Morgunblaðið - 12.12.2000, Page 87

Morgunblaðið - 12.12.2000, Page 87
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. DESEMBER 2000 87 ð FÓLK í FRÉTTUM MYNDASAGA VIKUNNAR Tími til að bjarga heiminum, aftur MYNDASÖGUUTGAFA er væg- ast sagt furðuleg. Þróunin hefur ver- ið með undarlegasta móti í gegnum árin og svo virðist sem yrkisefnin séu merkilegri en höfundarnir. Myndasögur eru nefnilega ein af fáum bókmenntagreinum þar sem mannaskipti tíðkast í hásæti skap- arans. Það er ekki óalgengt að höf- undar taki að sér að vefja örlaga- þræði einhverrar áður þekktar myndasögupersónu í eitt ár eða svo. Þetta er hefð sem á sér hliðstæðu í handritaskrifum sápuópera. Þetta veldur því að titlar í myndasögubúð- um eru flokkuð eftir yrkisefnum en ekki höfundum. Eitthvað sem getur vissulega verið þægilegt ef þú ert dyggur aðdáandi vissrar blaðaseríu, en mikið lifandi skelfingar ósköp getur það verið þreytandi þegar þú ert dyggur aðdáandi höfundanna. í nýjustu bókinni um alheimslögg- urnar í „The Authority" ofurhetju- hópnum má glöggt sjá þær áherslu- breytingar sem geta orðið við slík höfundasldpti. í bókinni eru tvær sögur skrifaðar af mismunandi höf- undunum. Sú fyrri er eftir skapara ofurhetjuhópsins, íslandsvininum Wairen Ellis, sem er líklegast þekktastur fyrir að vera höfundur Transmetropolitan. Sú seinni er eftir Mark Millar sem er einn af efnilegri höfundum yngri kynslóð- arinnar. Það er engu líkara en að Ellis hafi drukkið inn þann (vín?)anda sem svífur yfir vötnum hér á landi við heimsóknir sín- ar því sagan hans er sér- staklega um- hverfisvæn. Þar þarf of- urhetjuhópur- inn að glíma við móður náttúru „holdinu klædda“, ef svo má að orði komast, sem er ekki par hrifin af ágangi mannanna síðustu hundrað árin. Sagan gerist um það leyti sem jarðarbúar eru að undirbúa stærstu áramótaveislu ævi þeirra. Reyndar munum við eftir þeirri veislu sem „bara enn ein áramótin". En tölublöðin, þar sem sagan birtist upphaflega, komu út á þeim tíma þegar rökræður um aldamótin voru það eina sem saumaklúbbar landsins ræddu. I seinni sögunni setur Mark Millar upp sólgleraugun, réttir upp skyrtu- kragann og losar Ellis beltið utan af sögupersónunum. Vissulega ber hann virðingu fyrir börnum Ellis en það er eins og hann hafi hækkað egó þeirra um svona 3 metra eða svo. Sagan sjálf er ekki svo tilkomumikil en Millar eyðir miklu púðri í það að kynna lesendum íyrir nýjum hliðum á persónunum. T.d. verður draum- urinn um fyrsta samkynhneigða of- urhetju parið að veruleika á síðum þessarar bókar. Birgir Örn Steinarsson The Authority: Under New Management. I bdk- inni eru tvær samtvinn- aðar sögur eftir tvo höfunda. Sú fyrri er eftir Warren EU- is, teiknuð af Biyan Hitch. Sú seinni er eftir Mark Millar, teiknuð af Frank Quitely. Sögurnar tvær voru upp- haflega gefnar út í tölublöðum 9- 16. Gefíð út af Wildstorm Pro- ductions árið 2000. Fæst í myndasöguversl- un Nexus VI. FYRSTISTAFURINN ER B TOJVLIST (i e i s I a p I a t a HAVE A NICE TRIP Have a nice trip, fyrsta plata hljóm- sveitarinnar Luxus. Sveitina skipa þeir Björn Jörundur Friðbjörnsson, söngur/bassi, Guðmundur Pét- ursson, gítar, Stefán Már Magn- ússon, gítar, Jón Ólafsson, hljóm- borð, Hafþór S. Guðmundsson, trommur og forritun. Allir textar eru eftir Björn Jörund og öll lög nema Alaska sem samið er í félagi við Guðmund og Jón. Have A Nice Trip er svo samið af öllum sveit- armönnum. Björn Jörundur og Jón Ólafsson stýrðu upptökum en þeir Jón og Hafþór hljóðrituðu. Ken Thomas hljóðblandaði í Thule. Emilíana Torrini