Morgunblaðið - 12.12.2000, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 12.12.2000, Blaðsíða 63
MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN ÞRIÐJUDAGUR 12. DESEMBER 2000 63 ingar geti það leitt til um 20% lækk- unar á nýgengi krabbameina og skipuleg legháls- og brjóstakrabba- meinsleit geti leitt til allt að 10% lækkunar á dánartíðni kvenna. Starf Krabbameinsfélagsins Krabbameinsfélagið er sjálfeign- arstofnun og var stofnað 27. júní 1951. Félagið hefur aldrei tekið bein- an þátt í sjúkdómsmeðferð en hefur veitt fjárstuðning til ákveðinna verk- efna er tengjast bættri meðferð og tekið virkan þátt í öllum öði-um ofan- greindum þáttum í þeim tilgangi að efla heilsu landsmanna. Markmið starfsins er að draga úr nýgengi og dánartíðni krabbameina, auka þekk- ingu á faraldsfræði og orsökum sjúk- dómsins, stuðla að endurhæfmgu eftir meðferð, draga úr þjáningu á lokastigum sjúkdómsins, fræða og aðstoða sjúklinga og aðstandendur þeirra og auka þekkingu almennings á krabbameini, krabbameinsvömum og hollum lífsháttum. Félagið hefur frá upphafi verið brautryðjandi í skráningu krabbameina, krabba- meinsleit, heimahlynningu krabba- meinssjúkra og baráttu gegn reyk- ingum. Núverandi skipurit félagsins má sjá á meðfylgjandi mynd. Fjármögnun Fjár til starfsemi sinnai- hefur Krabbameinsfélagið einkum aflað með rekstri happdrættis, sölu minn- ingarkorta og almennum söfnunum en því hafa einnig áskotnast erfða- gjafir og opinberir styrkir. Þar sem gagnsemi starfsins hefur með árun- um orðið æ augljósari gerðu heil- brigðisyfirvöld árið 1988 þjónustu- samning við félagið sem tryggði að mestu rekstur leitarstarfsins og síð- ari samningar hafa jafnframt tryggt að hluta rekstur Krabbameinsski-ár og Heimahlynningar. Erfðagjafir og fjárframlög almennings tryggja sem stendur allan annan rekstur og þró- unarstarf og væri starfsemi félags- insógerleg án þess stuðnings. I næstu grein verður gerð nánari gi-ein fyrir grundvallaratriðum krabbameinsleitar og það skýrt af hverju konur hafa til þessa notið meira gagns af slíkri leit en karlar. Höfundur er yfirlæknir Leit- arstöðvar. Stormur í vatnsglasi UNDANFARNAR vikur og mánuði hafa birst fjöldi greina í helstu prentmiðlum landsins um fyrirhugað bryggjuhverfi við Ai’n- amesvog. Það hafa einkum verið íbúar í Arnamesi sem hafa fundið sig knúna til þess að setjast við skriftir og andmæla þessum tillögum að byggingu biyggju- hverfis. Eitt er þó fremur öðru sem þessir greinarhöfundar hafa séð ástæðu til að leggj- ast gegn en það er sá liður þessarar tillögu, að hluti byggð- arinnar verði á uppfyllingu sem kæmi sem framlenging á þeirri fyll- ingu sem fyrir er í dag. Það sem helst hefur einkennt þessi greina- skrif er að þær framkvæmdir sem þai-na era fyrirhugaðar muni hafa í för með sér óbætanleg náttúraspjöll og ganga að fulglalífi við voginn dauðu. En ekki era allir sem beina sjónum sínum að náttúra og fuglalífi. Pétur Björnsson skrifai- í Morgun- blaðið hinn 10. nóvember og vegur heldur ósæmilega að bæjarstjórn- inni í Garðabæ með ásökunum sem flestar eru miður fallegar og það sem verra er rangar. Það er því nauðsyn- legt að leiðrétta þann miskilning og mistúlkanir sem fram koma í skrif- um Péturs Björnssonar. Hann vænir ráðamenn Garðabæjar um „að þeir sniðgangi þarfir íbúanna“. Undirrit- aður er íbúi í Garðabæ (reyndar ekki á Arnamesi) og fær ekki séð á hvem hátt íbúar Garðabæjar hafa verið sniðgengnir í þessu máli. Pétur spyr einnig: „Er bæjarstjómin hafin yfir allt og alla?