faðir hans ýmsum áhrifastöðum, var
meðal annars þingmaður og borgar-
stjóri. Móðir hans var af brasilískum
ættum sem birtist í suðrænu yfir-
bragði sonarins. Mann þjáðist af
námsleiða og lauk aldrei hefðbund-
inni skólagöngu. Kaupmannsblóðið
ólgaði ekki í æðum hans en hugur
hans stefndi fremur að því að íhuga
lífið í kringum sig en að taka virkan
þátt í því. Fyrsta skáldsaga hans
kom út þegar hann var á 26. ald-
ursári og eftir hann liggja rúmlega
tuttugu rit, skáldsögur, smásögur
og ritgerðir. Hann hlaut bók-
menntaverðlaun Nóbels árið 1929.
Mann yfirgaf heimaland sitt, Þýska-
land, árið 1933 og bjó eftir það í
Sviss og Bandaríkjunum.
Skáldsagan Doktor Fástus, sem
ber í íslenskri þýðingu undirtitilinn
ævisaga ímyndaðs tónskálds, Adrí-
ans Leverkiihns, sögð af nánasta
vini hans, kom fyrst út á þýsku árið
1947 og er sögð vera beinskeyttasta
og pólitískasta verk Thomasar
Manns. Þetta er margslungið verk,
skrifað af mikilli þekkingu, örvandi
andagift og fljúgjandi mælsku. Frá-
sagnarháttur og stíll höfundarins
einkennist af löngum málsgreinum
þar sem öllum smáatriðum eru gerð
viðhlítandi skil og hlutum og atvik-
um er lýst af mikilli nákvæmni.
.Bók
bokarmnar vegna
Skoðið
Bókatíðindin
Félag íslenskra
bókaútgefenda
Hugleiðingar sögumanns og sam-
ræður persóna mynda uppistöðu
frásagnarinnar en söguþráðurinn
byggist öðru fremur á að rekja ævi
einnar persónu frá sköpun til eyð-
ingar.
Doktor Fástus er rammasaga þar
sem sögumaðurinn Serenus Zeit-
blom sest niður við skriftir hinn 23.
maí 1943 og hefur að segja lesend-
um harmsögu vinar síns, tónskálds-
ins Adrians Leverkuhns. Baksvið
ritunatímans markast því af hræði-
legum atburðum síðari heimsstyrj-
aldarinnar en ævisaga Adríans ger-
ist á árabilinu 1880-1940. Að auki
sækir Mann grunnhugmynd skáld-
sögunnar í hina alþekktu þýsku
þjóðsögu um gullgrafarann og
gjömingamanninn Georg Fást
(1480) sem lagði stund
á dulspeki og gerði
samning við sjálfan
djöfulinn.
Öfugt við Lever-
kiihn er sögumaðurinn
Zeitblom flekklaus
persóna með skekkta
sjálfsmynd sem virðist
segja frá gegn eigin
vilja. Hann er þó rek-
inn áfram af ástinni á
lífinu og skyldunni að
varpa glæstu ljósi á
ævi vinar síns, hins
ódauðlega snilhngs
sem örlögin léku svo
grátt. Leverkuhn er
afar hæfileikaríkur og
tónelskur guðfræðistú-
dent sem ofmetnast, gerir samning
við djöfuhnn og selur honum líkama
sinn og sál í skiptum fyrir tuttugu
og fjögur ár sem tónlistarsnillingur.
Hann afneitar ástinni og mannleg-
um tilfinningum en slíkt athæfi er
dæmt til að enda í fullkomnu von-
leysi og eyðileggingu. Leverkúhn
túlkar tíðarandann í tónlist sinni og
tónsköpun hans og sturlun í lokin
endurspeglar með ákveðnum hætti
fall siðmenningarinnar og sigur villi-
mennskunnar. Að þessu leyti er
persónusaga Leverkuhns, í þessu
myrka skáldverki Thomasar Manns,
hliðstæða eyðileggingar Þýskalands
í stríðinu.
