Morgunblaðið - 12.12.2000, Síða 52

Morgunblaðið - 12.12.2000, Síða 52
)2 ÞRIÐJUDAGUR 12. DESEMBER 2000 MENNTUN MORGUNBLAÐIÐ Gægst fyrir horn Við höfum séð sjö þúsund myndir af Skakka turninum íPísa ogþvíkemur hann ekki á óvart þegar hann loksins blasir við. Sama gildir um Herðubreið, hún hangir alls staðar á veggjum. / Eg held að það hljóti að hafa verið spenn- andi. Einu sinni. Líflð. í það minnsta dramatískara. En ekki lengur. Því miður. Við höfum flatt það út með kefli. Eins og smákökudeig. Engar stríðstertur lengur. Bara smákökur sem hefa sig ekki einu sinni almennilega. Afsakið. Kannski er óþarfi að hefja svona stuttan pistil á lík- ingamáli, en ég bara varð. Það eru allir svo vanir því að fá allt beint í æð að mér þótti við hæfi - í pistli sem fjallar einmitt um að fá allt beint í æð - að villa dálítið um í byrjun. Þessi pistill er um það hvemig dulúð og óvissa hafa verið brotin á bak aftur í nútímaþjóð- félagiogal- VIÐHORF Eftir Sigurbjörgu Þrastardóttur gleymi upp- lýsinganna tekið við (og nú hef ég svipt hulunni af efni pistilsins því ég veit að lesendur hafa litla biðlund). Allir þurfa að fá að vita allt fyrirfram og ekkert má bíða síns tíma. Hafa sinn tíma. Koma þegar stundin kemur. Með síaukinni tækni er þetta hægt - að gægjast fyrir hom - og þess njótum við nú út í ystu æsar. Fjölmiðlamir eru eitt dæmi og nokkuð áberandi. Þar gerist ekk- ert nema frá því hafi verið sagt áður; fréttirnar byrja á for- smekknum, í fréttum verður þetta helst... og svo eru flutt brot úr fréttunum sem koma í héilu lagi stuttu síðar. Aidrei í heilu lagi strax. Framhaldsþséttir enda á því að sýnd em atriði úr þætti næstu viku. Bíómyndir í sjón- varpi, kvikmyndahúsum og á myndböndum eru helst ekki sýnd- ar eða leigðar út nema tryggt sé að áhorfendur viti allan söguþráð- inn íyrirfram. I því skyni fylgir prentuð söguflétta á umslaginu, þráðurinn er rakinn af kynning- arrödd og ef ekki vill betur til eru dramatískustu atriði mynd- arinnar sýnd í réttri röð. Ekki er heldur nóg með að veð- urspár séu nú gefnar út marga daga fram í tímann, jafnvel vikur, heldur em eldgos nú líka fyrirséð eins og sannaðist á árinu. „Heklu- gos mun hefjast í dag klukkan sjö,“ sögðu fréttamennimir sem höfðu það eftir vísindamönnunum og allir hlupu út í glugga. Einu sinni tóku fjöll að gjósa fyr- irvaralaust, einmunablíða sem varði lengi varð öllum til óvæntr- ar gleði og jólasnjórinn féll þegar minnst varði. Nú gerist ekki neitt óvænt. Ekki einu sinni í nátt- úmnni. Sama gildir um barnsfæðingar. Stærsta spurning foreldra eftir fæðingu, á eftir spurningunni um heilbrigði barnsins, hefur löngum snúist um kyn barnsins. „Það er drengur/stúika," sögðu ljósmæð- umar og það augnablik varðveitt- ist upp frá því í minningunni sem einstök uppljómun. Nú geta til- vonandi foreldrar vitað snemma hvort kynið er á leiðinni og þannig hverfur spennan sem snýr að þessari hlið meðgöngunnar. Til þess að skemma svo spennu ætt- ingjanna um nafn á barninu nefna foreldramir barnið strax svo eng- inn nái að taka andköf af undrun við sjálfa skírnarathöfnina. Þá eru það símamir. Símhring- ing sendi í eina tíð vægan titring niður eftir hryggjarsúlum heima- fólks í því húsi sem síminn stóð (eða hékk, eftir því hvað við fömm langt aftur). Er þetta hann sem ég elska, er þetta hún sem ég dái, er þetta maðurinn í happdrætt- inu, era þetta ættingjarnir í út- löndum...? Hver skyldi vera á lín- unni? Nú svarar númerabirtirinn spurningunni samstundis og þar með skilar titringurinn sér aldrei inn á línuna. Sá sem svarar hefur tækifæri