Morgunblaðið - 12.12.2000, Síða 24

Morgunblaðið - 12.12.2000, Síða 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 12. DESEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Samtök íslenskra áhættufjárfesta háldu stofnfund sinn í gær Ætlað að gæta hags- muna áhættufjárfesta Morgunblaðið/Ásdís Javier Esharry, framkvæmdastjóri samtaka áhættufjárfesta í Evrópu, flutti erindi um áhættuflármögnun. Yfír sex þúsund ein- staklingar keyptu bréf í deCODE á gráa mark- aðnum hér á landi fyrir frumútboð. Þetta kom fram í máli Tanyu Zhar- ov, frá Islenskri erfða- greiningu, á ráðstefnu um framtaksfjárfest- ingar sem haldin var í gær. T'anya segir að Bank of New York, sem tók yfír umsjón með hluthafaskrá félagsins vegna skráningarinnar á Nasdaq, hafí aldrei séð svo marga hluthafa í félagi fyrir frumútboð. SAMTÖK íslenskra áhættufjárfesta voru stofnuð í gær. Gylfi Arnbjöms- son, framkvæmdastjóri EFA, greindi frá stofnun samtakanna á ráðstefnu sem Eignarhaldsfélagið Aiþýðubank- inn og Nýsköpunarsjóður atvinnu- lífsins efndu til í gær af þessu tilefni undir yfírskriftinni „Framtaksfjár- festingar í Evrópu -Hver er staða ís- lenskra fjárfesta?" Gylfi sagði í inngangsorðum ráð- stefnunnar að EFA og Nýsköpunar- sjóðurinn hefðu haft frumkvæði að stofnun Samtaka íslenskra fjárfesta en markmið þeirra er að vera í for- svari fyrir og gæta hagsmuna áhættufjárfesta á íslandi. Lífeyrissjóöir verji meiru í framtaksfjárfestingar Heiðursgestur stofnfundar Sam- taka íslenskra áhættufjárfesta var Javier Esharry, framkvæmdastjóri EVCA, European Venture Capital Association, sem eru samtök áhættu- fjárfesta í Evrópu. í erindi sem hann flutti á ráðstefnunni í gær sagði hann meðal annars frá EVCA, framtaks- fjárfestingum í Evrópu og mikilvægi þeirra fyrir atvinnulífið. Hann sagði að starfsemi EVCA miðist að því að stuðla að auknum framtaksfjárfest- ingum í Evrópu með ýmiss konar upplýsingagjöf, útgáfu á upplýsinga- efni, námskeiðum og ráðstefnum og eftir fleiri leiðum. Esharry sagði frá ýmsum tölfræði- legum upplýsingum sem sýndu með- al annars fram á að án framtaksfjár- festa hefðu fjölmörg ný fyrirtæki aldrei orðið að veruleika. Ávöxtun þess fjármagns sem varið hafi verið til framtaksfjárfesta hafi verið betri en besta ávöxtun til rótgróinnar at- vinnustarfsemi. Fjármagn til fram- taksfjárfestinga í Evrópu kemur að hans sögn meðal annars frá bönkum, um 29%, lífeyrissjóðum, um 19%, og tryggingafélögum, um 13%. í Banda- ríkjunum væri þessu hins vegar þannig háttað að um helmingur fram- taksfjármagns þar komi frá lífeyris- sjóðum. Hann sagði þetta gefa til kynna að stjómvöld í Evrópu þyrftu að beina lífeyrissjóðum í auknum mæli inn á þá braut að þeir verji meiru fjármagni í framtaksfjárfest- ingar. Hann greindi frá því að fjármagn til framtaksfjárfestinga væri að með- altali 0,31% af heildarþjóðarfram- leiðslu í Evrópu. ísland væri rétt undir meðaltalinu með 0,28%. Hlut- fallið væri hins vegar hæst í Bret- landi með 0,87%, í Svíþjóð með 0,58% og í Hollandi með 0,48%, en þessi lönd hefðu nokkra sérstöðu hvað þetta varðar. Esharry sagði að EVCA beiti sér fyrir því að stjórnvöld í Evrópu stuðli að sem hagstæðustu umhverfi fyrir atvinnulífið og framtaksfjárfesta. í því sambandi sé til að mynda mik- ilvægt að fjármagn frá hinu opinbera sé ekki í samkeppni við lramtaksfjár- magn en ekki séu gerðar sömu kröfur um ávöxtun fjármagns hins opinbera. Það sé hins vegar engu að síður mik- ilvægt ef því er beint eftir réttum leiðum til að styðja við nýsköpun. Stjómvöld þurfi einnig, að sögn Esharry, að styðja við bakið á ný- sköpun með því