I kringum þessar tvær höfuðper-
sónur sögunnar er margs konar
fólk. Má þar nefna, að öðrum ólöst-
uðum, Leverktihnana, Jónatan og
Elísabetu, tónmeistarann Wendel
Kretzscmar, Esmeröldurnar á
pútnahúsinu, hinn djöfullega
Schleppfuss, vininn Schildknapp,
Klarissu og Inu Rodde og auðvitað
sjálfan djöfulinn sem birtist með
ískyggilegum og kuldalegum hætti
um miðbik sögunnar. Sögunni er
gefin dýpt í frábærri persónusköpun
og sálrænu innsæi þar sem áhersla á
trúarlega, listræna, kynferðislega
og pólitíska umræðu vegur þyngst.
Hin tæknilega og tónfræðilega um-
fjöllun í sögunni er kapítuli út af fyr-
ir sig.
Þýðing Þorsteins Thorarensen er
prýðileg en vandi hans sem þýðanda
hlýtur að stærstu leyti að hafa legið
í flóknu tónmáli sögunnar og löng-
um málsgreinum höfundar. Hann
fellur ekki í þá freistni að stytta
málsgreinar og fjölga punktum að
kröfu íslenskunnar. Um útht bókar-
innar má segja að hönnun kápunnar
gæti verið smekklegri. Útgáfa
verksins á íslensku býr yfir ákveðn-
um sérkennum sem felast í því að
þýðandinn leggur út af textanum við
sum kaflaskil, getur í eyður, túlkar
og tengir við myndverk 16. aldar
myndlistarmannsins Albrechts Dur-
ers. Þorsteinn styður gerðir sínar
með því að benda á fjóra staði í sög-
unni þar sem beinlínis er vísað í
ákveðna myndröð eftir Albrecht
Durer. Hugmyndin er líklega ekki
svo galin en að hún skuli vera sett
fram með þeim hætti sem gert er í
bókinni hlýtur að orka tvímæhs.
Jón Ozur Snorrason
Alltaf jafngaman að
handleika góða bók
Hörpuútgáfan er fjörutíu ára um þessar
mundir, en hún er í eigu hjónanna Braga
Þórðarsonar og Elínar Þorvaldsdóttur, sem
alla tíð hafa unnið saman að útgáfunni og
hefur lánast það vel. Þorvarður Hjálmars-
son spjallaði við Braga um árin fjörutíu og
ást hins sanna bókamanns á góðum bókum.
BRAGI Þórðarson í Hörpu-
útgáfunni hefur handleik-
ið marga góða bókina um
dagana. Utgáfa Hörpuút-
gáfunnar er fjölbreytt og spannar
vítt svið en þó má segja sem svo að
bækur eftir íslenska höfunda beri
þar ægishjálm yfir aðrar bækur,
mest ber þar á ævisögum og þjóðleg-
um fróðleik ýmiss konar, frásögnum
af fólki og fénaði til sjávar og sveita,
og þá setur umfangsmikil ljóðaút-
gáfa svip á forlagið. Þá gefur forlagið
einnig út fahegar og síglildar bækur
sem staðið hafa af sér timans tönn,
má þar á meðal nefna „Bókina um
veginn“ eftir Lao-Tse og „Passíu-
sálma“ séra Hahgríms sem hvert
mannsbam á íslandi þekkir. En hvar
vaknaði áhugi Braga á bókmenntum
ogbókagerð?
„Móðir mín var mikil bókakona,"
svarar Bragi Þórðarson, „og áhuga-
söm um bóklestur og ljóð. Eg vand-
ist því alveg frá því að ég var bam að
lesa, bæði Ijóð og allt mögulegt. Það
varð nú tU þess að ég lærði prent-
verk og lærði hjá Hafsteini
Guðmundssyni, þeim mæta manni,
sem hafði mUdl áhrif á mig, síðan
þróaðist þetta út í að ég fór sjálfur að
gefa út bækur.“
Hafsteinn þótti listamaður og völ-
undur í bókagerð.
