Morgunblaðið - 12.12.2000, Side 85

Morgunblaðið - 12.12.2000, Side 85
MORGUNBLAÐIÐ DAGBÓK ÞRIÐJUDAGUR 12. DESEMBER 2000 85 BRIDS lliiisjóii Guðmundur Páll Arnarson ÞÚ ERT í suður. Vestur opnar á veikum tveimur í hjarta, makker opnunar- doblar og þú ákveður að skjóta á þrjú grönd, enda með DG85 í hjarta og 12 punkta: Vestur gefur; NS á hættu. Norður A 6542 »2 ♦ ADG9 + AKG4 Suður + ÁKD » DG85 ♦ 1042 + 1063 Vestur Norður Austur Suður 2hjörtu Dobl Pass 3grönd Pass Pass Pass Vestur kemur út með hjartatíu og austur fylgir með smáspili. Ætlarðu að taka slaginn? Auðvitað ekki - vestur er greinilega að koma út frá AK109xx og getur því varla átt mikið til hliðar - að minnsta kosti ekki tígul- kóng. Ef þú drepur og svínar tígli spilar austur hjarta í gegn og vestur tek- ur þar fímm slagi. Þú dúkk- ar því og vestur skiptir yfir í spaðaáttu. Þú átt þann slag og svínar tígli. Austur drepur og spilar aftur spaða. Hvað nú? Norður 4.6542 ♦ ADG9 + AKG4 Vestur + 83 » ÁK10976 ♦ 65 + 952 Austur + G1097 »43 ♦ K8783 + D87 Suður + ÁKD » DG85 ♦ 1042 + 1063 Þetta eru erfiðir menn. Þú sérð enn aðeins átta slagi (nema spaðinn falli, sem er ekki líklegt) og virð- ist þurfa að svína laufgosa. En ef sú svíning misheppn- ast mun austur draga fram hjartað sitt og vörnin fær fimm slagi: þrjá á hjarta, einn á tígulkóng og einn á laufdrottningu (og jafnvel einn í viðbót á spaða ef þú hefur tekið þriðja spaðann í þeirri von að hann félli 3-3). Við þessari hættu er til fallegt svar: Þú spilar hjartadrottningu áður en lengra er haldið. Ef vestur tekur tvo slagi á hjarta færðu níunda slaginn á hjartagosa, en ef ekki er samgangur varnarinnar í hjarta slitinn og nægur tími til að fría slag á lauf. MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira lesendum sínum að kostnaðarlausu. Tilkynning- ar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrir- vara fyrir sunnudagsblað. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmælistil- kynningum og/eða nafn ábyrgðarmanns og síma- númer. Fólk getur hringt í síma 569-1100, sent í bréf- síma 569-1329, eða sent á netfangið ritstj @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa: Árnað hcilla, Morgtinblaðinu, Kringlunni 1, 103 Reykjavík Arnad heilla n A ÁRA afmæli. í dag, ÖU þriðjudaginn 12. des- ember, verður áttríeður Gísli Hólm Jónsson, Austur- vegi 5, Grindavík. Áf því til- efni munu hann, kona hans Ragnheiður Bergmunds- dóttir og börn þeirra bjóða vinum og vandamönnum að þiggja kaffisopa í Verka- lýðsfélagshúsinu, Víkur- braut 46, Grindavík, hinn 16. desember nk. frá ki. 15. «A ÁRA afmæli. Hinn I V/ 14. desember nk. verður sjötugur Egill Jóns- son á Seíjavöllum. Af því til- efni verður efnt til kvöld- verðar fyrir vini og samferðamenn í félagsheim- ilinu Mánagarði föstudaginn 15. desember kl. 19.30. r A ÁRA afmæli. í dag, l) V/ þriðjudaginn 12. des- ember, verður fimmtugur Guðmundur Þór Brynjúlfs- son, pípulagningameistari, Borgarvík 2, Borgarnesi. Hann eyðir afmælisdeginum fjarri heimahögum ásamt eiginkonu sinni, Ásdísi Baldvinsdóttur. SKAK Umsjón Ilelgi Áss Grétarsson SPENNAN á Heims- meistaramóti FIDE fer nú að nálgast hámark. Undan- úrslit hefjast bráðlega en ekki er ljóst hvort þau verða haldin í Nýju-Delhí á Indlandi eða í Teheran í Ir- an. Það veltur á þvi hvort allir keppendur sem eftir verða fái inngöngu í landið! Staðan kom upp á mótinu á milli stórmeistaranna Alex Yermolinsky (2596) frá Bandaríkjunum og Xu Jun (2665) frá Kína. 19. Hxe6! Rxe6 Veitir harðvít- ugra viðnám en 19...Dxe6 þar sem eftir t.d. 20. Hel Dg4+ 21. Bg3 Dxf3 22. He7+ mátar hvítur í næsta leik. 20. Rc7 Hac8 21. Rxe6 Dxe6 22. Dxb7+ De7 23. Db3+ De6 24. Db7+ De7 25. Dxa6! Hhd8 26. Hel Dd7 27. Dc4+ Dd5 28. hxg6+ hxg6 29. Dxd5+ Hxd5 30. Hdl og eftir tölu- verðan barning tókst hvít- um að bera sigur úr být- um. Upphaf skákarinnar var áhugavert: 1. d4 d5 2. Rf3 Rf6 3. c4 c6 4. Rc3 a6 5. c5 Rbd7 6. Bf4 Rh5 7. e3 g6 8. Bd3 Bg7 9. 