Morgunblaðið - 12.12.2000, Side 33

Morgunblaðið - 12.12.2000, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. DESEMBER 2000 33 ERLENT Jacques Chirac Frakklandsforseti (fyrir miðju) á blaðamannafundi með Lionel Jospin, forsætisráðherra Frakk- lands (t.v.), og Romano Prodi, forseta framkvæmdastjórnar ESB, eftir að leiðtogafundinum lauk í gærmorgun. ESB búið í stakk fyrir stækkun Þótt allt eins hefði verið búizt við því að leið- togar ESB myndu heykjast á því enn um sinn að ná samkomulagi um að „ljúka sinni heimavinnu“ fyrir stækkun sambandsins endaði fundur þeirra í Nice með málamiðl- unarsamkomulagi. Auðunn Arnórsson stiklar hér á stóru um hvað í því felst. LENGSTA leiðtogafundi í sögu Evr- ópusambandsins (ESB) lauk í Nice í S-Frakklandi á fimmta tímanum í gærmorgun með málamiðlunarsam- komulagi um uppstokkun á innra skipulagi sambandsins og fyrirkomu- lagi ákvarðanatöku. Þar með hefur loks tekizt að búa í haginn fyrir fjölg- un aðildarríkja úr 15 í 27, sem stefnt er að því að komizt til framkvæmda á næstu árum. Þegar samkomulag loks lá fyrir brast á lófatak í salnum í ráðstefnu- höllinni í Nice, þar sem samninga- nefndir ríkjanna fimmtán, með rík- isstjóma- og þjóðarleiðtoga í broddi fylkingar, höfðu setið á rökstólum frá því á fimmtudag. í lokin voru það Belgar sem lengst stóðu á móti því að samþykkja það flókna fyrirkomulag breytts at- kvæðavægis aðildarríkjanna í ráð- herraráðinu, sem hin smærri ríki sambandsins álitu fela í sér valda- ásælni „stóru ríkjanna“ á kostnað hinna smærri. En það endaði með því að Belgar sættust á þriðju málamiðl- unartillögu Frakka, sem stýrðu samningaviðræðunum sem for- mennskuþjóð sambandsins þetta misserið. Eftir að Evrópuþingið og þjóðþing allra aðildarríkjanna fimmtán hafa lögformlega fullgilt samkomulagið - sem gert er ráð fyrir að taki um eitt og hálft ár - á sam- bandið að vera tilbúið til að taka inn í sínar raðir hin fyrstu þeirra 12 ríkja, sem um þessar mundir eru að semja um aðild, flest fyrrverandi austan- tjaldslönd. „Leiðtogafundarins í Nice verður minnzt í sögu Evrópu sem fundarins sem mótaði Evrópusambandið,“ lýsti Jacques Chirac Frakklandsforseti stoltur yfir á blaðamannafundi. í máli Romanos Prodi, forseta fi'am- kvæmdastjórnar ESB, endurspegl- aðist hins vegar gagnrýni á viðræðu- stjórnun Frakka, en óánægja með hana var nokkuð áberandi bæði í að- dragandanum og á leiðtogafundinum sjálfum. „Ég get ekki leynt vissum vonbrigðum yfir því að við skyldum ekki hafa náð lengra," hefur Reuters eftir honum um niðurstöðuna, sem hann hefði viljað sjá fela í sér frekari tryggingar fyrir skilvirkni ákvarð- anatöku og þar með starfshæfni sambandsins eftir stækkun þess. Fyrir fundinn hafði Prodi tekið undir raddii' sem sögðu að það væri allt eins líklegt að samkomulag myndi frest- ast enn um sinn. Smærri ríkin samþykktu með semingi Hin smærri ríki sambandsins sam- þykktu málamiðlunina flest með sem- ingi, en leiðtogi stærsta aðildarríkis- ins, Gerhard Schröder Þýzkalands- kanzlari, lýsti yfir ánægju með að Þjóðverjar skyldu hafa náð að auka áhrif sín á ákvarðanatökuna, þótt þeir hefðu ekki