Morgunblaðið - 12.12.2000, Síða 55

Morgunblaðið - 12.12.2000, Síða 55
I MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. DESEMBER 2000 55 ; MINNINGAR + Guðrún Guð- mundsdóttir fæddist í Reykjavík 18. september 1925. Hún lést á gjör- gæsludeild Land- spítalans við Hring- braut 3. desember síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Guðmundur Þor- láksson bóndi, f. 1894, og Bjarnveig Guðjónsdóttir hús- móðir, f. 1896. Systkini Guðrúnar eru: Þorbjörg, f. 1920; Þorlákur, f. 1921; Málfríð- ur, f. 1923 (látin); Valgerður, f. 1924 og Ástríður, f. 1930. Guðrún giftist Ei- ríki Tryggvasyni, f. 1925, d. 1996, 18. september 1946. Börn þeirra eru: Tryggvi, f. 1947, maki MiIIa Hulda Kay; Guðmundur, f. 1949, maki Anna Sig- urðardóttir og eiga þau þrjú börn; Flosi, f. 1953; Jón, f. 1955, maki Sigurbjörg Geirsdóttir og eiga þau þrjú börn; Þór- unn, f. 1958, maki Þorgeir Gunnlaugs- son og eiga þau þrjú börn; Guð- jón, f. 1961, maki Harpa Jóns- dóttir og eiga þau þrjú börn; Helga, f. 1968, maki Jósef Páls- son og eiga þau tvö börn. Fyrir hjónaband átti Guðrún einn son, Guðjón Bjarnason, f. 1944, og á hann fimm börn. Barnabarna- börnin eru fjögur. Guðrún fluttist á unga aldri með foreldrum sínum að Selja- brekku í Mosfellssveit og ólst þar upp til fullorðinsára. Guðrún og Eiríkur hófu búskap á Há- teigsvegi 25 í foreldrahúsum Ei- ríks. Þau byggðu nýbýlið Selholt í Mosfellssveit og fluttu þangað um 1950. Árið 1962 fluttu þau norður að Búrfelli í Miðfirði, V- Ilún., og tóku við búi föðursystk- ina Eiríks. Hún helgaði sig hús- móðurstörfum og uppeldi barna sinna og síðari ár ömmubarna. Frá árinu 1994 bjuggu Guðrún og Eiríkur í Furugrund 68 í Kópavogi. Utför Guðrúnar fer fram frá Kópavogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. GUÐRÚN GUÐMUNDSDÓTTIR Elsku Rúna mín! Mig langar til að kveðja þig með nokkrum orðum, minningarnar um þig eru margar og verða aldrei allar settar í orð. Þú varst búin að vera á leiðinni til okkar í heimsókn í allt sumar og haust en varst svo búin að ákveða að bíða með að koma þangað til í vor þegar Eiríkur yrði fermdur og þá ætlaðir þú að stoppa hjá okkur. Þú varst búin að ferðast meira til útlanda síðustu árin en þú hafðir gert á allri ævinni, síðast á haust- dögum fórst þú með Immu æsku- vinkonu þinni til Gardavatnsins og þú hafðir áætlanir um fleiri ferðir. Þú ætlaðir að heimsækja Unu Birnu þegar hún yrði flutt til Búdapest og þú varst líka með áætlanir um að heimsækja Ellu vinkonu þína í Bandaríkjunum. Ekkert okkar var viðbúið því að næsta ferð sem þú færir yrði sú sem okkur öllum er ætluð, þ.e. ferðin yfir móðuna miklu. Ég minnist þess eins og það hefði gerst í gær þegar ég kom fyrst með Gumma norður í Búrfell, ég var með dálítinn fiðring í mag- anum því ég hafði aldrei hitt ykk- ur, tilvonandi tengdaforeldra mína, en kvíði minn var ástæðulaus, þú tókst mér opnum örmum og varst búin að prjóna handa mér lopa- peysu. Síðan hafa öll okkar kynni verið á sama veg. Þú hændir fólk að þér með glað- lyndi þínu, þú hafðir skoðanir á öllu og stóðst fast á þeim, fylgdist ákaflega vel með þjóðmálunum og Eiríkur stríddi þér þegar þið Bobba voruð „að bjarga heimin- um“ eins og hann kallaði það þegar þið systurnar áttuð löng símtöl, en það áttuð þið oft sérstaklega eftir að þið Eiríkur fluttuð suður. En það er áreiðanlegt að það hefði verið gefið jafnar á