til þess að undirbúa tón- tegund og upphafsorð) til sam- ræmis við tengsl hans við þann sem hringir. Ekkert mannlegt fát eða fum, engar upphrópanir eða gleðitíst. Allt marflatt. Ekkert lyftiduft og enginn ijómi. En ef eitthvað hefur virkilega komið forfeðram okkar á óvart á vegferð þeirra í veröldinni vom það ekki eldgos, óveður eða kyn- ferði nýbura, ásamt símhringj- endum, þegar tilheyrandi tækni kom til sögunnar. Það sem oftast og flestum kom á óvart vora stað- hættir í öðram löndum. Á nýjum stöðum. Fólk var gjaman að ferðast á einhverja staði sem það hafði aldrei komið til og and- artökin þegar nýr dalur opnaðist, ókunnugt land reis úr hafi eða fögur höll blasti við urðu ógleym- anleg þar til yfir lauk. Nýir staðir höfðu yfir sér dulmagn og fram- andleika og drógu að sér víkinga, landkönnuði eða innflytjendur (eftir því hvað farið er langt aft- ur), forvitna og sperinta. Þeir upp- götvuðu og upplifðu í bókstaflegri merkingu. Nú er hins vegar öldin önnur. Nú kemur ekkert lengur á óvart í ferðalögum innan lands og utan því við höfum séð allt áður. Við höfum séð sjö þúsund myndir af Skakka tuminum í Písa og því kemur hann okkur ekki á óvart þegar hann loksins blasir við. Sama gildir um Herðubreið, hún hangir alls staðar á veggjum. Við höfum líka horft á ótölulegan fjölda náttúrahfsmynda frá Afr- íku og við höfum fengið endalaus póstkort frá Spáni. Og New York. Og París. Ekkert er lengur glæ- nýtt í augum okkar og ekkert kemur verulega á óvart. Kannski smá, en ekkert mikið. Svona gengur þetta á öllum sviðum og þannig er lífið mjatlað niður í litla skammta, smáar kök- ur. Ekkert má koma of mikið á óvart, ekkert má vera leyndarmál lengi. Upplýsingabyltingin færir okkur allt strax, helst áður en það gerist. Og gott og vel. Þá þurfum við engar áhyggjur að hafa. Þann- ig getum við alltaf undirbúið okk- ur. Búist við hinu besta þegar það á við. Hinu versta þegar slíkt er auglýst. Það er gott að hða um í þessu öryggisneti og vita alltaf hvað leynist handan við hornið. Verða aldrei hissa. En samt er hætta fyrir hendi. Hvað ef það gerist nú allt í einu eitthvað sem enginn gat séð fyrir? Hvað ef veröldinni tekst nú einu sinni að koma okkur á óvart, með smáum viðburði eða stórum? Hvemig munum við bregðast við? Munum við yftrhöfuð bregðast við eða eram við kannski búin að gleyma hvemig það er gert? Börn/ Sigurður Ragnarsson fékk hugljómun um vef um börn og stofnaði í kjölfarið Börn.is á Netinu. Gunnar Hersveinn hitti að- standendur vefjarins og skoðaði síður um hvernig gott væri að ala og annast börn, allt frá fæðingu til loka skólaskyldu. Morgunblaðið/Ásdís Betri heimur fyrir börn á Netinu. Sigurður, stofnandi Börn.is, og Steinunn, ritstjóri vefjarins. Heimur barna og foreldra á Netinu # Hvernig á að búa börnum betri heim með vefsetri? # Alhliða fræðsla um unga fólkið er markmið Börn.is fc PIVfLAK • f-Hf.TTIh SWi4u>lf. Þkuöj qttufíu ftýn vtUvm&A *S Mtu. (Hf t ff*hkyt4*n Vt »9 .<á V*«t hficwat S»*iltun U.12 hefvt 1». d«v<*mb#r AÐ GERA gott fólk úr böm- um er verkefni fullorð- inna. Það er hlutverk sem . margir taka höndum sam- an um og skipta með sér verkum. Kennarar sjá um að miðla þekkingu, en menntun er mannbætandi. Hug- sjónin að gera gott fólk úr bömum birtist í ýmsu formi, m.a. á Netinu og þar er nú að finna vef sem heitir Börn.is (www.born.is). „Það er samdóma álit margra vef- sérfræðinga að vefurinn er afar van- nýtt fyrirbæri. Eftir nánari skoðun á því sem er í boði á vefnum er tengist bömum kviknaði hugmyndin að Börn.is," skrifar Sigurður Ragnars- son, stofnandi þess vefjar. „Lykilat- riðið í þessu sambandi er að nýta vef- inn til að búa bömum betri heim. Ekki bara bjóða upplýsingar og lausnir á ýmsum vandamálum, sem Börn.is gerir reyndar einnig, heldur vekja foreldra og aðstandendur barna til umhugsunar um að við get- um hugsað betur um börnin okkar. Börn.is stefnir því á að aðstoða og hvetja foreldra til að vera virkir þátt- takendur í því að búa til betri heim fyrir böm.