Morgunblaðið - 12.12.2000, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 12. DESEMBER 2000 39
LISTIR
Að laða fram
trúarlega íhugun
TðNLIST
llatlgrímskirkja
JÓLATÓNLEIKAR
Mótettukór Hallgrímskirkju og
Schola cantorum fluttu jólasöngva
og mótettur eftir Part, Poulenc,
Kverno, Rutter, Howells, Praet-
orius og tvær raddsetningar eftir
Jón Hlöðver Áskelsson. Stjórnandi
var Hörður Áskelsson. Sunnudag-
inn 10. desember.
ÞEGAR líður að jólum og við upp-
haf aðventunnar taka menn til hendi
með ýmsum hætti og jólaundirbún-
ingurinn er oftast tími mikilla um-
svifa, jafnvel langt umfram það sem
sjálf jólahátíðin er. Á sviði tónlistar er
tónleikahald mjög viðamikið og um sl.
helgi voru þrennir stórtónleikar, sem
verða auk þess tví- og þríendurteknir
í vikunni.
Jólatónleikar Mótettukórs Hall-
grímskirkju og Schola cantorum,
undir stjóm Harðar Áskelssonar,
voru haldnir sl. sunnudag í Hall-
grímskirkju og hófust á gregoríönsku
Magnificat og síðan var flutt við sama
texta verk eftir Arvo Párt, undur-
hljómfallegt en frekar viðburða-
snautt verk. Þessi einfaldleiki í tón-
ferli er stílbragð Párts og var ráðandi
hinn sérkennilegi undirtónn kyrrðar í
sjö „Magnificat“-víxlsöngvum, sem
voru einstaklega vel fluttir. Þessi tón-
hst býr yfir sterkri trúarstemmningu
og á eftir flutti Schola cantorum fjór-
ar smámótettur eftii- Poulenc, sér-
lega fallega hljómandi og ómblíðar í
tónskipan, sem voru afburða vel flutt-
ar. Ave maris stella eftir Trond
Kvemo var næst á efnisskránni.
Verkið er lagrænt og í byrjun blítt en
er reist upp í töluverðan styrk og tón-
ræn átök um miðbikið og endar svo á
fallegum „amen“-þætti, sem unninn
er úr upphafsstefinu, og var þetta
verk stórkostlegt í raddhljóman
kórsins. íslenska sálmalagið Imm-
anúel oss í nátt, í fallegri raddsetn-
ingu eftir Jón Hlöðver Askelsson, var
notað sem útgöngustef, við þrástefj-
aðan spunasöng á orðinu Immanúel
og hggjandi samhljóman, sem víðóm-
aði um alla kirkjuna. Frammi í and-
dyri kirkjunnar var sálmurinn sung-
inn aftur en dó síðan út, eins og í
óendanlegri fjarlægð væri.
Segja má, að með hinum gamla
sálmi, Immanúel oss í nátt, hafi hin-
um katólska hluta tónleikanna lokið
en við tók þá enduróman úr ensku
biskupakirkjunni, með útsetningu
eftir John Rutter á sálminum Quem
pastores, sem kórai’nir víxlsungu
glæsilega. Þar á eftir voru þrjár fal-
legar jólamótettur eftir Herbert
Howells, sem Schola cantorum flutti
mjög vel, og í miðlaginu, Ein flekk-
laus rós, var Om Amarson einsöngv-
ari og söng sína strófu af þokka.
Praetoríus var fulltrúi hinnai- lút-
ersku kirkju, en eitt merkilegasta
framlag hennar til þróunar tónhstar
var „kórallinn" og í raddfærslu lút-
ersku sálmanna var Praetoríus ein-
stakur meistari, eins og heyra mátti í
þeim fagra sálmi Hin fegursta rósin
er fundin. Sálmurinn Oss bam er
fætt í Betlehem er einstakur í sinni
röð hvað snertir fegurð í raddfærslu
og hljómskipan. Sá sálmur sem er
einna frægastur er Það aldin út er
sprungið og síðasti sálmurinn í út-
færslu Praetoríusar var í dag er
fæddur frelsarinn. Þessi hluti tón-
leikanna var áhrifaríkastur, fyrir sér-
lega fagran söng kóranna, sem era
einstaklega vel mannaðir og þjálfaðir
og var söngur þeirra einnig gæddur
sterkri trúartilfinningu, sem Hörður
Áskelsson er snillingur í að laða fram
hjá sínu söngfólki, og náði hámarki
með útgöngu kórsins, meðan sungin
var útsetning eftir Jón Hlöðver Ás-
kelsson á hinu foma viðlagi Hátíð fer
að höndum ein, ásamt fjórum versum
eftir Jóhannes úr Kötlum, svo að í
kirkjunni ríkti sannkölluð andakt.
