Morgunblaðið - 12.12.2000, Page 18

Morgunblaðið - 12.12.2000, Page 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 12. DESEMBER 2000 AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ Ný barnadeild við Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri Fjöldi gjafa barst NÝ bamadeild var tekin í notkun við Fjórðungssjúkrahúsið á Akur- eyri, en hún er í nýbyggingu sunnan við elstu byggingu sjúkrahússins. Alls er deildin um 800 fermetrar að stærð og því í mun rúmbetra hús- næði en áður þegar starfsemin fór fram í 320 fermetra húsnæði. Þar átti deildina að vera til bráðabirgða, en Magnús Stefánsson yíirlæknir greindi frá því við opnunina að í þessu bráðabirgðahúsnæði hefði deildin starfað í 24 ár, 5 mánuði og lOdaga! Fjöldi gjafa barst deildinni í til- efni af formlegri opnun, m.a. gaf Kvenfélagið Hlíf fullkomið gjör- gæslutæki, Hafnarsamlag Norður- lands gaf leikjatölvur, en sá háttur hefur þar verður hafður á að styrkja góð málefni í stað þess að senda jólakort, þá gáfú Kiwanismenn á Norður- og Austurlandi rafknúinn skoðunarbekk, en auk þess bárust fleiri gjafir, m.a. frá Landspítala - Morgunblaðið/Kristján Magnús Stefánsson, yfirlæknir barnadeildar FSA, tekur við gjöf frá Ingibjörgu Pálmadóttur heilbrigðisráðherra. háskólasjúkrahúsi og Minningar- brigðisráðherra barnadeildinni sjóði Kvenfélagsins Hlífar. Þá af- styttu eftir Nínu Sæmundson, en henti Ingibjörg Pálmadóttir heil- hún heitir Ung móðir. Níj sending Kringlunni, sími 553 3300 Glæsilegur jóla- og samhvæmisfalnaður Sýning'in Jdl í Deiglunni Gestir leggi til bréf og skraut JÓL er yfirskrift sýningar sem myndlistarmaðurinn Aðalsteinn Þórsson opnar í Deiglunni 15. des- ember næstkomandi. Sýningin verður með nokkuð óvenjulegu sniði, en listamaðurinn mun vinna við gerð innsetningar í sýningarrýminu meðan á sýningu stendur með aðstoða gestanna. Þema sýningarinnar eru Jólin og fer listamaðurinn fram á það við lesendur að þeir setjist niður og skrifi nokkrar línur um ,jólin eins og þau ættu að vera“. Að- alsteinn heldur því fram að eitt- hvað hafi farið úrskeiðið í jólahald- inu þegar bernskunni sleppti og fullorðinsárin tóku við. Bréfin sem berast munu verða hluti af sýning- unni. Einnig biður Aðalsteinn fólk að senda sér jólaseríur eða skraut sem ekki er lengur notað, en gæti komið sér vel við uppsetningu þessarar sýningar. Tekið verður á móti slíku skrauti í Deiglunni með- an á sýningu stendur. Bréf má senda á skrifstofu Gilfélagsins, Kaupvangsstræti 23 á Akureyri, og merkja þau Jólasýning eða í tölvupósti á netfangið: t adal- steinn@hotmail.com tovanni RAYMOND WEIL www.raymond-weil.com GENEYE Kaffi Tröð í Pennanum-Bókval Sýning á myndum úr Búkollu ÆVINTÝRI og listaverk er heiti á sýningu sem nú stendur yfir í Kaffi Tröð í Pennanum-Bókval á Ak- ureyri. Um er að ræða vatns- litamyndir sem Kristinn G. Jó- hannsson hefur málað og birtast í nýrri útgáfu að hinu gamalkunna ævintýri um Búkollu sem Bókaút,- gáfan Hólar hefur nýlega gefið út. „Ég reyndi að hafa myndirnar með eins raunsæislegum blæ og hægt er,“ sagði Kristinn, en bætti við að það væri alltaf spurning hvort búa ætti til myndir við jafn lífseig ævintýri og Búkolla er, flest- ir ættu ljóslifandi myndir af þessu ævintýri í huga sér. Kristinn málaði myndirnar síð- astliðið sumar að beiðni Jóns Hjaltasonar, útgefanda hjá Hólum, og sagði að um hefði verið að ræða Morgunblaðið/Kristján Jón Hjaltason útgefandi og Krist- inn G. Jóhannsson, til hægri, sem málaði myndirnar í Búkollu. afar skemmtilegt verkefni. Jón Hjaltason útgefandi kvaðst ánægður með útkomuna og því hefði verið ákveðið efna til sýninga á myndunum. „Kristinn er afar flinkur listamaður og það kemur glögglega í ljós á myndunum í þess- ari bók,“ sagði Jón. Líknar- og hjálparsjóður Landssambands lögreglumanna Geir Jón Þórisson í stjóm líknar- og hjálparsjóðs Landssambands lög- reglumanna afhendir Eyþóri Ævari Jónssyni og Grétu Björk Eyþórs- dóttur, foreldrum Eyþórs Daða, 6 mánaða gamals drengs sem fæddist með mikinn hjartagalla, peningagjöf úr sjóðnum. Foreldrar Eyþórs Daða fá peningagjöf FORELDRAR Eyþórs Daða Ey- þórssonar, Gréta Björk Eyþórsdótt- ir og Eyþór Ævar Jónsson, fengu af- henta peningagjöf frá líknar- og hjálparsjóði Landssambands lög- reglumanna. Eyþór Daði fæddist síðastliðið sumar, á þjóðhátíðardag- inn, og var hann með mikinn hjarta- galla. Fyrsta mánuð ævi sinnar dvaldi hann á sjúkrahúsi í Reykjavík og þá hefur hann gengist undir erf- iða aðgerð á sjúkrahúsi í Boston í Bandaríkjunum. Eftir áramót fer hann í hjartaþræðingu suður og þá til Bandaríkjanna aftur í aðra að- gerð. Foreldrar hans, Gréta og Eyþór, hafa lítið sem ekkert getað unnið frá því drengurinn fæddist, en þau eiga tvö önnur börn, fjögurra og sex ára, þannig að fjárhagur fjölskyldunnar er ekki góður. Sóknarprestar í Ak- ureyrarkirkju hrundu af stað söfnun fyrir fjölskylduna fyrr í haust. Aðventu- kvöld í Sval- barðskirkju AÐVENTUKVÖLD verður í Sval- barðskirkju á Svalbarðsströnd næstkomandi fimmtudagskvöld, 14. desember kl. 20.30. Samveran er ætluð ungum sem eldri og einkenn- ist af hljóðfæraleik, söng og helgi- leikjum. Kór kirkjunnar syngur undir stjóm Hjartar Steinbergssonar, börn úr Valsárskóla sýna helgileik um fæðingu Jesú og kennarar sjá um uppsetningu á þessum helgileik en kirkjukórinn aðstoðar með söng. Anna Júlíana Þórólfsdóttir syngur trúarlög og leikur undir á gítar. Nemendur úr Tónlistarskóla Eyja- fjarðar leika á hljóðfæra og ferm- ingarbörn sýna ljósahelgileik.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.