Morgunblaðið - 12.12.2000, Síða 82

Morgunblaðið - 12.12.2000, Síða 82
82 ÞRIÐJUDAGUR 12. DESEMBER 2000 BREF TIL BLAÐSINS MORGUNBLAÐIÐ Reykjanesbrautin - frábær hljómplata Frá Karli Hermannssyni: KEFLVÍKINGURINN, með stóru kái, Rúnar Júlíusson, gaf út á dög- unum frábæra hljómplötu sem hann kallar Reykjanesbrautin. Að mínu áliti er þetta heilsteyptasta og besta plata sem Rúnar hefúr gert. Það er nokkuð mikið sagt því að Rúnar hefur verið lengi að og sent frá sér margar prýðisgóðar plötur. Rúnar hélt útgáfutónleika í Frum- leikhúsinu í Keflavík fimmtudags- kvöldið 7. desember sl. Þama kom rokkarinn síungi fram með sonum sínum, Júlíusi og Baldri, mági sínum, Þóri Baldurssyni, gítarleikaranum Tryggva Húbner og Jóhanni Helga- syni. Þetta var einvalalið, en í kynn- ingu Rúnars kom fram að hijómsveit- in kom þarna saman óæfð. A köflum var hægt að heyra að svo var, en þess- ir snillingar sýndu á köflum mjög góð tilþrif. Rúnar virkaði örlítið stressaður í upphafi en magnaðist er á tónleikana leið. Það sem mér fannst mest sjarm- erandi við þessa tónleika var hvað Rúnar var einlægur. Hann kom til dyranna eins og hann er klæddur, fúllur af lítillæti og húmor. Þama léku þeir lög af nýju plötunni en inn á milli gömlu góðu lögin. Vil ég þakka Rúnari og félögum kærlega fyrir þessa skemmtilegu tónleika. Fyrst þegar ég hlustaði á plötuna Það sem greinarhöfundi fannast mest sjarmerandi við tónleika Rúnars Júlíussonar var að hann kom til dyrana eins og hann var klæddur, fullur af lítillæti og húmor. Reykjanesbrautin fannst mér hún nokkuð góð. Við frekari hlustun fannst mér hún enn betri og nú er svo komið að mér finnst hún hreint frá- bær. Lögin vinna sífellt á við hlustun, sem er einkenni góðra laga, og mynda góða heild. Þá era textamir undan- tekningalaust góðir og sumir mjög góðir. Ber þar hæst texta Kristjáns Hreinssonar. Þá er kvæði Margrétar Jónsdóttur, Útþrá, gullfallegt. Hand- bragð Þóris Baldurssonar skín í gegn í nokkrum lögum og þá er þáttur Jó- hanns Helgasonar einnig stór. Bestu lögin finnst mér vera: Söngur sálarinnar, gott lag Rúnars og Þóris Baldurssonar, við mjög góð- an texta Kristjáns Hreinssonar. Besta lag plötunnar, gæti reyndar verið titillag plötunnar, því Rúnar syngur svo sannarlega frá sálinni á þessari plötu. Ekkert jafnast á við Jesú, snjallt lag Rúnars og Þóris við texta Rúnars. Utþrá, grípandi lag Jó- hanns Helgasonar við gullfallegt kvæði Margrétar Jónsdóttur. Þinn kofí er mín kirkja, gullfallegt, rólegt lag Rúnars og Þóris við fallegan texta Kristjáns Hreinssonar. Fegurst u hugsanir mínar, lag Rúnars og Þóris við texta Kristjáns Hreinssonar. Lífs- hlaupabrautin, lag Bjartmars Guð: laugssonar við góðan texta Rúnars. A réttu róli, lag eftir snillinginn Gunnar Þórðarson við texta Rúnars. Eins og áður sagði þá era flest lög- in mjög góð þannig að erfitt er að gera upp á milli þeirra. Lögin um Reykjanesbrautina era góð, þá er þarna hörkugott rokklag og fínt blús- lag eftir vin Rúnars, Larry Otis, við texta Rúnars. Um leið og ég óska Rúnari Júlíus- syni vini mínum kærlega til hamingju með þessa plötu þá hvet ég aðdáend- ur Rúnars í gegn um tíðina og alla sem hafa gaman af góðri tónlist til þess að hlusta á þessa. KARL HERMANNSSON, Faxabraut 