Morgunblaðið - 12.12.2000, Síða 84
44 ÞRIÐJUDAGUR 12. DESEMBER 2000
DAGBÓK
MORGUNBLAÐIÐ
í dag er þriðjudagur 12. desember,
347. dagur ársins 2000. Orð dagsins:
Og ég veit að boðorð hans er eilíft
líf. Það sem ég tala, það tala ég því
eins og faðirinn hefur sagt mér.
(J6h. 12,50.)
Skipin
Reykjavíkurhöfn:
Bakkafoss, Dettifoss,
Helgafell og Haukur
koma í dag.
Hafnarfjarðarhöfn: Sel-
foss og Ásgrfmur Hall-
•* dórsson koma í dag.
Fréttir
Bökatíðindi 2000
Númer þriðjudagsins
12. desember er 11310.
Mæðrastyrksnefnd
Kópavogs. Hamraborg
20a. Fataúthlutun kl.
17-18.
Mannamót
Árskógar 4. Kl. 9 búta-
saumur og handavinna,
kl. 9-12 bókband, kl. 13
opin smíðastofan og
brids, kl. 10 íslands-
banki opinn, kl. 13.30
opið hús spilað, teflt
o.fl., kl. 9 hár- og
fótsnyrtistofur opnar.
Bólstaðarhlið 43. KI. 8
hárgreiðsla, kl. 8.30
böðun, kl. 9-9.45 leik-
fimi, kl. 9-16 handa-
vinna og fótaaðgerðir,
kl. 9-12 tréskurður, kl.
10 sund, kl. 13 leirlist.
Félagsstarf aldraðra
Dalbraut 18-20. Kl. 9
hárgreiðsla, kl. 10 sam-
” verustund, kl. 14 félags-
visL
Fólagsstarf aldraðra,
Lönguhh'ð 3. KL 8 böð-
un, kl. 9.30 hjúkr-
unarfræðingur á staðn-
um, ki. 10 hársnyrting,
kl. 13 fóndur og handa-
vinna.
Félagsstarf aldraðra
Garðabæ. Aðventukaffi í
Kirkjulundi 12. desemb-
er kl. 15. Spilað í
Kirkjulundi 12. des. kl.
13.30 Lögreglan í Hafn-
arfirði býður öldruðum í
Garðabæ í skoðunarferð
’14. des. Farið frá
Kirkjulundi kl. 13.
Félag eldri borgara í
Reykjavík, Asgarði,
Glæsibæ. Kaffistofan er
<■ opin virka daga kl. 10-
13. Matur í hádeginu.
Skák kl. 13.30 í dag. Al-
kort fellur niður en
hefst aftur eftir áramót.
Miðvikudagur: Göngu-
Hrólfar fara í létta
göngu frá Ásgarði,
Glæsibæ, kl. 10. Jóla-
ferð á Suðurnesin laug-
ardaginn 16. des. Upp-
lýst Bergið í Keflavík
skoðað. Ekið um Kefla-
vík, Sandgerði og Garð.
Súkkulaði og meðlæti á
Ránni, Keflavík. Brott-
■^ JÍfór frá Ásgarði Glæsibæ
kl. 15. Æskilegt að fólk
skrái sig sem fyrst
Bláa lónið og Þingvalla-
leið-Grindavík bjóða
eldri borgurum í Bláa
lónið á hálfvirði mánu-
dag til fimmtudags.
Farið er frá Laug-
ardalshöll kl. 13,
Hlemmi kl. 13.10 og
BSÍ kl. 13.30. Breyting
hefur orðið á viðtalstíma
Silfurlínunnar. Opið
verður á mánudögum
og miðvikudögum frá kl.
10-12 f.h. Ath. af-
greiðslutími skrifstofu
FEB er frá kl. 10-16.
Uppl. á skrifstofu FÉB
í síma 588 2111 kl. 10-
16.
Gerðuberg, félagsstarf.
Kl. 9-16.30 vinnustofur
opnar, kl. 13 boccia.
Miðvikud. 13. des. er ár-
leg ferð með lögregl-
unni, Ohufélagið hf.
ESSO býður akstur,
m.a. Laugarneskirkja
heimsótt, umsjón sr.