“ Og á hann þar við eins og hann fullyrðir í grein sinni að samið hafi verið við Björgun hf. og Bygg ehf. án útboðs og að aðrir hafi komið til greina. Það er greinilegt að Pétur hefur ekki haft fyrir því að kynna sér staðreyndir málsins. Þess- ir aðilar, þ.e.a.s Björgun hf. og Bygg ehf., keyptu húseignir Norma hf. á þessu svæði á frjálsum markaði án aðstoðar og eða aðkomu bæjaryfir- valda í Garðabæ. Þeir höfðu síðan framkvæði að því að leggja tillögur fyrir forsvarsmenn bæjarins um breytta nýtingu á nærliggjandi landi og því landsvæðis sem þeir era eigendur að. Það er ekki bæjar- yfirvalda að bjóða út framkvæmdir á landi sem þeir hafa ekki ráð- stöfunarrétt yíir. Það sýnir frekar fyrir- hyggju og forsjálni for- svarsmanna bæjar- félagsins að taka vel í þessar tillögur og kanna hvort þama geti verið um vænlegan kost að ræða fyrir alla Garðbæinga. Ekki er um endanlegan samning að ræða né heldur að bær- inn hafi bundið sig við tvo aðila eins og Pétur orðar það í grein sinni, heldur viljayfirlýsingu með eðlileg- um fyrirvöram, samanber það sem fram kemur í yfirlýsingunni: „Af hálfu Garðabæjar er sérstaklega áréttað að viljayfirlýsing þessi felur ekki í sér neina skuldbindingu af hálfu bæjaryfirvalda um endanlega gerð deiliskipulags svæðisins né heldur skuldbindur yfirlýsingin bæjastjórn við meðferð og afgreiðslu málsins.“ Þessa viljayfirlýsingu er að finna á heimasíðu Garðabæjar (ásamt fundargerðum bæjarstjóm- ar) og er þar aðgengileg öllum þeim sem áhuga hafa á að kynna sér efni hennar. Af þeim gögnum sem að- gengileg eru á heimasíðu bæjarins verður ekki annað séð en að for- svarsmenn bæjarins hafi sett alla þá fyrirvara sem eðlilegir geta talist og birt öll gögn þessu máli tengd jafn- óðum. Þannig að allar dylgjur um pukur og að íbúar bæjarins hafi ver- ið sniðgengnir era ekki réttar. Samkvæmt aðalskipulagi er þetta svæði skilgreint sem iðnaðarsvæði og svæði fyrir opinberar stofnanir, íbúðir eða þrifalegan iðnað. Þær byggingar sem helst setja svip sinn á Bryggjuhverfi Ég treysti kjörnum fulltrúum bæjarins fylli- lega til þess að vega og meta kosti og galla þessarar tillögu, segír Páll Halldórsson, og út- færa til hagsbóta fyrir bæinn og bæjarbúa. þetta svæði nú era án efa byggingar Stálvíkur sálugu. í fi-amhaldi af því að rekstur Stálvíkur stöðvaðist hefur þetta hverfi dalað og starfsemi sem tengdist rekstri Stálvíkur einnig. Ef þær tillögur sem liggja fyrir um byggingu bryggjuhverfis á þessu svæði ná ekki fram að ganga má gera ráð fyrir að svæðið verði áfram ætlað fyrir samskonar starfsemi og er á svæðinu í dag. Hvað varðar umhverfisþáttinn er ekki laust við að öll sú umræða sem reyndar helst hefur farið fram á síð- um Morgunblaðsins einkennist af „hysteriu og má helst líkja við storm í vatnsglasi. Þeir greinarhöfundar sem fjallað hafa um þennan þátt, sem reyndar era flest allir, fullyrða að uppfylling í Arnarnesvogi muni eyðileggja lífríki vogsins og það fuglalíf sem þrífst við voginn í dag rnuni hljóta af varanlegan skaða. Einnig er þeim tíðrætt um að þar með verði gildi þessa svæðis sem út- vistarsvæðis jafnframt verulega skert. Enn hafa þessir aðilar ekki lagt fram nein haldbær rök þessu til stuðnings. Þessir aðilai’ ganga út frá því sem vísu að svo verði. Hallgrímur Helgason kallar þessi skrif í skemmtilegri grein, Sveit í borg, sem hann ritar í Dagblaðið hinn 25. nóvember, „andstöðu í nafni nátt- úravemdar sem er já einmitt mér finnst það líka-stefna“. Sá grunur Páll Halldórsson læðist óneitanlega að manni að þeir undirskriftarlistar sem dregnir hafa verið fram vegna málsins séu að ein- hverju leyti rannir undan rifjum ein- mitt þessarar stefnu. Er ekki rétt að x leyfa þeim aðilum sem lögum sam- kvæmt ber að fjalla um og rannsaka þessa þætti að skila sínum niðurstöð- um áður en farið er að fullyrða um áhrif þessar mögulegu fram- kvæmdar á lífríki og náttúra. Þar til niðurstöður liggja