64, Keflavík. Er kjarabarátta kennara tímaskekkja? Frá Ti-yggva V. Líndal: KENNARAR era nú í verkfalli til að freista þess að ná í sinn skerf af góð- ærinu. Mér hefur þó fundist, bæði sem fyrrverandi kennara og sem mannfræðimenntuðum manni, að það hafi vantað á, að ræða æsingalaust um það hvort yfirhöfuð sé réttlætan- legt almennt að hækka laun kennara í framtíðinni; eða hvort kjararýmun síðustu áratuga eigi að halda áfram. Ég held að kjör kennarastéttanna allra fari í raun eftir því hversu mikils þjóðfélagið metur uppeldismál al- mennt. En þau hafa reyndar verið að gengisfalla í þjóðfélaginu síðustu ára- tugi, rétt eins og kennslumálin. Næg- ir þar að nefna kjör heimavinnandi húsmæðra og kjör fóstra/leikskóla- kennara. Minnkandi fólksfjölgnn Ástæða þessa virðist blasa við; það er ekki sama þörfin fyrir nýliðun í þjóðfélaginu og var áður fyrr. Ekki er bara farin þörfin brýna minni fyrir að eignast böm til að framfleyta foreldr- unum í ellinni, líkt og var í gamla bændaþjóðfélaginu, heldur er jafnvel að birtast viðvarandi atvinnuleysi fyr- ir venjulegt fólk. Má nú búast við að slíkt muni aukast á næstu áratugum, jafnvel þangað til þorri manna verður kominn á fátækraframfæri hjá hinu opinbera ef marka má þróunina í ná- grannalöndum okkar. Við slíkar aðstæður er borðleggj- andi, að hið opinbera sjái sér ekki hag í að veita aukið opinbert fé til bama- uppeldis. Það væri t.d. trúlega hið mesta óráð að tvöfalda fé til þessa ef afleiðingin yrði sú að aftur kæmi fram mikið af heimavinnandi húsmæðram með mörg böm; eins og var á 6. og 7. áratuginum með þeim fylgifiski að bæta þyrfti við stórauknum fjölda kennara til að ala þau upp og fræða. Þvert á móti heldur nú markaður- inn að sér höndum í þessum mála- flokki vegna þess að hagnaðarlíkurn- ar fara minnkandi á að stunda bamaframleiðslu. Það er meira að segja að verða svo komið að líta má á barneignir sem ískyggilega dýrt tómstundagaman, á ábyrgð foreldranna, frekar en sem fjárfestingu þjóðfélagsins í framtíð- inni. Viðhorfið um að „börn séu alltaf velkomin" er að verða tímaskekkja í munni stjómmálamannanna. Minnkandi kennsluþörf Hvað varðar skólakerfið stefnir þar í að megin hagkvæmnisrökin fyrir að veita öllum bömum almenna mennt- un séu að verða þau, að þannig megi helst ná fram sem flestum afburða- nemendum (líkt og nú tíðkast í keppn- isíþróttunum okkar). Því framtíðin virðist benda til þess að þar muni einkum sérhæfileikafólk í hagnýtum rannsóknum og hátæknirekstri skipta sköpum. A hinn bóginn virðast kannanir sýna að vestræn þjóðfélög hagnist mest á að eiga stóra hópa af fólki með miðlungsmenntun og iðn- menntun, því reynslan sýni að það fólk sé ósérhlífnara við að leggja hart að sér en aðrir; þ.m.t. þeir háskóla- Associated Press Frekar en að hækka laun kenn- ara, telur höfundur að horfa þurfi fram á veginn til þess tíma þegar barnaframleiðsla verður ekki lengur stóriðnaður í þjóð- félaginu. menntuðu. Allt þetta er ávísun á rým- un á hlutverki menntakerfisins sem heildar. Hvað er þá til ráða? Frekar en að hækka laun kennara, þarf að horfa fram á veginn til þess tíma þegar bamaframleiðsla verður ekki lengur stóriðnaður í þjóðfélag- inu, en í staðinn verður komið velferð- arþjóðfélag sem