að gera stofnun fyr- irtækja sem auðveldasta. Reglur þurfi að vera skýrar og samræmdar milli landa, og þannig úr garði gerðar að frumkvöðlar séu reiðubúnir til að leggja það á sig að taka þá áhættu sem er því samfara að stofna fyrir- tæki um arðsama hugmynd. Halldór J. Kristjánsson, banka- stjóri Landsbanka íslands hf., sagði á ráðstefnunni frá þátttöku viðskipta- banka í framtaksfjármögnun. Hann sagði óijúfanlegt að fjalla samtímis um nýsköpun og framtaksfjármögn- un. Með nýsköpun væri átt við sér- hverja nýjung við gerð eða aðferð við framleiðslu og markaðssetningu á vöru eða þjónustu sem skilar fyrir- tæki eða fmmkvöðli arði á markaði. Framtaksfjármögnun sé hins vegar það tæki sem sé líklegast til að geta stutt nýsköpun þegar þær hugmynd- ir séu komnar á fjárfestingarstig. Að sögn Halldórs eru alhliða bank- ar í öllum þáttum fjármálaþjónustu. Hefðbundin fjárfestingalán, sem tryggð eru með veði, eða lán út á efnahagsreikning séu algengust. Hann sagði bankana hafa tekið þátt í eiginfjáruppbyggingu og öflun eigin- fjár fyrir viðskiptavini sína. Það sé gert með aðstoð við hlutafjárútboð á markaði en þar sem engin rekstrar- reynsla sé, og ekki sé rúm fyrir hefð- bundnar útboðsleiðir, komi fram- taksfjármögnun til og sé hún nauðsynleg á afmörkuðum sviðum fjármálastarfseminnar. Halldór sagði að óáþreifanlegar fjárfestingar væru lykillinn að bættri samkeppn- isstöðu íslands. Framtaksfjármögn- un snúist um það eitt að fjármagna einstök verkefni og virkja þar með hugmyndir athafnamanna. Halldór sagði að einungis væru um 24 mánuðir síðan sú umræða hafi haf- ist innan Landsbankans að bankinn ætti að koma að framtaksfjármögn- un. Hann sagðist hafa sett Lands- bankanum það markmið að vera með innan við 2% af heildareignum í þess- ari starfsemi og í upphafi ekki meira en 1%. Heildareignir bankans séu um 200 milljarðar króna og því megi gera ráð fyrir að um 2 milljarðar verði í framtaksfjárfestingum bankans á árinu, sem geti farið síðar upp í um 4 milljarða. Ef farið verði svo hátt muni verða nauðsynlegt að það gerist með áhættudreifðum hætti. Hann sagði að þessi starfsemi bankans hafi verið aðskilin í sérstöku félagi, Landsbank- anum Framtaki, sem hafi verið stofn- að fyrir 18 mánuðum. Engar skattareglur sem hvetja til framtaksfjárfestinga Ámi Harðarson, lögfræðingur Deloitte & Touche hf., fór yfir skatta- legt umhverfi framtaksfjárfesta á ís- landi. Hann sagði skattareglur öflugt tæki til hvatningar til fjárfestinga í einstöku atvinnugreinum. Slíkar reglur væru fyrst og fremst pólitísk ákvörðun og hluti af hagstjóm þeirra sem fari með rfidsvaldið á hverjum tíma. Engar gfidandi skattareglur hér á landi taki til eða hvetji til fram- taksfjárfestinga. Þó mætti segja að reglur um kaupréttarsamninga og skattlagningu þeirra frá því í maí síð- astliðnum væm í þessum anda. Ámi fór yfir ýmsar skattareglur sem snúa að atvinnulífinu og gerði meðal annars grein fyrir mismunandi aðkomu fjárfesta eftir því hvort um er að ræða samtök, fyrirtæki eða ein- staklinga. Einar K. Guðfinnsson, sem sæti á í efnahags- og viðskiptanefnd Alþing- is, sagði að menn yrðu að gera sér grein fyrir því að ísland væri ekki lengur eyland í skattalegu tilliti. Hann sagði dijúgan tíma efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis hafa farið í að skoða hvaða áhrif skatta- lagabreytingar hefðu á fjármagns- flæði til og frá landinu með það fyrir augum að reyna að tryggja að þær valdi ekki flótta fjármagns. Einar sagðist telja að án hinnar alþjóðlegu samkeppni sem við byggjum nú við væri skattaumhverfið hér á landi fyr- irtækjum mun