Bjarni Karlsson, öku-
ferð um Sundahöfn og
nýja bryggjuhverfið í
Grafarvogi. Kaffi í boði
íslandsbanka í Lóuhól-
um í Ásgarði í Glæsibæ.
Mæting í Gerðubergi kl.
12.30. Skráning hafin.
Jólahelgistund verður
fimmtudaginn 14. des.
kl. 14. Umsjón sr.
Hreinn Hjartarson og
Lilja G. Hallgrímsdóttir
djákni, hugvekja; Guð-
rún Ásmundsdóttir leik-
kona. Metta Helgadóttir
og Ragnheiður Guð-
mundsdóttir syngja tví-
söng. Lenka Mátéová
leikur á píanó. Túlkun á
táknmáli, sr. Miako
Þórðarson. Hátíðarveit-
ingar í kaffihúsi Gerðu-
bergs. Á eftdr koma
börn úr leikskólanum
Hraunborg og syngja
jólalög. Allir velkomnir.
Veitingar í kaffihúsi
Gerðubergs. Allar upp-
lýsingar um starfsemina
á staðnum og í síma
575 7720.
Gjábakki, Fannborg 8.
Leikfimi kl. 9.05, kl.
9.50 og kl. 10.45, kl. 9.30
glerlist, handa-
vinnustofa opin, leið-
beinandi á staðnum frá
kl. 10-17, kl. 14 boccia,
þriðjudagsganga fer frá
Gjábakka kl. 14, kl. 17
dans og myndlist. Að-
ventukaffi verður í Gjá-
bakka fimmtudaginn 14.
des. kl. 14. Dagskrá:
Jóiahugleiðing á að-
ventu, söngur og upp-
lestur. Heitt súkkulaði
m/rjóma og kökuhlað-
borð. Allir velkomnir.
Jólahlaðborð verður
föstudaginn 15. des kl.
18. Hugleiðingu flytur
sr. Gunnar Sig-
urjónsson. Einsöngur
Ólafur Kjartan Sigurðs-
son, stjómandi Jónas
Ingimundarson, Samkór
Kópavogs syngur nokk-
ur lög. Dansað. Skrán-
ing fyrir 13. des. Miðar
verða seldir 14. og 15.
des.
Gullsmári, Gullsmára
13. Opið kl. 9-17. Mat-
arþjónusta á þriðjud. og
föstud., panta þarf fyrir
kl. 10 sömu daga, kl. 9
postulínsmálun, kl. 10
jóga, handavinnustofan
opin kl.13-16, kl. 18
línudans. Fótaaðgerða-
stofan er opin virka
daga. Aðventukaffi
verður miðvikudaginn
13. des. kl. 15. Sr. íris
Kristjánsdóttir flytur
hugvekju. Söngur og
upplestur. Heitt súkkul-
aði með rjóma og köku-
hlaðborð. Allir velkomn-
ir.
Hvassaleiti 56-58. Kl. 9
böðun, fótaaðgerðir og
leikfimi, kl. 9.45 banka-
þjónusta, kl. 13 handa-
vinna og hárgreiðsla.
Hraunbær 105. Kl. 9-
16.30 postulínsmálun,
kl. 9-17 fótaaðgerðir, kl.
9-12 glerskurður, kl.
9.45 boccia, kl. 11 leik-
fimi, kl. 12.15 versl-
unarferð í Bónus, kl.
13-16.30 myndlist, kl.
13-17 hárgreiðsla.
Hæðargarður 31. Kl. 9-
16.30 opin vinnustofa,
postulínsmálun, kl. 9-17
hárgreiðsla, kl. 10 leik-
fimi, kl. 12.45 Bón-
usferð.
Norðurbrún 1. Kl. 9-16
fótaaðgerðastofan opin,
kl. 9-17 hárgreiðsla, kl.
10-11 boccia, kl. 9-16.45
opin handavinnustofan,
tréskurður.
Vesturgata 7. Kl. 9
fótaaðgerðir og hár-
greiðsla, kl. 9.15-12
bútasaumur, kl. 9.15-
15.30 handavinna, kl. 11
leikfimi, kl. 13 búta-
saumur, kl. 13.30 félags-
vist.
Vitatorg. Kl. 9 smiðjan
og hárgreiðsla, kl. 9.30
glerskurður, myndlist
og morgunstund, kl. 10
leikfimi og fótaaðgerðir,
kl. 11 boccia, kl. 13
handmennt og keramik,
kl. 14 félagsvist.