samanstendur að veralegu leyti af atvinnulausu full- orðnu fólki. Þar verður væntanlega mikið sjálfboðahlutverk fyrir fyrrver- andi kennara að vinna; við að leggja rithöfundum og listamönnum öllum lið við að bæta menningaramhverfi almennings. TRYGGVIV. LÍNDAL, Skeggjagötu 3, Reykjavík. „Farandljós myndasýning í Gimli“ Frá Nirði Sigurðssyni: í FRÉTT Morgunblaðsins um sýn- inguna í Gimli um höfnina í Reykja- vík á fyrstu áratugum aldarinnar er ýmislegt sem ekki er rétt og annað sem ekki kemur fram. I fyrsta lagi segir í fyrirsögn að um ljósmynda- sýningu sé að ræða en það er ekki alls kostar rétt. Sýningin er af skjöl- um um hafnargerðina í Reykjavík 1913-1917 og ljósmyndum af höfn- inni á fyrstu áratugum aldarinnar. Þannig að ekki er eingöngu um ljós- myndir að ræða! í öðra lagi segir að sýning sé „farandljósmyndasýning Reykjavíkur - menningarborgar". Hér er einnig farið með rangt mál. Sýningin er samvinnuverkefni Borg- arskjalasafns Reykjavíkur, Ljós- myndasafns Reykjavíkur og Reykja- víkur - menningarborgar. Borgar- skjalasafn sýnir skjöl en Ljósmynda- safn Reykjavíkur sýnir Ijósmyndir. Umsjón með sýningunni hafði Borg- arskjalasafn Reykjavíkur. Fyrir þá sem stóðu að þessari sýn- ingu er mjög leiðinlegt að fá slíka umfjöllun þar sem ekki er allra hlut- aðeigandi aðila minnst, sérstaklega fyrir þá starfsmenn safnanna sem lögðu mjög hart að sér svo þessi sýn- ing gæti orðið að veraleika! NJÖRÐUR SIGURÐSSON, Borgarskjalasafni Reykjavíkur. „Þingvalla- prestabani“ Frá Sigurpáli Óskai-ssyni: í ÁGÆTRI grein í Morgunblaðinu 21. nóvember í ár rekur sr. Þórhall- ur Heimisson allnáið sögu Þingvall- astaðar og prestsetursins þar. I þús- und ára sögu kristnihalds í landinu hefur kirkja lengst af verið á staðnum og prestur að líkindum líka nema á tímabili á útlíð- andi öld, -1928-1958. í upphafi þess tíma- bils var áberandi sú heiðna skoðun, að þjóð- kfrkjuna ætti að leggja niður og ríkið og vika- piltar þess að sölsa und- ir sig eignir hennar. Þótt sú yrði ekki raun- in, þá hefur ríkið bæði fyrr og síðan verið að vesenast og hræri- grautast með þessar eignir allt fram á okkar daga, að nú hefur orðið lát á. Svo virðist sem ráða- menn nú hafí fundið glufu í kerfinu til að binda enda á tilvera Þingvallapresta með því að úthýsa þeim og hrekja þá úr prestssetr- inu vitandi vits, að þjóð- kirkjan hefur ekki handbært fé til að byggja nýja eftir að rík- isvaldið er búið að glutra niður verðgOdi höfuðstólsins í áranna rás. Það er hulin ráðgáta hvers vegna menntamálaráðherra skuli standa að svo ógiftusamlegri ráðstöfun. Maður átti síst von á slíku úr þeirri átt. En bregðast nú krosstré sem og önnur tré. Og enn síður getur manni dottið í hug, að hann láti stjórnast af utanaðkom- andi grályndi eins og ýmsir vilja vera láta. Þá er bleik illa brugðið, ef svo væri. Engin haldbær rök mæla með því að Þingvallapresti sé úthýst, þvert á móti bendir flest, ef ekki allt til þess að hagkvæmara fyrirkomulag, sem verið hefur, haldi áfram - að Þing- vallaprestur sé þar jafnframt stað- arhaldari - eða svipað form um- semjist. Veigamikil ástæða fyrir þeirri tilhögun kom bærilega fram og vel í ljós í grein í Morgunblaðinu 25. nóv. í ár, undir fyrirsögninni „Ekkert er þeim heilagt.