Morgunblaðið - 12.12.2000, Síða 71

Morgunblaðið - 12.12.2000, Síða 71
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. DESEMBER 2000 74* UMRÆÐAN Fiskeldi Stærsta hættan í þessu máli er að það takist, segir Skúli Guðbjarn- arson, að hindra virð- ingarvert framtak til þess að auka útflutn- ingstekjur okkar. fjörðum og Austfjörðum og mengar ekki meira en fiskvinnsla. Rann- sóknir sem gerðar hafa verið á mengun frá fiskvinnslu sýna að nei- kvæðra áhrifa hennar gætir aðeins á mjög afmörkuðu svæði. Algengt er að myndarlegur mat- vælaiðnaður á Islandi mengi á við heimili stærstu þéttbýlissvæða ,i landsins. Slík vinnsla þykir sjálfsögð og sé hún vel rekin sjást ekki nei- kvæð merki mengunar. Þetta er vert að hafa í huga þegar verið er að bera saman laxeldi og mengun frá fólki. Þegar talað er um að fiskeldisstöð mengi á við 40.000 manns þá ber að hafa það í huga að mörg lítil byggð- arlög ásamt fiskvinnslu menga mun meira. Við malarbúar flykkjumst þangað á sumrin til þess að njóta ósnortinnar náttúru. Laxeldið gæti orðið landsbyggð- inni sú lyftistöng sem þörf er á. Hvað væri heppilegra en að fiskeldi og ferðaþjónusta yrði hluti af þeirri enduruppbyggingu sem þörf er á í dreifbýli. Þetta hefur Norðmönnum tekist vel til með. í Noregi er mikil laxagengd í veiðiár ásamt mjög miklu fiskeldi á sömu svæðum. Norðmenn hafa endurheimt margar laxveiðiár sem urðu nánast fiski- dauðar vegna mengunar frá Evrópu (mest Bretlandi) og byggt upp fisk- eldi um leið. Aðrar þjóðir geta lært af Norðmönnum sem hefur tekist að efla laxinn sem villtan fisk og eld- isfisk samtímis. Ég get ekki annað en dáðst að þeirri framtakssemi sem nokkrir vel menntaðir og reynslumiklir einstak- lingar hafa sýnt með því taka frum- kvæði að því að færa okkur inn á þá braut í fiskeldi sem allar nágranna- þjóðir okkar hafa farið sem hafa átt þess kost. Þetta mun skila þjóðar- búinu miklum gjaldeyristekjum, sér- staklega vegna þeirrar verðmæta- sköpunar sem á sér stað við framleiðslu á laxi sem alinn er á fóðri unnu úr innlendu hráefni. Ég hef heyrt að verð á veiðidegi í laxveiðiá kosti allt að hundrað þús- und. Þá heyrði ég af manni sem þyk- ir stangveiði svo ánægjuleg að hann keypti sér um 100 veiðidaga síðast- liðið sumar. Ég fylli þann hóp manna sem skilja vel þá ánægju sem menn hafa af slíkri útiveru og er glaður yf- ir því að einhverjir ríkisbubbar séu til sem greiða slíkar fjárhæðir í tóm- stundagaman. Ég skil líka mætavel að margir óttast um þá tómstunda- iðju sem þeir eru tilbúnir að verja jafn miklum fjármunum í, en ég deili ekki þeim ótta með þeim. Ótti stang- veiðimanna við fiskeldi minnir mig mjög á ótta sonar míns við köngulær. Skynsemin segir honum að ekkert sé að óttast, en ef hann sér eða heyrir minnst á köngulær fer enginn nær- staddur varhluta af ótta hans. Nokkrir einstaklingar hafa talað eins og að eina hættan sem stafi af villtum laxastofnum á íslandi sé eld- islax. Rannsóknir hafa sýnt að loft- mengun var þar mestur áhrifavaldur víðast hvar á síðustu áratugurh. Virkjanir, framræsla, gerð varnar- garða, brúargerð ásamt landbúnaði hefur allt áhrif á vistkerfi ánna. Náttúrulegar sveiflur og fiskveiðar hafa einnig áhrif á stofnstærðir. Fátt hefur þó eins bein áhrif á laxinn og stangveiðar. Það er firra að halda því fram að lífríki við strendur landsins stafi stórfelld hætta af laxeldi. Laxeldi er álíka umhverfisvænt og fiskiðnaður. Þegar því er haldið fram að erfða- mengunarslys sé beinlínis í uppsigl- ingu vil ég benda á tvennt: laxinn sem rætt er um að ala hér við land er sömu tegundar og sá lax sem syndir í íslenskum ám, laxinn sem syndir í ís- lenskum ám er ekki ósnortinn villtur lax. Fyrir mörgum árum vann ég sumarpart í fiskeldi. Þá afhenti ég hundruð þúsunda kynbættra eldis- laxa sem sleppt var í margar ár. Stærsta hættan í þessu máli er að það takist að hindra virðingarvert framtak til þess að auka útflutnings- tekjur okkar. Nú þegar það á að leyfa eflingu at- vinnulífs í byggðum landsins með framleiðslu heilnæmrar fæðu úr inn- lendu hráefni, heyrast örfáir stang- veiðimenn stilla saman strengi sína og kyrja gamalkunna slagara um auðvald og spillta ráðherra. Höfundur er náttúrufræðingur. HHH mícrnk "m LÍMTRÉ hf. óskar Borgfirðingum til hamingju með Hyrnutorg, hið nýja og glæsilega húsnæði við Borgarhraut 58—60, Borgarnesi. LÍMTRÉ hf. þakkar jafnframt Borgarlandi ehf. fyrir viðskiptin með límtré og Yleiningar ónægjulegt samstarf ó hinum stutta byggingartíma hússins. Arkitektahönnun: Nýja teiknistofan og LIMTRE H F su*u” °9 tæknideild, Viðarhofða 2b, 110 Reykjavík, sími 530 6000 - www.limtre.is - loforð um góða lausn f-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.