jötuna í þjóð- félaginu ef þú hefðir ráðið. Þú hefðir gefið, eins og þú gerðir í eldhúsinu þínu, það sem hverjum þótti best og það hefði verið nóg handa öllum. Þú varst einstaklega myndarleg við matargerð og bakstur og ekki undarlegt að eitt barnabarna þinna spyrði þegar andlát hafði verið í fjölskyldunni og það hafði áttað sig á dauðleika mannsins: „Arama, þegar þú verð- ur gömul og dáin hver á þá að elda handa mér grjónagraut?" Sunnudagur á Búrfelli, tvísetið við eldhúsborðið, læri í matinn og ís á eftir eins og allir gátu í sig lát- ið. Sumir borðuðu svo mikinn ís að þeir urðu að skríða undir sæng til að hlýja sér. Pönnukökur með kaffinu, beint af pönnunni rjúkandi heitar, þú settist aldrei til borðs fyrr en allir hinir höfðu fengið. Fyrir þér voru allir afkomendurnir sérstakir á sinn hátt og þú mundir hvað var uppáhalds matur hvers og eins og passaðir að búa hann til þegar þeir voru í heimsókn. Það voru ekki síst barnabörnin þín sem nutu þessa. Þú hafðir líka alltaf tíma til að spila við þau og tala við þau, þeirra áhugamál voru þín áhugamál. Það voru alltaf sumar- börn á Búrfelli, flest barnabörnin voru þar skemmri eða lengri tíma- bil þó engir jafn mörg sumur og Óskar og Bjössi. Oft voru þar líka börn annarra skyldmenna. Þótt það væri mikil aukavinna fyrir þig að hafa öll þessi börn í kringum þig virtist það þér svo áreynslu- laust. Þér þótti gaman að hafa þau í kringum þig og þegar þú lagðir þig eftir hádegismatinn vildir þú að krakkarnir fengju að leika sér, þú gætir vel sofið þó eitthvað heyrðist í blessuðum börnunum, bara ef það væri ekki grátur. Það hljómar kannski undarlega, en mest og best finnst mér ég hafa kynnst þér eftir að við fluttum til Danmerkur fyrir fjórum árum. Við hittum þig náttúrulega ekki jafn oft og fyrr en við vorum lengur saman í hvert skipti. Þú varst búin að koma til okkar fjórum sinnum, þrjú sumur og svo varstu hjá okk- ur síðustu jól og áramót. Þetta voru dýrðardagar bæði fyrir þig og okkur. Sumardagana sast þú úti í sólinni, við grínuðumst með það að þú yrðir að passa að þú brynnir ekki við. Þú spilaðir við Eirík og spjallaðir við hann og þið voruð búin að semja um það að næst þeg- ar þú kæmir myndi hann kenna þér dönsku og þú myndir kenna honum að vaska upp, fannst ekki veita af því. Þú naust samvista við Rúnu og litlu krakkana hennar og þið nöfnurnar voruð mjög góðar vinkonur. Það er okkur dýrmætt hvað þér þótti gott að vera hjá okkur og við kveðjum þig með miklum söknuði. Anna. „Lífið byggist ekki á því að fá góð spil á hendina, heldur að spila vel úr þeim sem þú ert með á hendi.“ (Josh Billings.) Elsku amma! Ég sit hér og reyni að hugsa um allt sem þú gerðir fyrir mig. Ég var nú í miklu uppáhaldi hjá ykkur afa. Man fyrst eftir ferðum með ykkur í sveitina sem smágutti og naut þar lífsins. Eftir að þið afi fluttuð suður og bjugguð hér í göngufjarlægð, naut ég enn betur nálægðar ykkar. Kom t.d. alltaf í mat til ykkar í hádeginu úr skólanum. Eftir að þú varðst orðin ein nýttum við hádegin til hins ýtr- asta, borðað og síðan var spila- stokkurinn tekinn fram og spilað þar til bjallan hringdi. Ymsu smálegu laumaðir þú til að mér þegar við átti og alltaf fylgdist þú glöð með námi og leik hjá mér. Takk fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig. Pétur Þorgeirsson. Okkur systurnar langar að minnast Rúnu á Búrfelli eins og við kölluðum hana