Háteigskirkja. Opið hús
á morgun fyrir 60 ára
og eldri í safnaðarheim-
ili Háteigskirkju frá kl.
10- 16. Kl. 10-11 morg-
unstund með Þórdísi, kl
11- 16 samverustund,
ýmislegt á prjónunum.
Súpa og brauð í hádeg-
inu, kaffi og meðlæti kl.
15. Ath. takið með ykk-
ur handavinnu og
inniskó. Vonumst til að
sjá sem flesta. Gengið
inn Viðeyjarmegin.
Bridsdeild FEBK Gjá-
bakka. Spilað í kvöld kl.
19. Allir eldri borgarar
velkomnir.
Félag ábyrgra feðra
heldur fund í Shell-
húsinu, Skerjafirði, á
miðvikudögum kl. 20,
svarað í síma 552 6644 á
fundartíma.
ÍAK. íþróttafélag aldr-
aðra í Kópavogi. Leik-
fimi kl. 11.20 í Digra-
neskirkju.
Eineltissamtökin halda
fundi á Túngötu 7 á
þriðjudögum kl. 20.
Félag áhugafólks um
íþróttir aldraðra. Leik-
fimi í Bláa salnum,
Laugardalshöll, kl. 12.
Sinawik í Reykjavík
heldur jólafund í kvöld
kl. 20 í Sunnusal Hótels
Sögu.
Hallgrímskirkja, eldri
borgarar. Opið hús á
morgun kl. 14-16, gest-
ur Vilborg Dagbjarts-
dóttir kennari. Bflferð
fyrir þá sem þess óska.
Upplýsingar veitir Dag-
björt í síma 510 1034.
Félag eldri borgara í
Hafnarfirði, Hraunseli,
Reykjavíkurvegi 50.
Brids og saumar kl.
13:30. A morgun býður
lögreglan í skoð-
unarferð í Nesstofu og
kaffi í Kaplakrika. Rút-
ur frá Hraunseli, Höfn
og Hjallabraut 33 kl. 13.
A fimmtudag verður op-
ið hús, jólafundur kl. 14.
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni I, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar:
569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjóm: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156,
sérblöð 5691222, auglýsingar 5691110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 6691116. NETFANG: RIT-
ÍSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 1.900 kr. 'á niánuði innáiilands. f lausasölu 150 kr. eintakið.
VELVAKAJVDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15
frá mánudegi til föstudags
Ríkissjón-
varpið 2
NÚ loksins hefur farið af
stað umræða um réttmæti
þess að ríkissjónvarpið/út-
varpið sé rekið í núverandi
formi og fagna ég því en
það er ekki nóg að það sé
farin af stað umræða. Ef
maður skýtur á gæs og
særir hana ber manni að
skjóta aftur á hana og fella
hana svo hún drepist ekki
bara einhvers staðar úti á
sjó eða landi. Alþingi verð-
ur að taka föstum tökum á
þessu máli og Ijúka því.
Það eru í raun bara tvær
leiðir færar. Annars vegar
að afnema afnotagjöldin í
núverandi formi og setja á
nefskatt Þá færi rekstur
sjónvarpsins bara inn í hinn
almenna skatt og verður
borgað þannig og það deil-
ist þá jafnt á alla skattborg-
ara en ekki eins og nú þar
sem einstaklingur borgar
jafnmikið og 5-7 manna
fjölskyldur.
Hins vegar er að ríkið
selji ríkissjónvarpið/út-
varpið og nái þá í tekjur
fyrir sig og einhver nýr
kaupandi fer í að reka nýja
stöð. Þá þyrfti hann að
koma upp afruglarakerfi
eða þá að hann myndi reka
stöðina með auglýsingum.
Það yrði alla vegana þannig
fyrir hinn almenna borgara
þessa Iands að hann fengi
að ráða hvort hann vildi
borga afnotagjald til þeirr-
ar stöðvar eða ekki, eða það
myndi í það minnsta
minnka gjaldið á haus ef
það væri farið í nefskatts-
kerfið.
Það er raunverulega til
þriðja leiðin sem nú hefur
verið við lýði allnokkuð
lengi að hunsa þetta mál og
láta óréttlætið halda áfram
og ég yrði þá neyddur til að
borga 1 milljón 260 þúsund
til Ríkissjónvarpsins fyrir
ekki neitt, nái ég því að
verða 80 ára.
