Morgunblaðið - 07.12.2000, Blaðsíða 75

Morgunblaðið - 07.12.2000, Blaðsíða 75
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR FIMMTUDAGUR 7. DESEMBER 2000 75- i i Morgunblaðið/Jim Smart Davíð Oddsson, forsætisráðherra og fyrrverandi borgarstjóri, opnaði heimasiðu borgarstjómarflokks Sjálfstæðisflokksins í Tjarnarsal Ráð- húss Reykjavíkur. Borgarstj órnarflokkur Sjálfstæðisflokksins opnar heimasíðu BORGARSTJÓRNARFLOKKUR Sjálfstæðisflokksins hefur opnað- heimasíðu á Netinu, en slóðin erhttp://www.reykjavik2002.is. Davíð Oddsson, forsætisráðheixa og fyrr- verandi borgarstjóri, opnaði síðuna formlega í Tjamarsal Ráðhúss Reykjavíkur og lýsti yfir ánægju með framtakið. Inga Jóna Þórðardóttir, oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjóm, sagði að heimasíðan væri hluti af kosningabaráttu næstu borgarstjóm- arkosninga og að á henni yrði m.a. hægt að finna fréttir af borgarmálum. Hún sagði að mikil áhersla yrði lögð á að hafa síðuna gagnvirka, þ.e. að borgarbúar ættu kost á því að viðra skoðanir sínar á síðunni og spyija borgarfulltrúa út í hin ýmsu mál. Inga Jóna mun reglulega skrifa leiðara á síðuna og aðrir fulltrúar Sjálfstæðisflokksins munu einnig skrifa þar greinar um ýmis málefni. Heimasíðan verður uppfærð viku- lega. Yfírlýsing Samtaka um betri byggð vegna Rey kj avfkur flugvallar Forsendur til ákvörðunar liggja þegar fyrir MORGUNBLAÐINU hefiir borist eftirfarandi yfirlýsing Samtaka um betri byggð í tilefni af erindisbréfi sérfræðihóps vegna almennrar at- kvæðagreiðslu um innanlandsflugvöll í Reykjavík: „Samtök um betri byggð fagna því að borgarstjóm Reykjavíkur hafi frumkvæði um að efla lýðræðislega ákvarðanatöku í málefnum höfuð- borgarinnar með því að standa fyrir almennri atkvæðagreiðslu um fram- tíðarlandnotkun í Vatnsmýri. Samtökin benda hins vegar á að nú þegar liggur fyrir gnótt upplýsinga sem gera rétt kjömum yfirvöldum i Reykjavík mögulegt að taka upplýsta og ábyrga stjómvaldsákvörðun um þetta mál, ákvörðun sem þjónar bæði hagsmunum Reykvíkinga og annarra landsmanna. Samtökin benda á að um er að ræða tvö aðskilin mál. Þótt þau teng- ist innbyrðis sem tveir veigamiklir þættir í heildarskipulagi höfuðborg- arinnar verður að leysa þau hvort á sínum forsendum. í fyrsta lagi er um að ræða mikil- vægt skipulagsmál í miðborg Reykja- víkur sem er svo brýnt að áhrifa þess gætir ekki aðeins á höfuðborgar- svæðinu, heldur hefur það veralegt þjóðhagslegt vægi. Borgaryfirvöld- um ber að taka ákvörðun um það með hagsmuni borgarbúa að leiðarljósi. I öðra lagi er um að ræða sam- göngumál sem lýtur að því að finna til framtíðar góða lausn fyrir flugstarf- semi á höfuðborgarsvæðinu. Það er á verksviði og ábyrgð samgönguyfir- valda lýðveldisins að tryggja sam- göngur á landi, sjó og í lofti á milli byggðarlaga og landshluta í góðri sátt við íbúa og yfirvöld á hverjum stað. Samtök um betri byggð hafa til- nefnt fulltrúa sinn í fimm manna und- irbúningsnefnd fyrir almenna at- kvæðageiðslu um framtíðarland- notkun í Vatnsmýri og munu að sjálfsögðu starfa þar af heilindum. Samtökin áskilja sér fullan rétt til að stuðla hér eftir sem hingað til að miðlun upplýsinga og málefnalegum umræðum um skipulagsmál í Reykja- vík