Morgunblaðið - 12.12.2000, Side 46

Morgunblaðið - 12.12.2000, Side 46
46 ÞRIÐJUDAGUR 12. DESEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ ELDUR í ÍSFÉLAGINU Griðarlegt tjón varð þegar fískvinnsluhús fsfélags Vestmannaeyja brann á laugardagskvöld i f ) i I i * k í ! i I | | k i t | Morgunblaðið/Árni Sæberg Slökkvistarfíð tök rúman sölarhring og vakt var við húsin fram á mánudagsmorgun. Nokkrir slökkviliðsmenn úr Reykjavík komu Eyjamönnum til aðstoðar. 100 manns börð- ust við eldinn þegar mest lét ✓ Eldurinn í húsi Isfélagsins í Vestmanna- eyjum var mjög mikill þegar frá byrjun. I samtali við Bjöm Jóhaiin Björnsson segja slökkviliðsstjórinn og lögreglufulltrúi í Eyj- um að byggingin hafí logað stafna á milli og í raun hafí baráttan verið töpuð frá upphafi. TILKYNNING um brunann í fisk- vinnsluhúsi ísfélags Vestmannaeyja við Strandveg barst lögreglu kl. 21.58 á laugardagskvöld, er tveir lögreglu- menn á eftirlitsferð sáu hvar tvær eldsúlur stigu upp úr þaki tengibygg- ingar sem er nyrst í húsi félagsins. Slökkvilið var þegar kvatt á vett- vang og slökkvistarf hófst með aðstoð lögreglu, björgunarsveitarmanna úr Eyjum og fjölmargra annarra heima- manna. Þrír bflar slökkviliðsms komu á vettvang ásamt dælubfl af flugvell- inum og þremur kranabílum í eigu einkaaðila. Þá var notast við dælu lóðsbáts frá Vestmannaeyjahöfn. Á innan við hálftíma var á fjórða tug manna að berjast við eldinn og fjölg- aði þeim eftir því sem leið á. Upp úr klukkan ellefu fannst mönnum á staðnum þeir vera búnir að ná tökum á eldinum, þegar hann blossaði upp á ný um miðnættið. Reykur kom þá undan þakskyggni austanmegin á byggingunni og síðan eldtungur sem teygðu sig til himins. Eftir þetta varð illa ráðið við eldhafið og beindist slökkvistarfið að því að bjarga sem mestu og reyna að loka ákveðnum svæðum fyrir eldinum. Um hálffjögurleytið var slökkvi- starfi að mestu lokið, en það hélt þó áfram eftir degi á sunnudegi og lauk í raun ekki fyrr en um kvöldið, um sól- arhring eftir að eldsins varð fyrst vart. Ellefu slökkviliðsmenn frá Reykjavík Þegar mest lét um nóttina er talið að um 100 manns hafi komið að slökkvistarfinu á einn eða annan hátt. Meðal þeirra voru 11 slökkviliðsmenn frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, en þyrla Landhelgisgæslunnar flaug með þá frá Reykjavík til Vestmanna- eyja í tveimur ferðum. Þeir höfðu einnig tækjabúnað meðferðis, sem talið var að gæti komið að gagni og komst með þyrlunni. Þar á meðal voru eldvama- og eiturefnabúningar þar sem hætta var talin á miklum ammoníaksleka frá tönkum við frysti- klefana sem höfðu að geyma 12-14 tonn af ammomaki. Fyrst komu 5 slökkviliðsmenn úr Reykjavík um hálftvöleytið um nóttina og í seinni ferðinni komu 6 menn til viðbótar um klukkan hálffjögur. Að sögn Elíasar Baldvinssonar, slökkviliðsstjóra í Eyjum, munaði svo sannarlega um liðsaukann frá Reykjavík. Kunnátta þeirra og reynsla komu að góðum notum. Hann telur þessa slökkviliðsmenn, sem eru í þessu að atvinnu, hafa einnig haft mikla reynslu út úr brunanum. Enda hafi þeir ekki gerst stærri hér á landi í seinni tíð. Töpuð barátta frá upphafí Tryggi Ólafsson, lögreglufulltrúi í Vestmannaeyjum, var á vakt þegar bruninn kom upp og segir hann í sam- tali við Morgunblaðið að þegar Ijóst var að um stórbruna var að ræða hefði hættuástand getað skapast. Því var aðliggjandi götum lokað, enda hafði mannfjöldi safnast saman við húsið til að fylgjast með slökkvistarfi. Tryggvi segir það ljóst að veðrið hafi hjálpað til, hefði vindur verið úr ann- arri átt hefði getað farið enn verr. Hann segir slökkvistarfið hafa verið gífurlega erfitt, vatnsdælur hafi illa haft undan. í fyrstu hafi verið örðugt að komast að eldinum. „Þetta var að mínu mati töpuð