Báðir kórarnir, Mótettukór Hall-
grímskirkju og Schola cantoram,
syngja frábærlega vel og það sem
meira er, að Herði tekst að móta
sönginn með þeim hætti, að tónhstin
umbreytist í trúarlega íhugun, nokk-
uð sem fáum er gefið að geta laðað
fram hjá söngfólki sínu.
Jón Ásgeirsson
Nýjar bækur
• UT er komin bókin Ferð um fs-
land 1809 eftir William Jackson
Hooker.
I fréttatilkynningu segir m.a.:
„Þetta er sennilega með merkari
ferðabókum um Island, en hefur
ekki verið gefin út á íslensku fyrr en
nú. Hugsanlega vegna þess að nátt-
úrafræðin er dálítið ítarleg í bókinni
og þvi hefur þurft nokkra „ritstjórn"
við útgáfuna. Þann hluta hefur Arn-
grímur Thorlacius séð um og þýtt
auk þess bókina. Það dregur ekki úr
gildi frásagnarinnar fyrir hinn al-
menna lesanda að meðal ferðafélaga
Hookers til íslands var Jörundur
hundadagakonungur. Hooker lýsir
Jörandi þannig að miklu nær er að
telja manninn snilling en fífl, eins og
sagan hefur brennimerkt hann.“
Útgefandi er Fósturmold ehf.
Leiðbeinandi verð: 3.980 krónur.
mbl.is
Hundrað ár
frá dánar-
dægri Verdis
SÖNGKONAN Barbara Frittoli
syngur hér hlutverk Leónóru í óp-
erunni 11 Trovatore eftir Giuseppe
Verdi, sem þessa dagana er flutt í
Scala ópcruhúsinu í Mílanó.
II Trovatore var að þessu sinni
valið sem upphafsverk leikársins í
Mflanó, en hundrað ár eru nú liðin
frá því að tónskáldið Verdi lést.
Veður og færð á Netinu
vg> mbl.is
_/\LLT/\/= etTTH\&\£) NÝTT
Jólastemmning
í Míru
20% afsláttur af öiium
borðstofusettum og sófaborðum til jóla.
30% afsláttur af postulíni
og glösum
Bæjarlind 6,
sími 554 6300
www.mira.is
Nýjar bækur
• ÚT er komin bókin Velferð og
viðskipti. Bókin er sú fyrsta í fyr-
irhugaðri ritröð Hagfræðistofnunar
Háskóla Islands.
I þessari fyrstu haustskýrslu
Hagfræðistofnunar era settar fram
nokkrar helstu kenningar hagfræð-
innar um eðli og orsakir við-
skiptahalla og þær skoðaðar í ljósi
íslenskra aðstæðna. Færð era rök
fyrir því að jöfnuður á viðskiptum
við útlönd eigi ekki að vera jafn
mikilvægt markmið stjórnvalda og
efling hagvaxtar, lítið atvinnuleysi
og stöðuglágverðbólga. Þessum
þremur markmiðum hagstjórnar
eigi að skipa í öndvegi, þótt einnig
sé tekið tillit til viðskiptajafnaðar.
Halli á viðskiptum við útlönd ger-
ir þjóðum kleift að fjármagna arð-
bæra fjárfestingu og neyslu með er-
lendum lántökum og að bæta
þannig lífskjör sín til langs tíma lit-
ið. Hins vegar getur mikill við-
skiptahalh stefnt stöðugleika fjár-
málakerfisins í hættu. Við slíkar
aðstæður, samfara frjálsum fjár-
magnsflutningum og aðhaldssamri
stjórn peningamála, eykst geng-
isáhætta og útlánaáhætta fjár-
málastofnana. Eftirlit stjómvalda
með fjármálakerfinu verður af þess-
um sökum að vera sérstaklega öfl-
ugt, auk þess sem viðbrögð við
versnandi eiginfjárstöðu fjármála-
stofnana þurfa að vera vel ígrunduð.
Útgefandi er Háskólaútgáfan.
Verð: kr. 1.290 krónur.
L^I^PaWann
Cmde^ella
BYOUNC,
MESSAGE
aiuaaicai 83 • Simi 362 3244
Seljum eingöngu
smíðaðaf
Hansínu og
Jens Guðjónssyni
Laugaveg 20b
v/ Klapparstíg
sími 551 8448