Morgunblaðið - 07.12.2000, Blaðsíða 80

Morgunblaðið - 07.12.2000, Blaðsíða 80
MORGUNBLAÐIÐ 80 FIMMTUDAGUR 7. DESEMBER 2000 DAGBÓK í dag er fímmtudagur 7. desember, 342. dagur ársins 2000. Ambrósíus- messa. Orð dagsins: Sá sem vill elska lífíð og sjá góða daga, haldi tungu sinni frá vondu og vörum sínum frá að mæla svik. (lPt. 3,10.) Skipin Reykjavíkurhöfn: Goða- foss kemur og fer í dag. Arnarfell og Zuljala fara ídag. __________ Hafnarfjarðarhöfn: Ramnes kom í gær, Lag- arfoss fer í dag. Fréttir Bókatíðindi 2000. Núm- er fimmtudagsins 7. des- ember er 87167. Kattholt. Flóamarkaður í Kattholti, Stangarhyl 2, opinn þriðjud. og fimmtud. frákl. 14-17. Félag frímerkjasafnara. Opið hús laugardaga kl. 13.30-17. Mannamót Aflagrandi 40. Kl. 9 vinnustofa, kl. 10.20 boccia, kl. 13 vinnustofa og myndmennt. Árskógar 4. KI. 9-12 bókband, kl. 9-16.30 pennasaumur og búta- saumur, kl. 9.45 morgun- stund, Ú. 10.15 leikfimi, kl. 11 boccia, kl. 13 opin smíðastofa. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 9- 9.45 leikfimi,kl. 9-12 hnyndlist, kl. 9-16 handa- vinna, kL 13 glerlist FEBK-félagar. Heilsu- gæslan í Kópavogi býður félagsmönnm að kynna sér starfsemi heilsu- gæslustöðvarinnar Borga, Fannborg 7-9 í dag fimmtud. Mæting við Gjábakka kl. 14. Félagsstarf aldraðra, Dalbraut 18-20. Kl. 9 og kl. 13 opin handa- vinnustofan, kl. 14.30 sögustund. Félagsstarf aldraðra, Lönguhlíð 3. Kl. 11.10 'c leikfimi, kl. 13 föndur og handavinna, kl. 15 bingó. Félagsst. Furugerði 1. Kl. 9 smíðar og út- skurður, glerskurðar- námskeið og leirmuna- gerð, kl. 9.45 verslunarferð í Austur- ver, kl. 13.30 boccia. Félag eldri borgara, Garðabæ. Jólahlaðborð verður í Kirkjuhvoli fóstud. 8. des. húsið opn- að kl. 19. Félag eldri borgara í Hafnarfirði, Hraunseli, * Reykjavikurvegi 50. Púttæfing í Bæjar- útgerðinni kl. 10-12. Rúta frá Hraunseli kl. 17:30 í jólahlaðborðið í Skíðaskálanum. Félag eldri borgara í Reykjavík, Ásgarði Glæsibæ. Brids kl. 13. Jólavaka FEB verður haldin 9. des. og hefst kl 20. Söngfélag FEB syngur jólalög,hugvekju flytur sr. Ólöf Ölafs- ^.dóttir. Þórir Bergs, 12 ára piltur, leikur á hom, lesin Ijóð, tvísöngur o.fl. Kaffi og meðlæti. Skrán- ing á skrifstofu FEB. Jólaferð á Suðumesin laugard. 16. des. Upplýst Bergið í Keflavík skoðað. Ekið um Keflavík, Sand- gerði og Garð. Súkkulaði og meðlæti á Ránni í Keflavík. Brottför frá Ásgarði í Glæsibæ kl. 15. Æskilegt að fólk skrái sig sem fyrst. Breyting hefur orðið á viðtalstíma Silfurlínunnar, opið verður á mánud. og mið- vikud. frá kl. 10-12. f.h. Upplýsingar á skrifstofu FEBísíma 588-2111 frá kl. 10-16. Félag eldri borgara í Kópavogi. Opið hús verður í Gullsmára, Gullsmára 13, laugard. 9. des. kl. 14-17. Hjörtur Pálsson, skáld og fyrrv. listamaður Kópavogs, flytur Ijóð, framsamin og þýdd. Dr. Ólína Þorvarð- ardóttir með álfatrú og fleira tengt þessum árs- tíma. Kaffi í boði. FEBK. Nokkrir nemendur úr Tónlistaskóla Kópavogs leika á píanó og flautu. Sr. Ami Sigurðsson flyt- ur jólahugleiðingu. Gerðuberg, félagsstarf. Sund og leikfimiæfingar í Breiðholtslaug, kl. 9.30, kl. 10.30 helgistund um- sjón Lilja G. Hall- grímsdóttir djákni, frá hádegi spilasalur og vinnustofur opin. Mið- vikud. 