fyrir verður aldrei um annað en huglægt mat leikmanna að ræða sem nánast er víst að verður jafnt misjafnt og einstaklingarnir era margir. Hvað varðar þetta svæði sem útivistarsvæði þá þarf þessi framkvæmd alls ekki að rýra gildi svæðisins heldur þvert á móti mun hún auka gildi þess þannig að fleiri U geti notið. Arnarnesvogurinn og reyndar Skerjafjörðurinn einnig era sérlega vel fallnir til skútusiglinga og siglinga seglbáta. Siglingar era líka útivist. Undirritaður er áhuga- maður um skútusiglingar og þegar útivist er annars vegar veit hann fátt betra en siglingar um svæði eins og Arnarnesvog, Kópavog og Skeija- fjörð. Líklegt er að fjöldi Garðbæ- inga eigi eftir að njóta þess að sigla um voginn og næsta nágrenni og jafnframt njóta þeirrar aðstöðu sem þetta hverfi hefði upp á að bjóða. Einnig þekkir undh-ritaður vel til sambærilegra hverfa erlendis sem flest eiga það sammerkt að iða af lífi ásamt því að vera sá staður þar sem ’ - íbúar i nágrenni við hverfið venja komur sínar, til að njóta útivera og nálægð við sjóinn, höfnina og það líf sem þar þrífst. Undirritaður treystir kjörnum fulltrúum bæjarins fyllilega til þess að vega og meta kosti og galla þess- arar tillögu og útfæra til hagsbóta fyrir bæinn og bæjarbúa. Einnig að forsvarsmenn bæjarins beiti sér fyr- ir því að hún hljóti samþykki í þeirri mynd sem þeir telja best fyrir alla íbúa Garðabæjar. Tilkoma hverfis eins og þessa mun auka á fjölbreytni ' bæjarlífsins og tengja byggðina og íbúana í bænum betur við strand- lengjuna og Amamesvoginn með þeirri fjölbreytni sem hann hefur upp á að bjóða. Höfundur er verkfræðingur. Stríðið í Tsjetsjenalandi Já, það er enn barist í Tsjetsjena- landi, því miður. Ég held að þau vandamál sem upp komu þar hafi ekki verið flóknari en t.d. í Tatarstan og Jeltsin hefði á sínum tíma átt að reyna til hins ítrasta til að semja við Dúdajev. Vissulega má saka Jeltsin og hans stjóm um að hafa ekki virt rétt Tsjetsjena til að ráða sínum mál- um sjálfir heldur hafið stríð gegn þeim (stríðið 1994-96). En að fleira þarf að hyggja: eftir þetta stríð var Tsjetsjenaland de facto (í reynd) sjálfstætt ríki í þijú ár og hlutu menn því að gera kröfur til að það fari sem slíkt að alþjóðlegum skuldbindingum um réttindi þegnanna (ekki síst rúss- neskra íbúa landsins) og samskipti við nágrannana. í reynd komst land- ið á vald hermdarverkamanna með gíslatökum innanlands og árásum út á við - á Dagestan, og þessi hermd- arverk tengdust vanmætti og/eða samþykki formlegra valdhafa. Þar með færast spumingar um sjálfs- ákvörðunarrétt þjóðar yfir á annan flöt - við slíkar aðstæður er ekki hægt að veita Tsjetsjenum sjálfstæði og hermdarverk, terrorismi, er al- þjóðlegt vandamál en ekki einkamál Tsjetsjena, hann verður að kveða niður. Það er af þessum ástæðum að enn er barist í landinu. Um leið verð- ur að fara í öllu fram í anda mann- réttinda. Það viðurkenna allir að glæpir era framdir í Tsjetsjenalandi, lfka stríðsglæpir. Og það er rétt að krefjast þess af Rússum að þeir geri þau dæmi upp. Það eru í gangi hundrað mála gegn herforingjum og hermönnum - þeim verður að fylgja eftir. Það eru viðræður í gangi, til er tsjetsjenskt stjómkeifi undir stjóm yfirmúftans Naderovs, sem hefur hreinan slqöld gagnvart sínu fólki og barðist sjálfui’ gegn rússneskum her í stríðinu 1994-96. Verið er að koma á einskonar bráðabirgðaþingi áhrifa- manna, m.a. með fulltrúum Tsjetsj- ena sem búa annars staðar í Rúss- landi. Það er búið að kjósa þingmann Tsjetsjena til rússnesku Dúmunnar - bæði hann og múftinn hafa mjög opinskátt gangrýnt framferði rúss- neska hersins svo því fer fjarri að þetta séu einhveijar strengjabrúður. En hermdarverk halda áfram og nú