Nei, við landsmenn eig-
um rétt á að það sé gert
eitthvað í þessu máli. Þeir
sem eru hlynntir ríkssjón-
varpinu geta þá bara borg-
að því afnotagjöld en fyrir
okkur hin sem eru ekki
hlynnt þvi er þetta agalegt
mál.
Hvað svo með alla út-
lendingana sem eru í sí-
auknum mæli að flytja til
landsins? Þeir eru skyldug-
ir að borga afnotagjald til
ríkssjónvarpsins, sem segir
sig vera með mikið af ís-
lensku efni, og þeir skilja
ekkert í því. Hvers eiga
þeir að gjalda?
Jú, þeir sem fengu sér
sjónvarpstæki skulu borga
fyrir það lögum samkvæmt.
Þvílíktkjaft...
Nei, það er löngu tíma-
bært að tekið sé á þessu
máli.
Ég var að skoða dagblað-
ið núna um daginn og þar
er grein um Ragnheiði El-
ínu Clausen og RÚV. Þar
stendur: „Ragnheiður er
treg til þess að ræða í smá-
atriðum hver tildrög þess
voru að hún hætti nokkuð
skyndilega hjá RÚV og fór
yfir til keppinautarins.“
Það er rétt að Ragnheiður
hætti hjá RÚV og byrjaði
hjá Stöð 2 en getur Stöð 2
talist keppinautur RÚV?
Stöð 2 þarf að afla sér
áskrifenda en RÚV þarf
þess ekki, hún bara fær þá í
hendurnar eigi þeir sjón-
varpstæki! Það er eitthvað
bogið við þetta.
Ásgeir Aðalsteins.
Kóngar og
drottningar
góðærisins
VENJULEGUR borgari á
gangi í miðbæ Reykjavík-
ur, mætir dömu á 30 cm
hælum og í pels. Hann get-
ur ekki annað en horft á
eftir henni. Þá sér hann að
hún er að príla upp í Land-
cruiser jeppa á 60" blöðr-
um. Þá datt borgaranum í
hug að það skyldi þó ekki
vera að borgarstjóri þurfi
að setja lyftur á gangstétt-
ar, svo hægt sé að lyfta
kóngum og drottningum
góðærisins í hásæti sín.
Segið svo að það sé ekki
góðæri?
Borgari.
Gullfallegt
almanak
ÉG get ekki orða bundist.
Ég var að fá í hendurnar
gullfallegt almanak fyrir
árið 2001 og mig langar til
að hrósa því.
Almanakið er gefið út af
Sveinssafni í Trönuhrauni í
Hafnarfirði.
Það eru þrír synir Sveins
heitins Björnssonar list-
málara sem eiga veg og
vanda af þessu fallega
almanaki.
Þessu almanaki er skipt í
þrjá hluta og spannar list-
feril föður þeirra.
Myndirnar, sem eru á
almanakinu, eru einstak-
lega vel valdar, það eru
skýringar með hverri mynd
og það er prentað á fallegan
pappír. Synirnir mega vera
ákaflega stoltir af þessu
framtaki.
Jón S.
Dýrahald
Týnd
hryssa
í OKTÓBER sl. tapaðist
frá Kaldaðarnesi í Flóa
móálótt 5 vetra hryssa með
markinu gat hægra.
Einnig er hún örmerkt.
Hún er hálftamin og gæf.
Þeir sem gefið gætu upp-
lýsingar vinsamlega hring-
ið í síma 551-5045 eða 867-
0174.
Krossgáta
LÁRÉTT:
I mannsnafn, 4 snæða, 7
duttu, 8 laghent, 9 tónn,
II predikun, 13 at, 14
tunna, 15 dýraríki, 17
ágeng, 20 hugsvölun, 22
kirtill, 23 hrósar, 24 un-
um við, 25 gyðju.
LÓÐRÉTT;
1 legubekkir, 2 vesælt, 3
sleit, 4 kropps, 5 vagga, 6
korns, 10 bleytukrap, 12
keyra, 13 kona Þórs, 15
loðskinns, 16 minnst á, 18
skottið, 19 ástfólgnar, 20
guðhrædd, 21 belti.
LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU:
Lárétt: 1 ljúflyndi, 8 padda, 9 Ingvi, 10 men, 11 kasti, 13
nauts, 15 hroll, 18 kalla, 21 úti, 22 rýmka, 23 reynd, 24
brennandi.
Lóðrétt: 2 Júdas, 3 frami, 4 ylinn, 5 duggu, 6 spik, 7 viss,
12 tel, 14 ala, 15 héri, 16 ormur, 17 lúann, 18 kirna, 19
leynd, 20 alda.
Víkverji skrifar...
TÍÐARFARIÐ í vetur hefur ver-
ið ótrúlega gott, ekki síst í
syðstu sveitum landsins, en þar hef-
ur ekki snjóað í byggð það sem af
er vetri. Jafnvel þykjast menn sjá
tún grænka eða að minnsta kosti
græn strá stinga sér upp úr sin-
unni. Víkverji dagsins var einmitt í
löngu gönguferðinni sem hann fer
vikulega, var að dásama veðrið og
hugsa um hlýjuna í Mýrdalnum
þegar hann var óþyrmilega minntur
á árstímann. Hann rann á rassinn.
Þótt hlýtt hafi verið i veðri und-
anfarna daga er enn víða launhált
og á gönguferð sinni þennan daginn
kynntist Víkverji gangbrautum og
gangstéttum í sinni fjölbreyttustu
mynd, allt frá auðum stígum til
glærasvells. Þótt reynt væri að
ganga varlega gleymdist stundum
hvað undir býr og þá gat þurft að
grípa til ballettdansspora sem Vík-
verji vissi ekki fyrr að hann kynni.
En allt fór vel, ekkert beinbrot og
aðeins sár afturendi.
XXX
VÍKVERJI kom sér upp þeirri
venju að fara í eina langa
gönguferð í viku hverri í sérstöku
átaki í vor og hefur reynt að við-
halda henni. Ekki veitir af hreyf-
ingunni. Með því að bæta tveimur
jafnfljótum við vopnabúrið sitt, eins
og þeir taka til orða sem lýsa NBA-
boltanum á Sýn, í stað þess að nota
eingöngu einkabíl og strætisvagn,
hefur hann kynnst umhverfinu í
borginni á alveg nýjan hátt. Mað-
urinn er íhaldssamur og fer oft
sömu leiðina en einnig hefur hann
kynnst nýjum leiðum í hvert skipti
sem út í óvissuna er gengið. Mal-
bikaðir göngustígar eru til mikillar
fyrirmyndar víða um borgina og
borgarlandið og koma sér vel, á
sumrin.
xxx
ÍKVERJI verður að viður-
kenna að hann óttaðist að hin
góðu áform um að halda áfram
gönguferðunum myndu frjósa föst
eða fjúka út í veður og vind í vetur.
Veðrið hefur enn ekki sett strik í
reikninginn, hins vegar hefur
stundum verið erfitt um gang
vegna hálku.
Borgarstarfsmenn eiga hrós
skilið fyrir það hvað þeir eru
snöggir að hálkuverja götur bæj-
arins til að þeir sem ferðast á bíl-
um komist ídakklaust leiðar sinn-
ar. Þeir eru seinni til að hálkuverja
gangstéttir og göngustíga. Malbik-
uðu göngustígarnir sem eru svo
góðir á sumrin breytast í slysa-
gildrur á vetrum, ef ekki er við-
höfð sérstök aðgát. Að vísu er unn-
ið að sanddreifingu en Víkverja
hefur sýnst að þar séu borgar-
starfsmenn ekki nærri því eins
snöggir til. Enda hefur mörgum
orðið hált á svellinu í vetur. Vík-
verji man til dæmis eftir frétt um
það að einn daginn hafi tugir kom-
ið brákaðir eða brotnir á slysadeild
eftir að veður breyttist skyndilega.
Fagna ber áformum um auknar
hitalagnir en varla er raunhæft að
gera sér vonir um að heitt vatn
verði sett í allar gangstéttir og
göngustíga.
íslensk veðrátta er breytileg og
ekki á neitt að treysta í þeim efn-
um. Víkverji er þó ákveðinn í að
reyna að halda sinni venju og ganga
í allan vetur. Það verður síðan að
koma í ljós hvernig gengur.