Morgunblaðið - 12.12.2000, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 12.12.2000, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. DESEMBER 2000 37 LISTIR TQ]\LIST Glerárkirkja JÓLATÓNLEIKAR SIN- FÓNÍUHLJÓMS VEITAR NORÐURLANDS Sinfdníuhljómsveit Norðurlands. Verk eftir: Corelli, Jórunni Viðar og Robert Kabilow, ásamt útsetn- ingum hljómsveitarstjórans, Guð- mundar Óla Gunnarssonar á fjórum alþekktum jóla- og aðventu- söngvum fyrir hljómsveit og barna- kór. Einsöngvari Ólafur Kjartan Sigurðsson. Bai'nakór Glerárkirkju og Stúlknakór Húsavíkur/ Skóla- kórar Borgarhólsskóla, stúlkur úr kór MA og söngdeild Tónlistarskól- ans á Akureyri. SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT Norðurlands lék á tvennum tónleik- um um helgina. Var það efnisskrá nr. 2 á áttunda starfsári hljómsveitarinn- ar. Efnisskráin var bundin jólum og aðventu, og heitið jólatónleikar í sam- ræmi við það, en heitið aðventutón- leikar hefði mér þótt hæfa betur. Fyrri tónleikar hyómsveitarinnar fóru fram í Glerárkirkju á laugar- dagskvöld, en þeir seinni á Húsavík á sal Borgarhólsskóla kl. 16 daginn eft- ir, en það eru tónleikamir á Akureyri sem þessi gagnrýni fjallar um. A efnisskrá tónleikanna voru verk eftir: Corelli, Jórunni Viðar og Ro- bert Kabilow, ásamt útsetningum hljómsveitarstjórans Guðmundar Óla Gunnarssonar á fjórum alþekkt- um jóla- og aðventusöngvum fyrir hljómsveit og bamakór. Hljómsveitin var skipuð sautján strokhljóðfæraleikumm og níu blás- umm, auk eins páku/slagverksleik- ara og píanóleikara. Konsertmeistari var Jaan Alavere, en einsöngvari í jó- laævintýrinu Heimskautahraðlestin eftir Bandaríkjamanninn Robert Karilow var Ólafur Kjartan Sigurðs- son, baritón. Söngsveit Hveragerðis heldur jóla- tónleika JÓLATÓNLEIKAR Söngsveitar Hveragerðis verða haldnir í Hvera- gerðiskirkju í kvöld, þriðjudags- kvöld, kl. 20.30. Kórinn mun syngja jólalög undir stjórn Mai'grétar Stefánsdóttur. Einnig syngur bamakór Gmnnskóla Hveragerðis og fram koma ungir hljóðfæraleikarar úr Tónlistarskóla Ái-nesinga. Einnig verður einsöngur ogtvísöngur. í Söngsveit Hveragerðis em nú tæplega 50 félagar. Á þessu ári hefur starf sveitai'innar verið öflugt og hefur hún sungið víða, bæði ein og í samstarfi við aðra kóra. Kórstjóri er Margrét Stefánsdóttir. Aðgangseyrir er 1.000 krónur, 500 krónur fyrir ellilífeyrisþega og ókeypis fyrir börn yngri en 12 ára. --------------------- Nýjar plötur • ÚT er komin geislaplatan Krists konungs hátíð í Rristskirkju, Landakoti. Uppistaða plötunnar er verk eftir dr. Victor Urbancic: „Messa til heiðurs Drottni vomm Jesú Kristi konungi". Inn í verkið em felldir hefðbundnir þættir hinn- ar kaþólsku messu með gregorsöng. Dr. Urbancic var kórstjóri og org- elleikari við Kristskirkju í Landa- koti frá 1938 til dauðadags 1958. Þessi messa er ein þekktasta tón- smíð hans, tileinkuð Kristskirkju og ætluð til flutnings við hátíðarmessur