syngur í „Heaven Knows“ og Simon Kuhran leikur á fiðlu útsetningar Guðmundar Péturssonar í The Speaker. BJÖRN Jörundur Friðbjörnsson hefur í röskan áratug verið einn at- kvæðamesti og besti lagahöfundur okkar íslendinga. í seinni tíð hefur hann svo sýnt á sér fleiri hæfi- leikamerki sem leikari og vaxandi söngvari. Ég hélt fyrst að platan er hér um ræðir, Have A Nice Trip, væri sólóplata Björns en svo mun ekki vera. Platan er skráð í nafni hljómsveitarinnar Luxus, en hana skipa valinkunnir tónlistarmenn og hefur Björn áður starfað mikið með tveimur þeirra, hinum Ný- Danska Jóni Ólafsson og gítarleik- aranum Guðmundi Péturssyni sem starfaði t.d. með Birni í hljómsveit- inni Poppland hér um árið. Lagasmíðarnar, sem flestar eru Morgunblaðið/Jim Smart Björn Jörundur Friðbjörnsson er höfuðpaurinn f Luxus. Björns, eru haglega saman settar og ekki siður vel útsettar. Dæmi um afbragðslög eru „Now You’re Beautiful", „Glimpse Of A Love Song“ og „Heaven Knows“, sem Emilíana Torrini syngur með Birni og hefur áður heyrst. Þessi lög eru í sjálfu sér feikivel sam- in en hin tvö síðast- nefndu eru, líkt og fleiri lög á plötunni, undir ansi miklum áhrifum frá David nokkrum Bowie. Ég þekki marga, ókunnuga Birni, sem eru þessu sammála og vissu þeir þó ekki að Björn er aðdáandi Bowies og hefur ekki farið í grafgötur með það. Það eru ekki bara í smíðunum sem vitn- að er í Bowie, heldur er margt í söngfraseringum Björns sem minnir á gamla manninn. Sömuleiðis minnir gítarleikur og hljómur þeirra Guðmundar og Stefáns oft á fyrrum samstarfs- menn Bowies, þá Robert Fripp, Mick Ronson og Adrian Belew. Það verður hins vegar ekki tekið af Guðmundi og Stefáni að þeir eiga afar sterkan leik á plötunni. Svo ég ljúki nú þessu Bowie-röfli öllu sam- an, þá er margt í hljóðblöndun plötunnar sem minnir einnig á ... æ, ekki meir, ekki meir! Textarnir á plötunni eru kannski ekki í sama gæðaflokki og laga- smíðarnar, en þeir eru þó sjaldnast innihaldslausir og gegna augljós- lega ekki jafnstóru hlutverki og lagasmíðarnar. Björn er greinilega enn með kristna trú á dagskrá, en minnisstæð er vanmetin sólóplata Björns, BJF, frá árinu 1994 sem innihélt textalegt þema um guð. Á Have A Nice Trip kemur guð, eða öllu heldur hans boðberi, t.d. við sögu í „The Speaker“, þekkilegri smíð sem hefur einkar grípandi viðlag að geyma. Það kemur ekk- ert á óvart að Have A Nice Trip er afar vel gerð plata, tæknilega séð. Annað væri óeðlilegt frá þeim mannskap sem kemur að gerð hennar. Það kemur kannski meira á óvart að jafn reyndur tónlistarmaður og Björn skuli ekki vera búinn að skapa sér sterkari tónlistarleg sér- kenni en raunin er. Hann hefur satt best að segja aldrei verið jafn ófrumlegur. Það er kannski ósann- gjarnt, en ég geri einfaldlega mikl- ar kröfur til manna sem ég veit að búa yfir miklum hæfileikum og Björn Jörundur er tvímælalaust í þeim hópi. Orri Harðarson Ertu slæm í húðinni? Micro Peeling húðhreinsi- klúturinn er iausnin Klúturinn fjarlægir mjúklega allar dauðar húðfrumur og „djúp-hreinsar“ húðina. Klúturiim hreinsar farðaleifar, jafnvel úr fínustu svitaholum, gefur húðinni ferskt út- lit og örvar blóðstreymi til húðarinnar. Hann hentar því sérstaklega vel fyrir við- kvæma húð. Klúturinn er margnota og þolir þvott í 100 skipti. Micro Peeling fæst í Lyfju, Lyf & heilsu, apótekunum og Hagkaup. Jólatilboð! Glæsilegar Mohair-peysur 30% afsláttur Margar gerðir Margir litir ^BISUN Kringlunni - Sími 581 2300 í' f ■ i i l -fQk i \ I I W kr

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.