Morgunblaðið - 12.12.2000, Síða 43

Morgunblaðið - 12.12.2000, Síða 43
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Aftur til sakleysisins Morgimblaðið/Halldór B. Runólfsson María með ljósa fléttu er eitt af málverkum Kristinar í Haligrímskirkju. með uppbrettri tá eins og austur- lenskir ðldungar. Sannleikurinn í þessum myndum virðist búa í togstreitunni milli elsku, sakleysis og óendanlegs skilnings. Augun og munnsvipurinn eru aðal- atriðið, gamla trikkið sem kallar fram ólíka svörun. Augun í per- sónum Kristínar búa yfír dýpt og mátulegri alvöru meðan niðurandlit- ið ljómar af óblendinni sælu. Þannig verður til sérstæð spenna milli íhygli og festu tillitsins og augnablikseft- ii-væntingar glaðbeittra varanna. Andlitið segir því tvennt í einu, reyndar eins og mjúk efnistökin sem vega salt milli löngunar til að bregða upp nálægð og áþreifanleik, og vilj- anum til að færa alla frásögnina í samræmdan búning fjarrænnar kraftbirtingar líkt og um draumsýn væri að ræða. Þannig er Kristín Gunnlaugsdótt- ir meistari tvíræðrar frásagnar. Stundum virðast myndir hennar sakleysið uppmálað, en í annan stað lýsa þær þekkingu á lyklum leik- hússins; blekkingunni sem nota má til að forfæra saklausan áhorfand- ann. Þannig verður stöðugt skamm- hlaup milli áhorfandans og myndar- innar sem á hann starir, ekki ósvipað riðstraumsbrigðum sem viðhalda óstöðugu en áköfu sambandi. Hvort finna má áþreifanlega þær breyting- ar sem Kristín greinir frá að átt hafi sér stað í aðferðarfræði hennar og fjallar um brotthvarf frá huga til hjarta skal með öllu ósagt látið. Hitt er víst að sýningin stendur fyllilega fyrir sínu enda var vart við öðru að búast. Halldór Björn Runólfsson OPIÐTIL ÖUKVÖLD Jólaskraut á ótrúlega lágu verði Gepvijólatré 120 sm MYJVDLIST Haligrímskirkja MÁLVERK & ÚTSAUMUR KRISTÍN GUNNLAUGS- DÓTTIR & INGIBJÖRG ÁGÚSTSDÓTTIR Til 18. febrúar. Opið alla daga frá kl. 9 til 18. NÚTÍMINN hefur veðsett ákveð- in gildi fyrir það sem kallast framfar- ir. Um það snýst Faustsminnið hjá Lessing og Goethe ef að líkum lætur. Maðurinn selur sálu sína fyrir hlutdeild í almættinu, eða meiri þekkingu en hann getur aflað sér með heiðarlegu móti. Þarna er nú- tímamaðurinn ljóslifandi mættur, þyrstur í fróðleik og meiri fróðleik, sem söguheimspekingurinn Michel Foucault lagði að jöfnu við valda- græðgi því ef það þjónaði ekki þeim illa tilgangi kæmi okkur ekki til hug- ar að mennta okkur. Kristín Gunnlaugsdóttir hefur lengi verið að dufla við miðaldamál- verkið með áþekku markmiði og lýsti götu Pre-Rafaelítanna, nefnilega að telja aftur fyrir daga Rafaels til þess tíma þegar listin var ómenguð af sjálfsást listamannsins en bar í stað- inn vott um fullkomna sjálfsafneitun hans gagnvart almættinu. Þótt Kristín hafi valið Flórens til að stunda framhaldsnám er það miklu fremur sieníski skólinn sem hún vildi kveðið hafa. Þaðan er rauði liturinn hennar trúlega kominn, frá Duccio eða einhverjum öðrum hálfbýsönsk- um listamanni með ræturnar í helgi- myndagerð hins orþódoxa menning- arheims sem við þekkjum betur sem íkon. Hið miðaldalega sakleysi sem löngum elti listamenn Siena-borgar og sést svo seint sem á ofanverðri 15. öld er ekki aðeins tilfinningaþrungið heldur bjartsýnt eins og tjáning þess sem enn trúir á samastað í efra. Þannig er varla hægt að hugsa sér saklausari, einlægari og fagnaðar- ríkari endurfundi en þá sem Giov- anni di Paolo lýsir í paradísarhluta Dómsdagsmyndar sinnar í Þjóðlist- arsafninu í Siena. Eitthvað því líkt lýsir sér í bros- andi sælusvip allra þeirra sem fundið hafa sér bólfestu í risastórum tondi, eða hringmyndum Kristínar. Reyndar gengur hún merkilega langt í tilfinningahyggjunni líkt og hún vildi sannreyna landamæri þess sem boðlegt er og ofsögum sagt. Það merkilega gerist þó að eðlisávísunin tekur af skarið og leiðir allt til lykta með sannfærandi hætti. Það virðast vera svipbrigði persóna sem gera gæfumuninn og undarlega sérstætt útlit þeirra. Hverjir skyldu til dæmis vera þessir öldungar sem sumpart minna á jólasveina og stundum á vitringa? Stundum eru þeir í skóm M METRO Skeifan 7 • Sfmi 525 0800 AIGNER POUfl HOMME \i3 'if F Yfirburöir á nýrri öld Heildsölubirgðir: ísflex s:588 4444 tí 8 t ÞRIÐJUDAGUR 12. DESEMBER 2000 43
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.