fengið því framgengt að þeir fengju fleiri atkvæði í ráð- herraráðinu en hin stóru ríkin - Frakkland, Bretland og Ítalía - þótt í Þýzkalandi byggju eftir sameiningu landsins fyrii' 10 árum yfir 20 millj- ónum fleiri en í þessum löndum. „Án þess að okkur þyki ástæða til að vekja sérstaka athygli á því hefur vigt Þýzkalands aukizt,“ sagði Schröder. Að standa fast á kröfunni um að fá fleiri atkvæði í ráðherra- ráðinu en önnur lönd „hefði ekki hjálpað Evrópu og hefði haft skaðleg áhrif á þýzk-franska samstarfið". Með Nice-samkomulaginu er at- kvæðakerfi ESB stokkað upp; at- kvæðavægi hvers aðildarríkis breyt- ist og málefnasviðum er fjölgað, þar sem ákvarðanir eru teknar með vegn- um meirihluta í stað þess að hvert ríki hafi neitunarvald. Meðal lykilniðurstaðna er að Þjóð- verjar munu í raun geta hindrað hvaða ákvörðun sem er með liðsinni tveggja hinna stóru ríkjanna, en ekki nauðsynlega Frakklands. Feginleiki Flestir leiðtoganna voru ósegjan- lega fegnir yfir því að maraþonsamn- ingaþjarkið skyldi vera yfirstaðið og ánægðir með að yfirleitt nokkurt samkomulag skyldi hafa náðst. Lýstu þeir flestir niðurstöðunni sem viðun- andi málamiðlun, jafnvel þótt hún færi fjarri því að vera sú metnaðar- fulla uppstokkun á stjórnskipan sam- bandsins sem margir hefðu viljað sjá. Tony Blair, forsætisráðherra Bret- lands, taldi niðurstöðuna „fullnægj- andi“ og sagði að Bretar hefðu náð því fram þeir lögðu mest upp úr, sem var fyrst og fremst að halda í form- legt neitunarvald á vissum sviðum, einkum í skattamálum. En hann bætti þessu við: „Okkur mun ekki verða stætt á því að fara svona að í framtíðinni." Antonio Guterres, forsætisráð- herra Portúgals, orðaði þær áhyggj- ur sem segja má að hinum smærri ríkjum sambandsins séu sameigin- legar, með því að láta hafa eftir sér að stóru ríkjunum hefði tekázt að gera „hallarbyltingu". Viðbrögð stjóramálamanna, sem ekki komu að samningaviðræðunum, voru líka misjöfn. Angela Merkel, leiðtogi kristilegra demókrata í Þýzkalandi, sem eru í stjómarand- stöðu, sagði: „Evrópu [les: Evrópu- sambandinu] hefur mistekizt að ná þeim árangri sem vonir stóðu til og framfarir þar á bæ hafa enn einu sinni orðið með hraða snigilsins." Aukið vægi stóru ríkjanna Meginniðurstaðan má segja að fel- ist í því að stóru ríkin fjögur - Þýzka- land, Frakkland, Bretland og Ítalía - fá aukið vægi er ákvarðanir eru tekn- ar með auknum meirihluta. Með sam- komulaginu er viðhaldið formlegu ENDURSKOÐAÐ ATKVÆÐAVÆGII ESB Leiðtogar Evrópusambandsins náðu samkomulagi á mánudagsmorgun eftir langar og strangar samningaviðræður um breytingar á innra skipulagi sambandsins og fyrirkomulagi ákvarðanatöku, til að búa það undir næstu stækkunarlotu. Aðalágreiningsefnið var hve mörg atkvæði hvert aðildarríki skyldi hafa í ráðherraráði sambandsins, eftir að aðildarríkjum fjölgar. NUVERANDI AÐILDARRIKI Núv. atkvæðavægi Atkvæðavægi verður (búar (í milljónum) Þýskaland Bretland Frakkland Ítaiía Spánn Holland Grikkland Belgía Portúgal Svíþjóð Austumki Danmörk Finnland írland Lúxemborg Pólland Rúmenía Tékkland Ungverjal. Búlgaría Slóvakía Litháen Lettland Slóvenía