„Já, hann var mikUl fagurkeri og
lagði áherslu á að bækur væm gerð-
ar vel úr garði. Ég sjálfur bjó yfir
þessari ástríðu frá bemskudögum,
ég byrjaði snemma að bera út blöð
og fékk sérstaka tilfinningu fyrir
bókum og blöðum. Mér fannst lyktin
góð af blöðunum og prentsvertunni,
og það var eins og þetta væri einhver
ástríða sem byggi í mér. Allt þetta
leiddi síðan til þess að við stofnuðum
Hörpuútgáfuna árið 1960.“
Og ástin á ljóðlistinni hefur fylgt
þér alla tíð?
„Já, ég byrjaði fljótlega að gefa út
ljóð og þjóðlegan fróðleik. Það verk
sem ber hæst í því er ritröðin ,3org-
firsk blanda", átta bindi sem ég vann
sjálfur og skrifaði sjálfur að mestu
leyti. Þá höfum við gefið út mikið af
ævisögum og bókum sem tengjast
Akranesi og Borgarfjarðarhéraði.
Það var mikU umræða um
bókmenntir og Ijóðhst á mínu æsku-
heimili."
Að gömlum og góðum sið, þú ert
Akurnesingur að ætt og uppruna.
„ Já ég er það, fæddur og uppalinn
á Akranesi. Faðir minn er Borgfirð-
ingur en móðir mín var úr Ámessýsl-
unni. Hún kom í Borgarfjörðinn og
fór á Hvítárbakkaskólann og þau
kynntust í Borgarfirðinum. En hún
var eins og áður segir bókakona en
faðir minn ekki meir en gengur og
gerist."
Þú hefur vökvað þínar borgfirsku
rætur vel í bókaútgáfunni?
„ Já, stærsta verkið sem við höfum
gefið út er heUdarsafn Guðmundar
Böðvarssonar, ahar hans bækur, sjö
að tölu. Síðar gáfum við út ævisögu
hans eftir Silju Aðalsteinsdóttur,
„Skáldið sem sólin kyssti", sem hlaut
góðar viðtökur og var reyndar fyrsta
ævisagan sem hlaut íslensku bók-
menntaverðlaunin. Þá er héma
merkUeg bók, „Raddir dalsins“,
Ijóðasafn eftir átta systkini frá Graf-
ardal í Borgarfirði, sem öllu hlutu
náðargáfu ljóðskáldsins í vöggugjöf.
Við endurútgáfum síðan „Skáldkon-
ur fyrri alda“ eftir Guðrúnu P.
Helgadóttur og einnig Passíusálma
og veraldleg kvæði Hallgríms Pét-
urssonar í einni vandaðri öskju.“
Margt fleira mætti nefna af út>
gáfubókum Hörpuútgáíunnar. Með-
al annars tvær bækur eftir Braga
Þórðarson sjálfan, sem byggðar era
á útvarpsþáttum hans. Nefnist sú
fyrri „Æðralaus mættu þau örlögum
sínum“ og sú seinni „Blöndukútur-
inn“. Þetta era frásagnir af eftir-
minnilegum atburðum og skemmti-
legu fólki. Þá má nefna
„Borgfirðingaljóð", heildarljóðasöfn
Guðmundar Inga Kristjánssonar og
Vilhjálms frá Skáholti. Einnig úrval
úr smásögum Jónasar Árnasonar og
bók með öllum söngtextum hans.
„Meðal nýlegra útgáfubóka
Hörpuútgáfunnar er bráðfalleg ljós-
mynda- og textabók um heimaslóð-
imar, „Akranes, saga og samtíð“, en
texti bókarinnar er birtur á þremur
tungumálum. Þetta er geysilega
I leit að betri
tilveru
ANNAÐ líf eftir Auði Jónsddttur
segir frá Guðmundi Jónssyni, fimm-
tíu og fjögurra ára gömlum verka-
manni sem er alinn upp á Seyðis-
firði og nýfluttur til Reykjavíkur.
Vinur hans og taílensk eiginkona
hans telja Guðmund á að veita Nap-
assorn, tuttugu ára gamalli fegurð-
ardís, húsaskjól á meðan hún kemur
undir sig fótunum í nýjum heimi.
Guðmundur veit ekkert á hveiju
hann á von - og ekki lesandinn held-
ur.