13. des. árleg ferð með lögreglunni, Oh'ufé- lagið hf. ESSO býður akstur, m.a. Laugar- neskirkja heimsótt, um- sjón sr. Bjarni Karlsson ökuferð um Sundahöfn og nýja bryggjuhverfið í Grafarvogi. Kaffi í boði í slandsbanka í Lóuhól- um í Ásgarði í Glæsibæ. Mæting í Gerðubergi kl. 12.30 skráning í hafin uppl. í síma 575-7720. Gjábakki, Fannborg 8. Handavinnustofan opin kl. 9-15, kl. 9.30 gler og postulínsmálun, leikfimi kl. 9.05, kl. 9.50 ogkl. 10.45, kl. 13 klippimyndir og taumálun. Gullsmári, Gullsmára 13. Opið kl. 9-17. Postu- línsmálun kl. 9 jóga kl. 10, bridge kl. 13. Handa- vinnustofan opin kl. 13- 16. Hraunbær 105. Kl. 9- 16.30 bútasaumur, perlu- saumur og kortagerð, kl. 9 fótaaðgerð, kl. 9.45 boccia, kl. 14 félagsvist. Hæðargarður 31. Kl. 9- 16.30 opin vinnustofa, glerskurður, kl. 10 leik- fimi, kl. 13.30 bókabíll, kl. 15.15 dans. Jólafagn- aður verður fóstud. 8. des. kl. 18.30. Tilkynna þarfþátttöku. Hvassaleiti 56-58. Kl. 9 opin handavinnustofa, búta- og brúðusaumur, kl. 10 boccia, kl. 13 handavinna, kl. 14 fé- lagsvist. Norðurbrún 1. Kl. 9 handavinnustofumar opnar, útskurður, kl. 10 leirmunanámskeið, kl. 13.30 stund við píanóið. Jólagleði verður fóstud. 8. des. kl. 14. Vesturgata 7. Kl. 9.15- 15.30 handavinna, kl. 10 boccia, kl. 13-14 leikfimi, kl. 13-16 kóræfing. í dag, fimmtud. 7. des., er þjónustumiðstöðin lokuð frá kl. 13 vegna undir- búnings jólafagnaðar sem hefst kl. 17. Tré- skurðamámskeið hefst í janúar leiðbeinandi Sig- urður Hákonarson. Uppl. og skráning í s. 562-7077. Vitatorg. Kl. 9 smiðjan kl. 9.30 glerskurður, fatasaumur og morgun- stund, kl. 10 boccia kl. 13 handmennt, körfugerð og frjálst spil. Bridsdeild FEBK, Gull- smára. Spilað mánu- og fimmtudaga í vetur í Gullsmára 13. Spil hefst kl. 13, mæting 15 mínút- umfyrr. Kristniboðsfélag kvenna Háaleitisbraut 58-60. Fundur í dag kl. 17 í umsjá Lilju Magnús- dóttur. GA-fundir spilafikla em kl. 18.15 á mánudögum í Seltjamameskirkju (kjallara), kl. 20.30 á fimmtud. í fræðsludeild SÁÁ, Síðumúla 3-5, og í Kirkju Óháða safnaðar- ins við Háteigsveg á laugard. kl. 10.30. Sjálfsbjörg, félag fatl- aðra á höfuðborgarsvæð- inu, Hátúni 12. Kl. 19.30 tafl. Lífeyrisþegadeild SFR. Jólafundur deildarinnar verður haldinn laugard. 9. des. kl. 14 í félags- miðstöðinni, Grettisgötu 89,4. hæð. Þátttaka til- kynnist á skrifstofu SFR, s. 562-9644. Kvenfélag Kópavogs. Jólafundur verður í kvöld kl. 20.30 í Hamra- borg 10. Gestur fundar- ins verður Lilja Hall- grímsdóttir djákni. Kvenfélagið Aldan. Jólafundur verður hald- inn í Litlu-Brekku á Lækjarbrekku í kvöld kl. 19.30. Munið eftir jóla- pökkunum. Kvenfélagið Hringurinn í Hafnarfirði. Jólafund- urinn verður í kvöld kl. 20 í Hraunholti. Veiting- ar og skemmtiatriði, happdrætti. Mætið vel og takið með ykkur gesti. Hana-nú, Kópavogi Síðasta kvöld nám- skeiðsins, Að hlusta á tónlist" í kvöld kl. 20 í félagsheimilinu Gull- smára. Kennari: Ólafur Elíasson píanóleikari. Rætt um dagskrána eftir áramót. Kvenfélag Hall- grímskirkju. Jólafund- urinn verður í kvöld kl. 20. Böm ú bamakór Hallgímskirkju syngja. Sigríður Hannesdóttir leikkona skemmtir. Sr. Jón Dalbú flytur hug- vekju. Styrkur, samtök krabba- meinssjúklinga og að- standenda þeirra. Jóla- fundurinn verður í Kiwanishúsinu við Engjateig í kvöld kl. 20. MORGUNBLAÐIÐ, Kringiunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, (þróttir 569 1156, x sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: ' RITSTJ@MBLJS, / Áskriftargjald 1.900 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 150 kr. eintakið. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Morgunblaðið/Ómar Um stóriðju og virkjanir á Austurlandi HEYRST hefur að í gangi sé skoðanakönnun bréflega hjá brottfluttum Austfirð- ingum um ágæti álvers á Reyðarfirði og virkjanir á Austurlandi. Mér finnst að það mætti fara fram skoð- anakönnun, þá bréflega meðal brottfluttra til dæm- is frá Fjarðabyggð. Hvað margir hafi hafið störf í ál- veri á _ suðvesturhorni landsins. Ég er ansi hrædd- ur um, að þeir séu fáir, jafn- vel svo fáir að megi telja á fingrum annarrar handar. Svona könnun væri fróðleg, sökum þess að það er alltaf verið að halda á lofti ágæti stóriðju á Austurlandi. Það hefur hvergi komið fram hvað margir brottfluttir Austfirðingar séu fúsir til að flytja aftur til Austur- lands til að vinna í stóriðju. Gunnar G. Bjartmarsson. Ruglukollar tímatals og tal- og ritmáls VEGNA mistaka í vinnslu er þessi grein birt aftur. Enn halda hinir „lærðu“ áfram að stagast á þvi að alda- og árþúsundamót verði um komandi áramót, sbr. orð skólastjóra í sjón- varpi að kvöldi 29/11 sl. þar sem hann sagði að „vart yrðu fleiri útskrifaðir úr framhaldsskólum á þessari öld“. Þetta þótt liðnir væru nær 11 mánuðir af 21. öld- inni? Almanak fyrir ísland 2001, útg. Háskóli íslands, undirbúið af Þorsteini Sæ- mundssyni Ph.D., var að berast mér. Þar segir á tit- ilsíðu að 2001 „er fyrsta ár 21. aldar“. Er nema von að okkar ungu langskóla- gengnu séu ruglaðir? Á bls. 2 í þessu almanaki segir: „Fæðing Krists... á tímabil- inu 7-2 f. Kr.“ Hvers vegna er þá árið 2001 betra en árið 2000 til að marka okkar kristna tímatal? Hvemig skyldu þessir lærimeistarar með- höndla metramálið? Þeir taka sér 11 cm í fyrsta tuginn og 110 cm í metrann. Þetta er „æðis- legt“, segja unglingarnir okkar. Svo er það með ríkis- kassann okkar, RUV, sjónvarpið sem á m.a. að hlynna að vöndun ísl. máls. I ísl. textun erl. mynda er til skiptis í sömu myndinni notað ísl. orðið „þökk“ og slettan „takk“? Hvers vegna? Þó er þar enn notast við orðin „þakk- ir“ og „þakklæti", en ekki „takkir" og „takklæti"? Hvers vegna? Dýrar og fínar auglýsingastofur út- búa stór og vegleg skilti fyrir stórfyrirtæki og mála það með stóru „Takk fyrir“. Hvers vegna? Þökk fyrir mundi alveg skiljast. Athugum þetta. Helga Rakel. Tapaö/fundid Karlmannsarmband tapaðist TAPAST hefur karlmanns silfurarmband með textan- um: Þröstur og íris. Arm- bandið hefur mikið pers- ónulegt gildi. Finnandi vinsamlegast hafi samband í síma: 896-0315 eða 891- 7441. Fundarlaun. Dyrahald Persneskur köttur á flækingi HVÍTUR persneskur kött- ur hefur verið á flækingi í Garðabæ undanfarnar vik- ur. Hann er greinilega heimilisköttur. Það er eins og hann sé með smávegis gráar rendur aftan til á bakinu (gæti verið drulla). Upplýsingar í síma 699- 7417. Mjög fallegur kettl- ingur fæst gefíns MJÖG fallegur tveggja mánaða síamsblandaður kettlingur fæst gefins á gott heimili. Hann er sér- lega blíður og góður. Upp- lýsingar í síma 566-8984 eða 698-0262. Krossgáta LÁRÉTT: 1 eftirtektar, 4 þurrka, 7 iðkun, 8 geijunin, 9 ferskur, 11 kvenmanns- nafn, 13 fall, 14 útlimur, 15 skál, 17 guð, 20 uxi, 22 skvettir, 23 smá, 24 rornsan, 25 kaka. LÓÐRÉTT: 1 hagnast, 2 eyddur, 3 hérað í Noregi, 4 naut, 5 huglaus, 6 hinn, 10 orð- um aukinn, 12 kraftur, 13 lík, 15 fallegur, 16 sníkjudýrið, 18 er fær um, 19 kind, 20 klukk- umar, 21 slæmt. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 hrævareld, 8 endar, 9 yndis, 10 lof, 11 skipa, 13 ilina, 15 lagða, 18 ögnin, 21 nón, 22 brand, 23 gaupu, 24 hirðulaus. Lóðrétt: 2 ruddi, 3 varla, 4 reyfi, 5 loddi, 6 vers, 7 assa, 12 puð, 14 lag, 15 labb, 16 glati, 17 andað, 18 öngul, 19 naumu, 20 naut. Yíkverji skrifar... YÍKVERJA þótti fróðlegt að lesa viðtal í Morgunblaðinu við þrí- burana sem áttu 85 ára afmæli í síð- ustu viku. Systkinin urðu fyrir þeirri ógæfu að missa móður sína viku eftir að þau fæddust og var þeim í fram- haldi af því komið fyrir á bæjum í ná- grenninu. Þau hittust lítið næstu áratugina og höfðu lítið samband við fóður sinn og systkini. Þetta er ör- lagasaga sem snerti Víkverja djúpt. Saga þríburanna sýnir vel hversu gríðarlega miklar breytingar hafa orðið á íslensku samfélagi á tiltölu- lega fáum árum. Þegar þau fæddust var heilbrigðisþjónusta á íslandi svo veikburða að konu sem átti böm sín heima, eins og tíðkaðist á þeim tíma, blæddi út á nokkrum dögum vegna þess að ekki náðist í lækni. Á þessum tíma voru samgöngur svo erfiðar að stórmál var að ná í lækni og stórmál var fyrir fjölskyldur að halda sam- bandi þó að ekki væri ýkja langt á milli bæja. í haust var í Morgunblaðinu sagt frá öðrum þríburum sem voru að halda upp á 12 ára afmælið sitt. Greint var frá því að þríburarnir hefðu fengið farsíma og sjónvörp í afmælisgjöf. íslenskt þjóðfélag get- ur í dag boðið þessum bömum allt aðrar og beri aðstæður, en hinum þríburunum sem ekki áttu mögu- leika á menntun og atlæti eins og þau börn sem nú em að alast upp geta vænst. XXX AÐ undanfómu hefur komið fram í fréttum að mikill áhugi er á því að hefja hér að nýju stórfellda laxarækt. Víkverji er hálfundrandi á því hvað áhuginn á þessu virðist vera mikill ekki síst í ljósi þess að ekki er langt síðan milljarðar töpuðust í þessari atvinnugrein þegar nánast öll fiskeldisfyrirtæki landsins urðu gjaldþrota. Áður en fiskeldisfyrir- tækin hófu starfsemi sína fyrir rúm- um áratug var mikil umræða um það í fjölmiðlum að þama lægju stór- kostleg tækifæri. Talað var um að Norðmenn væm búnir að hagnast mikið á þessari atvinnugrein og að við íslendingar væmm að tapa af lestinni í þessum efnum. í framhaldi af þessu fóra menn af stað og allt fór á hausinn nokkrum ámm síðar. Um- ræðan núna minnir dálítið á umræð- una sem hér var fyrir 10-12 ámm. Nú er talað um að Norðmenn séu að hagnast mikið á fiskeldi og veltan í þeirri grein sé orðin meiri en í öllum sjávarútvegi þeirra. Vonandi hafa þeh- sem nú em að fara út í fjárfest- ingar á þessu sviði lært af mistökum fyrri ára. XXX A IGREIN sem Páll Björnsson sagn- fræðingur skrifaði í fréttablað Sagnfræðingafélagsins er vikið að víkingaskipinu íslendingi. Páll segir: „Það hefur einnig verið kostulegt að fylgjast með þeim stjórnmála- mönnum sem nú ganga fram fyrir skjöldu og berjast hetjulegri baráttu fyrir kaupum ríkis og borgar á vík- inga(vél)skipinu íslendingi. Líklega em menn búnir að gleyma víkinga- skipinu sem siglt var hingað frá Nor- egi 1974 en fær nú að rykfalla í skemmu úti í bæ.“ Víkverji var algerlega búinn að gleyma því að þjóðin ætti víkinga- skip í skemmu út í bæ. Raunar minn- ist Víkverji þess ekki að hafa nokk- urn tímann heyrt minnst á þetta víkingaskip. Hvernig er hægt að réttlæta kaup á víkingaskipinu ís- lendingi ef þjóðargjöf Norðmanna er sýnd svo mikið fálæti? Víkverji hvet- ur til þess að rykinu verði blásið af norska skipinu og það sýnt þjóðinni og ferðamönnum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.