“ „Hugsjónin er að aðstoða og hvetja foreldra til að búa bömum betri heim,“ segir Sigurður. Böm.is er gagnvirkt samskipta-, þjónustu- og upplýsingasvæði. Umfjöllunar- efnið er barnið frá getnaði til ung- lingsára. „Við leggjum höfuðáherslu á að svæðið verði lifandi og við mun- um stöðugt vinna að því að bæta þjónustuna, t.d. var að byrja hjá okk- ur jólasaga sem foreldrar geta lesið fyrir bömin en við birtum einn kafla á dag sem er hæfilegt í kvöldlest- urinn,“ segir Steinunn Ólafsdóttir, leikkona og ritstjóri Böm.is, en hún segir að námskeið og ráðstefnur verði einnig haldnar á vegum Börn- .is. Alhliða fræðsla um börn er mark- miðið. Berglind Sigurðardóttir leik- skólakennari starfar við efnisöflun og almenna skipulagningu á Börn.is. Haraldur Daði Ragnarsson er mark- aðs- og sölustjóri og Hákon Róbert Jónsson er þróunarstjóri. Vefurinn hefur síðan á ýmsum ráðgjöfum að skipa og nokkrir þeirra veita notendum svör við innsendum spumingum. Einnig era svokallaðir þræðir á vefnum þar sem foreldrar geta skipst á skoðunum, lagt fram vandamál eða sagt frá reynslu og fengið viðbrögð frá öðram, t.d. um samskipti við kennara. Á vefnum era einnig geymdar greinar eftir ýmsa höfunda. Hér er brot úr texta eftir Steinunni Harðardóttur um skóla- börn í Belgíu: „í Belgíu hefjast jólin hjá börn- unum þann 6. desember en þá kemur Heilagur Nikulás og gefur öllum þægum bömum gjafir. Krakkarnir era þá gjaman búnir að skrifa hon- um bréf og setja fram óskir sínar um gjafir. Kvöldið áður má gjarnan sjá kaffibolla eða bjórglös á arinhillum eða úti í glugga á belgískum heim- ilum handa karlinum og gulrót sem ætluð er asnanum hans. Þau fá yf- irleitt leikföng í stærri kantinum eða spil og gjarnan fleiri en eina gjöf. Um jólin eru líka gefnar gjafir en þær eru alls ekki eins veglegar og á Nikulásardeginum. Þessi belgíski jólasveinn er klæddur eins og kaþ- ólskur biskup í purpurarauðum hökli eða skikkju og með bagal í hendi og mítur á höfði með alhvítt skegg og hvíta hanska og gengur með gull- hring með rúbínum. I skólum færir hann börnunum mandarínur og sæl- gæti. Heilum mánuði áður en hann kemur era búðirnar orðnar fullar af allskyns nammi og dóti.“ Börn.is var opnað 20. nóvember og segjast Sigurður og Steinunn skynja góð viðbrögð og að margir hafi skráð sig á vefsvæðið. Nefna má að 11.360 tóku þátt í opnunarleik og síðan hafa 95.000 síður verið skoðaðar á honum. Hugmyndin er einnig að Börn.is verði með í ýmsum viðburðum sem tengjast börnum og verði vefurinn til dæmis einn af aðstandendum Jóla- tónleika í Háskólabíói, annan í jólum. Sigurður er MBA frá Golden Gate-háskólanum í San Fransiseo í Bandaríkjunum, og helgaði sig Net- inu á síðasta ári þar. Hann hefur starfað hér við vefhönnun, en segir að upphafið að Börn.is hafi verið löngun til að gera börnum eitthvert gagn á Netinu, og að eftir að hafa kannað vefi og lagt höfuðið í bleyti hafi Börn.is orðið niðurstaðan. Þama verða fréttir handa foreldr- um, fræðsluefni, ráðgjöf og gagn- virkni. „Hugmyndin er einfaldlega að stuðla að betri heimi fyi-ir börn,“ segir hann.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.