Eistland Kýpur Malta j 59,25 58,97 157,61 ij 82,04 jj 39,39 B 4 ¥ ■Hi2 mi5,76 »10,53 m, 10,21 «9,98 «8,85 «8,08 15,37 15,76 13,74 0,43 TILVONANDI AÐILDARRIKI Atkvæðavægi væri Atkvæðavægi verður íbúar (í milljónum) Wj 70,29 »70,09 «8,23 15,39 13,70 1)2,44 Ij 7,98 17,45 i| 0,75 0,38 REUTERS# jafnræði Þýzkalands og Frakklands, en þessi tvö ríki hafa frá upphafi ver- ið helztu drifíjaðrir Evrópusamrun- ans. Þau munu hafa 29 atkvæði hvert, sem og Bretland og Ítalía (sbr. graf- ík). I „atkvæðapottinum“ verða eftir breytingu kerfisins samtals 342 at- kvæði, og þar af þarf 258 til að til- skildum „vegnum" meiríhluta sé náð. 89 atkvæði þarf til að hindra ákvörð- un - sem jafngildir atkvæðavægi þriggja stórra ríkja og eins lítils. Við þetta bætist þó sú regla, sem sam- þykkt var til að koma til móts við kröfur Þjóðverja, að þegar greidd skulu atkvæði um eitthvert mál getur eitt ríki farið fram á að tryggt sé að á bak við ákvörðunina standi að minnsta kosti 62% íbúa sambandsins. Leiðtogamir náðu einnig sam- komulagi um endurskipulagningu framkvæmdastjórnar ESB, en með þeim fyrirvara þó að það verði aftur endurskoðað þegar aðUdarríkin verða orðin 27. Smærri ríkin höfðu barizt með kjafti og klóm fyrir því að ekki yrði hvikað frá þeirri reglu að hvert aðUdarríki hefði einn fulltrúa í framkvæmdastjórninni, en hin stærri töldu skilvirkni hennar stefht í hættu með því að meðlimum hennar fjölgaði þetta mikið. Því var kveðið á um að þegar meðlimirnir verða orðnir 27 skyldi reynt að semja um nýtt fyr- irkomulag, sem takmarkaði fjölda framkvæmdastjórnarfulltrúa með einhvers konar útskiptikerfi. Eins og er hafa stærri ríkin fimm - hin fyrr- nefndu fjögur auk Spánar - tvo full- trúa í framkvæmdastjórninni, en þau gefa annan þeirra eftir svo að segja „í skiptum“ fyrir hið aukna atkvæða- vægi í ráðherraráðinu. Þetta nýja form framkvæmdastjómarinnar á að taka gUdi árið 2005, þegar skipunar- tímabil núverandi framkvæmda- stjómar rennur út. Neitunarvald afnumið á 29 njfjura sviðum Teknar voru ákvarðanir um að neitunarvald skyldi afnumið á 29 málaefnasviðum tU viðbótar, en þetta fyrirkomulag er reyndar þegar í gildi við mest af þeirri löggjöf sem af- greidd er frá Évrópusambandinu, t.d. í öllum málum sem varða innri mark- að Evrópu og þar með Evrópska efnahagssvæðið - og þar með ísland. Þá var ákveðið að þak yrði sett á fjölda fulltrúa á Evrópuþinginu. Þeir skyldu ekki verða fleiri en 738, en eru 626 nú. Af þessum 738 verða 99 frá Þýzkalandi. Önnur mikUvæg ákvörðun var tek- in með því að opna fyrir fleiri mögu- leika á svokölluðum sveigjanlegum samruna. Þessi ákvæði eiga að gera einstaka aðUdarríkjum auðveldara um vik að taka ekki þátt í nýrri sam- vinnu, ef þau kjósa svo, og öðrum að taka sig saman um að ganga lengra í samrunaátt. Að eindreginni beiðni Þjóðveija samþykktu leiðtogarair ennfremur að ný ríkjaráðstefna yrði kölluð sam- an árið 2004 þar sem betur yrði skil- greint hvaða hlutverk skulu vera á könnu hinna yfirþjóðlegu stofnana sambandsins og hver eiga að vera á ábyrgð ríkisstjóma aðildarríkjanna og héraðsstjóma innan þeirra. Smáríkin verða meiri hlustendur