alltaf. Það voru alltaf miklar gleði- stundir þegar við fengum að fara í heimsókn að Búrfelli. Rúna var alltaf kát og einlæg og við munum geyma lengi minningarnar um kvöldkaffið í stóra eldhúsinu hjá henni. Rúna var einstök manneskja, var alltaf hún sjálf og gerði aldrei mannamun. Þó að við systur hefð- um ekki allar komið á sama hátt inn í fjölskylduna gleymum við aldrei þeim hlýhug og vinsemd sem Rúna sýndi okkur öllum jafnt. Við vottum börnum Rúnu og fjölskyldum þeirra samúð okkar og við vitum að barnabörnin hafa nú misst yndislega ömmu. Takk fyrir allt, Rúna, hvíl þú í friði. Auður, Petra og Kristjana Þdrdís Jónsdætur. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Senda má greinar tii blaðsins í bréfsíma569 1115, eðaá netfang þess (minning@mb!.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höf- undar/sendanda fylgi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Pað eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 2.200slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. JÓLAL.JÓS Upplýsingar og pantanir varðandi lýsingu í Gufuneskirkjugarði er hægt að fá hjá Rafþjónustunni Ljós í síma 535 1055. I Fossvogskirkjugarði hjá Raflýsingarþjónustunni í Fossvogskirkjugarði í síma 869 1608. + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, sonur og bróðir, SÍMON PÁLSSON, Hörgslundi 6, Garðabæ, lést á Landspítala við Hringbraut sunnudaginn 10. desember. Þuríður Vilhjálmsdóttir, Jóhanna Símonardóttir, Vilhjálmur Styrmir Símonarson, Sveinn Orri Símonarson, Jóhanna Símonardóttir, Páll Þorsteinsson, Vigdís Pálsdóttir, Áslaug Katrín Pálsdóttir, Þorsteinn Pálsson, Páll Ásgeir Pálsson, Gylfi Þór Pálsson og aðrir aðstandendur. + Elsku móðir, amma, dóttir, systir og mágkona, GÍGJA HERMANNSDÓTTIR, Vesturgötu 27, Reykjavík, lést á Landspítalanum við Hringbraut sunnudaginn 10. desember. Sigríður Halla Guðmundsdóttir, Geir Gígjar Ólason, Sigríður Gísladóttir, Smári Hermannsson, Ásdís Elva Jónsdóttir, Dagný Hermannsdóttir, Páll Axelsson, Hermann Hermannsson, Sigríður Guðmundsdóttir, Gísli Hermannsson, Margrét Kristjánsdóttir, Ragnheiður Hermannsdóttir, Hugo Þórisson, Stefán Hermannsson, Arnfríður Einarsdóttir, ívar Smári Ásgeirsson, Þórunn Árnadóttir og systkinabörn. + Elskulegur maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, GUNNAR INDRIÐASON bifreiðastjóri frá Lindarbrekku, lést á Sjúkrahúsi Húsavíkur laugardaginn 9. desember. Kristveig Árnadóttir, Gunnar Ómar Gunnarsson, Hrafnhildur Stella Sigurðardóttir, Árni Grétar Gunnarsson, Margrét Sigurðardóttir, Hlédís Gunnarsdóttir og barnabörn. + Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, VALGERÐUR SÆMUNDSDÓTTIR, Ljósheimum 4, verður jarðsungin frá Áskirkju miðvikudaginn 13. desember kl. 13.30. Indriði Indriðason, Guðrún Indriðadóttir, Jón Ágúst Sigurjónsson, Sólveig Indriðadóttir, Stefán K. Guðnason og barnabörn. Þegar andlát ... ber að höndum Önnumst alla þætti útfararinnar. Við Útfararstofu kirkjugarð- Prestur Kistulagning anna starfa nú 14 manns Kirkja með áratuga reynslu við útfaraþjónustu. Stærsta Legstaður Kistur og krossar Sálmaskrá útfararþjónusta landsins Val á tónlistafólki Vesturhlíð 2 með þj5nustu a||an Kistuskreytingar Dánarvottorð Fossvogi ^ v sólarhringinn. Erfidrykkja Sími 551 1266 \ £ ÚTFARARSTOFA www.utfor.is KIRKJUGARÐANNA EHF.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.