“ Þar lýsir höfundur þeim áhrifum sem við- felldin, einarðleg og hvetjandi fram- koma þáverandi prests á Þingvöll- um hafði á hann sem ungan mann og félaga hans, þess efnis að um- gangast staðinn með tilhlýðilegri háttprýði - eins og sómakæra fólki bæri - því að þau væra stödd á virð- ingarverðum og söguhelgum reit. Og þessi tilmæli þannig sett fram, að sjálfsagt þótti eftir þeim að fara. Og árin liðu. Þijátíu áram síðai’ var sá hinn sami staddur á Þingvöll- um með kollegum sínum, - kenn- arahópi frá suðrænum sólskins- ströndum Spánar - en ekkert sólskin á Þingvöllum heldur hífandi rok í öllu sínu veldi, svo að ýlfraði í ufsum og ýldi í burstum kirkjunnar og brakaði og brast í innviðum hennar jafnt sem útviðum, er vind- hviðurnar skullu á henni. Meðan þetta gekk á úti, útlistaði og út- skýrði innandyra sr. Heimir heitinn Steinsson sögu og staðháttu alla á svo meistaralegan og gagntakandi hátt, að hinum suðrænu gestum gleymist seint eða aldrei þessi stund á landinu kalda. Áhrifin urðu svo yf- irþyrmandi sterk, að þéir fluttu þau með sér heim til síns sólbakaða lands í formi nýs kennsluefnis. í nefndri gi-ein er íhuganarverð staðhæfing. Greinarhöfundur segist ekki fara ótilneyddur í kirkju og því sama, hvort prestvígður maður hafi húsbóndavaldið á staðnum eða ekki, ef hann bara standi í stykkinu. Samt viðurkennir hann, að menn taki meira mark á prestum en öðra fólki. Þetta sé bara svona, þótt það sé ofar hans skilningi. Óafvitandi tjáir við- komandi áhrif kristinnar trúar, þeg- ar andi Guðs verkar á umhverfið í kring, hver svo sem boðunartækin kunnu að vera. Það sem gildir er að skynja áhrifavald Guðs og meðtaka hans vilja. Þá hætta menn að ráfa um á refilstigum lífsins og snúa til síns heima og himnarnir enduróma af gleðinnar söng, því að faðirinn himneski fagnar hverju sínu týnda barni, sem aftur snýr til föðm’hús- anna. Já, greinarhöfundi fannst reisn og myndugleiki yfir Þingvöllum og lif- andi mannlíf, hvers áhrif náðu langt út fyrir landsteinana, þegar hann heimsótti staðinn í hvínandi roki og svarra. En nú skal breyting á verða, því að kaldranaleg kólga stjórnsýsl- unnar ætlar að neyta aflsmunar eignarréttarins og bola burtu gæsluliðum Guðs á jörð en eftir- skilja staðinn í flatneskjulegu and- leysi, trú og kirkju til tjóns og flest- um kristnum þegnum landsins til sárra leiðinda. Ekki kæmi mér á óvart, þótt málsvöram niðurrifsafl- anna hlægi nú hugur í brjósti. Þeir fengju þá að minnsta kosti örlitlar sárabætur á kristnitökuári og um leið hafa framsæknir ráðamenn afl- að sér kampakátra viðhlæjenda, sem kynnu þeim kæra þökk fyrir viðvikið. SIGURPÁLL ÓSKARSSON, Starengi 18, Reykjavík. ------------------ Ekki meir, ekki meir Frá Karli Th. Birgissyni: ÉG ELTI ekki frekar ólar við at- hugasemdir Hjörleifs Guttormsson- ar og samhljóða skæting Kolbrúnar Halldórsdóttur í DV vegna útvarps- pistils míns. I tveimur greinum hefur Hjörleif- ur breytt dómi sínum um pistUinn úr „ósannindavaðli" og „grófum árás- um“ í til að gera saklausan „fóta- skort“. Ef svo heldur áfram getur þetta ekki endað öðravísi en svo, að Hjörleifur fari að hrósa mér. Það held ég hvorugur okkar vilji. KARL TH. BIRGISSON blaðamaður
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.