Morgunblaðið - 12.12.2000, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 12.12.2000, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. DESEMBER 2000 61 Khalifman úr leik eftir harða baráttu við Anand SKAK IV ý j a II e 1 h í Heimsmeistaramót FIDE 25.11.-27.12.2000 INDVERSKI stórmeistarinn Viswanathan Anand varð að hafa mikið fyrir því að sigi'a núverandi heimsmeistara FIDE á heims- meistaramótinu í Nýju-Delhí. Þeir mættust í fimmtu umferð og Khalifman virtist ætla að hrifsa til sín frumkvæðið í einvíg- inu með góðri frammistöðu í fyrstu skákinni. Anand hafði hvítt og lék kóngspeðinu fram í fyrsta leik. Khalifman valdi hina hvössu Marshall-árás og mætti greini- lega vel undirbúinn til leiks. Hann var á tímabili tveimur peð- um undir, en öflugt frumkvæði svarts varð til þess að Anand eygði aldrei sigurmöguleika og jafntefli var samið eftir spenn- andi skák. Khalifman hafði hvítt í seinni kappskákinni og margir áttu von á að hann mundi nú reyna að gera út um einvígið. Anand slapp hins vegar enn eina ferðina í þessari heimsmeistarakeppni án þess að sá sem stýrði hvítu mönnunum reyndi eða tækist að skapa sér frumkvæði. Jafntefli var samið og þar með varð ljóst að úrslit ein- vígisins mundu ráðast í atskákum, eða jafn- vel hraðskákum. Fyrst voru tefldar 25 mínútna atskákir og lauk þeim báðum með jafntefli. Þá var umhugsunartíminn styttur í 15 mínútur og tvær skákir tefldar til viðbótar. Úrslitin réðust í fyrri skákinni þegar Anand hóf skákina með 1. Rf3 og Khalif- man svaraði með hvössu afbrigði af slavneskri vörn sem fól í sér mannsfórn. Það var Anand sem sá betur í gegnum flækjurnar og innbyrti vinninginn. Khalifman hafði hvítt í sjöttu skákinni og þurfti að sigra til að jafna metin. Það tókst hins vegar ekki og Anand sigraði því sam- anlagt 3V2-2V2, eftir fimm jafntefli og eina sigurskák. Anand mætir enska stórmeist- aranum Michael Adams í undan- úrslitum, en hann sigraði Topalov í fjórðungsúrslitum IÍ/2-V2. Alexei Shirov komst einnig í undanúrslitin þrátt fyrir að hafa tapað fyrri kappskákinni gegn Bareev. Hann jafnaði metin í síð- ari skákinni og vann síðan at- skákirnar IV2-V2. Shirov mætir rússneska unglingn- um og „íslandsvin- inum“ Alexander Grischuk í undanúr- slitum, en þar erum við komnir að þeim skákmanni sem mest spennandi verður að fylgjast með það sem eftir er keppninnar. Það mundi heldur betur hrista upp í skák- heiminum ef Grisch- uk kæmist í úrslita- keppni heimsmeist- aramótsins, einung- is 17 ára gamall, en hann sigraði Vladislav Tkachiev í fjórðungsúrslitum. Undanúrslit heimsmeistarakeppninnar hefjast í dag: V. Anand - Michael Adams A. Grischuk - Alexei Shirov Mót á næstunni 16.12. TR. Jólaæfing 17.12. Hellir. Jólapakkamót 17.12. SA. 15 mínútna mót 19.12. TK. Jólapakkamót 22.12. SA. Fischer-klukkumót 26.12. TK. Jólahraðskákmót 27.12. TR. Jólahraðskákmót 28.12. SA. Jólahraðskákmót 30.12. SA. Hverfakeppni Daði Örn Jónsson Viswanathan Anand FRÉTTIR Mótmæli Náttúruvernd- arsamtaka Vesturlands NÁTTÚRUVERNDARSAMTÖK Vesturlands hafa sent frá sér