Morgunblaðið - 07.12.2000, Qupperneq 75
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
FIMMTUDAGUR 7. DESEMBER 2000 75-
i
i
Morgunblaðið/Jim Smart
Davíð Oddsson, forsætisráðherra og fyrrverandi borgarstjóri, opnaði
heimasiðu borgarstjómarflokks Sjálfstæðisflokksins í Tjarnarsal Ráð-
húss Reykjavíkur.
Borgarstj órnarflokkur
Sjálfstæðisflokksins
opnar heimasíðu
BORGARSTJÓRNARFLOKKUR
Sjálfstæðisflokksins hefur opnað-
heimasíðu á Netinu, en slóðin
erhttp://www.reykjavik2002.is. Davíð
Oddsson, forsætisráðheixa og fyrr-
verandi borgarstjóri, opnaði síðuna
formlega í Tjamarsal Ráðhúss
Reykjavíkur og lýsti yfir ánægju með
framtakið.
Inga Jóna Þórðardóttir, oddviti
sjálfstæðismanna í borgarstjóm,
sagði að heimasíðan væri hluti af
kosningabaráttu næstu borgarstjóm-
arkosninga og að á henni yrði m.a.
hægt að finna fréttir af borgarmálum.
Hún sagði að mikil áhersla yrði lögð á
að hafa síðuna gagnvirka, þ.e. að
borgarbúar ættu kost á því að viðra
skoðanir sínar á síðunni og spyija
borgarfulltrúa út í hin ýmsu mál.
Inga Jóna mun reglulega skrifa
leiðara á síðuna og aðrir fulltrúar
Sjálfstæðisflokksins munu einnig
skrifa þar greinar um ýmis málefni.
Heimasíðan verður uppfærð viku-
lega.
Yfírlýsing Samtaka um betri byggð
vegna Rey kj avfkur flugvallar
Forsendur til
ákvörðunar liggja
þegar fyrir
MORGUNBLAÐINU hefiir borist
eftirfarandi yfirlýsing Samtaka um
betri byggð í tilefni af erindisbréfi
sérfræðihóps vegna almennrar at-
kvæðagreiðslu um innanlandsflugvöll
í Reykjavík:
„Samtök um betri byggð fagna því
að borgarstjóm Reykjavíkur hafi
frumkvæði um að efla lýðræðislega
ákvarðanatöku í málefnum höfuð-
borgarinnar með því að standa fyrir
almennri atkvæðagreiðslu um fram-
tíðarlandnotkun í Vatnsmýri.
Samtökin benda hins vegar á að nú
þegar liggur fyrir gnótt upplýsinga
sem gera rétt kjömum yfirvöldum i
Reykjavík mögulegt að taka upplýsta
og ábyrga stjómvaldsákvörðun um
þetta mál, ákvörðun sem þjónar bæði
hagsmunum Reykvíkinga og annarra
landsmanna.
Samtökin benda á að um er að
ræða tvö aðskilin mál. Þótt þau teng-
ist innbyrðis sem tveir veigamiklir
þættir í heildarskipulagi höfuðborg-
arinnar verður að leysa þau hvort á
sínum forsendum.
í fyrsta lagi er um að ræða mikil-
vægt skipulagsmál í miðborg Reykja-
víkur sem er svo brýnt að áhrifa þess
gætir ekki aðeins á höfuðborgar-
svæðinu, heldur hefur það veralegt
þjóðhagslegt vægi. Borgaryfirvöld-
um ber að taka ákvörðun um það með
hagsmuni borgarbúa að leiðarljósi.
I öðra lagi er um að ræða sam-
göngumál sem lýtur að því að finna til
framtíðar góða lausn fyrir flugstarf-
semi á höfuðborgarsvæðinu. Það er á
verksviði og ábyrgð samgönguyfir-
valda lýðveldisins að tryggja sam-
göngur á landi, sjó og í lofti á milli
byggðarlaga og landshluta í góðri
sátt við íbúa og yfirvöld á hverjum
stað.
Samtök um betri byggð hafa til-
nefnt fulltrúa sinn í fimm manna und-
irbúningsnefnd fyrir almenna at-
kvæðageiðslu um framtíðarland-
notkun í Vatnsmýri og munu að
sjálfsögðu starfa þar af heilindum.
Samtökin áskilja sér fullan rétt til
að stuðla hér eftir sem hingað til að
miðlun upplýsinga og málefnalegum
umræðum um skipulagsmál í Reykja-
vík og á höfuðborgarsvæðinu.