en gerendur ÞAÐ er mat Davíðs Oddssonar, forsætisráð- herra og formanns Sjálfstæðisflokksins, að niðurstöður leiðtogafundarins í Nice hafi ver- ið bæði jákvæðar og neikvæðar. „Það sem er jákvætt snertir samskipti Atlantshafs- bandalagsins og Evrópuhersins sem svo er kallaður. Það er ljóst að menn hafa aðeins hikað þar á lokasprettinum, sem er ágætt. Hlutverk og staða Atlantshafsbandalagsins er viðurkennd sem er mjög í þeim anda sem við höfum verið að leggja áherslu á.“ Davíð segir að ljóst sé að Bandaríkjamönnum og Kanadamönnum hafi tckist á lokasprettinum að snúa ákvæðum um herinn þannig að Atl- antshafsbandalagið verði áfram í leiðandi hlutverki. Hið neikvæða í niðurstöðum Nice er að mati Davíðs minnkandi áhrif smærri ríkja. „Þetta hefur legið í loftinu en nú fara áhrifin mjög minnkandi og áhrif stóru ríkjanna vax- andi. Það hlýtur að vera ákveðið áfall fyrir smærri ríkin. Menn hafa tekið eftir að þegar menn hafa verið að bera sig eftir inngöngu í þeim ríkjum þá leggja menn áherslu á hið mikla vald smárikjanna, t.d. neitunarvald þeirra sem er nú að hverfa á æ fleiri sviðum. Auk þess sem fulltrúar þeirra verða hlutfalls- lega færri, bæði atkvæðisréttur innan Evr- ópusambandsins og eins fulltrúar á þinginu. Ljóst að smáríkin eru að verða meiri hlust- endur en gerendur." Davíð segir einnig miður að ekki hafi verið tekið nægilega vel á málum væntanlegra að- ildarríkja. Eins segir Davíð að það séu ákveð- in vonbrigði að kerfið skuli ekki hafa verið gert skilvirkara. Davið telur ekki að niðurstöður í Nice muni hafa áhrif á Evrópuumræðuna hér á landi, nema ef vera skyldi að sú staðreynd, að álirif smáríkja fara minnkandi, muni hafa áhrif. „En ég á ekki von á því að þeir sem eru æstir í þessum málum láti það hafa áhrif á sig,“ Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs seg- ir niðurstöðuna vera í samræmi við það sem hann hafi búist við. „Mér sýnist þetta hafa verið dæmigerð hrossakaup í lokin í anda þess hvernig öll mál eru leyst þarna.“ Steingrímur segir einnig vera spurningu hvernig meta eigi stöðu smáríkjanna, hvort hún verði ekki lakari í framtíðinni, sérstak- lega þegar ríkin verða orðin svo mörg að sæti f framkvæmdasijóm er ekki tryggt öllum að- ildarríkjum. Staða smáríkja hljóti að velta á setu í framkvæmdastjórninni. „Ahugaverðara er hversu liklegt er að þetta stækkandi Evrópusamband verði starf- hæf eining sem gangi upp. Ég hef víða heyrt í hornum efasemdir um, að það geti gengið þegar það verður orðið svona stór eining, nógu erfitt sé það í dag.“ Steingrímur segir að það sé hans kenning, sem sé nokkuð óháð niðurstöðunni í Nice, að hugmyndin um iimgöngu í Evrópusambandið muni verða fjarlægari Islcndingum á næstu árum. „Ég tel eftir því sem erfiðleikar í þessu vaxandi bákni eiga eftir að verða manni ljós- ari þá verði sú hugsun manni fjarlægari hér að það þjóni okkar hagsmunum að vera þarna inni. Ég hef stundum sagt í ganuii kannski að ef umræðan um inngöngu Islands verði í vari næstu tíu árin þá muni varla hvarfla að mönnum að þeim tíma liðnum að sækja um inngöngu."

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.