Morgunblaðið - 07.12.2000, Side 80

Morgunblaðið - 07.12.2000, Side 80
MORGUNBLAÐIÐ 80 FIMMTUDAGUR 7. DESEMBER 2000 DAGBÓK í dag er fímmtudagur 7. desember, 342. dagur ársins 2000. Ambrósíus- messa. Orð dagsins: Sá sem vill elska lífíð og sjá góða daga, haldi tungu sinni frá vondu og vörum sínum frá að mæla svik. (lPt. 3,10.) Skipin Reykjavíkurhöfn: Goða- foss kemur og fer í dag. Arnarfell og Zuljala fara ídag. __________ Hafnarfjarðarhöfn: Ramnes kom í gær, Lag- arfoss fer í dag. Fréttir Bókatíðindi 2000. Núm- er fimmtudagsins 7. des- ember er 87167. Kattholt. Flóamarkaður í Kattholti, Stangarhyl 2, opinn þriðjud. og fimmtud. frákl. 14-17. Félag frímerkjasafnara. Opið hús laugardaga kl. 13.30-17. Mannamót Aflagrandi 40. Kl. 9 vinnustofa, kl. 10.20 boccia, kl. 13 vinnustofa og myndmennt. Árskógar 4. KI. 9-12 bókband, kl. 9-16.30 pennasaumur og búta- saumur, kl. 9.45 morgun- stund, Ú. 10.15 leikfimi, kl. 11 boccia, kl. 13 opin smíðastofa. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 9- 9.45 leikfimi,kl. 9-12 hnyndlist, kl. 9-16 handa- vinna, kL 13 glerlist FEBK-félagar. Heilsu- gæslan í Kópavogi býður félagsmönnm að kynna sér starfsemi heilsu- gæslustöðvarinnar Borga, Fannborg 7-9 í dag fimmtud. Mæting við Gjábakka kl. 14. Félagsstarf aldraðra, Dalbraut 18-20. Kl. 9 og kl. 13 opin handa- vinnustofan, kl. 14.30 sögustund. Félagsstarf aldraðra, Lönguhlíð 3. Kl. 11.10 'c leikfimi, kl. 13 föndur og handavinna, kl. 15 bingó. Félagsst. Furugerði 1. Kl. 9 smíðar og út- skurður, glerskurðar- námskeið og leirmuna- gerð, kl. 9.45 verslunarferð í Austur- ver, kl. 13.30 boccia. Félag eldri borgara, Garðabæ. Jólahlaðborð verður í Kirkjuhvoli fóstud. 8. des. húsið opn- að kl. 19. Félag eldri borgara í Hafnarfirði, Hraunseli, * Reykjavikurvegi 50. Púttæfing í Bæjar- útgerðinni kl. 10-12. Rúta frá Hraunseli kl. 17:30 í jólahlaðborðið í Skíðaskálanum. Félag eldri borgara í Reykjavík, Ásgarði Glæsibæ. Brids kl. 13. Jólavaka FEB verður haldin 9. des. og hefst kl 20. Söngfélag FEB syngur jólalög,hugvekju flytur sr. Ólöf Ölafs- ^.dóttir. Þórir Bergs, 12 ára piltur, leikur á hom, lesin Ijóð, tvísöngur o.fl. Kaffi og meðlæti. Skrán- ing á skrifstofu FEB. Jólaferð á Suðumesin laugard. 16. des. Upplýst Bergið í Keflavík skoðað. Ekið um Keflavík, Sand- gerði og Garð. Súkkulaði og meðlæti á Ránni í Keflavík. Brottför frá Ásgarði í Glæsibæ kl. 15. Æskilegt að fólk skrái sig sem fyrst. Breyting hefur orðið á viðtalstíma Silfurlínunnar, opið verður á mánud. og mið- vikud. frá kl. 10-12. f.h. Upplýsingar á skrifstofu FEBísíma 588-2111 frá kl. 10-16. Félag eldri borgara í Kópavogi. Opið hús verður í Gullsmára, Gullsmára 13, laugard. 9. des. kl. 14-17. Hjörtur Pálsson, skáld og fyrrv. listamaður Kópavogs, flytur Ijóð, framsamin og þýdd. Dr. Ólína Þorvarð- ardóttir með álfatrú og fleira tengt þessum árs- tíma. Kaffi í boði. FEBK. Nokkrir nemendur úr Tónlistaskóla Kópavogs leika á píanó og flautu. Sr. Ami Sigurðsson flyt- ur jólahugleiðingu. Gerðuberg, félagsstarf. Sund og leikfimiæfingar í Breiðholtslaug, kl. 9.30, kl. 10.30 helgistund um- sjón Lilja G. Hall- grímsdóttir djákni, frá hádegi spilasalur og vinnustofur opin. Mið- vikud. 