0-0 Í6 10. h3 e5 11. Bh2 e4 12. g4 exd3 13. gxh5 Rf8 14. e4 Bxh3 15. Hel Kf7 16. exd5 cxd5 17. Db3 Dd7 18. Rxd5 Be6 og staðan á stöðu- myndinni er komin upp. Hvítur á leik. LJOÐABROT ALDASONGUR Upp vek þú málið mitt, minn guð, hljóðfæri þitt, láttu þess strengi standa fyrir stilling heilags anda, svo hafni eg heimsins æði, en hugsi um eilíf gæði. Á guðs eingetinn son öll er mín trú og von, hann gleður mitt geð og sinni, gefur líf öndu minni, hef eg ei annað hæli, heimur er sorgar bæli. Ljónið það leikur sér við lömbin drottins hér, dúfunni fálkinn fargar, þá flýgur hún sér til bjargar, háfarnir heimsins státa, en hænuungarnir gráta. Bjarni Jónsson STJÖRNUSPA eftir Frances Drake BOGMAÐUR Afmælisbarn dagsins: Þú ert tilfinningaríkur ogátt oft mjög erfitt meðað hemja þig, þegar þérfinnst mikið liggja við. Hrútur (21. mars -19. apríl) Reyndu að forðast það að hlut- imir vaxi þér yfir höfuð. Vertu stöðugt á tánum og leystu þau mál sem upp koma jafhóðum. Þannig heldur þú hreinu borði. Naut (20. apríl - 20. maí) Gættu þín að falla ekki í þá gryfju að ætla að segja sumt núna og svo restina síðar, Menn vilja heyra alla mála- vöxtu strax; annars fælast þeir frá. Tvíburar . ^ (21.maí-20.júní) AA Haltu þig fiarri skarkalanum meðan mesta ásóknin í nær- veru þína gengur yfir. Þegar hægist um skaltu stíga aftur fram á sviðið með bros á vör. Krabbi (21. júní - 22. júlí) Lukkan virðist vera í þínu liði í dag. En mundu að lánið er valt og getur snúist þér í mót án minnsta tilefhis. Vertu því við öllu búinn. Ljón (23.júh'-22. ágúst) Sé# Þótt allt virðist slétt og fellt á yfirborðinu skaltu ekki láta blekkjast. Skyggnstu lengra og sjáðu sjálfur hvernig málið er í pottinn búið. Meyja (23. ágúst - 22. sept.) Reyndu að halda sambandi við sem flesta, sem þú þarft starfsins vegna. En frítímann áttu einn og þá þarftu ekki að gera annað en það sem þú vilt. (23.sept.-22.okt.) Þótt þér finnist þú hafa góðan byr í seglin skaltu staldra við og athuga þinn gang. Þegar þú hefur kannað máhð getur þú haldið áfram för, en fyrr ekki. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.) MÍC Þótt margt verði til þess að þyrla ryki í augu þín, skaltu halda ró þinni, gaumgæfa hlutina, og aðeins halda áfram, ef þú ert viss um framhaldið. Bogmaður m ^ (22. nóv. - 21. des.) Leyfðu vini þínum að eiga skjól hjá þér með tilfinningar sínar. Láttu þér hvergi bregða, þótt margt beri á góma, heldur sýndu samúð þína. Steingeit (22. des. -19. janúar) ac Þótt þig langi mest til þess að hlaupast á brott, skaltu taka þig á og horfast í augu við hlutina. Þannig getur þú sigr- ast á erfiðleikunum. Vatnsberi , « (20. jan. -18. febr.) Þú ert með svo mörg járn í eldinum að þér er nauðugur einn kostur að fækka þeim. Aðeins þannig átt þú þér við- reisnar von og getur haldið áfram. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Þótt árin segi þig kominn af barnsaldri, skaltu engu að síð- ur leyfa baminu í þér að njóta sín. Þannig endurnýjar þú þig til frekari átaka. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. Glæsilegur jólafatnaður Hiá Svönu Opið mán.-laugard. frá kl. 10-18. -r -Æ |S L. Landlæknisembættið Góða nótt Nægur svefn og hvíld eru undirstaða góðrar heilsu og vellíðunar. Því er mikilvægt að huga að svefnþörfinni alla ævi og gefa sér tíma til að slaka á í dagsins önn. Svefnþörf er einstaklingsbundin en til eru ákveðin viðmið tengd aldri. Ung- og smábörn 12-18 tíma; forskólabörn 10-12 tíma; skólabörn um 10 tíma; ungmenni 8-10 tíma; fullorðnir 6-8 tíma. Syfja að degi er merki um ófullnægjandi svefn hver sem orsökin er. Ef eftirfarandi ráð duga ekki leitaðu aðstoðar. Góð ráð til að sofa og hvílast: • Reglulegur fótaferðartími og svefnvenjur bæta svefn. • Dagleg hreyfing er góð en ekki rétt fyrir svefn. • Vera hvorki svangur né of saddur. • Forðast kaffi, te, kóla- og orkudrykki að kveldi. • Áfengi og tóbak trufla svefn. • Ró í umhverfi og huga áður en lagst er til svefns. • Dempuð lýsing, heitur drykkur eða bað fyrir svefn. • Gott rúm, hæfilegur hiti og kyrrð í svefnherbergi. • Ekki liggja andvaka, farðu fram í smástund og reyndu svo aftur að sofna. • Svefnlyf geta hjálpað en alls ekki lausn til langframa. Gefum okkur tíma til að njóta kyrrðar og hvíldar á aðventunni í einrúmi eða með fjölskyldu og vinum Nánari upplýsingar á www.landlaeknir.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.