Sturla Böðvarsson samgönguráð-
herra skipar einn mann í nefndina
sem m.a. á að kanna staði fyrir hugs-
anlegan flugvöll á höfuðborgarsvæð-
inu. Því harma Samtök um betri
byggð ummæli ráðherrans í tilefni af
útgáfu erindisbréfs nefndarinnai- um
að flugstarfsemi skuli annaðhvort
vera í Vatnsmýri eða á Keflavíkur-
flugvelli."
Athugasemd
frá Islenskri
endur-
tryggingu
MORGUNBLAÐINU hefur borist
eftirfarandi athugasemd frá Is-
lenskri endurtryggingu:
„Vegna fréttaflutnings í dagblöð-
um síðustu daga um endurtrygging-
ar fiskiskipa og starfsemi Islenskrar
endurtryggingar hf. er rétt að eftir-
farandi komi fram. Um áratugaskeið
annaðist félagið endurtryggingar
fyrir innlend vátryggingafélög í
ýmsum greinum, m.a. með svo-
nefndu samsteypufyrirkomulagi en
þá endurtryggði félagið hluta af
áhættunni frá einu félagi hjá öðram
félögum. Að auki sá félagið um sam-
eiginlega endurtryggingavernd fyrir
vátryggingafélögin vegna stórtjóna,
sem þá var að langmestu leyti endur-
tryggð aftur erlendis.
Fyrir nokkram áram tók gildi ný
löggjöf um samkeppnismál. Það var
mat samkeppnisyfirvalda að fyrr-
nefnt samstarf vátryggingafélaga
stangaðist á við ákvæði þessara laga.
Með hliðsjón af þessu áliti sam-
keppnisyfirvalda ákváðu félögin að
hætta starfsemi tryggingasamsteyp-
anna fyrir nokkram árum, en hins
vegar endurtryggði félagið áfram
einstök félög, m.a. vegna stórtjóna-
áhættu. Snemma á þessu ári tók
stjórn félagsins þá ákvörðun að fé-
lagið hætti hefðbundinni endur-
tryggingastarfsemi frá næstu ára-
mótum að undanteknum endur-
tryggingasamningi vegna stórtjóna
á fiskiskipum yfir 100 rúmlestir, ef
félögin teldu sér hag af því fyrir-
komulagi. Einstök félög hafa síðan
ákveðið að endurtryggja þessa
áhættu hvert fyrir sig og af því leiðir
að þessi samningur verður ekki end-
urnýjaður um næstu áramót."
www.mbl.is
Jólakort Soroptimista-
klúbbs Kópavogs
EINS OG mörg undanfarin ár gef-
ur Soroptimistaklúbbur Kópavogs
út jólakort fyrir þessi jól.
Jólakortin hafa verið ein aðal
uppistaða í tekjuöflun kiúbbsins.
Soroptimisaklúbbur Kópavogs
hefur frá upphafi stutt byggingu
hjúkrunarheimilisins Sunnuhlíðar
í Kópavogi með fjárframlögum og
einnig hafa tæki til endurhæfingar
verið gefin þangað. Klúbburinn
hefur jafnframt styrkt ýmis önnur
mannúðarmál. í ár eru einnig gef-
in út merkispjöld á jólapakka með
sömu mynd. Eins og undanfarin ár
hefur listakonan Jónína Magnús-
dóttir (Ninný) hannað kortið en
hún er klúbbfélagi í Soroptimista-
klúbbi Kópavogs.
Hinn 16. nóvember sl. var tekin
fyrsta skóflustunga að stækkun
hjúkrunarheimilisins Sunnuhlíðar
og eins og fyrir 20 árum hafa fé-
lögin níu, sem þá stóðu fyrir bygg-
ingu hjúkrunarheimilisins, tekið
höndum saman og afla nú fjár
undir kjörorðinu „Stöndum saman
- stækkum Sunnuhlíð".
Bókhaldskerfi
KERFISÞROUN HF.
FÁKAFENI 11, s. 568 8055
http://www.kerfisthroun.is/
1 NettQú^
H ELDHÚS - BAÐ - FATASKÁPAR
Vantar þig nýtt og betra
bab fyrir jólin?
Nú er lag, því vib
bjóbum allt ab
afslátt af öllum geröum.
Friform
IHÁTÚNI6A (I húsn. Fönix) SlMI: 552 4420
M
METRO
Skeifan 7 • Slmi 525 0800
0PIDTH.
ÖLLKVQLD
Jólaskreytingar
á ótrúlega
lágu verði