Morgunblaðið - 12.12.2000, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 12.12.2000, Blaðsíða 36
36 ÞRIÐJUDAGUR 12. DESEMBER 2000 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Siv Friðleifsdóttir ánægð með takmörk- un og bann við losun þrávirkra efna Efnin mesta ógnunin við um- hverfí hafsins FULLTRÚAR 122 þjóða náðu sam- komulagi um samning um takmörk- un og bann við losun á þrávirkum og lífrænum efnum á ráðstefnu í Jó- hannesarborg í Suður-Afríku um helgina. Siv Friðleifsdóttir um- hverfisráðherra fagnar niðurstöðu fundarins og segir að hún sé mjög ánægjuleg fyrir íslendinga og í raun umheiminn allan enda sé um að ræða sérlega mikilvægt skref sem snýr að umhverfismálum og heilsu mannfólks og dýralífs. Þessi þrávirku lífrænu efni koma að verulegu leyti frá suðurhluta jarðar en talsvert er notað af þeim í þróunarríkjunum. Um er að ræða átta tegundir af skordýraeitri, tvö iðnaðarefni og tvö efni sem mynd- ast við brennslu, en annað þeirra er díoxín. Efnin fara upp í lofthjúpinn með uppgufun og þeim rignir svo niður en þannig færast þau stöðugt norðar og safnast upp á norðlægum slóðum. Þau eru fítuleysanleg og hafa t.d. fundist í ísbjörnum, selum, hvölum og fólki. Siv segir að þar sem efnin séu mjög skaðleg sé mjög brýnt að tak- marka notkun þeirra en ríkari þjóð- ir þurfí að leggja til fjárframlög til þróunarríkjanna svo þau geti skipt yfir í vistvænni efni. „Þessi efni, sem þarna náðist samkomulag um, eru mesta ógnunin við umhverfi hafsins og fyrir okkur sem erum svo háð sjávarútvegi og erum á norðlægum slóðum þar sem efnin safnast upp er það einstaklega ánægjulegt að það skuli hafa tekist að ná samkomulagi á alþjóða vett- vangi um að takmarka og banna þessi efni.“ Siv segir að íslendingar hafí átt frumkvæði að því að taka málið á dagskrá á Ríó-ráðstefnunni 1992. 1995 hafi síðan verið haldin alþjóð- leg ráðstefna hér á landi og hafi hún verið byrjunin á samningaferlinu sem lauk í Jóhannesarborg með samningnum um helgina, en Davíð Egilsson hjá Hollustuvernd ríkisins var fulltrúi Islands á ráðstefnunni. í vor hefst undirritunarferli og síðan verður farið í að fullgilda samninginn en hann tekur gildi þegar ákveðinn fjöldi ríkjanna hef- ur fullgilt samninginn. Þetta ferli getur tekið nokkur ár, jafnvel fjög- ur til fimm ár, að sögn Kanada- mannsins Johns Buccinis, sem var ráðstefnustjóri í Jóhannesarborg. Vitni í réttarhöldunum yfír Estrada Filippseyjaforseta Námsmenn í Manila kröfðust þess í gær að Estrada segði af sér sem for- seti og þeir beina líka spjótum sínum að syni hans, Jinggoy, borg- arstjóra í San Juan. Er hann sakaður um spillingu. Á spjaldi með mynd af þeim feðgum segir að sjaldan falli eplið langt frá eikinni. Kom með mútuféð í forsetahöllina Manila. Reuters, AFP. VITNI í réttarhöldunum yfir Joseph Estrada, forseta Filippseyja, sagði í gær, að það hefði einu sinni komið með poka fullan af peningum í for- setahöllina og afhent hann ritara for- setans. Estrada neitaði í gær harð- lega fréttum frá Þýskalandi um að hann hefði stungið í eigin vasa hundruðum milljóna ísl. kr., sem greiddar hefðu verið í lausnargjald fyrir gísla, sem íslamskir uppreisn- armenn höfðu í haldi. Emma Lim, sem bar vitni fyrir öldungadeildinni, er starfsmaður Luis Singson héraðsstjóra en hann varð fyrstur til þess í október sl. að saka Estrada um að hafa þegið mikið fé frá ólöglegum spilavítum á Fil- ippseyjum. Kvaðst Lim hafa komið í forsetahöllina með fullan peninga- poka, um 8,7 millj. ísl. kr., og gert það að fyrirskipan húsbónda síns, Singson héraðsstjóra. Sagði hún, að það hefði verið hluti af sínu starfi hjá Singson að safna saman mútufé fyrir Estrada. Helsti lögfræðingur forsetans, Estelito Mendoza, gerði harða hríð að Lim en hún hvikaði hvergi frá framburði sínum. Þegar hann spurði hana hvort hún hefði ekki gert sér grein fyrir því, að það væri ólöglegt að taka við mútufé frá ólöglegum veðmálafyrirtækjum, svaraði hún: „Jú og ég var dauðhrædd. En hvað átti ég að gera? Þetta var allt á veg- um forsetans.