í kirkjunni. Stjórnandi er Úlrik Ólason, og leikur hann einnig á nýuppgert orgel kirkjunnar kóral nr. 3 í a-moll eftir César Frank. Upptökustjórí var Halldór Vík- ingsson. Að útgáíunni standa org- elsjóður Krístskirkju ogFermata hljóðritun, en Japis dreifir. Verð: 2J.99krónur. Sinfómuhljómsveit Norð- urlands færir jólin nær Ljðsmynd/Bjami Eiríksson/Myndrún Stjórnandinn, Guðmundur Óli Gunnarsson, ásamt kór og tónlistarfólki. Alls tóku fimm skólakórar þátt í flutningnum. Fyrst lék strengjadeild hljómveit- arinnar Jólakonsertinn eftú Corelli, hinn rómaða ítalska fiðlusnilling frá 17. öldinni, sem er einn helsti faðir nútíma fiðlutækni á þá nýju gerð fiðl- unnar sem ráðandi varð upp frá því. Flutningur þessa síunga verks fór vel af stað, hrein spilamennska og hraða- val gott. Leiðandi hlutur og einleikur konsertmeistarans var ekki nógu af- gerandi og ekki nógu litríkur. Þessi galli hafði slævandi áhrif á flutning- inn í heild. Einnig fannst mér skorta í hraðari köflum á dillandi hljóðfall og markaðri áherslur. í lokin hefði hinn þrískipti hjarðljóðstaktur þurft að vera meira dansandi. Sá jólafögnuður sem verkið ber í sér varð minni en efni stóðu til. En verkið hljómaði tært og hreint utan smámisræmis milli kontrabassa og sellóa í loka- þætti. Fallegt en ekki nógu tilþrifa- mikið að mínu mati. Næsti hluti tón- leikanna nefnist jólalög með bamakór og var samansettur af fjór- um útsetningum Guðmundar Óla á þekktum jóla- og aðventulögum ásamt verki eftir Jórunni Viðar, Jól fyrir kór og hljómsveit, við samnefnt Ijóð Stefáns frá Hvítadal. Þessi lög voru einnig flutt á jólatónleikum hljómsveitarinnar fyrir ári. Nú var hátt í hundrað manna bama- og ung- lingakór mættur til liðs við hljóm- sveitina. Þetta unga söngfólk kom úr fjórum kórum sem voru: Bamakór Glerárkirkju, sem Bjöm Þórarinsson stjómai' og Stúlknakór Húsavíkur, sem Hólmfríðui- Benediktsdóttir stjómar. Einnig tveir skólakórar Borgar- hólsskóla á Húsavík, sem Line Wem- er stjómar. Útsetningar Guðmundar Óla á lögunum: Hátíð fer að höndum ein, Á jólunum er gleði og gaman, Skreytum hús, Þá nýfæddur Jesú og Það á að gefa bömum brauð em bæði skemmtilegar og kunnáttusamlega gerðar. Þær hafa þann stóra kost að fallegar raddir bama og unglinga njóta sín til fullnustu og séreiginleik- ar hljóðfæranna fá að lita útsetningar með áhrifamiklum hætti. Sterkum áhrifum náði útsetningin á laginu Þá nýfæddur Jesú með fal- legum fagott og sellósamleik í upp- hafi og endi. Einnig var nýr búningur hans á lagi Jórunnar Viðar á þulunni Það á að gefa bömum brauð alveg bráðskemmtilegur. Eflaust væri gaman fyrir áheyrendur að fá að taka undir í söng á þessum vinsælu lögum. Krakkamir hafa fallegar og tærar raddir og skiluðu sínu hlutverki með prýði. Þó skorti stundum á að söng- gleðin skilaði sér nægilega til áheyr- enda. Svo hefði þurft að leggja meiri áherslu á framsögn orða sem enda á samhljóða eins og „manns“ eða „þér“ því oft voru samhljóðamir ekki greinanlegir. Verk Jórunnar Viðar var svo flutt síðast fyrir hlé. Jórunn samdi verkið við samnefnt ljóð Stef- áns frá Hvítadal. Mér finnst þetta verk frekar dauft og auka á ofurang- urværð ljóðsins, en flutningur tókst vel, spuming hvort verkið hefði þurft að ganga eilítið hraðar. Að loknu hléi kom svo „Heimskautahraðlestin" brunandi á leið sinni á Norðurpólinn. Tónverkið með þessu heiti er samið við jólasögu eftir Chris van Allsburg og tónskáldið er Bandaríkjamaður- inn Robert Kabilow. Sagan var flutt af baritónsöngvara og stúlknakór, og hljómsveitin undirstrikar atbui’ða- rásina með litríkri og fjölbreyttri tón- list. Ólafur Kjartan Sigurðsson, bari- tón var einsöngvari og sögumaður. Einnig sungu stúlkur úr Kór MA og Söngdeildar Tónlistarskólans á Ak- ureyri söguna, en Rósa Kristín Bald- ursdóttir annaðist þjálfun og æfingu þeirra. Haft er eftir höfundi sögunn- ar eftúfarandi í efnisskrá: „Bækur byrja sem myndir í höfði mér.“ Enda þótt íslensk þýðing Hjörleifs Hjartarsonar sé vafalítið góð, þá fannst mér að flutningur verksins í heild ekki skila nægilega skýrum myndum til mín. Þama hefði texti í efnisskrá eða myndh' á tjaldi styrkt heildaráhrif verksins. Robert Kap- ilow semur mjög kunnáttusamlega og er mikill „orkestermaður". Hann fléttar inn í verkið tilvitnunum í ýmis jólalög svo sem: Hin fyrstu jól, Jingle Bell, Skreytið hús, og beitir býsna spennandi breytingum í hljóðfalli og hrynjandi. Helst finnst mér skorta á að einsöngvarinn fái svo sem eitt heil- stætt lag eða aríu til að spreyta sig á. Ólafur Kjartan er tvímælalaust einn af okkar bestu baritónsöngvur- um, með þróttmikla, fallega og vel þjálfaða rödd. Hann er líka mikill sviðsmaður og sterkur túlkandi. Á efstu tónum missti þó röddin örlítinn hljóm og getur það hafa verið tilfall- andi. Stúlknakórinn stóð sig með mikilli prýði og var öryggið uppmál- að. Mikill fjöldi áheyrenda minnti enn og aftur á að verðugs tónleikasals er þörf á Akureyri, enda þegar komin fram loforð þar um. Auk ríkis og Ak- ureyrarbæjar styrktu aðrir aðilar tónleikana og vil ég þar sérstaklega nefna Húsavíkurkaupstað og Minn- ingarsjóð um Jóhann Konráðson, sem greiddi kostnað vegna einsöngv- ara. Guðmundur Óli stjómaði þess- um tónleikum af mikilli prýði og hlaut hann ásamt öðrum flytjendum ákaft lófaklapp í lokin. Hátfð fer að höndum nær með slík- um tónleikum. Jón Hlöðver Áskelsson ÚTSALA - ÚTSALA 40% afsláttur Hefst í dag Gerið góð kaup fyrir jólin Dæmi um verð Áður Nú Jakkapeysa 3.700 2.200 Mohairpeysa 4.700 2.800 Heklaður bolur 3.200 1.900 Sett toppur/tunika 4.500 2.700 Netbolur m/hettu 3.200 1.900 Slinkysett 5.900 3.500 Spencerkjóll 3.800 2.300 Sítt pils 2.900 1.700 Dömubuxur 4.700 2.800 Herrapeysa 3.900 2.300 Herraskyrta 3.300 1.900 Herrabuxur 4.900 2.900 Síðumúla 13, sími 568 2870, 108 Reykjavík.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.