Morgunblaðið - 12.12.2000, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 12.12.2000, Qupperneq 1
STOFNAÐ 1913 286. TBL. 88. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 12. DESEMBER 2000 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Mikil ólga í ísraelsk- um stjórn- málum Jerúsalem. Reuters, AFP. LOFT er lævi blandið í ísraelskum stjórnmálum eftir að Ehud Barak forsætisráðherra sagði af sér og boð- aði til sérstakra forsætisráð- herrakosninga eftir tvo mánuði. Fimm manna nefnd undir forystu Bandaríkjamanna kom til ísraels í gær og ætlar hún að kynna sér of- beldið og átökin á milli Israela og Palestínumanna. Það virðist helst vaka fyrir Barak með afsögninni og nýjum kosningum að koma í veg fyrir, að Benjamin Netanyahu, fyrrverandi forsætisráð- herra, verði andstæðingur hans en samkvæmt skoðanakönnunum myndi Netanyahu sigra örugglega. Hann er hins vegar ekki þingmaður og getur því ekki gefið kost á sér í embættið. Hann og stuðningsmenn hans innan Likudflokksins hafa þó fullan hug á að fá lögunum breytt en efast er um, að til þess vinnist tími. Netanyahu ætlar samt að bjóða sig fram gegn Ariel Sharon, leiðtoga Likudflokksins, í prófkjöri um for- sætisráðherraefnið nk. mánudag. Krafist skriflegra greinargerða um átökin Fimm manna nefnd með George Mitchell, fyrrverandi öldungadeild- arþingmann og sáttasemjara í deil- unum á Norður-írlandi, í broddi fylkingar kom til Israels í gær til að kynna sér átökin milli Israela og Pal- estínumanna sl. tvo mánuði. Sagði talsmaður Baraks, eftir fund með nefndinni, að höfð yrði full samvinna við hana en ísraelar voru lengi and- vígir komu hennar. Ætlar nefndin að krefjast skriflegra greinargerða frá hvorum tveggja um upptök átak- anna. Auk Mitchells eru í nefndinni Javier Solana, talsmaður í varnar- og utanríkismálum ESB; Warren Rud- man, fyrrverandi öldungadeildar- þingmaður; Suleyman Demirel, fyrr- verandi forseti Tyrklands; og Thorbjorn Jagland, utanríkisráð- herra Noregs. ■ Netanyahu/32 --------------- Urskurðað Pinochet í vil Santiago. Reuters. ÁFRÝJUNARRÉTTUR í Chile ógilti í gær fyrirmæli dómara um að Augusto Pinochet, fyrrverandi ein- ræðisherra landsins, yrði settur í stofufangelsi og sóttur til saka íyrir mannrán og morð sem framin voru á valdatíma hans 1973-90. Dómarinn Juan Guzman íyrirskip- aði 1. desember að Pinochet yrði sett- ur í stofúfangelsi og sóttur til saka en áfrýjunarrétturinn ógilti fyrirmælin á þeirri forsendu að dómarinn hefði lát- ið hjá líða að yfirheyra hann formlega. Saksóknarar áfrýjuðu úrskurði áfrýj- unarréttarins til hæstaréttar og búist er við að hann taki málið fyrir á fimmtudag. Guzman hélt því fram að hann hefði fullnægt skilyrði um að yf- irheyra Pinochet með því að senda honum spumingalista þegar hann var í haldi í Bretlandi. Úrskurður hæstaréttar Bandaríkjanna gæti haft úrslitaáhrif Tekist á um lögmæti endurtalningar Washington. AP, AFP. LÖGFRÆÐINGAR forsetafram- bjóðendanna tveggja í bandarísku forsetakosningunum fluttu mál sitt fyrir óvægnum dómurum í hæsta- rétti Bandaríkjanna í Washington í gær. Talið er að úrskurður dómar- anna um hvort endurtalningu vafa- atkvæða skuli fram haldið muni geta ráðið úrslitum um hvor verður næsti forseti Bandaríkjanna, repúblikan- inn George W. Bush eða demókrat- inn AI Gore. Á þetta einkum við ef úrskurðað verður Bush í vil, þ.e. að endurtalning vafaatkvæða verði ekki leyfð, en talsmenn Gore hafa viður- kennt að fari svo séu fáir valkostir eftir fyrir varaforsetann. Theodore Olson, lögfræðingur Bush, hélt því fram að hæstiréttur Flórídaríkis hefði breytt kosninga- lögum ríkisins er hann úrskurðaði um handtalningu vafaatkvæða sl. föstudag. Hann sagði úrskurðinn hafa byggst á dómi hæstaréttarins síðan 21. nóvember sem hæstiréttur