13. des. árleg ferð með lögreglunni, Oh'ufé- lagið hf. ESSO býður akstur, m.a. Laugar- neskirkja heimsótt, um- sjón sr. Bjarni Karlsson ökuferð um Sundahöfn og nýja bryggjuhverfið í Grafarvogi. Kaffi í boði í slandsbanka í Lóuhól- um í Ásgarði í Glæsibæ. Mæting í Gerðubergi kl. 12.30 skráning í hafin uppl. í síma 575-7720. Gjábakki, Fannborg 8. Handavinnustofan opin kl. 9-15, kl. 9.30 gler og postulínsmálun, leikfimi kl. 9.05, kl. 9.50 ogkl. 10.45, kl. 13 klippimyndir og taumálun. Gullsmári, Gullsmára 13. Opið kl. 9-17. Postu- línsmálun kl. 9 jóga kl. 10, bridge kl. 13. Handa- vinnustofan opin kl. 13- 16. Hraunbær 105. Kl. 9- 16.30 bútasaumur, perlu- saumur og kortagerð, kl. 9 fótaaðgerð, kl. 9.45 boccia, kl. 14 félagsvist. Hæðargarður 31. Kl. 9- 16.30 opin vinnustofa, glerskurður, kl. 10 leik- fimi, kl. 13.30 bókabíll, kl. 15.15 dans. Jólafagn- aður verður fóstud. 8. des. kl. 18.30. Tilkynna þarfþátttöku. Hvassaleiti 56-58. Kl. 9 opin handavinnustofa, búta- og brúðusaumur, kl. 10 boccia, kl. 13 handavinna, kl. 14 fé- lagsvist. Norðurbrún 1. Kl. 9 handavinnustofumar opnar, útskurður, kl. 10 leirmunanámskeið, kl. 13.30 stund við píanóið. Jólagleði verður fóstud. 8. des. kl. 14. Vesturgata 7. Kl. 9.15- 15.30 handavinna, kl. 10 boccia, kl. 13-14 leikfimi, kl. 13-16 kóræfing. í dag, fimmtud. 7. des., er þjónustumiðstöðin lokuð frá kl. 13 vegna undir- búnings jólafagnaðar sem hefst kl. 17. Tré- skurðamámskeið hefst í janúar leiðbeinandi Sig- urður Hákonarson. Uppl. og skráning í s. 562-7077. Vitatorg. Kl. 9 smiðjan kl. 9.30 glerskurður, fatasaumur og morgun- stund, kl. 10 boccia kl. 13 handmennt, körfugerð og frjálst spil. Bridsdeild FEBK, Gull- smára. Spilað mánu- og fimmtudaga í vetur í Gullsmára 13. Spil hefst kl. 13, mæting 15 mínút- umfyrr. Kristniboðsfélag kvenna Háaleitisbraut 58-60. Fundur í dag kl. 17 í umsjá Lilju Magnús- dóttur. GA-fundir spilafikla em kl. 18.15 á mánudögum í Seltjamameskirkju (kjallara), kl. 20.30 á fimmtud. í fræðsludeild SÁÁ, Síðumúla 3-5, og í Kirkju Óháða safnaðar- ins við Háteigsveg á laugard. kl. 10.30. Sjálfsbjörg, félag fatl- aðra á höfuðborgarsvæð- inu, Hátúni 12. Kl. 19.30 tafl. Lífeyrisþegadeild SFR. Jólafundur deildarinnar verður haldinn laugard. 9. des. kl. 14 í félags- miðstöðinni, Grettisgötu 89,4. hæð. Þátttaka til- kynnist á skrifstofu SFR, s. 562-9644. Kvenfélag Kópavogs. Jólafundur verður í kvöld kl. 20.30 í Hamra- borg 10. Gestur fundar- ins verður Lilja Hall- grímsdóttir djákni. Kvenfélagið Aldan. Jólafundur verður hald- inn í Litlu-Brekku á Lækjarbrekku í kvöld kl. 19.30. Munið eftir jóla- pökkunum. Kvenfélagið Hringurinn í Hafnarfirði. Jólafund- urinn verður í kvöld kl. 20 í Hraunholti. Veiting- ar og skemmtiatriði, happdrætti. Mætið vel og takið með ykkur gesti. Hana-nú, Kópavogi Síðasta kvöld nám- skeiðsins, Að hlusta á tónlist" í kvöld kl. 20 í félagsheimilinu Gull- smára. Kennari: Ólafur Elíasson píanóleikari. Rætt um dagskrána eftir áramót. Kvenfélag Hall- grímskirkju. Jólafund- urinn verður í kvöld kl. 20. Böm ú bamakór Hallgímskirkju syngja. Sigríður Hannesdóttir leikkona skemmtir. Sr. Jón Dalbú flytur hug- vekju. Styrkur, samtök krabba- meinssjúklinga og að- standenda þeirra. Jóla- fundurinn verður í Kiwanishúsinu við Engjateig í kvöld kl. 20. MORGUNBLAÐIÐ, Kringiunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, (þróttir 569 1156, x sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: ' RITSTJ@MBLJS, / Áskriftargjald 1.900 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 150 kr. eintakið. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Morgunblaðið/Ómar Um stóriðju og virkjanir á Austurlandi HEYRST hefur að í gangi sé skoðanakönnun bréflega hjá brottfluttum Austfirð- ingum um ágæti álvers á Reyðarfirði og virkjanir á Austurlandi. Mér finnst að það mætti fara fram skoð- anakönnun, þá bréflega meðal brottfluttra til dæm- is frá Fjarðabyggð. Hvað margir hafi hafið störf í ál- veri á _ suðvesturhorni landsins. Ég er ansi hrædd- ur um, að þeir séu fáir, jafn- vel svo fáir að megi telja á fingrum annarrar handar. Svona könnun væri fróðleg, sökum þess að það er alltaf verið að halda á lofti ágæti stóriðju á Austurlandi. Það hefur hvergi komið fram hvað margir brottfluttir Austfirðingar séu fúsir til að flytja aftur til Austur- lands til að vinna í stóriðju. Gunnar G. Bjartmarsson. Ruglukollar tímatals og tal- og ritmáls VEGNA mistaka í vinnslu er þessi grein birt aftur. Enn halda hinir „lærðu“ áfram að stagast á þvi að alda- og árþúsundamót verði um komandi áramót, sbr. orð skólastjóra í sjón- varpi að kvöldi 29/11 sl. þar sem hann sagði að „vart yrðu fleiri útskrifaðir úr framhaldsskólum á þessari öld“. Þetta þótt liðnir væru nær 11 mánuðir af 21. öld- inni? Almanak fyrir ísland 2001, útg. Háskóli íslands, undirbúið af Þorsteini Sæ- mundssyni Ph.D., var að berast mér. Þar segir á tit- ilsíðu að 2001 „er fyrsta ár 21. aldar“. Er nema von að okkar ungu langskóla- gengnu séu ruglaðir? Á bls. 2 í þessu almanaki segir: „Fæðing Krists... á tímabil- inu 7-2 f. Kr.“ Hvers vegna er þá árið 2001 betra en árið 2000 til að marka okkar kristna tímatal? Hvemig skyldu þessir lærimeistarar með- höndla metramálið? Þeir taka sér 11 cm í fyrsta tuginn og 110 cm í metrann. Þetta er „æðis- legt“, segja unglingarnir okkar. Svo er það með ríkis- kassann okkar, RUV, sjónvarpið sem á m.a. að hlynna að vöndun ísl. máls. I ísl. textun erl. mynda er til skiptis í sömu myndinni notað ísl. orðið „þökk“ og slettan „takk“? Hvers vegna? Þó er þar enn notast við orðin „þakk- ir“ og „þakklæti", en ekki „takkir" og „takklæti"? Hvers vegna? Dýrar og fínar auglýsingastofur út- búa stór og vegleg skilti fyrir stórfyrirtæki og mála það með stóru „Takk fyrir“. Hvers vegna? Þökk fyrir mundi alveg skiljast. Athugum þetta. Helga Rakel. Tapaö/fundid Karlmannsarmband tapaðist TAPAST hefur karlmanns silfurarmband með textan- um: Þröstur og íris. Arm- bandið hefur mikið pers- ónulegt gildi. Finnandi vinsamlegast hafi samband í síma: 896-0315 eða 891- 7441. Fundarlaun. Dyrahald Persneskur köttur á flækingi HVÍTUR persneskur kött- ur hefur verið á flækingi í Garðabæ undanfarnar vik- ur. Hann er greinilega heimilisköttur. Það er eins og hann sé með smávegis gráar rendur aftan til á bakinu (gæti verið drulla). Upplýsingar í síma 699- 7417. Mjög fallegur kettl- ingur fæst gefíns MJÖG fallegur tveggja mánaða síamsblandaður kettlingur fæst gefins á gott heimili. Hann er sér- lega blíður og góður. Upp- lýsingar í síma 566-8984 eða 698-0262. Krossgáta LÁRÉTT: 1 eftirtektar, 4 þurrka, 7 iðkun, 8 geijunin, 9 ferskur, 11 kvenmanns- nafn, 13 fall, 14 útlimur, 15 skál, 17 guð, 20 uxi, 22 skvettir, 23 smá, 24 rornsan, 25 kaka. LÓÐRÉTT: 1 hagnast, 2 eyddur, 3 hérað í Noregi, 4 naut, 5 huglaus, 6 hinn, 10 orð- um aukinn, 12 kraftur, 13 lík, 15 fallegur, 16 sníkjudýrið, 18 er fær um, 19 kind, 20 klukk- umar, 21 slæmt. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 hrævareld, 8 endar, 9 yndis, 10 lof, 11 skipa, 13 ilina, 15 lagða, 18 ögnin, 21 nón, 22 brand, 23 gaupu, 24 hirðulaus. Lóðrétt: 2 ruddi, 3 varla, 4 reyfi, 5 loddi, 6 vers, 7 assa, 12 puð, 14 lag, 15 labb, 16 glati, 17 andað, 18 öngul, 19 naumu, 20 naut. Yíkverji skrifar... YÍKVERJA þótti fróðlegt að lesa viðtal í Morgunblaðinu við þrí- burana sem áttu 85 ára afmæli í síð- ustu viku. Systkinin urðu fyrir þeirri ógæfu að missa móður sína viku eftir að þau fæddust og var þeim í fram- haldi af því komið fyrir á bæjum í ná- grenninu. Þau hittust lítið næstu áratugina og höfðu lítið samband við fóður sinn og systkini. Þetta er ör- lagasaga sem snerti Víkverja djúpt. Saga þríburanna sýnir vel hversu gríðarlega miklar breytingar hafa orðið á íslensku samfélagi á tiltölu- lega fáum árum. Þegar þau fæddust var heilbrigðisþjónusta á íslandi svo veikburða að konu sem átti böm sín heima, eins og tíðkaðist á þeim tíma, blæddi út á nokkrum dögum vegna þess að ekki náðist í lækni. Á þessum tíma voru samgöngur svo erfiðar að stórmál var að ná í lækni og stórmál var fyrir fjölskyldur að halda sam- bandi þó að ekki væri ýkja langt á milli bæja. í haust var í Morgunblaðinu sagt frá öðrum þríburum sem voru að halda upp á 12 ára afmælið sitt. Greint var frá því að þríburarnir hefðu fengið farsíma og sjónvörp í afmælisgjöf. íslenskt þjóðfélag get- ur í dag boðið þessum bömum allt aðrar og beri aðstæður, en hinum þríburunum sem ekki áttu mögu- leika á menntun og atlæti eins og þau börn sem nú em að alast upp geta vænst. XXX AÐ undanfómu hefur komið fram í fréttum að mikill áhugi er á því að hefja hér að nýju stórfellda laxarækt. Víkverji er hálfundrandi á því hvað áhuginn á þessu virðist vera mikill ekki síst í ljósi þess að ekki er langt síðan milljarðar töpuðust í þessari atvinnugrein þegar nánast öll fiskeldisfyrirtæki landsins urðu gjaldþrota. Áður en fiskeldisfyrir- tækin hófu starfsemi sína fyrir rúm- um áratug var mikil umræða um það í fjölmiðlum að þama lægju stór- kostleg tækifæri. Talað var um að Norðmenn væm búnir að hagnast mikið á þessari atvinnugrein og að við íslendingar væmm að tapa af lestinni í þessum efnum. í framhaldi af þessu fóra menn af stað og allt fór á hausinn nokkrum ámm síðar. Um- ræðan núna minnir dálítið á umræð- una sem hér var fyrir 10-12 ámm. Nú er talað um að Norðmenn séu að hagnast mikið á fiskeldi og veltan í þeirri grein sé orðin meiri en í öllum sjávarútvegi þeirra. Vonandi hafa þeh- sem nú em að fara út í fjárfest- ingar á þessu sviði lært af mistökum fyrri ára. XXX A IGREIN sem Páll Björnsson sagn- fræðingur skrifaði í fréttablað Sagnfræðingafélagsins er vikið að víkingaskipinu íslendingi. Páll segir: „Það hefur einnig verið kostulegt að fylgjast með þeim stjórnmála- mönnum sem nú ganga fram fyrir skjöldu og berjast hetjulegri baráttu fyrir kaupum ríkis og borgar á vík- inga(vél)skipinu íslendingi. Líklega em menn búnir að gleyma víkinga- skipinu sem siglt var hingað frá Nor- egi 1974 en fær nú að rykfalla í skemmu úti í bæ.“ Víkverji var algerlega búinn að gleyma því að þjóðin ætti víkinga- skip í skemmu út í bæ. Raunar minn- ist Víkverji þess ekki að hafa nokk- urn tímann heyrt minnst á þetta víkingaskip. Hvernig er hægt að réttlæta kaup á víkingaskipinu ís- lendingi ef þjóðargjöf Norðmanna er sýnd svo mikið fálæti? Víkverji hvet- ur til þess að rykinu verði blásið af norska skipinu og það sýnt þjóðinni og ferðamönnum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.