era helst drepnir þeir áhrifamenn meðal Tsjetsjena sem vilja viðræður við Moskvu. Ég veit ekki hvað gerist á næst- unni. Kannski verða skæruliðum veit þung högg með vetrinum, en dæmi Norður-Irlands og Baskalands segja okkur að terrorismi getur lengi hald- ið áfram í einni eða annrri mynd. Að því er varðar Vesturlönd þá sýnist mér að þau sýni stöðu okkar vaxandi skilning enda eru hermdarverka- menn í Tsjetsjenalandi ekki einir á báti, þeir fá peninga og vopn annars staðar frá, tengjast við öfgaöfl í Aust- urlöndum nær og Afganistan og við Ben Laden. Þegar ég var sendihen'a á íslandi vakti ég máls á því í skýrslu sem ég sendi heim, hvort ekki væri hægt að veita Tsjetsjenum svipaða stöðu og Grænlendingai’ hafa innan danska rfldsins, en auðvitað veit enginn hvort slík leið er fær. Ég hefi líka lagt það til að nágrannaland Tsjetsj- ena, Ingúshetíja, fái að setja fjöl- skyldulöggjöf í anda íslamskra hefða, eins þótt hún gæti í einhveiju rekist á við lög Rússneska sam- bandsríkisins eins og þau era nú. Með sveigjanleika og samningum er hægt að leysa margt, ef menn vilja leggja sig fram. Höfundur er rithöfundur. Bankaklúður Framsóknarmönn- um er að vísu til ým- issa hluta trúandi. Þó tók steininn úr þegar hinn nýi bankamála- ráðherra tók sig til fyr- ir síðustu helgi og gerði tilraun til að svipta alla yfirstjórn Búnaðarbanka ís- lands, bankaráð og bankastjórn, umboði til að fara með stjóm sameiningarmála við Landsbanka Islands. Þar með steypti Fram- sóknarfrúin samein- ingunni í hið mesta heiftar-klúður, sem vandséð er að málið náist úr í bráð. Sameining fyrirtækja er vanda- verk. Sameining tveggja banka með jafnvíðtæk viðskipti í landinu og Búnaðarbanki og Landsbanki er risavaxið verkefni við að fást, ef vel á að fara úr hendi. Margs þai’f að gæta. Banki er ekki bara bygging sem inniheldur stjórn og starfsfólk, búnað, tól og tölvur. Urslitum ráða um vöxt og viðgang banka viðskiptavinirnir, sem að líkum lætur. Svo virðist sem mjög hafi verið rasað um ráð fram í undirbúningi sameiningar bankanna tveggja. Þess virðist ekki hafa verið gætt að fá starfsfólk bankanna með í leik, sem er framskilyrði þess að vel til takist, enda er það starfsfólkið sem úrslitum ræður um hvort viðskipta- vininum líkar betur eða verr. Bull- andi óánægja er meðal starfsfólks- ins um allan framgang málsins. Þegar af þeim ástæðu er samein- ingartilraunin dæmd til að mistak- ast. Keppinautar hins sameinaða banka myndu gera sér hægt um hönd og ráða til sín lykilmenn úr útibúum bankanna og smala til sín viðskiptavinum með þeim hætti. Það er því ekki að undra þótt sparisjóðsmenn brosi í kampinn þessi dægrin. Ef bankarnir tveir verða þvingaðir saman af ríkisvaldinu með lagaboði eins og nú standa sakir þarf ekki spámann til að segja til um að nýi bankinn myndi skreppa saman með miklum hraða. Og eigendur hans, skattborgarar þessa lands, tapa stórfé. Nógu illt var í efni áður en til af- skipta viðskiptaráðherra kom. Nú er málið hinsvegar komið í ófæra sjálfheldu. Eins og málum er háttað era engin sköpuð ráð önnur til en að taka sameiningu bankanna út af dagskrá þegar í stað og huga að Sameining Engin sköpuð ráð önnur eru til, segir Sverrir Hermannsson, en að taka sameiningu bank- anna út af dagskrá þegar í stað. henni að 2-3 áram liðnum og þá á nýjum forsendum með gerbreyttum vinnubrögðum. Engum getum skal leitt að ástæðu fyrir furðulegu upphlaupi ráðherrans, en látið við það sitja að | svo komnu að ætla þetta framsókn- arfrekju og yfirgang. Enda leggur framsóknar-fnykinn af flestum verkum ríkisstjórnarinnar víða vegu nú um stundir. Höfundur erfommður Frjdlslyndn flokksins. Sverrir Hermannsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.