eftir- farandi ályktun um fyrii’hugaðar vegaframkvæmdir við Vestfjarðaveg á kaflanum frá Hringvegi að Brún- kollugili: „Náttúruverndarsamtök Vestur- lands gera eftirfarandi athugasemd- ir við annars tímabærar samgöngu- bætur á leiðinni um Bröttubrekku. Samkvæmt verkáætlun Vega- gerðar ríkisins er gert ráð fyrir að endurbyggður vegur muni liggja yfir Bjarnardalsárgljúfur á ræsi í stað brúar. Slíkt ræsi myndi verða á hæð við 8 hæða byggingu eða á þriðja tug metra og breidd þess við botn gljúf- ursins yrði yfir 100 m. Þessi áform eru óviðunandi frá náttúruverndar- sjónarmiði. Náttúruverndarsamtök Vesturlands mótmæla þessari út- færslu á framkvæmdinni og telja óhjákvæmilegt að byggð verði ný brú yfir gljúfrið í stað þeirrar gömlu. Það verður að teljast á ystu nöf af hálfu Skipulagsstofnunar að veita undanþágu frá lagakröfu um um- hverfismat þessarar framkvæmdar þar sem hún felur í sér nýbyggingu vegar sem er yfir 6 km langur. Fyll- ingar og skeringar á vegkaflanum eru óvenju miklar vegna djúpra gilja og brattra hlíða sem alls kalla á til- flutning á 710.000 m3 jarðefna. Einn- ig er fyrirhuguðu vegarstæði ætlað að liggja yfir sex aðgreind mýrlendi sem eru yfir þrír hektarar að stærð. í þessu máli er því undanþága Skipulagsstofnunar frá mati á um- hverfisáhrifum framkvæmdanna mjög ámælisverð. í framkvæmd sem þessari verða framkvæmdaskilyrði og verklagsfyrirmæli hins opinbera eftirlitskerfis að vera mun skýrari en raunin hefur verið með undirbúning þessarar framkvæmdar. Slíkt hefði verið betur tryggt með formlegu um- hverfismati. Náttúruverndarsamtök Vestur- lands vilja minna á að umrætt land- svæði heyrir til náttúruperlna Borg- arfjarðarhéraðs og er hluti af þeirri merku landslagsheild sem Norður- árdalur og Baulusvæðið mynda.“ Nýr afþreying- arvefur opnaður SKEMMTI- og afþreyingai'vefurinn www.listavefurinn.com var opnaður 1. desember sl. Á vefnum má finna ýmiss konai' afþreyingarefni sem er uppfullt af kolsvörtum kaldhæðnis- húmor. Á vefnum eru til að mynda teiknimyndir, tölvuleikir, ljóð, smá- sögur, teiknaðar myndir, skissur, út- varpsleikrit o.fl. Einnig má á vefnum lesa furðufréttir, sem eru óvenjuleg- ar fréttir, bæði innlendar og erlend- ar, segir í fréttatilkynningu. Stefnt er að því að uppfæra vefinn ■" a.m.k. einu sinni í viku. I mjög náinni framtíð geta svo ungir og upprenn- andi listamenn komið verkum sínum á framfæri á vefnum. Kristinn Evertsson og Hrafn Jónsson eru aðstandendur Listavefj- arins.com. ATVINNU- AUGLÝSINGAR Flensborgarskólinn (Hafnarfirði Laus störf í Flensborgarskólanum Eftirtaldar stöður eru lausartil umsóknar: ■ Kennsla í stærðfræði, 1 — 2 stöður. ■ Kennsla í jarðfræði/náttúruvísindum 12 — 18 stundir. ■ Kennsla í tölvufræðum 12—24 stundir. Umsóknarfrestur er til 20. desember nk. Um- sóknum þarf ekki að skila á sérstöku umsóknar- eyðublaði en þær skulu sendartil Flensborgar- skólans, pósthólf 240, 222 Hafnarfirði. Hvenær ráðið verður í áðurnefndar stöður er háð lausn yfirstandandi verkfalls. Nánari upplýsingar veitir skólameistari í síma 565 0400 eða gegn- um netfangið flensborg@flensborg.is . Skólameistari. ATVINNA ÓSKAST Mjög skapandi kona leitar að vinnu frá kl. 9—16. Þekki vel til tölvu- umhverfis (Photoshop, Freehand, Fontpage, Flash). Tala og skil ensku mjög vel. B.A. frá M.H.