“ Hlógu þá margir þingmenn. Lausnargjald til forsetans? Þýska tímaritið Der Spiegel held- ur því fram, að Estrada forseti og Roberto Aventajado, samningamað- ur hans, hafi stungið í eigin vasa hundruðum milljóna króna af lausn- arfé, sem greitt var fyrir vestræna gísla í höndum íslamskra uppreisn- armanna á Filippseyjum. Segir tíma- ritið, að þýska leyniþjónustan hafi komist að þessu með því að hlera samtöl milli Aventajado og mann- ræningjanna. Af rúmlega 1.700 millj- ónum ísl. kr. hafi Estrada hirt 40% og Aventajado 10%. Estrada og Aventajado neita þessu harðlega og hafa hótað mál- sókn á hendur Der Spiegel. Hefur skrifstofustjóri Estrada, Ronaldo Zamora, sent tvo lögreglumenn til Þýskalands til þess að kynna sér upptökumar og segir hann, að á þeim sé ekkert, sem gefi þetta í skyn. Landsbankinn styrkir átta menningarverkefni geisladiskum Brandenborgarkons- I erta Bachs sem sveitin flutti í tilefni j af 25 ára starfsmæli sínu. Papeyjarferðir fengu 200.000 kr. styrk til viðhalds á Papeyjarkirkju. Skáksamband Islands fékk 200.000 kr. styrk vegna Landsmóts- ins í skólaskák sem haldið verður í maí nk. Héraðskjalasafn Austfirðinga fékk 150.000 kr. styrk til að gefa út Sókna- og sýslulýsingar úr Múla- sýslum." Nerðijarðarkirkja fékk 100.000 j kr. styrk i orgelsjóð kirkjunnar MENNINGARSJÓÐUR Lands- banka íslands hf. hefur veitt styrki til átta verkefna. Þeir sem hlutu styrk að þessu sinni eru: Gamla Apótekið á Isafirði fékk 350.000 kr. styrk til reksturs menn- ingarhúss fyrir fólk á aldrinum 16- 20 ára. Ahugafólk um vímuefnafor- vamir og bætta unglingamenningu hefur unnið að því undanfarið að koma upp aðstöðu fyrir fólk á þess- um aldri þar sem það getur komið saman og sinnt áhugamálum sínum án áfengis- og vímuefna. Lionsdeild Reykhólahrepps fékk 270.000 kr. styrk til kaupa á tækjum fyrir vistheimilið Barmahlíð í Reyk- hólahreppi. Heimilið gerir öldmðum heimamönnum það mögulegt að dvelja í heimabyggð. Collegium Musicum fékk 250.000 kr. styrk til að rannsaka kveðskap, nótur og lagboða sem finnast í hand- ritasöfnum Jóns Sigurðssonar, for- seta. Útsetja á og frumflytja úrval þess sem finnst í þeim söfnum og kynna niðurstöður rannsóknanna. Kammersveit Reykjavíkur fékk 200.000 kr. styrk til að gefa út á Nýjar bækur • ÚT er komin bókin Ellefu í efra - minningar úr Þjóðleikhúsi eftir Svein Einarsson. Bókin fjallar um það ellefu ára tímabil er Sveinn var Þjóðleikhússtjóri, árin 1972-1983. í fréttatilkynn- ingu segir: „Leik- listarlíf á Islandi er skoðað á gagn- rýninn hátt og metið í sam- anburði við það sem hefur verið að gerast í ná- grannalöndunum. í bókinni er fjallað um þá listamenn sem störfuðu við Þjóðleikhúsið á þessum árum, rakin saga og tilurð margra leikverka, auk annarra at- vika sem ofarlega urðu á baugi í þjóðfélaginu. Auk þess að hafa verið leik- hússtjóri, fyrst hjá Leikfélagi Reykjavíkur og síðar hjá Þjóðleik- húsinu, hefur Sveinn Einarsson leik- stýrt fjölda leiksýninga og ópera bæði hérlendis og erlendis. Einnig hefur hann stjómað leikritum í sjón- varpi og útvarpi. Sveinn hefur að auki skrifað mörg leikrit og sent frá sér margar bækur, bæði fræðibækur og skáldsögur." Útgefandi er Ormstunga. Bókin er337 bls. og unnin íprentsmiðjunni Steinholti og bókbandsstofunni Flat- ey. Leiðbeinandi verð: 4.590 krónur. ----------------- y<ffí-2000 12. desember Sveinn Einarsson HÁSKÓLABfÓ Hvítlr hvalir - kvikmyndir Friðriks Þórs í 25 ár 17:00 Bíódagar-90 mín., 1994. 19:00 Á köldum klaka-87 mín., 1995. 21:00 On Top/ Skytturnar - 80 mín., 1987. 23:00 Kúrekar norðursins - 82 mín., 1984. Sigurður Hall- marsson sýnir í Safnahúsinu Húsavfli. Morgunblaðið. SIGURÐUR Hallmarsson opnaði myndlistasýningu í Safnahúsinu á Húsavík nýlega, þar sýnir hann þrjátíu og fimm vatnslitamyndir málaðar á þessu ári. Vel var mætt á opnun sýningarinnar, gestir voru ánægðir með það sem fyrir augum bar en þarna má m.a sjá lands- lagsmyndir viða af á landinu. Sigurður var í ársbyrjun til- nefndur bæjarlistamaður Húsavík- ur árið 2000, þetta er í fyrsta sinn sem staðið er að slíkri tilnefningu á vegum Húsavíkurbæjar. Sigurð- ur er vel að þessum titli kominn, hann er sannkallaður fjöllistamað- ur því auk þess að vera listmálari þá er hann leikstjóri, leikari, harmonikkuleikari og örugglega eitthvað meira. Bæjarlistamaðurinn Sigurður hefur ekki setið auðum höndum undanfarið, stutt er síðan Leik- félag Húsavíkur frumsýndi óper- ettuna Frk. Nitouche í leikstjórn Sigurðar. Bæjarlistamaður Húsavíkur árið 2000 Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Sigurður Hallmarsson við mynd sína af Dóra pósti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.