Bandaríkjanna hefði síðar ógilt. Olson var þó fljótlega truflaður af dómurum sem beindu að honum spurningum um hvort hér væri um mál að ræða er varðaði lög alríkisins og brot á stjómarskrá en því hafa repúblikanar haldið fram. Dómarinn Anthony M. Kennedy bað hann t.d. að rökstyðja mál sitt. Kennedy er einn þeirra fimm dóm- ara, af níu, sem féllust á kröfu lög- manna Bush um að stöðva endur- talningu atkvæða sl. laugardag þar til málið verður tekið fyrir í hæsta- rétti Bandaríkjanna. Fjórir dómarar greiddu atkvæði gegn því. Talið er að atkvæði Kennedys í þessu dóms- máli geti fallið á hvorn veginn sem er. serman cryíno wwel Reuters Stuðningsmenn forsetaframbjóðendanna söfnuðust saman fyrir utan hæstarétt Bandaríkjanna. Hæstiréttur Flórída túlkaði lög David Bois, lögfræðingur Gore, varð einnig fyrir mikilli og harðri hríð spurninga. Hann hélt því fram að hæstiréttur Flórída hefði ekki gert annað en að túlka óljós lög rík- isins. Hann hélt því fram að það væri hlutverk hæstaréttar Flórídaríkis að skera úr um málið. Alls tók málflutningur lögfræðing- anna 90 mínútur. Eins og fyrri dag- inn bannaði hæstiréttur sjónvarps- upptökur af málinu en sendi hljóðupptöku af þvi til fjölmiðla um leið og málfiutningnum var lokið. Líkt og í fyrra skiptið, er lögmenn forsetaframbjóðendanna tókust á í hæstarétti Bandaríkjanna, höfðu fjölmargir stuðningsmenn þeirra safnast saman fyrir utan dómshúsið í Washington. Hæstiréttur gaf ekki upp hvenær úrskurður verður upp kveðinn í mál- inu. Kjörmenn úr ríkjum Bandaríkj- anna koma saman á mánudaginn kemur til að kjósa næsta forseta. Kjörmenn Flórídaríkis, sem eru 25 talsins, munu ráða úrslitum í forseta- kosningunum. Framlengdum leiðtogafundi ESB lauk með samkomulagi Ásakanir um hálf- velgjulega málamiðlun Nice, London. AP, Reuters, AFP. NÝR sáttmáÚ Evrópusambandsins (ESB) um breytingar á innra skipulagi og íyrirkomulagi ákvarð- anatöku, sem leiðtogar aðildarríkj- anna fimmtán náðu í gærmorgun eftir að hafa setið á rökstólum í suður- frönsku borginni Nice í á fimmta sól- arhring, var misjafnlega tekið í fjöl- miðlum og meðal stjómmálamanna í aðildarríkjunum í gær. Var algengt að leiðtogunum væri borið á brýn að hafa sæzt á hálfvelgju- lega málamiðlun í að búa sambandið undir allt upp í tvöfalda fjölgun aðild- arríkja, sem stendur fyrir dyrum. Viðtökumar voru hins vegar frekar jákvæðar í umsóknarríkjunum tólf, sem em að semja um aðild að sam- bandinu. Ráðamenn þessara ríkja höfðu óttazt, að samkomulag myndi yfirleitt ekki nást á fundinum í Nice. Leiðtogafundurinn, sem sam- kvæmt dagskrá átti að ljúka á laug- ardag, var sá lengsti í sögu sam- bandsins, enda voru að þessu sinni Þreyttur Jacques Chirac Frakk- landsforseti nuddar augun þeg- ar samkomulag var í höfn í gær- morgun. mestu breytingar á stofnsáttmála sambandsins í húfi frá því á Maast- richt-fundinum fyrir níu árum. Hinum framlengda fundi lauk með dæmigerðri málamiðlunarlausn, sem kveður á um breytt atkvæðagreiðslu- kerfi í ráðherraráðinu, afnám neitun- arvalds í nokkrum málaflokkum og eitt og annað fleira sem varðar stjóm- skipan sambandsins. Nice-samkomulagið tekur ekki gildi fyrr en það hefur hlotið fullgild- ingu í öllum aðildarríkjunum og hjá Evrópuþinginu, en það ferli gæti tek- ið um eitt og hálft ár. Það á að gera það mögulegt, að fyrsta stækkunar- lotan til austurs verði að veruleika á árinu 2004. Jacques Chirac Frakklandsforseti sagði Nice-fundinn lengi myndu verða í minnum hafðan sem fundinn þar sem grunnurinn var lagður að skipulagi ESB á 21. öldinni. ■ ESB búið í stakk/33 MORGUNBLAÐK) 12. DESEMBER 2000 5 690900 090000 UNOIR BÁRUJÁRNSBOGA^ BRAOOALÍF i R6 YK JAVÍK 1*40-1*70 Metsölulisti Mbl. almennt efni JjjO JPV FORLAG
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.