Í. (hugmyndafræði, hljóðupptökutækni, myndupptökutækni, handritagerð, textagerð, markaðssetning og teikning). Áhugamál (heilsa, sálfræði, læra, skapa, uppfinningar, smáviðgerðir). Áhugasamir sendi fyrirspurnir á eftirfarandi netfang: aura@nett.is . ÝMISLEGT Diskótek Sigvalda Búa Tek að mér öll böll og uppákomur. Allar græjur og tónlist fylgja. Diskótek Sigvalda Búa, nýtt símanúmer er 898 6070. AU G LÝ S I N ATVINNUHÚSNÆÐI Til leigu atvinnuhúsnæði 1. Skrifstofuhúsnæði, vandað fullbúið með tölvu- og símalögnum, 370 fm í virðulegu húsi í hjarta borgarinnar við Austurvöll. 2. IMýleg 1.400 fm skemma, 7—8 metra loft- hæð ásamt 180 fm skrifstofum við Suður- hraun í Garðabæ. Aðkoma frá Reykjanes- braut og Hafnarfirði. Stór malbikuð lóð. Framtíðarstaðsetning. 1. 950 fm gott kjötvinnsluhúsnæði við Garðatorg, Garðabæ. Skrifstofur og starfsmannaaðstaða um 250 fm. Góð að- koma. Laust 1. júlí 2001. Traust fasteignafélag sem sérhæfir sig í útleigu atvinnuhúsnædis. Eignarhaldsfélagið Kirkjuhvoll ehf., símar 562 3585 og 892 0160. KENNSLA Ertu eldri en 17 og hálfs? jt Islenski lýdháskólinn fer til Danmerkur Lýðskólinn á flug! Skólastarfið í vetur fer fram í Vallekilde Hpjskole á Sjálandi. Innritun er hafin fyr- ir vorönn (4. janúartil 9. maí 2001). Kostnaður aðeins kr. 7.900 á viku fyrir fæði, herbergi og kennslu. Styrkir fást vegna fargjalds. Sækið um strax því fjöldi nemenda er takmarkaður. Upplýsingar veitir Oddur Albertsson í síma 891 9057, netfang: oddura@itn.is. Vefsíða skólans: www.vallekildeh.dk G A FUNDIR/ MANNFAGNAÐUR Opinn fundur Fjárhagsáætlun Kópavogsbæjar fyrir 2001 Bæjarmálaflokkur Sjálfstæðisflokksins í Kópa- vogi heldur opinn fund um fjárhagsáætlun Kópavogs í Hamraborg 1, 3. hæð, í dag kl. 20.00 Minnum á opið hús alla laugardaga milli kl. 10 og 12. Sjálfsstæðisfélag Kópavogs. TIL SÖLU Fasteignasala Lögmanna Suðurlandi, Austurvegi 3, 800 Selfossi, sími 482 2849 - fax 482 2801, netfang loamsud@selfoss.is. Jörð til sölu Gerðar, V-Landeyjum. Jörðin er um 200 ha grasgefið land. Á jörðinni er m.a. íbúðarhús, 147 fm frá 1946, og hesthús og hlaða. Húsa- kostur þarfnast verulegs viðhalds. Nánari upplýsingar á skrifstofu. FÉLAGSSTARF VFulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í Garðabæ Aðalfundur Fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Garðabæ verður haldinn í dag, þriðjudaginn 12. desember, kl. 20.00 á Garðatorgi 7. Dagskrá: x 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Ásdís Halla Bragadóttir, bæjarstjóri fjallar um helstu verkefni framundan. 3. Önnur mál. Stjórn Fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Garðabæ. SMÁAUGLÝSINGAR FÉLAGSLÍF □ Hamar 6000121219 Jf. □ FJÖLNIR 6000121219 I Jf. □ HL(N 6000121219 IVA/ I.O.O.F.R.b.1 = 15012127-Jv.* ’
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.