þungbærara en raun- iner. Áhætta að vera ekki með Eyþór Arnalds, forstjóri íslands- síma hf., hélt fyrirlestur undir yfir- skriftinni Það er áhætta að vera ekki með. Hann sagði ísland hafa verið veiðimannaþjóðfélag og að landið hafi misst af iðnbyltingunni. Áhugi á auðlindum sé mikill sem og nýting þeirra, en minna sé unnið með þekk- ingu. Þetta sé smám saman að breyt- ast og hlutur sjávarútvegs í útflutn- ingstekjum fari stöðugt minnkandi. Eyþór nefndi Kísildal í Kalifomíu og Finnland sem dæmi um landsvæði eða lönd þar sem vel hefði tekist til um að byggja upp þekkingar- og há- tækniiðnað. Hann taldi forsendur mikils vaxtar í Kísildal hafa verið hátt menntunarstig vegna nálægðar við góða háskóla, miklar rannsóknir bæði háskólanna og fyrirtækja og að á þessu svæði sé mikill fjöldi áhættu- fjárfesta. Eyþór sagði Finnland hafa verið í svipaðri stöðu og ísland fyrir nokkr- um árum, það hafi aðallega verið í hráefnisiðnaði og verið með einhæfan viðskiptamannahóp, aðallega Sovét- rfldn í tilviki Finnlands. Fyrirtæki Finnlands og íbúar þess hafi tekið áhættu, breytt um stefnu og nú sé svo komið að á marga mælikvarða sé Nokia orðið öflugasta fyrirtæki Evr- ópu. Yfir 6.000 hluthafar í ÍE fyrir frumútboð Tanya Zharov, frá íslenskri erfða- greiningu (IE), sagði frá reynslu de- CODE af skráningu á markað í Bandaríkjunum og Evrópu. Hún benti á að frumútboð og skráning séu algengar útgönguleiðir fyrir fram- taksfjárfesta og svo hafi verið í þessu tilviki, því þeir geti ef þeir vilji selt hluti sína í félaginu um miðjan næsta mánuð. Hið sama eigi við um þá ein- staklinga sem keypt hafi bréf á gráa markaðnum hér á landi fyrir útboð. Þetta sé umtalsverður fjöldi, eða yfir 6.000 manns, og sagði hún að Bank of New York, sem tók yfir umsjón með hluthafaskrá félagsins vegna skrán- ingarinnar, hafi aldrei séð svo marga hluthafa í félagi fyrir frumútboð. Tanya sagði skráningarferlið mjög viðamikið og að meiri vinna hafi farið í að undirbúa skráningu en ráð hafi verið fyrir gert. Fjármálaeftirlitið í Bandaríkjunum (SEC) sé til dæmis mjög nákvæmt þegar það fari yfir út- boðslýsingar og hún sagðist telja að mun meiri kröfur séu gerðar þar í landi að þessu leyti en hérlendis. Þá sagði hún að vinnunni væri ekki lokið þó skráning væri að baki, því fylgdi áframhaldandi mikil vinna að vera með skráð félag. Hún sagði ekkert því til fyrirstöðu að íslensk fyrirtæki færu þessa leið og létu skrá sig á Nasdaq, og ef eitt- hvað væri þá væri ferlið ef til vill ein- faldara fýrir íslensk fyrirtæki en bandarísk fyrirtæki eins og de- CODE. Ástæðan sé meðal annars sú að fyrir fyrirtæki hér á landi sé minni tilkynningaskylda en fyrir bandarísk fyrirtæki. Gylfi Ambjömsson, framkvæmda- stjóri EFA, ræddi um erlendar fram- taksfjárfestingar félagsins og sagði þær hafa verið jákvæðar þó innlausn eftir verkefnin sé að vísu eftir og því ekki hægt að segja endanlega til um niðurstöðuna. Hann sagði frekari sókn EFA erlendis í skoðun og að reynt yrði að beina sjónum að þeim fyrirtækjum þar sem reynsla og þekking EFA gæti nýst sérstaklega. Þú þarft á henni að halda Lítilen risavaxin! Margverðlaunaðar handtölvur, tilbúnar til nokunar beint úr kassanum. (slenskt lyklaborð, breiður og góður skjár. Frábær samskipta- og úrvinnslutölva fyrir nemendur, skrifstofufólk og alla sem eru á ferðinni. Þessir aðitar s olja Psion handtölvun ACO Árvirkinn, Selfossi Fríhöfnin Gagnabanki Islands Hátækni Hugver Kaliber, Krínglunni Penninn - Skrífstofuvömr Smith & Noríand Tai Tæknival KLI www.kllkk.ls Sími: 57 57 404
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.