Morgunblaðið - 07.12.2000, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 07.12.2000, Blaðsíða 64
>4 FIMMTUDAGUR 7. DESEMBER 2000 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ Svar til Jóns Hafsteins Jónssonar HEILL og sæll. Þú skrifar mér bréf í Morgunblaðinu vegna greinar minnar í nýút- kominni bók, „Minn- ingar úr Menntaskól- ’anum á Akureyri". Þar berð þú brigður á heið- arleika minn og dóm- greind og ýjar þess ut- an að því að ég hafi þar sakað þig um ósæmilega pólitíska innrætingu. Hið rétta í málinu er að ég minnist þar lítil- lega á svokallaða „seilufundi", sem ég sat á þessum árum og hlut þinn í einum þeirra. Þar lét ég þess getið að á þessum fundi hafir þú fjallað „á nokkuð fræðilegan hátt um rökhyggju og díalektíska efnis- hyggju." Lengra er nú ekki gengið í •*týsingum á þessum fundum. Þess utan leyfi ég mér að fullyrða í krafti kynna minna af þér að þú hafir verið einlægur aðdáandi sovésks kommúnisma og hafir rætt af tals- verðum fjálgleik um sæluríkið fyrir austan þar sem glæpir þrifust ekki. Ef þú kannast ekki við þessa lýs- ingu, verður að hafa það. Að mínu leyti stend ég við hana. Ef nokkuð er, ber þessi lýsing vott um meiri hógværð en mér er töm og efnið gefur tilefni til. Talsvert rými í skrifum þínum fer í að rifja upp einhverjar deilur þínar við Morgunblaðið. Virðist mega ráða það af skrifum þínum að þú hafir komist í lista yfir áskrifendur blaðsins og dreift til þeirra einblöð- ungi með upplýsingum um Vietnam- stríðið. Það mál er mér með öllu óviðkomandi. Ar mín í menntaskóla og háskóla eru óhjákvæmilega tengd því sér- kennilega tímabili sögunnar, sem markast annars vegar af uppreisn- inni í Ungverjalandi og hins vegar af vorinu í Prag, sem umbreyttist í fimbulvetur 1968. Á þessum tíma voru Sovétríkin efnahagslega með sterkasta móti, voru að vinna mikil afrek á sviði geimvísinda og stóðu á Niátindi hemaðarmáttar síns. Jafn- framt voru komnar djúpar sprung- ur í ímynd fyrirmyndarríkis sósíalismans þar sem skein í ömur- legan raunveruleika alræðisins. Trúboð hinna innvígðu hélt þó áfram á svipuðum nótum enn um sinn. Átti það ekki síst við um gras- rótarstarfið: þessir sellufundir voru að sjálfsögðu hluti af því „fræðslu- starfi" sem þar fór fram. Það sem upp úr stendur er að sjálfsögðu sú Tvöfalt sterkara % APÓTEKIN ótrúlega tryggð við spilaborgina og þrá- kelknin við að lýsa henni eins og hún átti að vera samkvæmt kenningunni, sem einkenndu þetta „fræðslustarf1. Ef þú kannast nú ekki við að hafa verið virkur þátt- takandi í þessu spil- verki, finnst mér það athyglisvert en það kemur ekki með öllu á óvart. I starfi mínu sem þingmaður hef ég átt þess kost að kynnast mörgum þeirra þjóða, sem lifðu undir jámhæl Sovétríkj- anna. Blekkingavefurinn, sem spunninn var af áróðursmeisturum þessa alræðisríkis, og endurtekinn Skólaminningar Á þeim tíma varð ég sem námsmaður, segír Tómas Ingi Olrich, aldrei fyrir pólitískum þrýstingi af hálfu hinna „borgaralegu í kennarastétt“. samviskusamlega áratugum saman af sósíalistum í lýðræðislöndunum, hefur nú verið afhjúpaður. Mið- og Austur-Evrópuþjóðimar, sem nú vinna að því að endurreisa samfélög sín undir merki lýðræðisins, viður- kenna að þjóðskipulag þeirra, efna- hagur og öll grunngerð hafi skaðast varanlega af þessum ósköpum og telja að áratugir líði uns sárin verði að fullu gróin. Þú kvartar í bréfi þínu til mín yfir þeirri fullyrðingu minni að hinir „borgaralegu í kennarastétt" Menntaskólans á Akureyri hafi ekki stundað pólitíska innrætingu. Nú verður þú að gæta þess að ég er að lýsa reynslu minni af kennurum skólans þau sjö ár sem ég var þar við nám. Mér er ljúft að endurtaka það hér, að á þeim tíma varð ég sem námsmaður aldrei fyrir pólitískum þrýstingi af hálfu hinna „borgara- legu í kennarastétt" og gilti einu hvar ég stóð sjálfur í stjórnmálun- um á þeim tíma. Um hið gagnstæða bera þeir þá vitni, sem telja sig hafa orðið fyrir því. Geta menn svo lagt mat á stöðuna í ljósi