bar- átta frá byijun. Eldurinn var það mikill, við höfum ekki upplifað annað eins héma. Byggingin logaði stafn- anna á milli. Þegar ég kom á vettvang fyrst fannst mér strax að ekkert yrði við ráðið. Fyrst héldum við að ein- angrun væri betri á milli húsanna en svo var því miður ekki. Um tíma vor- um við einnig hræddir við að amm- oníak læki út í andrúmsloftið en það tókst að kæla tankana niður og koma í veg fyrir að þeir myndu springa," segirTryggvi. Engan sakaði við slökkvistarfið en á stundum mátti litlu muna að illa færi. Þannig höfðu slökkviliðsmenn sem vom að störfum upp á þaki ís- félagshússins á orði, að þeir fyndu sprengingar undir fótunum á sér. Þá lá við slysi um miðjan sunnudaginn þegar límtrésbiti féll nokkra metra til jarðar, fáum metram frá slökkviliðs- manni að störfum. Ekkert útilokað varðandi eldsupptök Eldsupptök eru enn ókunn og komu starfsmenn ríkislögreglustjóra og Brunamálastofnunar til Eyja í gær til að rannsaka vettvang. Eldur- inn kom upp í austurenda tengibygg- ingar þar sem tveir rafmagnslyftarar voru. I fyrstu var talið að þeir hefðu verið í hleðslu en svo reyndist ekki vera. Skammt frá lyfturanum voru fiskikör og tvö bretti með pappaöskj- um sem reyndust góður eldsmatur við þær aðstæður sem sköpuðust í brunanum. Að sögn Tryggva er talið að síðustu mannaferðir í og við ísfélagshúsið hafi verið um hálffimmleytið, um fimm tímum áður en eldsins var vart. Fiskvinnsla var ekki í gangi á laug- ardeginum en verkstjórar höfðu verið á ferðinni í venjubundnu eftirliti. Tryggvi segir rannsakendur branans ekki útiloka neina möguleika varð- andi möguleg eldsupptök, íkveikja sé inni í myndinni eins og hvað annað. Elías Baldvinsson er slökkviliðs- stjóri að hlutastarfi, aðalstarf hans er að veita áhaldahúsi bæjarins for- stöðu. Hann hefur 30 slökkviliðsmenn á sínum snærum sem allt eru áhuga- menn. Þegar honum barst tilkynning um brunann í ísfélagshúsinu var hann staddur í jólahlaðborði í Kiw- anis-húsinu. Þegar hann kom upp á slökkvistöð voru menn hans þegar lagðir af stað. í fyrstu komu 26 slökkviliðsmenn á staðinn og tveir af þeim fjórum sem staddir voru í Reykjavík komu sér með fyrstu mögulegu flugferð til Eyja. Eins og bensfneldur „Þegar ég kom á staðinn var mjög mikill eldur í nyrsta húsi byggingar- innar, það mikill að logarnir stóðu upp úr þakinu. Við komum að á þrem- ur bflum og byrjuðum störf vestan- megin í húsinu. Þetta var eins og bensíneldur því við réðum ekkert við hann. Á milli nyrsta hússins og næsta við er brunaveggur sem ég var að gæla við að héldi. En það gerðist ekki því álhurð hefur sennflega bráðnað og hleypt hitanum inn í húsið. Um ell- efuleytið sá ég að kominn var eldur suður fyrir þennan brunavegg. Hann breiddist mjög ört út, kom upp úr þakinu og síðan leiddi þetta í suður- átt. í syðsta húsinu voru ammoníak- tankar og menn voru búnir að loka fyrir þá sem þeir komust að. Ekki tókst að loka einum þeirra þannig að hætta var á að tankamir myndu springa," segir Elías. Hann segir að þrátt fyrir allt vatns- magnið, á annan tug tonna á klukku- tíma, hafi illa gengið að ráða við eld- inn. Það hafi ekki verið fyrr en eldurinn færðist frá austurhlið húss- ins til vesturs í vinnslusalinn. Þá hafi slökkviliðsmenn komist inn í húsið á tveimur stöðum og náð betur tökum á eldinum. Þetta var um þijúleytið um nóttina og skömmu síðar fór slökkvi- starfið að ganga betur. Elías telur að miðað við erfiðar að- stæður, tækjabúnað og mannskap, hafi slökkvistarfið gengið ágætlega, loksins þegar tókst að komast að eld- inum. Hann lýsir einnig yfir ánægju með samstarfið við slökkviliðsmenn- ina úr Reykjavík og segir það þakk- arvert að ákveðið hafi verið að senda liðsaukann til Eyja.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.