og á höfuðborgarsvæðinu. Sturla Böðvarsson samgönguráð- herra skipar einn mann í nefndina sem m.a. á að kanna staði fyrir hugs- anlegan flugvöll á höfuðborgarsvæð- inu. Því harma Samtök um betri byggð ummæli ráðherrans í tilefni af útgáfu erindisbréfs nefndarinnai- um að flugstarfsemi skuli annaðhvort vera í Vatnsmýri eða á Keflavíkur- flugvelli." Athugasemd frá Islenskri endur- tryggingu MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd frá Is- lenskri endurtryggingu: „Vegna fréttaflutnings í dagblöð- um síðustu daga um endurtrygging- ar fiskiskipa og starfsemi Islenskrar endurtryggingar hf. er rétt að eftir- farandi komi fram. Um áratugaskeið annaðist félagið endurtryggingar fyrir innlend vátryggingafélög í ýmsum greinum, m.a. með svo- nefndu samsteypufyrirkomulagi en þá endurtryggði félagið hluta af áhættunni frá einu félagi hjá öðram félögum. Að auki sá félagið um sam- eiginlega endurtryggingavernd fyrir vátryggingafélögin vegna stórtjóna, sem þá var að langmestu leyti endur- tryggð aftur erlendis. Fyrir nokkram áram tók gildi ný löggjöf um samkeppnismál. Það var mat samkeppnisyfirvalda að fyrr- nefnt samstarf vátryggingafélaga stangaðist á við ákvæði þessara laga. Með hliðsjón af þessu áliti sam- keppnisyfirvalda ákváðu félögin að hætta starfsemi tryggingasamsteyp- anna fyrir nokkram árum, en hins vegar endurtryggði félagið áfram einstök félög, m.a. vegna stórtjóna- áhættu. Snemma á þessu ári tók stjórn félagsins þá ákvörðun að fé- lagið hætti hefðbundinni endur- tryggingastarfsemi frá næstu ára- mótum að undanteknum endur- tryggingasamningi vegna stórtjóna á fiskiskipum yfir 100 rúmlestir, ef félögin teldu sér hag af því fyrir- komulagi. Einstök félög hafa síðan ákveðið að endurtryggja þessa áhættu hvert fyrir sig og af því leiðir að þessi samningur verður ekki end- urnýjaður um næstu áramót." www.mbl.is Jólakort Soroptimista- klúbbs Kópavogs EINS OG mörg undanfarin ár gef- ur Soroptimistaklúbbur Kópavogs út jólakort fyrir þessi jól. Jólakortin hafa verið ein aðal uppistaða í tekjuöflun kiúbbsins. Soroptimisaklúbbur Kópavogs hefur frá upphafi stutt byggingu hjúkrunarheimilisins Sunnuhlíðar í Kópavogi með fjárframlögum og einnig hafa tæki til endurhæfingar verið gefin þangað. Klúbburinn hefur jafnframt styrkt ýmis önnur mannúðarmál. í ár eru einnig gef- in út merkispjöld á jólapakka með sömu mynd. Eins og undanfarin ár hefur listakonan Jónína Magnús- dóttir (Ninný) hannað kortið en hún er klúbbfélagi í Soroptimista- klúbbi Kópavogs. Hinn 16. nóvember sl. var tekin fyrsta skóflustunga að stækkun hjúkrunarheimilisins Sunnuhlíðar og eins og fyrir 20 árum hafa fé- lögin níu, sem þá stóðu fyrir bygg- ingu hjúkrunarheimilisins, tekið höndum saman og afla nú fjár undir kjörorðinu „Stöndum saman - stækkum Sunnuhlíð". Bókhaldskerfi KERFISÞROUN HF. FÁKAFENI 11, s. 568 8055 http://www.kerfisthroun.is/ 1 NettQú^ H ELDHÚS - BAÐ - FATASKÁPAR Vantar þig nýtt og betra bab fyrir jólin? Nú er lag, því vib bjóbum allt ab afslátt af öllum geröum. Friform IHÁTÚNI6A (I húsn. Fönix) SlMI: 552 4420 M METRO Skeifan 7 • Slmi 525 0800 0PIDTH. ÖLLKVQLD Jólaskreytingar á ótrúlega lágu verði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.