Líklega er þetta i fyrsta sinn sem
kona frá framandi landi verður önn-
ur aðalpersóna í íslenskri skáld-
sögu, en eins og höfundurinn segir:
„Það mætti skrifa meira um þær en
verið hefur vegna þess að þær eru
orðnar staðreynd hór. Þær eru
komnar til að vera.“ En hver er
Napassom? „Hún er bara venjuleg
stelpa sem hefur ekki fengið mörg
tækifæri í lífinu og virkilega þurft
að berjast fyrir sínum tilverurétti.
Hún hefur aldrei fengið þau tæki-
færi sem konum á Vesturlöndum
þykja sjálfsögð. Og það er kannski
þess vegna sem hún tekur þeim að-
stæðum sem Guðmundur hefur upp
á að bjóða fegins hendi.“
Hann er nú ekki beinlmis trölla-
sjarmör.
„Hann er kannski dálitið and-
félagslegur karakter."
Það er ekki bara svo að Napass-
om hafi ekki fengið þau tækifæri
sem konum á Vesturlöndum þykja
sjálfsögð. Guðmundur hefur eigin-
lega ekki heldur fengið nein sérstök
tækifæri og bæði persónur þeirra
og samskipti eru nokkuð ólík því
sem þykir í frásögur færandi um
samband íslenskra karlmanna og
taflenskra kvenna.
„Ég vildi forðast klisjuna. Létt-
asta leiðin hefði verið að skrifa um
konu sem kom hingað og var lamin
sundur og saman. En ég vildi sýna
karakterinn, ungu stelpuna sem
langar til að flissa og hlæja, lesa
bækur og vera hún sjálf. Hún verð-
ur því meiri persóna sem hún fer
lengra frá klisjunum. Þær taflensku
konur sem ég hef hitt eru mjög
skemmtilegar og miklir karakterar
og það er dálítið leiðinlegt hvað við
höfum sett þær allar undir sama
hatt. Við erum fólk af öllum stærð-
um, gerðum og tegundum - sama
hvaðan við komum. Það er enginn
alveg á einn hátt bara vegna þess að
hann er taflenskur eða íslenskur."
Og hann er ekki beint dusilmenni,
hann Guðmundur? „Nei, hann er
yndislegur. Ég hef hitt mikið af
svona körlum sem passa ekki inn 1
þennan harða nútíma. Guðmundur
er enginn tilbúningur og á sér fleiri
en eina fyrirmynd. Samskipti þeirra
eru mjög sérstök og fjarri þeim
heimi sem birtist okkur mest í fjölm-
iðlum. Ibúðin sem þau deila er dálít-
ið hlutlaust svæði. Hann kemur frá
Seyðisfirði og hún frá Bangkok og
ibúðin verður sambland af aust-
firsku sveitaheimili og taflensku
hofi og þau eru bæði dálítið týnd
þarna í miðbæ Reykjavíkur." Sam-
band þeirra þróast á allt annan hátt
en venjulegt samband á milli karls
og konu. Hvers vegna?
Ragna Sigurðardóttir
„Þau gátu bara þróast á þennan
hátt samkvæmt þessum karakter-
um. Það er eins og oft gerist. Hann
er miklu eldri og fær ákveðna
verndartilfinningu gagnvart henni,
sem hún á líka skilið vegna þess að
hún er mikill einstæðingur þótt hún
sé sterk. Hann skilur bakgrunn
liennar og einsemd og verður mjög
hugsi yfir örlögum hennar. Hann
hefur fyllsta áhuga á henni sem
þessari manneskju og hann sér
mjög glöggt hvað hefur mótað
hana. Guðmundur er góður maður
þótt hann hafi ekki fengið að prófa
margt í li'finu. Lífsmottó hans eru öll
mjög rökrétt og hann sér líf hennar
sem heild. Hann er á skjön við við-
tekin gildi, er dálítill búddisti 1 eðli
sínu og stendur við það sem honum
finnst og það sem hann segir - og
lætur ekkert undan þrýstingi. Það
er svo algengur eiginleiki hjá fólki
sem stendur við skoðanir sínar. Það
horfir yfirleitt á heildarmynd hlut-
anna og hefur lqark til að sjá þá eins
og þeir eru.“ Hefurðu kynnst taí-
lenskum konum hér á landi?