vitnisburða. Að sjálfsögðu er hugsanlegt að undir hugtakinu „borgaralegur" flokkir þú sem gamall sósíalisti alla þá sem ekki deildu með þér hug- sjónum. í mínum huga er hugtakið þó nokkuð þrengra, eins og fram kemur í minningarbrotum mínum. Að lokum skal það tekið fram að ef heimildir mínar um farangurstjón þitt í Sovétríkjunum eru ekki traustar, er mér ljúft að biðja þig velvirðingar á því. Höfundur er alþingismaður. Stretchbuxur kr. 2.900 Konubuxur frá kr. 1.690 Dragtir, kjólar, blússur og pils. Ódýr náttfatnaður. Nýbýlavegi 12, sími 5544433 Ævintýri um sumartíma I GOMLU ævintýri er sagt frá eskimóa sem klippti eitt fet of- an af rúmfeldinum sín- um og saumaði neðan við hann, til þess að sér yrði hlýrra á fótun- um þegar haustaði. Frumvarp 11 þing- manna um sérstakan tvöfaldan sumartíma sem nýlega var lagt fram á Alþingi, minnti mig á ævintýrið um þennan ráðagóða eskimóa. Sjaldan hef ég séð svo margar góðar greinar um eitt málefni hér á síðum Morgunblaðsins, stundum margar á dag, allt um þá rökleysu sem fylg- ir frumvarpinu. Það sem sérstak- lega vakti athygli mína, var að allir voru á móti þessu frumvarpi þing- mannanna, en þó af mjög margvís- legum ástæðum. Sagt er að reynsl- an sé ólygnust og það má með sanni segja að komið hafi fram í þessum greinum. Við Islendingar höfum einmitt vonda reynslu af hringli með klukk- una. Fyrir 1968 voru sífellt uppi gagnrýnisraddir um ókosti þess að breyta klukkunni, en síðan tekinn var upp stöðugur tími hér, hefur ríkt um það góð sátt. Oft hef ég undrast vinnubrögð á Alþingi, en ef rök þessara þing- manna, sem nú leggja fram frum- varp um tvöfaldan sumartíma, geta talist gild á Alþingi, minnkar enn álit mitt á þeirri stofnun. Vonandi fer þessi tilraun út um þúfur eins og í fyrri fjögur skiptin sem slík umræða hefur farið fram á Alþingi, en hvað gengur Vilhjálmi Egilssyni til? Málið hefur ekki á sér pólitískt yfirbragð, enda vandséð að nokkur geti hagnast pólitískt á slíku uppátæki. Allt fyrir Evrópusambandið Helstu rökin fyrir frumvarpinu virðast þau, að samræming við stefnu Evrópusambandsins sé okk- ur nauðsynleg í þessu máli, en önn- ur rök sem fram koma í greinar- gerðinni, eru vægast sagt ekki boðleg. Eft- irfarandi setning úr greinargerðinni fannst mér skondin: „hér gæti skapast sérstök sumarstemmning eins og gerist í nágranna- löndum í Evrópu." Með allri virðingu fyr- ir löggjafarvaldi Al- þingis, er mér til efs að hægt sé að flytja land- ið á suðrænar slóðir með því einu að stilla klukkuna tvisvar á ári. Áður en ég lýk um- ræðu um greinargerð- ina, tel ég að öllum vit- rænum markmiðum sem þar koma fram, væri betur náð með því að að- laga vinnutíma dagsbirtu eftir föngum, að vori og hausti án þess að breyta klukkunni. Einu gildir yfir hásumarið, þegar dagsbirtan nær yfir allan þann tíma sem við erum vakandi. Það er ein- faldlega ekki hægt að flytja dags- birtuna yfir á síðari hluta dagsins, án þess að skerða hana að sama skapi á morgnana. Sagan um rúmteppi eskimóans er líka bara ævintýri. Frakkar og Bretar sammála Nýleg könnun í Frakklandi sýnir að yfir 70% þjóðarinnar eru and- vígir sumartíma og forsætisráð- herra Frakklands er einn aðal bar- áttumaður fyrir afnámi sumartíma þar. Bretar íhuga að taka upp fastan tíma BEST (British Energy Saving Time) og frést hefur að hliðstæð hugmynd sé í athugun hjá fram- kvæmdastjórn Evrópusambands- ins. Þá fyrst gætum við orðið öðrum til athlægis, ef við yrðum einir eftir með nýjan tvöfaldan sumartíma, sem ég legg til að þá yrði kallaður VERST (Vilhjálmur Egilsson’s Remarkably Silly Time). Hagræði við óbreytta klukku GMT (Greenwitch Mean Time) er sá tími sem við nú notum, en sú Tími Mér til efs að hægt sé að flytja landið á suðrænar slóðir, segir Stefán Sæmundsson, með því einu að stilla klukkuna tvisvar á ári. tímasetning snertir mest þrjá þætti samfélagsins; rannsóknir, fjar- skipti og samgöngur. Tölvur eru snar þáttur í okkar daglega lífi og snerta nær alla starfsemi. Þar eru sennilega mestu hagsmunirnir að hafa óbreyttan tíma, því kostnaður yrði gífurlegur við breytingu á tíma og leiðréttingar vegna mistaka sem því fylgja, hafa kostað nágranna- þjóðir okkar ómældar upphæðir og tafir af ýmsu tagi. Sem flugmaður get ég fullyrt, að það hagræði sem við höfum af því að nota núverandi tíma (GMT), verður seint metið til fulls. Nægir þar að nefna að öll tíma- skráning sem snertir flugáætlanir, flugumferðarstjórn, veðurspár og fjarskipti er aþjóðleg og fylgir mið- tíma Greenwich. Ruglingurinn sem skapast þegar klukkunni er breytt í Evrópu og Bandaríkjunum að vori og hausti, er okkur og flugfarþegum til mik- illa óþæginda, sérstaklega vegna þess að klukkunni er breytt með viku millibili í austri og vestri. Niðurlag Alþingi hefur áður borið gæfu til að láta þetta frumvarp daga uppi, vonandi er að sama málsmeðferð verði okkur að þessu sinni ódýr áminning um að líta um öxl og láta reynsluna verða okkur að kenn- ingu. Látum ævintýrin bara vera sölu- vöru í jólabókunum okkar þetta ár- ið. Höfundur er flugmaður. X. Stefán Sæmundsson Það kemur ekk- ert fyrir mig! ER EKKI í lagi að aka eftir einn bjór? Er ég bara ekki betri ökumaður? Mér finnst það að minnsta kosti stundum. Ekki er óeðlilegt að þeir sem aka eftir að hafa neytt áfengis finnist það sjálfum eða að þeir reyni að réttlæta hegðun sína með þessum rökum. Hvað með hálfan bjór? Vísindamenn hafa margsannað að jafnvel hálfur bjór hafi áhrif á hæfni ökumanna til að aka til hins verra. Það er talið að strax við 0,2 prómill áfengis í blóði dragi úr hæfni ökumanns til aksturs og mætti ætla að það jafngilti hálfum bjór hjá sumum einstaklingum. En hvaða áhrif hefur áfengið á ökumenn? Nefnum nokkur dæmi: 1. Ökumaður undir áhrifum áfengis á erfiðara með að einbeita sér að einum þætti lengi í einu og einbeitingin minnkar auk þess sem hæfnin til að einbeita sér að tveim- ur eða fleiri atriðum samtímis minnkar verulega. Þessi eiginleiki er mjög mikilvægur hjá ökumanni. Að þurfa að fylgjast samtímis með bíl á ferð og gangandi vegfaranda getur orðið mjög erfitt. 2. Viðbragð lengist verulega og við 0,4-0,5 prómill (u.þ.b. einn sterkur bjór að meðal- tali) getur það aukist um 35%. Þetta skýrir meðal annars hvers vegna ölvaðir öku- menn lenda gjarnan í aftanákeyrslum. 3. Eftir einn bjór getur mistökum í akstri fjölgað allt að 25%. Rangar ákvarð- anir geta skipt sköp- um þegar taka þarf ákörðun á innan við einni sekúndu, eins og oft vill verða í akstri. 4. Samhæfing milli tauga og vöðva versnar. Hreyfingar stýris verða erfiðari, notkun bensíngjaf- ar, kúplingar og bremsu verður ónákvæmari. Þetta skýrir hvers Olvunarakstur Er ekki í lagí að aka eft- ir einn bjór? spyr Einar Guðmundsson. vegna erfiðara er fyrir ökumenn undir áhrifum að halda bflnum á réttum stað á götunni og þegar skoðuð er tjónatíðni ölvaðra öku- manna má rekja 49% þeirra til þess að ekið er á mannvirki, ljósa- Einar Guðmundsson staura, umferðarmerki eða kyrr- stæða bíla. 5. Sjón og heyrn verður lakari. Ökumaðurinn á erfiðara með að greina aðra einstaklinga, sérstak- lega í myrkri. Hann sér verr til hliðana og greinir því síður um- ferðina, bíla eða fólk sem ekki er beint framan við bílinn. 6. Dómgreind minnkar og hæfn- in til að meta aðstæður rétt einnig. Þetta gerir það að verkum að við erfiðar eða hættulegar aðstæður er viðkomandi mjög hættulegur. Fólk með skerta dómgreind telur sig geta ekið eftir að hafa neytt áfeng- is. Þó það hafi haft þann ásetning í huga í upphafi að aka ekki undir áhrifum er hann ekki lengur í huga fólksins þegar það finnur bíllykil- inn í vasanum á leið heim. Þessir örfáu punktar um áhrif áfengis á aksturshæfni ættu að duga til að sannfæra okkur um að akstur og áfengi sé lífshættuleg blanda og nú þegar jólin fara í hönd er mikilvægt að hafa þetta í huga. Endum ekki jólagleðina með ölv- unarakstri. Höfundur er forvamafulltrtíi Sjóvár-Almennra hf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.